Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 76

Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 76
7$ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ REYKLAUST FÚLK! Viltu slást í hóp þeirra sem ætla að drepa í síðustu sígarettunni 10. jan. í beinni útsendingu í þættinum FÓLK á SkjáEinum? Þú getur skráð þig á STRIK.IS eða í næsta apóteki. Þeirsem enn eru reyklausir 14. feb. geta unnið utanlandsferð fyrir 2 í boði Úrval Útsýn, en allir geta hreppt stóra vinninginn, reyklaust líf! Fylgstu með í þættinum FÓLK á SkjáEinum, skráðu þig á STRIK.IS eða komdu við í næsta apóteki. IMicotineir ® SKJÁR EINN strikis & ÚRVAL'IÍTSÝN Nicotinell tyggigúmmi er lyf sem er notað sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar úr þvi þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skai eitt stykki i einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið íengur en 1 ár. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Róbert Julian Duranona og Sigurður Bjarnason hafa skorað mikið að undanförnu. Hér gefa þeir eiginhandaráritanir eftir landsleik með íslandi. Magdeburg tap aði toppslagn- um í Flensburg FLENSBURG sigraði Magdeburg, 24:22, í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld en leikið var fyrir troðfullu húsi í Flensburg við dönsku landamærin. Heimaliðið náði þar með þriggja stiga forystu í deildinni, sem nú er hálfnuð, en Magdeburg datt úr öðru sætinu niður í það fimmta við þennan ósigur. Olafur Stefánsson var marka- hæstur hjá Magdeburg með 5 mörk, sem hann gerði öll í fyrri hálf- leik. Fjögur þau fyrstu úr vítaköst- um og það fimmta beint úr aukakasti eftir að leiktímanum var lokið í fyrri hálfleik. Hann kom þá Magdeburg yfir í fyrsta skipti í leiknum, 12:11. Leikurinn var í jámum þar til undir lokin þegar leikmenn Magdeburg nýttu sér ekki að vera manni fleiri og Flensburg breytti stöðunni úr 21:20 í 23:20. Ólafur var drjúgur við að mata félaga sína sem skoruðu 7 mörk af homum og línu eftir sendingar hans, auk þess sem þrjú af fjórum víta- köstum Magdeburg komu eftir send- ingar Ólafs. Sigurður samdi og er á siglingu Sigurður Bjarnason er á mikilli uppleið ásamt liði sínu, Wetzlar, en hann gerði 4 mörk í stórsigri, 35:23, á Dormagen í gærkvöld. Hann skoraði 9 mörk þegar Wetzlar vann Wupper- tal á Þorláksmessu. Sigurður skrif- aði undir nýjan samning við Wetzlar fyrir jólin og gildir hann út tímabilið 2001-2002. „Siggi hefur sýnt undan- farnar vikur hversu mikilvægur hann er bæði fyrir sóknar- og varn- arleik okkar,“ sagði Rainer Dot- zauer, framkvæmdastjóri Wetzlar, á heimasíðu félagsins. Róbert Sighvatsson skoraði 2 mörk fyrir Dormagen sem datt niður í þriðja neðsta sætið. Patrekur Jóhannesson skoraði 4 mörk og fékk rauða spjaldið fyrir brot um miðjan síðari hálfleik þegar lið hans, Essen, tapaði fyrir Bad Schwartau, 33:26. Gústaf Bjarnason skoraði 4 mörk fyrir Minden og Heiðmar Felixson eitt fyrir Wuppertal þegar Minden vann leik liðanna, 24:23. Úrval af KJÓLUM 20% afsláttur af öllum vörum m RCWELLS www. hm.is sími 5 88 44 22 Slóvenía og Bangla- desh með á Indlandi SLÓVENÍA og Bangladesh hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem taka þátt í Super Millenium Cup, alþjóð- lega knattspyrnumótinu sem fram fer á Indlandi í næsta mánuði. Slóv- enar taka sæti Nýsjálendinga sem ákváðu að draga þátttöku sína til baka þar sem þeir voru ekki sáttir við skipulagningu mótshaldara. Bangladesh kemur inn sem einn af fulltrúum Asíu á mótinu. Sem kunn- ugt er taka íslendingar þátt í mótinu en það hefst 10. janúar og lýkur 25. janúar. Sextán þjóðir eru skráðar til leiks og verður þeim skipt í fjóra riðla. Tvær efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast í undanúrslit og eftir það verður útsláttarkeppni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.