Morgunblaðið - 28.12.2000, Side 39

Morgunblaðið - 28.12.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 39 LISTIR Gítarleikararnir Símon H. Ivarsson og Jörgen Brilling ásamt Ingimundi Sigfússyni, sendiherra í Þýskalandi, og eiginkonu hans, Valgerði Vals- dóttur, og aðstandendum afmælistónleikanna í Hamburg. Tónleikaferð um Þýskaland GÍTARLEIKARINN Símon H. ív- arsson er nýlega kominn úr tveggja vikna tónleikaferð um Þýskaland, þar sem hann fékk lofsamlega gagn- rýni um leik sinn. Með Símoni lék þýski gítarleikarinn Jörgen Brilling, sem hefur meðal annars komið einu sinni til íslands. Símon og Jörgen héldu m.a. tón- leika í Berlín, Cuxhaven og Stuttgart og komu fram á 50 ára afmæli Þýsk; íslenska félagsins í Hamborg. í Bremerhaven komu þeir fram í Teather im Fischereihaven og spiluðu ýmist dúetta eða einleiks- verk. A efnisskránni voru meðal ann- ars verk eftir Gunnar Reyni Sveins- son og Jón Ásgeirsson, en jafnframt átti Símon eitt verk á tónleikunum. Gagnrýnendur Nordsee-Zeitung lýstu Gunnari sem meistaratón- skáldi gítarsins. Þar segir m.a. „Is- lenska tónskáldið Gunnai’ Reynir Sveinsson er meistari gítai’sins. I verkinu Hommega á Django Rein- hard og einnig í verkinu Dag skal að kvöldi lofa vinnur hann með efni úr blús, djassi og þjóðlögum. í verki Símonar H. ívarssonar Danza mora töfraði Símon fram á gítarinn fjöl- breytileika spænsk-andalúsískrar hefðar. Hér fékk Símon H. Ivarsson hljóðfærið til að hljóma af glæsileika og ástríki." Sérvalið og unnið Kálfakjöt, Nautakjöt, Lambakjöt, Svínakjöt og Villibráð Sælkera sósur, krydd og olíur Innfluttar sælkeramatvörur Hátíðarmatur frá Gallerý Kjöt Tilsögn og uppskriftir eru að sjálfsögðu á staðnum og á heimasíðunni okkar. GRENSÁSVEGUR48. SÍMI 553 1600/553 1601 • ww.kjot.is • FAX 568 1699. Kofareyktur Hamborgarahryggur Sænsk Julskinka Svinalundir fylltar með villisveppum Svínabógur, reyktur og nýr Svínalæri, reykt og nýtt Svínaflæskesteg Hreindýramedalíur Villigæsir Aligæsir Aliendur Andabringur Rjúpur Graflamb Grafin gæs Reykt gæs Súluungar Heimalagað rauðkál Sælkera gjafakörfur INautalundir fylltar með gæsalifur Nauta entrecðte Nauta ribeye Fituofið nautainnralæri Fituofið nautaframfillet Heitar sósur Bláberjasósa Rauðvínssósa Villisveppasósa íþróttir á Netinu vjg'mbUs INNKÖLLUN Stjórn Hraðfrystihússins Gunnvarar hfv kt. 630169-2249, gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, hefur hún tekið ákvörðun um að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. Rafræn skráning tekur gildi mánudaginn 5. febrúar 2001 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum flokki, auðkennd raðnúmerum frá H-000568 og í samfelldri röð nú H-002024. Bréfin eru gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. á Hnífsdalsbryggju, 410 Hnífsdal. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskrán- ingu verðbréfa, innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Gæta skal þess að reiknings- stofnun hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Islands hf. Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Verð- bréfaskráningu Islands hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hnífsdal, 9. október 2000. F. h. stjórnar Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.