Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 4

Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Danskur iæknir sem svaraði auglýsingu í norsku læknablaði fer til Olafsvíkur Læknislaust verður í Snæ- fellsbæ fram yfir áramót EFTIR að yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík lét af störfum skömmu fyrir jól hefur verið læknislaust í Snæfellsbæ en áður hafði heimilis- læknir látið af störfum sl. haust. Afleysingalæknir er væntanlegur 2. janúai- en fram að þeim tírta mun læknir í Grundarfirði sinna íbúum Snæfells- bæjar sem eru um 1.800 talsins. Danskur heilsu- gæslulæknir, sem svaraði auglýsingu Heilsugæslu- stöðvarinnar í norsku læknablaði fyrr á þessu ári, var væntanlegur til starfa um áramótin en að sögn Bjargar Báru Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar, hefur læknirinn ekki störf fyrr en 1. apríl næstkomandi. Hún sagði við Morgunblaðið að fram að þeim tíma komi afleysingalæknar til Ólafsvíkur í 2-3 vik- ur í senn. Staða yfirlæknis hefur verið auglýst laus til umsóknar en miðað við íbúafjölda þurfa tveir læknar að vera við stöðina. Björg Bára sagði Heilsugæslustöðina í Ólafsvík ekki vera einu sjúkrastofnunina á landsbyggðinni sem ætti í vandræðum með að manna stöður heilsugæslulækna. Fáir íslenskir heimilislæknar væru á lausu og þeim hefði fækkað að undanförnu á Norðurlöndunum. Flestir væru komnir heim og þá til starfa á suðvesturhomi landsins. Hún sagði að með auglýsingu í norsku lækna- blaði hefði tilgangurinn verið að höfða til íslenskra lækna í Noregi. Enginn slíkur hefði svarað auglýs- ingunni heldur dönsk kona sem hefði starfað lengi í Noregi sem heilsugæslulæknir. Hún ætlar að flytja búferlum til íslands í vor ásamt eiginmanni en böm þeirra eru uppkomin og fylgja ekki foreldmm sín- um. Björg Bára sagði að læknirinn hefði undirbúið sig vel fyrir flutninginn til íslands og m.a. sótt ís- lenskunámskeið frá því í ágúst síðastliðnum. Víða Iæknaskortur á landsbyggðinni „Hér er aðbúnaður allur mjög góður og Ólafsvík vel staðsett. Fólki hefur verið að fjölga og allt er á uppleið héma. Ég get ekki ímyndað mér annað en að einhveijir læknar vilji búa hérna eins og aðrir,“ sagði Björg Bára. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði við Morgunblaðið að víða væri skortur á læknum við heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á landsbyggð- inni. Staðan væri þó betri núna í heildina en oft áð- ur. Einn fyrir þig og einn fyrir mig EKKI sitja allir að veisluborðum þótt jólahátíðin standi enn. Fugl- arnir á Tjörninni kunnu því vel að meta heimsókn litla herramannsins sem kom færandi hendi með brauð fyrir vængjaða vini sína. Eitthvað virðist snáðann þó hafa farið að svengja í vetrargaddinum og eftir nokkra umhugsun stóðst sá stutti ekki freistinguna að narta ofurlítið i brauðsneiðina. Stöðvaðir með fíkni- •• efni í Onund- arfirði LÖGREGLAN á ísafirði stöðvaði síðdegis í fyrradag í Önundarfirði bifreið sem var á leið frá Þingeyri til ísafjarðar. í bílnum vora ökumaður og far- þegi. Annar er 40 ára og hinn 37 ára. Lögreglan hafði grun um að menn- imir væra með fíkniefni og vora þeir handteknir og leitað í bflnum. Á öðr- um mannanna fannst tæplega 1 gramm af amfetamíni og í bflnum fannst um 1 gramm af tóbaksblönd- uðu hassi. Samkvæmt frétt frá lög- reglunni á ísafirði voru mennirnir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Ökumaður bifreiðarinnar viður- kenndi að eiga efnin. Við leitina ínaut lögreglan aðstoðar fíkniefnaleitar- hunds lögreglunnar í Bolungarvík. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Seðlabankinn Litabrigði geta verið á 5.000 kr. seðlum LITABRIGÐI geta verið mis- munandi á fimm þúsund kr. seðlum eftir prentunum og hvernig blöndun prentlita tekst. Petta er þó ekkert áhyggjuefni, samkvæmt upp- lýsingum Seðlankans þar sem vatnsmerki seðlanna og þráð- ur sem í þeim er tekur af öll tvímæli um það hvort seðill er falsaður eða ekki. Starfsmenn Búnaðarbank- ans á Blönduósi tóku eftir því fyrir skömmu þegar þeir fengu seðlabún til innlagnar, að litir á höttum kvennanna sem eru í bakgrunni á fram- hlið fimm þúsund kr. seðl- anna bar ekki alveg saman. Voru hattarnir einlitir brúnir í einu tilvikinu en með bláum eða blágrænum röndum í öðru tilvikinu. Við nánari eft- irgrennslan kom í ljós að eins var háttað um fleiri seðla sem komu í bankann. Gengið var úr skugga um að seðlarnir væra ekki falsaðir. Svanborg Frostadóttir, úti- bússtjóri Búnaðarbankans á Blönduósi, sagði að litamun- urinn á seðlunum hefði verið greinilegur þegar seðlarnir væru bornir saman. Ekkert væri hins vegar að sjálfri prentun seðlanna, en þetta hefði samt verið hálfóþægi- legt og þess vegna vaknað grunsemdir um að eitthvað væri að seðlinum. Mynt með ártalinu 2001 var send út Ingvar Alfreð Sigfússon, rekstrarstjóri Seðlabanka ís- lands, sagði að þeir kipptu sér ekki upp við þó um ein- hvern litamun gæti verið að ræða milli sendinga af seðlum vegna mismunandi litablönd- unar. pað ætti ekki að vera mun- ur en gæti orðið einhver, sem yfirleitt sæist þó ekki nema þegar glænýir seðlar væru bornir saman. Vatnsmerkið, öryggisþráðurinn og fleiri ráðstafanir tryggðu gildi seðl- anna og væru þau öryggis- tæki sem fyrir hendi væru. Hjá Ingvari kom fram að 100 kr. mynt skorti nú fyrir jólin og var því gripið til þess ráðs að setja í umferð nýja mynt með ártalinu 2001. BIOThERM D-STRESS NÆTURKREM^^fí Sléttari húð, aukinn Ijómi og fullkomin ró. Róandi næturkrem sem færir húðinni vítamín. Utsölustaoir: Andorra Bylgjan Kópavogi, _ Hjá Maríu Amaró, Akureyri, TÍygca Kftnglijnni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. Vatns- skemmdir í hörðu frosti MIKLAR vatnsskemmdir urðu í leikskólanum Álftaborg við Safamýri í Reykjavík í fyrrinótt þegar vatns- leiðsla með heitu vatni rofnaði. Þeg- ar starfsfólk kom til vinnu í gær- morgun mætti því heit og þykk gufa. Gólfefni er illa farið og miklar skemmdir urðu á innanstokksmun- um. Leikskólinn verður lokaður á meðan viðgerð fer fram. Berglind Agnarsdóttir leikskóla- stjóri segir að starfsemi hefjist á nýj- an leik þann 3. janúar n.k en 67 börn eiga pláss á Álftaborg. Þá var slökkviliðið kvatt að íbúð- arhúsi við Amartanga í Mosfellsbæ að og að húsi við Kleppsveg vegna vatnsleka í fyrrinótt. í gær var einn- ig nokkuð um það að vatnsleiðslur Morgunblaðið/Kristinn fvar Bergmundsson og Steingrímur Steingrúnsson „þurrka upp “. létu undan í kuldanum. Slökkviliðið hlýnar á ný en þá geta stíflur sem minnir á að þegar frost er mikið sé myndast í frosti skyndilega brostið mikilvægt að fylgjast vel með vatns- með þeim afleiðingum að vatnslagn- lögnum. Þetta á ekki síður við þegar irnar rofna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.