Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 54

Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur föðurbróðir okkar og frændi, BJARNI SIGURGEIRSSON bóndi, Selfossi 2, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á öðrum degi jóla. Útförin verður auglýst síðar. Sigrún Arnbjarnardóttir, Sígurgeir Höskuldsson, Arna Viktoría Kristjánsdóttir, Ásgeir l'sak Kristjánsson, Kristján Bjarni Jóhannsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞÓRDÍS LÁRUSDÓTTIR, Kárastfg 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 23. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristinn D. Hafliðason, Hafliði Brands Kristinsson, Halldóra Kristín Kristinsdóttir, Lárus Lárusson, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín, JÓSÍANA (JANA) MAGNÚSDÓTTIR, Lindargötu 14, Reykjavík, andaðist á jóladagsmorgun. Steinar Guðmundsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN FR. BJÖRNSSON, Hávallagötu 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 3. janúar kl. 13.30. Ragnheiður Jónsdóttir, Birna Björnsdóttir, Rafn Þorsteinsson, Grétar Björnsson, Helga Friðbjarnardóttir, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Björnsson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Bjöm Friðgeir Björnsson, barnabörn og langafabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. LÚTHER EGILL GUNNLAUGSSON, Veisuseli, Fnjóskadal, lést sunnudaginn 24. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. desember kl.13.30 Þorgerður Laxdal, Gunnlaugur Lúthersson, Hilmar Lúthersson, Þórey Egilsdóttir, Steinþór Berg Lúthersson, Helga Hlaðgerður Lúthersdóttir, Henry Skowronski og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR ÁGÚST FLYGENRING, Skúlabraut 7, Blönduósi, lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 23. desember. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 3. janúar kl. 15.00. Súsanna S. Flygenring, Sigurður Flygenring, Anna María Flygenring, Tryggvi Steinarsson og barnabörn. EIRÍKUR KRISTINN NÍELSSON + Eiríkur Kristinn Níelsson fæddist í Laugardal í Reykja- vík 29. nóvember 1942. Hann lést 17. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans Niels Kristján Svane, f. 17. maí 1918, d. 28. júní 2000 og Bcrg- þóra Eiríksdóttir, f. 17. október 1921. Systkini Eiríks eru Margret, f. 13. ágúst 1945, maki Bjami Snæbjörnsson; Una Jónfna, f. 26. desem- ber 1952, maki Haukur Gunnars- son; Þorgeir Hjörfur, f. 27. febrúar 1961, sambýliskona Sigrún Þórð- ardóttir. Eiginkona Eiríks er Jónrna Egg- ertsdóttir, f. 13. júlí 1946 í Reykja- vík, gjaldkeri hjá Lánasjóði sveit- arfélaga, dóttir hjónanna Eggerts Jóh. Jónssonar og konu hans Sig- ríðar Theodóru Ámadóttur. Þeirra böm em: Eggert Jóhann, f. 24. desember 1966 í Reykjavík, starfar hjá Heildv. Reykjafelli. Lærði rafvirkjun í' Iðnskólanum í Reykjavík; Bergþóra, f. 21. febr- úar 1968 í Reykjavík, líffræðingur frá Háskóla íslands, í námi í dýra- lækningum í Kaup- mannahöfn frá 1995; Sigríður Theodóra, f. 24. júní 1974 í Reykjavík, _ starfs- maður hjá Isal, sam- býlismaður hennar er Atli Örvar, f. 19. mars 1966, í tré- smíðanámi i Iðnskóla Ilafnarfjarðar. Þeirra dóttir er Jón- ína Valgerður Örvar, f. 17. febrúar 1998. Eiríkur lærði flug í Tulsa, Oklahoma, 1962-63, flaug og kenndi flug hjá Flugsýn, Flugstöð- inni, Navy Aeroclub, Keflavík og Birni Pálssyni. Vann við uppbygg- ingu álversins í Straumsvík, við byggingu Búrfellsvirkjunar og síðan við gangsetningu álversins í Straumsvík 1969. Lærði bifvéla- virkjun við Iðnskólann í Reykjavík 1975-1979. Starfaði hjá föður sín- um á Bifreiðaverkstæði N.K. Svane til ársins 1988 að hann tók við rekstrinum til ársloka 1999. Starfaði um skeið hjá varahluta- verslun Ræsis vorið 2000. Útfor Eiríks fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég sit hér heima og það eru bara liðnir tveir dagar frá því þú sagðir mér að þú héldir að þú værir bara að fara. Ég set „Paint your wagon“ í geislaspilarann og vel eitt af upp- áhalds lögunum þínum, æ þú manst „Wand’rin star“ með Lee Marvin. Ég get ekki annað en fellt tár. Þú varst sjálfur mikil flökkugeit í þér. Öll ferðalögin sem við fórum um ísland þvert og endilangt, landleiðina, loft- leiðina og jafnvel á sjó líka. Þessar ferðir eru eitt af þeim guUkomum sem ég geymi í hjartaíylgsnum mín- um. Pakkað var í bílinn fyrir framan Vesturbergið og við pössuðum okkur á að vera ekki of nálægt þegar sú at- höfn átti sér stað. Blótsyrðaflóðið gat orðið þvílíkt að Kolbeinn Kafteinn úr Tinnabókunum hefði roðnað. Skap var nokkuð sem guð gaf þér nóg af og ef þú varst þreyttur og svangur gastu átt það til að vera eins og Hekla í miklum ham. Það var oft tilfellið þeg- ar verið var að tjalda. Mörgum er minnisstæð ferðin þar sem verið var að setja hústjaldið upp í einum af þess fyrstu ferðum. Það brugðu sér margir frá í gönguferð meðan þú varst að gera Kolbein Kaftein skömmustuleg- an og samtímis að reyna að henda reiður á hvaða súla ætti að vera hvar. Þetta var ótrúlega fyndið, svona eftir á allavega. Eitt það skemmtilegasta við ferðalögin voru allar sögurnar sem við fengum að heyra af tröllum, draugum, útilegumönnum og konum sem höfðu verið á ferli á þeim slóðum sem við ferðuðumst um. Ef það var stjörnubjart fengum við líka að læra um stömumerkin. Sögustundirnar voru ekki bara bundnar við ferðalögin. Ég minnist margra kvöldstunda í Breiðholtinu þar sem þú last fyrir okkur einn kafla á kvöldi úr Ævintýrabókunum og stundum fleiri ef við vorum heppin. Mér fannst fuglinn Kíkí alltaf skemmtilegastur, sem lýsir kannski áhuga mínum á dýrum. Það var ekki sjaldan sem maður stóð suðandi í bað- herbergisdyrunum þegar þú varst nýkominn úr vinnunni að þvo þér: „Paaabbbbii.. .má ég fá hund.. .má ég fá kött...má ég fá hest...má ég fá hamstur...?“ Einhvem tíma hlaut stíflan að bresta og mín hitti á veika stund og fékk leyfi til að ættleiða tvo ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri Iandsbyggðinni. síLi 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is 4' 3 w með þjónustu allan sólarhringinn. Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. hamstra, sem fljótlega urðu fleiri. Ár- in liðu og hamstramir dóu en þar sem búið var að plægja jarðveginn áttu kettir og hundur greiðari aðgang inn á heimilið og fóra að verða ómissandi hluti af okkar lífi. Álfur var þar í mestu uppáhaldi hjá þér og kom jafn- vel og kvaddi þig um miðja nótt áður en hann lagðist til sinnar hinstu hvílu. Sú var tíðin að ég var stutt í annan endann og eins og kettlingur elti égykkur mömmu á röndum. Þú varst fullkomnasti maður í heimi. Dag nokkurn settistu hjá mér og sagðir að mér ætti ekki alltaf eftir að finnast það. Þegar ég yrði eldri, þá myndi ég eiga eftir að kalla þig helvítis kallinn, sem skilur ekki neitt. Þetta var sko!!!! það fáránlegasta sem ég hafði nokk- um tíma heyrt. Svo kom gelgjuskeið- ið með öllum sínum unglingabólum og þið mamma vorað gasalega hallæris- leg og vissuð ekkert í ykkar haus. Ég gleymi samt aldrei þessum orðum þínum og hneykslun minni á þeim. Eina mína uppáhalds tómstunda- iðju á ég þér að þakka. Ég man enn þann dag þegar þú dróst mig inn í stofu með gömlu Pentax-myndavélina og nú skyldi ég læra á alvöra mynda- vél. Ég man að mér leist ekkert á þetta í fyrstu ...„Ijósop ...hraði...ASA-tala...oh boy!!!“ Ekki leið þó á löngu þar til ég var komin með brennadi áhuga og farin að fram- kalla og stækka sjálf. Það er mér einnig mikils virði hve mikið traust þú sýndir mér og sjaldan gagnrýndirðu það sem ég var að gera, jafnvel þó ég kæmi heim með einkunnir sem áttu helst heima í raslinu. Þegar vinkon- umar heyrðu að ég hefði ekki verið skömmuð urðu þær orðlausár. Þegar svo ég sýndi því áhuga að vilja fara að ferðast upp á eigin spýtur í ævintýra- ferðir til Afríku vantaði ekki hvatn- ingu frá þér. Ég held helst að þú hafir dauðöfundað mig þegar ég fór. Alltaf vora vinir okkar velkomnir og þið mamma hafið tekið inn ófá „tökubömin“ og leyft þeim að gista heilu og hálfu vikumai'. Fæstir vin- anna trúðu því þó að þú gætir átt það til að reiðast og fannst þú vera hið mesta ljúfmenni. Víst varstu ljúfur, en það er líka gaman að minnast þeirra stunda þegar þú réðst ekki við þig, öskuillur yfir því að brauðristin virkaði ekki og hótaðir að henda henni fram af svölunum, dembdir í leiðinni út ógrynni af blótsyrðum sem var svo snilldarlega raðað saman. Með áranum kólnaði í eldfjallinu og það var farið að gjósa mun sjaldnar. Þótt gosin væra sjaldnar minnkaði þijóskan ekkert. Það var vafalaust gott því á henni komstu langt í veik- indabaráttu þinni. Krabbinn var bara einhver óþverri sem þú ætlaðir að losna við. Vandamál í þínum augum var eitthvað sem tekist er á við og ekkert múður. Því miður fyrir okkur hin, sem eftir sitjum, þá vai' þijóskan þér ekki nóg í þetta sinn. Þú fórst frá okkur ósáttur við örlagadísimar og við munum öll sakna þín sárt. Elsku pabbi, takk fyrir að hafa verið til. Þín saknandi dóttir, Bergþóra. í okkar stóru góðu fjölskyldu hefur sorgin kvatt dyra í annað sinn á árinu. Þrátt fyrir erfið veikindi Eiríks héld- um við öll í þá von að hann næði bata og hann ekki síst hélt okkur gangandi á bjartsýni og dugnaði. Myndir minn- inganna hafa þotið um hugann á síð- ustu dögum þegar ljóst var hvert stefndi. Hann fæddist í hjarta Reykjavíkur, í skrýtna húsinu hans afa í Laugardal þar sem nú er Laug- ardalsgarðurinn, en foreldrarnii' bjuggu þar sem nú er Húsdýragarð- urinn. Mér fannst hann og Margret alltaf hafa verið svo lánsöm að hafa kynnst þessu sérstaka sambýli fjöl- skyldunnar og einnig uppbygginu afa á garðinum. Okkar samskipti hafa verið einstök alveg frá upphafi, frá því ég fæddist. Hann var stóri bróðir sem ekki var hægt annað en að líta upp til þó ekki væri nema fyrir það hve stór hann var. En það var ekki bara það heldur var á milli okkar sérstakt samband, einhver þráður sem ekkert gat slitið. Kannski var það bara gagn- kvæm væntumþykja, kærleikur og virðing sem var svona sterk milli okk- ar. Ég var sendillinn hans ef hann þurfti þess með og fannst það sjálf- sagt mál. Það varð að sjá til þess að hann hefði brilliantín í hárið svo hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.