Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ TEKK V Ö R U H Ú S COMPANY Allar jólavörur með 50% afslætti í kringlunni á milli jóla og nýárs TekkVöruhús Kringlunni • Sími: 581 4400 Varúð - skoteldar! ÁRLEGUR tími skoteldanna er nú upp runninn. Skoteldatíma- bilið M jólum og að þrettándanum tengist yfirleitt ánægjulegum stundum, en flestum er þó Ijóst að sú ánægja getur á augabragði breyst í harmleik. Innflutningur fjórfaldast; Skoteldagleði íslend- inga eykst með hverju árinu og má í eiginlegri og óeiginlegri merkingu tala um sprengingu í þessu sambandi. í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um skotelda fyrr á þessu ári kom Mm að Mmleiðsla skotelda hér á landi jókst um 36% milli áranna 1998 og 1999, en um 60% á fimm ára tímabili 1995-99, í stykkj- um talið. Að sama skapi hefur inn- flutningur á skoteldum margfaldast á undanfbmum árum; hann jókst um 100% milli áranna 1998 og 1999, en hefur nær fjórfaldast á fimm ára tímabili 1995-99 (úr 147 tonnum á árinu 1995 í rúmlega 550 tonn 1999). Þetta samsvarar um tveimur kílóum af skoteldum á hvert mannsbam á Is- landi um síðustu áramót! Augljóslega hafa þau sérstöku tímamót sem urðu við síðustu áramót haft áhrif á aukna sölu skotelda, en samkvæmt könnun Gallup stefndu um 71% íslendinga að því að skjóta upp flugeldum um síð- ustu áramót. Þá hefur aukin almenn velmegun í landinu einnig haft sitt að segja í þessum efnum. Margt bendir til þess að sala á skoteldum um alda- mótin sem Mmundan eru verði tölu- verð, þótt ekki sé líklegt að um aukn- ingu frá fyrra ári verði að ræða. Endurskoðun á reglum Margt bendir til að tíðni slysa af völdum skotelda séu nokkru algeng- ari hér á landi en annars staðar, t.d. á Norðurlöndum og í Bretlandi. Þessi lönd hafa á síðustu árum endurskoðað lög og reglur um meðferð og notkun skotelda, m.a. til að stemma stigu við slysum af þeirra völd- um. Aldursmörk þeirra sem má selja og af- henda skotelda hafa verið hækkuð, skot- eldar verið flokkaðir og tekin ákvörðun um hvaða skoteldar eru ætlaðir til sölu til al- mennings og hverjir eingöngu til sýninga. Þá hafa verið gerðar aukn- ar kröfur um öryggi, gæði og merkingu skot- elda svo og um prófun þeirra, auk þess sem kröfur til söluaðila varð- andi sölu og geymslu á vamingnum og um ald- ur þeirra sem mega afgreiða skotelda hafa verið auknar. Reglugerð um sölu og meðferð skotelda hefur verið til Áramót Tíðni slysa af völdum skotelda er há, segir Ásta Möller, og á það sérstaklega við um slys á börnum. endurskoðunar hjá dómsmálaráðu- neytinu um nokkurt skeið og mun hún birtast innan tíðar. í reglugerðinni verður m.a. tekið á ýmsum þeim þátt- um sem hér að framan eru nefndir. Hátíðnislysa Um síðustu áramót voru slys af völdum skotelda um helmingi fleiri en árin á undan. Á tímabilinu 28. des- ember 1999 til 2. janúar 2000 leituðu 35 manns til slysa- og bráðavaktar Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna slysa af völdum skotelda. Þar af var 21 á aldrinum 0-19 ára og 13 þeirra á aldr- inum 10-14 ára. 31 hinna slösuðu voru karlmenn. Upplýsingar um slys af völdum skotelda í öðrum landshlutum liggja ekki fyrir. Nokkrir hinna slös- uðu hlutu alvarlega áverka, s.s. augn- áverka og brunaáverka sem oliu var- anlegum skaða. í fæstum tilvikum var öryggisbúnaður eins og hanskar og hlífðargleraugu hafður við hönd. Skoteldar falla undir vopnalög og skv. 32. gr. laganna er leyfilegt að selja og afhenda skotelda til bama undir 16 ára aldri sé þess getið í leiðbeining- um, en það er alfarið í höndum sölu- aðila að setja leiðbeiningar um slíkt. Sala á skoteldum er óheimii til bama undir 12 ára aldri. Hækkun á aldursmörkuni Almenn notkun skotelda hér á landi er mikil. Tíðni slysa af völdum skotelda er há og á það sérstaklega við um slys á bömum. Ljóst er að gera verður sérstakt átak til að auka gætni fólks hér á landi í meðhöndlun skotelda. Nýverið var lagt Mm fmm- varp á Alþingi, þar sem lagt er til að bannað sé að selja eða afhenda skot- elda bami yngra en 18 ára, en heimilt verði þó að selja bömum eldri en 15 ára skotelda sem ætlaðir em til notk- unar innanhúss. Skoteldar em í þessu samhengi samheiti yfir allar tegundir skrautelda/flugelda. Þessi aldurs- mörk em í samræmi við aldursmörk á öðmm Norðurlöndum og ýmsum öðr- um •Evrópuríkjum. Flutningsmenn era þingmennimir Ásta Möller, Am- björg Sveinsdóttir, Ami Steinar Jó- hannsson, Drífa Hjartardóttir, Guð- rún Ögmundsdóttir, Jóhanna Sig- urðardóttir og Katrín Fjeldsted. Markmið með þessu fmmvarpi er að vekja umræðu um hættu af völdum skotelda og auka varúð í meðhöndlun þeirra og með lögfestingu fmmvarps- ins væri stuðlað að fækkun slysa af völdum skotelda, sérstaklega meðal bama, sem skv. rannsóknum em í mestri hættu að skaðast við að með- höndla þá. Um leið og ég óska lands- mönnum velfamaðar á komandi ári hvet ég þá til varúðar í meðhöndlun flugelda um áramótin. Sérstaklega vil ég beina því til foreldra og forráða- manna bama að hafa strangt eftirlit með bömum sínum við meðhöndlun skotelda. Nýtt ár á að hefja með gleði íhjarta, ekkiharm. Höfundur er alþingismaður. Ásta Möller Hver erfir hvern? ÞAÐ er fagnaðarefni þegar framtak á sviði viðskipta, tækni og vís- inda nær jafnmiklum hljómgranni og fram- lag Islenskrar erfða- greiningar gerir hjá ís- lendingum. Það er svo einstakt, að vert er að skoða, hvort eitthvert annað fyrirbæri á sviði Mmfara hafi náð slík- um árangri. Svo er ekki. Eimskipafélag ís- lands er líklega það fyrirtæki sem kemst næst ÍE. Var löngum kallað „óskabam þjóð- arinnar", áður en þær frænkur, öf- und, græðgi og illgirni, komu til skjalanna. Viðskiptaumhverfi þess félags hefur að sjálfsögðu breyst, og samkeppni mætti vera meiri, en eng- inn hefur tapað á því, til lengdar, að eiga hlutabréf í því félagi. Eins má segja, að þeir einstakling- ar sem í mestum hávegum em hafðir hjá þjóðinni séu læknar, góðir læknar. Einhverjir hafa að vísu glat- að heilsu sinni á viðskiptum við lækna, en meginþorri fólks stendur í þakkarskuld við lækna sína, og sér ekki eftir hvað þeir fá fyrir sinn snúð. Allir þessir aðilar gera út á velvild almennings, og komast þannig að því, sem stendur hjarta þjóðarinnar næst. Pyngju hennar. Áhyggjur nokkurra góðlækna Vart var blekið þomað af undir- skriftum á merkum samningi IE við níu heilbrigðisstofnanir þegar nokkrir góð- læknar túlkuðu samn- inginn á sinn hátt. Sinn neikvæða hátt. Áhyggj- ur góðlæknanna af samstarfi sjúklinga og ÍE, með milligöngu lækna, era auðvitað óþarfar. Skráning heilsufarsupplýsinga er byggð á fræðilegum skoðunum, rannsókn- um og viðtölum sem hlíta lögum og reglum. Það heitir fagmennska. Og þar er hvorki rými fyrir óvissu né óvild. Nokkrir góðlæknar hætta varla að lækna og líkna vegna þess eins, að þeim hugnast ekki þessir samningar. Hér er um samn- ing að ræða milli aðila, sem eiga mik- ið undir góðri samvinnu og eðlilegu samstarfi í heilbrigðismálum. Þessir samningar hagga í engu góðum at- vinnu- og afkomumöguleikum góðra og virtra lækna, en geta vissulega þrengt stöðu sérhagsmuna og sér- gæsku. Undirskrift samninga heilbrigðis- stofnana við ÍE markar þvílík tíma- mót, að vert væri að gera þeim góð skil, betri en sérkennilegum athuga- semdum nokkurra góðlækna. Verum sérvitrir Það er eðlilegt og heilbrigt að hafa skoðanir á hlutunum. Það er nauð- synlegt að einhverjir hafi dug í sér til að vera „öðruvísi". Sérviska manna er þó því aðeins skemmtileg og verð athygli, að hún bitni ekki á öðmm. Forsjárhyggja Gagnagrunnur Forsjárhyggja góðlæknanna, segir Sigurjdn Benediktsson, er byggð á allt öðru en umhyggju fyrir almenn- ingi og náungakærleik. góðlæknanna er byggð á allt öðm en umhyggju fyrir almenningi og náungakærleik. Islendingar em von- andi ekki famir að dekra eiginhags- muni kverúlanta og dýrka almenna kvörtunarsýki fram yfir dugnað og framsýni. Vilji menn finna sérvisku sinni út- rás bendi ég á „Banakringluna", sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að fara ekki í stórmarkaði, svo aðrir sjái til. Sá félagsskapur skaðar engan, ekki er reynt að hafa áhrif á hvað aðrir gera, og engum kemur við hvort einhverjir fari eða geri eitt frekar en annað. En um ánægju þess, að beita sjálf- an sig sjálfsaga af þessu tagi, get ég vitnað. Það er yndislegt. Hættum svo að hafa eilífar áhyggjur af erfðum okkar og arfi. Komandi kynslóðir munu hafa þetta á sinn hátt, hvernig sem við höm- umst. Höfundur er tannlæknirá Húsavík. SJÁ FLEIRIGREINAR BLS 64.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.