Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 48
4§ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Björnfríður Sig- ríður Björns- dðttir fæddist á Akranesi hinn 7. október 1947. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn 'Ólafsson Ágústsson, skipstjóri á Akra- nesi, f. 26. janúar 1916, d. 18. mars 1990, og Elín Elías- dóttir, húsfreyja, f. 27. ágúst 1921, d. 6. nóvember 1979. Systur Björn- fríðar eru Ágústa Sigurbirna, f. 2. apríl 1958, gift Sveini Agli Úlf- arssyni; Ólina Sigþóra, f. 19. nóv- ember 1959; Ólöf Guðrún, f. 29. Elsku Badda mín, mér finnst hann kaldur þessi veruleiki, að sitja hér og skrifa minningarorð um þig, - já svo ótrúlegur og sár. Það er svo stutt síðan þú og Odd- voruð hérna heima hjá mér í kaffi og við að spjalla um jólin og jólaundirbúninginn. Ekki hvarflaði að mér að þú yrðir ekki hjá okkur þá. Stundum er sagt að góðir hlutir gerist hægt en slæmir hratt, þannig finnst það nú, hvað tíminn hefur lið- ið hratt en í minningunni er samt svo stutt síðan, þótt árin segi ann- að. Þakka þér fyrir, elsku systir, all- ar ljúfu yndislegu stundirnar sem við, áttum saman. Sérstaklega stúndirnar í sumarbústaðnum ykk- ar Odds um verslunarmannahelgar fyrstu árin eftir að mamma dó. Þar komum við systurnar og pabbi sam- an ásamt mökum okkar og börnum og héldum okkar einka verslunar- nóvember 1960, gift Sigurði B. Jónssyni. Björnfríður giftist hinn 20. febrúar 1965 Oddi Gíslasyni, skip- stjóra, f. 5. júlí 1942. Foreldrar hans voru Gísli Páll Oddsson, vélstjóri á Akranesi, f. 14. ágúst 1911, d. 16. september 1989, og Ingileif Guðjóns- dóttir, húsfreyja, f. 10. febrúar 1916. Bræður Odds voru Guðjón Ingvi Gísla- son, f. 10. maí 1939, d. 17. nóvember 1989, eftirlifandi ekkja Guðjóns er Valdís Þórlaug Guðnadóttir, Egill Steinar Gísla- son, f. 25. júlí 1956, kvæntur Borghildi Birgisdóttur. mannahátíð, með leikjum, varðeldi, grilli og því besta af öllu að vera saman, spjalla og finna samkennd og væntumþykju til hvert annars. Eftir að pabbi dó leitaði ég meira til þín í Hjarðarholtið, sennilega af því að þú varst elst og alltaf var gott að leita tO þín. Þú og Oddur stóðuð með mér og hjálpuðuð mér þegar ég þurfti á hjálp að halda, án þess að dæma, og stóðuð við hlið mér í gegnum allt, hjálpuðuð mér til að verða sú sem ég er í dag. Alltaf stóðuð þið Oddur saman hjartahlý og raungóð og veit ég að ég mun aldrei geta þakkað ykkur sem skyldi. Minningarnar streyma fram, elsku systir. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta bam varst þú hjá mér eins og ávallt, traust og hlý. Örlög- in höguðu því þannig að þegar ég eignaðist annað barn mitt áttir þú þitt yngsta bam og lágum við því saman systurnar á sæng á Sjúkra- Börn Björnfríðar og Odds eru Ingileif Öddsdóttir, framhalds- skólakennari, f. 9. desember 1964, í sambúð með Sævari Steingrímssyni, Björn Ólafsson Oddsson, sjómaður, f. 27. mars 1968, kvæntur Kolbrúnu Margr- éti Katarínusardóttur, Gísli Páll Oddsson, sjómaður, f. 1. septem- ber 1974, kvæntur Jóhönnu Guð- rúnu Gunnarsdóttur, Arnór Steinar Oddsson, sjómaður, f. 11. desember 1978. Björnfríður lauk landsprófi ár- ið 1963 og prófi frá Húsmæðra- skóla Reykjavíkur árið 1964. Fyrstu hjúskaparár sín var Björnfríður heimavinnandi hús- móðir. Síðar starfaði hún við ým- is störf jafnhliða heimilisstörfun- um, svo sem afgreiðslustörf og fiskvinnslu. Árið 1987 stofnaði hún ásamt eiginmanni sinum út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Ægi ehf., í félagi við önnur hjón. Hún vann við fiskvinnslustörfin og sá um bókhald fyrirtækisins allt þar til hún veiktist. Útför Bjarnfríðar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. húsi Akraness, yndislegur tími og ótúlegt að nú séu liðin tuttugu og tvö ár. Elsku Badda mín, þú varst mér traustur vinur og systir bæði í gleði og sorg, þakka þér fyrir allt og allt. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Elsku Oddur, Inga, Bjössi, Gilli, Nóri, barnabörn og tengdaböm, megi Guð styrkja og hjálpa í sorg ykkar. Ágústa. I dag verður mamma mín, Bjöm- fríður Sigríður Bjömsdóttir, eða Badda eins og hún var alltaf kölluð, jarðsungin frá Akraneskirkju. Hún lætur eftir sig eiginmann, fjögur uppkomin börn, þrjú tengdabörn og sex barnabörn. Var hún minn besti vinur ásamt því að vera mamma mín. Alltaf gat ég talað við mömmu hvort sem það var alvarlegt eða ekki. Kunni hún ráð við öllum mín- um vandamálum stóram sem smáum. Stundum sátum við og spjölluðum svo tímum skipti. Ef ég var eitthvað sár og svekktur sagði hún mér að líta alltaf á björtu hlið- arnar á málunum. Ekki vera að svekkja sig á orðnum hlutum og láta þá buga sig. Tók hún þátt í öll- um stóra stundunum i lífi okkar svo og þeim litlu og gæti ég skrifað endalaust um allar góðu stundimar sem við áttum saman. En þær geymi ég í huga mínum í minning- unum um þessa yndislegu og góð- hjörtuðu konu sem hún mamma mín var. Þín er sárt saknað. Þinn ástkæri sonur, Gísli Páll Oddsson. Takk fyrir tímann sem með þér vnð átt- um tímann, sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir, góða tíð eftir kveðjuna hér. Mnn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Hvíl í friði elsku mamma. Ingileif, Björn, Gísli Páll og Arnór Steinar. Elsku mamma mín, nú ertu farin. Þetta gerðist allt svo hratt að ég get ekki skilið þetta. Allt er svo óraunveralegt. Síðustu dagana sem við sátum hjá þér á sjúkrahúsinu bærðust svo skrítnar tilfinningar í brjósti mér. Stundum fannst mér þú aftur vera orðin lítil stelpa sem ég þyrfti að taka í fangið og passa. Þótt þú værir ótrúlega viljasterk kona vai' alltaf stutt í litlu stelpuna í þér, hana Böddu litlu. Þú varst líka alltaf svo ungleg. Síðan kom aftur og aftur þessi næstum óyf- irstíganlega tilfinning, mig langaði svo til að skríða upp í rúmið til þín og kúra hjá þér. Mig langaði til að vera aftur orðin lítil stelpa og finna frið og öryggi hjá þér. Bræður mín- ir hafa löngum strítt mér á því, að þegar pabbi var á sjó skreið ég allt- af upp í til þín. Ég hélt þeim vana allt fram á fullorðinsár. Það var svo notalegt. Við voram ekki alltaf sammála um alla hluti, enda báðar skap- stórar. Núna get ég ekki annað en brosað þegar ég hugsa um það. Stundum var stormur í okkur en alltaf urðum við að heyra hvor í annarri, helst á hverjum degi. Oft töluðum við saman í síma mörgum sinnum á dag. Núna get ég ekki hringt lengur til að spyrja þig um ótrúlegustu hluti, bæði stóra og smáa. Ég á örugglega oft eftir að taka upp tólið til þess að hringja í þig. Sumir atburðir í lífínu eru þannig að maður getur ekki sætt sig við þá en kannski getur maður lært að lifa með þeim. Þessi er einn af þeim. Elsku mamma, ég veit að þú verður samt alltaf hjá okkur. Hvíl í friði. Þín dóttir, Ingileif Oddsdóttir. Um þetta leyti í mesta skamm- deginu gleðjast flestir yfir hátíð ljóssins. Þá leitar hugurinn til vina og vandamanna. En oft er stutt milli gleði og sorgai- og föstudaginn 22. desember dró ský fyrir sólu. Þá kvaddi mágkona mín Bjömfríður Sigríður Bjömsdóttir þennan heim eftir nokkurra mánaða erfið veik- indi, langt um aldur fram. Badda eins og hún var kölluð tengdist fjöl- skyldu minni fyrir nærri 40 áram. Samskipti okkar vora góð alla tíð en nú er skarð fyrir skildi, skarð sem verður vandfyllt. Hún var góð húsmóðir og unni fjölskyldu sinni mikið og mínum börnum var hún góð frænka. Að leiðaríokum vil ég þakka henni trygga samfylgd sem skilur eftir sig margar góðar minningar. Oddi, fjölskyldu og ættingjum votta ég innilega samúð. Egill S. Gíslason og fjölskykla. BJORNFRIÐUR SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR + Eiður Sævar Marinósson fæddist í Vest- mannaeyjum 30. ágúst; 1939. Hann lést af slysförum 16. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurvin Mar- inó Jónsson, pípu- lagningameistari fæddur að Skógum á Þelamörk í Eyja- firði 20. maí 1900, dáinn 16. desember 1962, og Guðbjörg Guðnadóttir sem fædd var að Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði 8. nóvember 1902 og látin 10. nóv- ember 1988. Foreldrar Sigur- vins voru Jón Jónsson Fanndal, tbóndi á Skógum á Þelamörk og Manasína Sigurðardóttir. For- eldrar Guðbjargar voru Guðni Hallgrímur Jónsson og Stefanía Sigmundsdóttir. Eiður var yngstur sex systkina en þau eru: Stefanía, fædd 25. júní 1924, maki Pálmi Sigurðsson. Auður, fædd 5. ágúst 1925, dáin 8. mars 1987. Sigursteinn, fæddur 9. júlí 1927, maki Sig- fríð Björnsdóttir. Eyrún Hulda, fædd 6. september 1930, maki Ólafur Ingibergsson. Guðni ^Fanndal, fæddur 30. desember Elsku bróðir minn. Mig langaði að kveðja þig með nokkrum orð- um. Þú fórst svo skyndilega frá okkur, ég er varla búin að trúa þessu ennþá. Það er svo stutt síðan þú og Bossý voruð hérna hjá okkur, þeg- W. litli afadrengurinn veiktist skyndilega. Þið fóruð oft upp á 1933, dáinn 1934 (6 mánaða). Eiður kvæntist 31.desember 1971 Sigurborgu Engil- bertsdóttur, f. 9. júlí 1944. Foreldrar hennar Engilbert Þorvaldsson, fædd- ur 11.10. 1906, og Lára Bogadóttir, fædd 10.12. 1910, látin 13.11. 1997. Systir Sigurborgar er Guðbjörg Engil- bertsdóttir, maki Jóhann Jónsson. Börn Eiðs og Sigurborgar: 1) Marín, fædd 6. nóvember 1962, maki Sigurður Ólafsson. 2) Eng- ilbert, fæddur 29. júní 1964, dá- inn 11. mars 1984. 3) Berglind, fædd 16. nóvember 1974. Synir hennar eru Alexander Freyr Brynjarsson, fæddur 5.2. 1993, og Engilbert Egill Stefánsson, fæddur 31.3. 1997. Dóttir Eiðs er Matthildur, fædd 10. mars 1961, móðir hennar er Aðalheiður Angan- týsdóttir. Sonur Matthildar er Heiðar Valur Bergmann. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína Bryndísi, fædda 27. maí 1981. Útför Eiðs fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. sjúkrahús og fylgdust með öllu af mikilli ástúð. Það var stutt í það að þið fengjuð afhenta íbúðina ykkar sem þið voruð að festa kaup á, á Boðagrandanum. Þú ljómaðir þegar þú baðst mig um að koma og skoða hana með þér, sem von var því hún er virkilega falleg. Þið Bossý ætluðuð að koma fljótlega aftur til Reykjavíkur, til að útbúa eitt herbergi í nýju íbúðinni fyrir Berglindi. Hún átti að hafa þar samastað með Edda litla, sem er búinn að vera svo mikið veikur. Sú ákvörðun lýsti þér best,allt vildir þú gera fyrir börnin þín. Hjartahlýja þín og góðmennska í garð annarra var einstök, öllum vildir þú gott gera. Kærleiksríkari maður var vandfundinn. Aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni sem sýnir vel þinn innri mann. Hún systir þín, ég, skammaði þig oft líka þegar ég var ekki sátt við gerðir þínar, en það var oft erfitt. Þú brostir bara góðlátlega og sagðir: Þetta er bara svona, Hulda. Ég sló í borðið og sagði: En þetta á ekki að vera svona. Síð- an féllumst við í faðma, það var ekki hægt að vera vond við þig, þú áttir svo margt gott til sem mér þótti svo vænt um. Elsku Eiður minn, ég sit hér grátklökk yfir þessum skrifum og á bágt með að sætta mig við orð- inn hlut. Þú síðasta blóm foreldra okkar sem fæddist í húsi Laugu frænku og Steina í smiðjunni að Ásavegi 14, þann dag man ég þótt aðeins 9 ára gömul væri. Þú kveð- ur sama mánaðardag og pabbi okkar lést á og ég trúi því að Eddi þinn, mamma og pabbi hafi tekið á móti þér. Dauðinn minnir okkur óþyrmi- lega á, að tíminn sem við höfum til ráðstöfunar í þessu jarðlífi getur verið skemmri en okkur getur nokkru sinnum órað fyrir. Bossý mín, Marín, Berglind, Bryndís og barnabörn, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi friður og fegurð jólanna verða okkur öllum að leiðarljósi á kom- andi ári. Ég kveð þig, elsku bróðir minn, og þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Þær hefðu mátt vera fleiri, en enginn ræður sínum næturstað. Þið Bossý gáfuð mér fyrir örfá- um vikum nýútkomna bók um Stein Steinarr, sem ég met öðrum ljóðskáldum ofar. Með ljóði eftir hann kveð ég þig. Víst er þetta löng og erfið leið og lífið stutt og margt sem útaf ber. En tigið gegnum tál og hvers kyns neyð, skín takmarkið og bíður eftir þér. Þín systir Hulda. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar mamma mín hringdi í mig á laug- ardaginn og tilkynnti mér að hann Einsi væri dáinn. Það er ótrúlegt hvað þessi fjölskylda er búin að ganga í gegnum. Ég var örugglega 5-6 ára þegar ég kynntist Einsa fyrst því að hann er faðir hennar Berglindar æskuvinkonu minnar. Einsi var mjög feiminn maður en hann spjallaði alltaf við mig þegar ég kom í heimsókn og ekki vantaði stríðnina hjá honum. Nú er hann kominn til hans Edda og ég veit að Eddi hugsar vel um pabba sinn. Elsku Berglind, Bossý, Marín, Bryndís, Alexander og Engilbert Egill. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í þessari raun. Fjóla M. Róbertsdóttir. Hann Eisi Nóa, vinur minn, sem nú er látinn, sagðist líta á hvern dag sem hann hafði lifað, frá sjó- slysinu í mars 1963, sem lán, sem hann yrði einhvern tíma að standa skil á. Þegar hann missir ungan son sinn í hafið með mb. Hellisey VE, 11. mars 1984, var stórt spurt en fátt um svör að honum fannst. Þrem árum seinna drukknar Óli Tótu vinur hans, er bátur hans ferst á landsuður í austan óveðri. Eftir það þoldi Eisi illa rómantískt kjaftæði um hafið. En sagði fátt. Eisi byrjaði til sjós 14 ára gam- all á Gullveigu VÉ á sumarsíld- veiðum og var sjómennska hans ævistarf. Ungur hóf hann störf á norska kaupskipaflotanum og sigldi víða. Kom heim öðru hvoru og sagði okkur vinum sínum sög- ur, sem urðu til þess að ég og Gústi Lása fórum út með honum 1961. Þetta var síðasta ferð Eisa í siglingar. Hann hafði kynnst henni Bossý sinni áður en við fór- um út og hélt út í hálft ár, en fór þá heim til elskunnar sinnar. Og þá hófst ævintýri þeirra. Eisi varð sér úti um vélstjóra- réttindi og var vélstjóri á ýmsum bátum. Árið 1970 fer hann í útgerð ásamt Hafsteini „hestahnúts" Sig- urðssyni og keyptu þeir 35 tonna bát sem skírður var Jökull VE. Þessi útgerð gekk mjög vel, þar sem Hafsteinn var afburðafiski- maður og Eisi sá vel um vélina. Reyndar var þetta ekki í fyrsta sinn sem Eisi fór í útgerð. Seint á sjötta áratugnum gerði hann út mb. Herstein VE, hluta úr sumri, með Ása í Bæ. Voru þeir á snur- voð. Var það upphaf að ævilangri vináttu þeirra. Árið 1980 kaupir Eisi 10 tonna súgbyrðing, Kristínu VE, og er eftir það einn í útgerð allt til dauðadags. Þegar ég kveð nú þennan vin minn er mér efst í huga söknuður og ekki síst þakklæti fyrir þann stóra þátt sem hann hefur átt í lífi mínu, með hispursleysi sínu og hreinskilni og fordómaleysi um breyskleika vina sinna. Við getum haft efasemdir um hvað sé eðlilegur dauðdagi, en lát vina okkar Eisa Nóa og Bjössa kokks er harmleikur. Það hefur verið sagt að stærsta gjöf Guðs til okkar mannanna sé vonin um annað líf. Á þessari stundu þiggur maður slíka gjöf. Óskar Þórarinsson. EIÐUR SÆVAR MARINÓSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.