Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 83

Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 83
MORGUNB LAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 83 Morgunblaðið/Kristinn Er hættulegt að ferðast með Strætisvögnum Reykjavíkur? Frá Axel Haugen: ÞEGAR nær dregur jólum og um- ferðaröngþveitið eykst eftir því sem þessi árvissa hátíð nálgast, er í rauninni ágætt að vera bíllaus og nýta sér þjónustu SVR fyrir einung- is 130 krónur á dag ef maður fjár- festir í græna kortinu, sitja áhyggjulaus í vagninum og leyfa bíl- stjóranum að flytja sig nærri þeim áfangastað sem för er heitið í hvert eitt sinn. Eins og flestir hafa fundið fyrir, sem einhvern tíma hafa ekið um á bíl hér í höfuðborginni, er umferðin sífellt að verða „stífari“, sumir segja tillitslausari og ráðamenn tala um að gatnakerfið beri ekki lengur um- ferðina á annatímum. Oft hefur verið talað um að notk- un farsíma í akstri, dragi úr hæfi- leika viðkomandi bílstjóra til að stjórna ökutæki sínu á meðan sam- tali stendur og hafa litlar mótbárur heyrst við þeirri staðhæfingu. Enn hefur þó löggjafarvaldið ekki sett með skýrum hætti lög, til að koma böndum yfir þá ökumenn sem stofna sjálfum sér og öðrum í hættu með því að tala í farsíma í akstri, en þá er átt við að farsíma sé haldið upp að eyra og einungis stýrt með annarri hendi, einungis hafa verið gefin út vinsamleg tilmæli þess efnis að ökumenn noti handfrjálsan bún- að, en líkt og sýndi sig með bílbelta- notkun hér á árum áður, virðist ekki nægja að beina vinsamlegum til- mælum til almennings, heldur sýnir reynslan fram á að þörf er á skýrum og greinargóðum lögum að viðlögð- um sektum til að ná settu marki. í raun og veru er ekki sama um hvaða ökumann er að ræða, þ.e. meðan einungis er farið eftir vin- samlegum tilmælum, og gera verður gi'einarmun á einstaklingi á eigin bíl í einkaerindum, eða ökumanni sem hefur atvinnu af akstri almennings- vagna og/eða langferðabifreiða. Þar sem ég ferðast lítið sem ekk- ert með langferðabifreiðum, læt ég öðrum það eftir að tala um farsíma- notkun langferðabílstjóra, sem talað geta af reynslu, en ég hinsvegar sem daglegur notandi þjónustu SVR get vottað að farsímaeign bílstjóra SVR er bæði almenn og notkun þeirra á símunum á meðan akstri stendur alltof algeng. Ég sendi reyndar forstjóra SVR, frú Lilju Ólafsdóttur, stutt bréf í byrjun nóvember þar sem ég tíund- aði vandamálið, og spurði m.a. hvort hún teldi að það bryti í bága við regluna: „Viðræður við vagnstjóra í akstri bannaðar" ef vagnstjóri talaði í farsíma á meðan akstri stæði. Um miðjan- mánuðinn barst mér stutt og laggott svar þess efnis að sú regla væri í gildi hjá SVR að vagn- stjórar töluðu ekki í farsíma á með- an ferð stæði. Ég er viss um að ég er ekki eini farþeginn hjá SVR sem hefur orðið var við að þessi regla er brotin á meðal vagnstjóra eins oft og þeim þurfa þykir og ferðin sem átti að vera áhyggjulaus fer í að fylgjast með vagnstjóranum í kröppum beygjum, oft á töluverðri ferð, eða akandi inn á stoppistöðvar með aðra hönd á stýri og hina á farsímanum upp við eyrað, og virðist þá engu máli skipta hvort vagninn er yfirfull- ur og bæði konur og ungabörn um borð. Með öryggi stætisvagnafarþega og reyndar allra sem eitthvað eru í umferðinni í huga, leyfi ég mér að spyrja: Þarf að verða slys til þess að tekið verði fyi’ir farsímanotkun vagnstjóra SVR í vinnutíma? I Ijósi ofanritaðs langar mig til að beina þeim tilmælum til frú Lilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR, að hún svari einni af þeim spurningum sem ég lagði fyrir hana í áðurnefndu bréfi sem hún fékk í nóvember sl. en hún hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Telur þú að hæfni vagnstjóra til þess að stjóma almenningsvagni minnki ef hann talar í farsíma á meðan akstri stendur?“ AXEL HAUGEN, Hofteigi 38, Reykjavík. Að prjóna kynslóðaorminn Frá Hrafni Sæmundssyni: I BLAÐI eldri borgara „Listin að lifa“ skrifar Karl Gústaf Asgrímsson formaður Félags eldri borgara í Kópavogi grein „Kynslóðabil Hvað er það?“ Greinin hefst þannig. „Ekki eru mörg ár síðan ég fór að heyra þetta orð, kynslóðabil og í framhaldi af því, nauðsyn þess að brúa kynslóða- bilið“. Hvað er Hrafn átt VÍð? Sæmundsson Hvað og hvern- ig er þetta kynslóðabil? Og Karl Gústaf kemst að niðurstöðu undir lok greinarinnar: „Ef litið er út í náttúruna sést, að það er eðlilegt að eldri einstaklingar fylgi ekki æsk- unni eftir, en fylgist með úr fjar- lægð, og það er einmitt það sem við eldri borgarar erum að gera.“ Undirritaður er að brjóta lofoð með þessu lesendabréfi en ég er bú- inn að velja mér annað áhugamál á eftirlaunaaldrinum sem nú er haf- inn. En ég vil þakka Karli Gústafi fyrir þessa grein hans. Karl er rit- fær maður og hefur auk þess þann góða eiginleika að-koma-beint fram með skoðanir sínar. Um kynslóðabil- ið ætla ég ekki að segja neitt. En veruleikinn í kringum Kaj-1 er svolít- ið öðruvisi en óskhyggja hans. Um nokkurra ára skeið hafa félagsheim- ilin í Kópavogi verið opin öllum. Ef Karl hefði litið inn fyrir helgina þeg- ar salir félagsheimilanna voru fullir af fólki af öllum kynslóðum sem var að skera laufabrauð eða ef hann hefði litið við á fjölskyldudögunum þegar Gullsmári troðfylltist af fólki og félagsmálastjórinn í Kópavogi verðlaunaði fullorðna Kópavogsbúa fyrir frumkvæði í félagsstarfi og fjöldinn allur af börnum og ungling- um var kominn á staðinn og í næsta nágrenni við okkur í salnum voru fjórar kynslóðir komnar til að halda uppá afmæli ömmunnar, þá held ég að það hefði verið erfitt að trúa því guðspjalli að fullorðið fólk í Kópa- vogi fylgist með úr fjarlægð. Og ekki er ein báran stök. Höf- uðborg landsins hefur líka stigið skrefið til fulls. I viðtali í Morg- unblaðinu segir Lára Bjömsdóttir, félagsmálastjóri, í Reykjavík 26. nóvember sl.: „Þess ber að geta að frá og með áramótum verður þetta félagsstarf í félagsmiðstöðvun- um opið öllum aldurshópum með það að leiðarljósi að maður er manns —gaman.- Þennan-möguleika-ætti“fé* lagslynt fólk á öllum aldri að skoða.“ Daginn áður, 25. nóvember, var uppskeruhátíð í Hátíðarsal Miðbæj- arskólans þar sem Fræðsluráð Reykjavikur og Félagsþjónustan í Reykjavk fögnuðu uppskeruhátíð verkefnis Reykjavíkur - menning- arborgar Evrópu en verkefnið hét „Kynslóðir mætast 2000“ en þetta var samstarfsverkefni 14 félagsmið- stöðva aldraðra í Reykjavík og 14 grunnskóla. Þarna hélt Björn Bjarnason menntamálaráðherra ágæta ræðu og Ingibjörg Sólrún borgarstjóri „ræsti“ verkefnið á eft- irminnilegan hátt. Og forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson var við- staddur. Þó tvö stærstu sveitarfélög lands- ins hafi brotið ísinn, vil ég sérstak- lega skora á Kópavogsbúa að kynna sér félagslegu hlið málsins af eigin raun og tjá sig opinberlega. Þeir sem vilja ekki „fylgja æskunni“ og vilja standa utan erils þjóðfélagsins og „fylgjast með úr fjarlægð“ hafa fullan rétt til að velja sér þann lífs- stíl. „Og það er einmitt það sem við eldri borgarar erum að gera“, þetta kannast ég hins vegar ekki við. Ég hef umgengist fullorðið fólk í alla- vega tuttugu ár í Kópavogi og séð það gera og hafa frumkvæði að ótrú- legustu hlutum. Þetta mál snertir allar fjölskyldur í bænum. Pössum þetta fjöregg okkar. HRAFN SÆMUNDSSON, fv. atvinnumálafulltrúi, -Gullsmára 9, Kópavogi. Er þetta æskudýrkunin? Frá Kolbrúnu Steinsdóttur: MÉR ER spurn. Ég er gift þriggja barna móðir á fimmtugsaldri, af- lögufær um tíma og krafta hluta úr degi. Ég er búin að vera á vinnu- markaðnum frá unglingsaldri en nú bregður svo við að mín er hvergi þörf. Ég hef frá tvítugu verið í hálfs- dagsstarfi, varla misst úr dag vegna eigin veikinda, veikinda barna, tann- læknaferða, umfelgunar á hjólbörð- um, ferða í banka, á skattstofu og ekki heldur misst úr hálfa og heila klukkutíma vegna langra matar- tíma. Frá því í janúar sl. hef ég verið að leita mér að vinnu. Ég hef verið langsamlega mest í alls konar bók- haldi og er góð í að fylgja ákvörð- unum annarra eftir. Ég hef mjög þægilega símarödd og viðkynning mín við skuldara fyrirtækja er oftast á þann veg að þeir borga með glöðu geði. Engu að síður fæ ég engin við- brögð við umsóknum mínum. Sagan segir að stór fyrirtæki eins og flugfélögin, bankamir og trygg- ingafélögin vilji ekki ráða fólk í hlutastörf. Ég hef heyrt alls kyns sögur af konum sem hafa unnið á morgnana í fjöldamörg ár og fá síð- an allt í einu fyrirmæli um að auka stöðugildið eða hætta ella. Þetta seg- ir sagan. Og nú spyr ég: Hvar eru aðferða- og félagsfræðingarnir sem gætu far- ið á stúfana og kannað hvort þessar sögusagnir eru tilhæfulausar eður ei? Ef þær eru sannar - sem ég vona auðvitað að þær séu ekki - hvað veldur því þá að fyrirtæki með mörg hundruð starfsmenn kjósa að koma í veg fyrir eðlilegt fjölskyldulíf í mörgum tilfellum? Ef þær eru ekkt' sannar, hvers vegna fær þá ekki full- frísk og atorkusöm en verklaus manneskja - ég - hálfsdagsvinnu svo að hún geti í senn orðið fyrirtæki að gagni og sinnt fjölskyldu og heim- ili? Nýjasta sagan hermir að vinnu- veitandi hafi fengið það svar á ráðn- ingarstofu að því miður væri hún ekki með neina manneskju undir fimmtugu í starfið. Vinnuveitandinn hváði. Hann hafði ekki beðið um ákveðinn aldur. Verða kennitölurnar ónýtar um fertugt? Og hver ákveður að við verðum ónothæf í störfin þeg- ar við yfirgefum æskuárin? Mér er sem sagt spurn, og ég vona að réttir aðilar hendi nú spurningu mína á lofti og finni svörin sem dugav KOLBRÚN STEINSDÓTTIR, Gnoðarvogi 88, Reykjavík. Tg /qiupi atdrei áramótaíqótinní Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680. Opið virka daga frá kl. 10 tiM 8, laugardaga frá kl. 10 til 14. Glæsilegir samkvsmis- kiólar fgrir áramóla- fagnaðinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.