Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 82
82 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska HVA6 VAR6 Uty VETURINN?! HVA6 VARÐ UM SNJOINN?! HVERTFÓR HANN?! Smáfólk TMEY 5AY UÆ CAN HAVE A CHRI5TMA5 PLAY A5 LONé A5 THERE'5 NO RELI6I0N IN IT.. Heyrðu, veistu hvað.. Þeirsegjaað viðmegumhafaleikrit Myndi þig langa til að Það verður málamiðlun... efþaðerekkerttrúarlegtíþví.. leika Gerónímó? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Huldufólk, flug- eldar og- áfengi Frá Guðna R. Björnssyni: STERKAR hefðir fylgja hátterni manna á Islandi um áramót og hefur svo verið um langa hríð. Þó hafa hefðirnar tekið á sig nýjar myndir í aldanna rás og ekki við öðni að búast í síbreyti; legu þjóðfélagi. I gamla bænda- samfélaginu urðu til þjóðsögur um búferlaflutninga álfa og huldufólks og var mannfólki ráðlagt að víkja úr vegi þegar huldu- herir mættust á krossgötum um ára- mót ellegar verða fyrir miklum skakkaföllum. Um miðja 20. öldina fór að bera á ólátum í stæiri bæj- arfélögum á milli unglinga og lög- reglu og kvað svo rammt að því að nokkrir bæir voru sem í herkví þeg- ar lætin voru hvað mest. Ekki verður huldufólkinu kennt um þessa atburði en óspektir milli unglinga og lög- reglu, sem nú eru að mestu aflagðar, má líkja við búferlaflutninga huldu- fólksins. Tími uppgjörs og breytinga var runninn upp og sú hefð rík hjá álfum og fólki að halda upp á tíma- mót með aerslum og leik. Ef viðbrögð manna eru ekki hnitmiðuð við þær aðstæður getur iila farið. Flugeldar gegna æ stærra hlut- verki í áramótafögnuði hér á landi. Þörfín fyrir að loka árinu með tákn- rænum hætti hefur fengið útrás í mögnuðu flugeldafári sem næstum allir (karlar) taka þátt í, svo miklu að heimsathygli vekur. A meðan fíug- eldarnir fara beint upp í loftið og springa þar, er öllum óhætt. Ekki þarf þó mikið útaf að bera til að skot- eldagleðin breytist í ófögnuð. Aramót eru tími fjölskyidunnar og allir vilja samgleðjast með nánustu ættingjum þegar klukkan slær tólf. Spennan sem hleðst upp þegar líður á gamlárskvöld fær útrás í flugeld- um og áramótaskaupi Sjónvarpsins og fátt bendir til að framundan séu miklii- flutningar á fólki. Á fyrstu mínútum nýs árs er eins og þjóðsög- urnar lifni við og allt fer af stað, fólk og flugeldar. Ekki þarf huldufólk á krossgötum til að sjá hætturnar sem fylgja þessu umróti á nýársnótt. Ekki verður heldur séð að minni- hlutahópar á Islandi noti nýársnótt til að iumbra hver á öðrum. En samt verða þessar krossgötur í iífi fólks ekki öllum til farsæidar. Hætturnai- felast ekki í því að líta í augu álfanna eða lenda í útistöðum við lögreglu eins og áður, hætturnar nú eru lúmskari en svo. Ennþá þarf mann- fólkið að gæta að sér um áramót. GUÐNI R. BJÖRNSSON, verkefnastjóri FRÆ, Fræðslumiðstöðvar í ííknivörnum. Hvers vegna styð ég kröfu kennara heilshugar? Frá Vilborgu Halldórsdóttur: ÞAÐ ER hverri manneskju nauð- synlegt að hafa einhvern til að líta upp til á mótunarskeiði unglingsár- anna. Foreldrar gætu verið þessi að- ili en íslenskt samfélag er sífellt að þróast í þá átt að dansinn kringum kaupkálfinn vegur meir heldur en að hlusta, tala og miðla til ungviðisins. Þessvegna skiptir öllu máli sú manneskja sem sinnir þessu ljós- móðurstarfi, eins og Sókrates kallaði svo fallega starf fræðarans. Þess sem er til staðar, hlustar, spyr spurninga og hvatar hugann áfram. Eg leyfi mér að efast um að foreldrar geti bætt þessu hlutverki á sína könnu. Þess vegna þurfum við Kenn- ara - með stóru kái - góða kennara, lærifeður og -mæður. Þá sem vekja með þér þá kennd að þú sért hluti þjóðfélags, getir verið það og viljir verða það. Samfélags sem hefur hag andans að leiðarljósi. Að sjálfsögðu á menntakerfið í slíku landi að búa við þá fjárhagslegu undirstöðu að geta borgað hæfu fólki mannsæmandi laun. Ég átti því láni að fagna mín mót- unarár að hafa haft frábæra kennara og bý ég að því alla ævi. Og nú ætla ég að nefna nokkur nöfn: í Kársnes- skóla Ingibjörgu Símonar, í Kvennó Þórarin Þórarinsson frá Eiðum, frú Þorbjörgu Halldórs frá Höfnum, Ingólf Amar Þorkelsson og Aðal- stein Eiríksson. I MR Vilmund Gylfa, Jón Gúm og Guðna rektor. Ég væri ekki að skrifa þessa grein ef þetta fólk hefði ekki kennt mér! Þetta voru og eru karakterar og ég vil ekki að núverandi framhalds- skólanemar fari á mis við að læra hjá hinum bestu kennurum. Vegna þess að þau búa í samfélagi sem telur sig ekki hafa efni á að veita þeim mann- sæmandi menntun. Þess vegna krefst ég þess að Gunnar og Héðinn og Njáll - les Davíð, Bjöm og Geir - hugsi aðeins og setji hluti í samhengi. Eg er ekki að borga skatta til samfélags hvers talsmenn segja: Við höfum ekki efni á góðri menntun/góðum kennumm. Sendiði bara börnin ykkar í einka- skóla og borgiði meira. Búum til nýja yfirstétt. Stígum afturábak inn í 19. öldina! Það er eitthvað í þjóðfélagi og stjórnsýslu lands sem metur vinnu- framlag ritara í ráðuneyti tvöfalt á við vinnu kennara. Með fullri virð- ingu fyrir þeim sem þar starfa og skrá niður vísdóminn. VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR leikkona, foreldri og þáttastjómandi á Skjá einum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.