Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 35 LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Það verður þd að segjast að þau Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunn- laugsdóttir fara vel með hlutverk sín, nú sem fyrr, og samleikur þeirra var ágætur en textinn og efniviðurinn býður þó ekki upp á mikil tilþrif að þessu sinni,“ segir í dómi Soffíu Auðar Birgisdóttur. Stiklað á stóru málunum LEIKLIST Leikfélag íslands og llekla Á SAMA TÍMA SÍÐAR Höfundur: Bernard Slade. íslensk þýðing og aðlögun: Tinna Gunn- laugsdóttir. Leikstjóri: Hallur Helgason. Leikarar: Sigurður Sig- uijdnsson og Tinna Gunnlaugs- dóttir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Sig- urvald Ivar Helgason. Loftkastalinn 28. desember EKKI ER þess látið getið í leik- skrá hvenær Bemard Slade skrifaði þetta framhald af hinu geysivinsæla verki sínu A sama tíma að ári sem hefur í bæði skiptin sem það hefur verið fært á íslenskt leiksvið slegið rækilega í gegn; fyrst með þeim Bessa Bjamasyni og Margréti Guð- mundsdóttur í hlutverkum parsins sem hittist einu sinni á ári í rúma tvo áratugi, síðan með þeim Sigurði Sig- uijónssyni og Tinnu Gunnlaugsdótt- ur sem einnig fara með hlutverk parsins að þessu srnni. Fyrra verkið er skrifað á áttunda áratugnum og líklega hefur höfundur freistast til þess að skrifa framhald í kjölfarið á vinsældum þess. Framhaldið ber þó því miður flest þau einkenni sem oft vilja hrjá slík framhöld; efnið er út- þynnt og léleg útgáfa af hinu fyrra. Verkið er byggt upp nákvæmlega eins og hið íyrra. Hér er um tvo þætti að ræða sem hvor um sig skiptist í þrjú atriði og líða nokkur ár á milli at- riða. Fyrra verkið spannaði tímabilið írá 1958-1982, síðara verkið gerist á áranum 1983-1999. Sviðsmynd og búningar eru í höndum Hlínar Gunn- arsdóttur sem einnig sá um þessa þætti fyrri sýningarinnar og heldur hún sama stíl og er það vafalaust gert vísvitandi, síðari sýningin virkar sem beint framhald þeirrar fyrri - sem hún auðvitað er. Sami háttur er einn- ig hafður á með að staðsetja verkið í tíma; á stórt tjald er bragðið upp fréttamyndum og auglýsingum sem gefa tímann til kynna. En það er eins og krafturinn sé farinn úr verkinu; textinn virkar hvorki eins spennandi og innihalds- ríkur og í fyrra verkinu og það sem verra er, svo virðist sem neistinn sé að mestu leyti horfinn úr sambandi parsins, Dóra og Georgs. Ef til vill er það raunsætt - kannski hverfur neistinn úr ástarsambandi, jafnvel þótt um stopula fundi og framhjáhald sé að ræða, þegar árin og áratugirnir líða. En það sem gerir þó útslagið er að höfundur virðist fallinn ofan í klisjumar, en svo var alls ekki um fyrra verkið. Hér er skautað yfir- borðslega á stóra málunum: samkyn- hneigð, eiturlyfjaneysla, krabba- mein, o.s.frv., allt er þetta dregið fram og afgreitt hratt og á fremur ódýran máta. Það verður þó að segjast að þau Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir fara vel með hlut- verk sín, nú sem fyrr, og samleikur þeirra var ágætur en textinn og efni- viðurinn býður þó ekki upp á mikil tilþrif að þessu sinni. Eg á von á því að þeir sem skemmtu sér konunglega á fyrri sýningunni verði flestir fyrir allnokkram vonbrigðum með þetta verk - og er þar fremur við höfund- inn að sakast en aðstandendur þess- arar sýningar. Soffía Auður Birgisdóttir Sonur satans KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regn- boginn, Stjörnubíð og Borgarbíð Akureyri NIKKI LITLI ★ „Little Nicky“. Leikstjóri: Steven Brill. Handrit: Steven Brill, Sandler og Tim Herlihy. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Harvey Keitel, Rhys Ifans, Patricia Arquette og Rodney Dangerfield. New Line Cinema 2000. í NÝJUSTU gamanmynd Adam Sandlers, „Little Nicky“, leikur gamanleikarinn son satans, ein- hvers konar þungarokksidíjót með einstaklega lága greindarvísitölu, skaddaðan í andliti eftir skóflu- högg. Harvey Keitel leikur satan, sem er við það að missa völdin í helvíti til tveggja annarra sona sinna og getur enginn bjargað hon- um nema Nikki litli. Hann eltir bræður sína upp til jarðar og reyn- ir að góma þá en það reynist þraut- in þyngri svo ekki sé meira sagt. „Little Nicky“ er delluverk sem hefði ekki getað orðið til nema í Hollywood þar sem mestu andans menn kvikmyndagerðarinnar virð- ast í mörgum tilvikum ekki hafa náð sjö ára aldri. Sandler er einn af þeim. Hann hefur sérhæft sig í því að leika einhvers konar bjána í myndum sínum en verður sífellt aumlegri og ófyndnari. Hann hefur ekki leikræna burði til þess að vera neitt nema hann sjálfur eins og honum hefur reyndar tekist ágæt- lega í mynd eins og Happy Gil- more. Þegar hann þarf að leika eitthvað annað, jafnvel eitthvað eins ómerkilegt og Nikka litla í þessari mynd, vefst honum tunga um höfuð svo óþægilegt getur reynst að horfa á hæfileikaleysið. Það er nóg af ágætum leikurum í myndinni en því miður eru þeir vannýttir. Harvey Keitel hefur lát- ið plata sig í delluna og er furðu- lega máttlaus satan nema þegar hann treður ananas upp í rassinn á Hitler, sem gerist klukkan fjögur á hverjum degi. Þannig er húmorinn í myndinni. Talandi hundur á að skila af sér nokkrum bröndurum og taugaveiklaður hommi líka og svo er ömurlega hallærisleg ást- arsaga þarna á milli Nikka og stelpu sem Patricia Arquette leik- ur. Velski leikarinn Rhys Ifans er talsvert ábúðarmikill sem væntan- legur arftaki satans og Reese Witherspoon er engill á himnum. Brandararnir eru klúrir sem væri í lagi ef þeir bara væra fyndn- ir. Talsvert mikið er af sæmileg- ustu tæknibrellum 1 myndinni sem gætu fengið fólk til þess að gleyma allri vitleysunni. Það er þó hæpið. Dellan ríkir svo um munar í Sandler-landi og er orðin veralega afleit. Arnaldur Indriðason Sorgar og samúðarmerki Borið við minningaralhafnir og jarðarfaiir. AUur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN dJíT H)ÁLPARSTOFNUN V!!D/ KIRKIUNNAR Hágæða vogir á góðu verði Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 Samlokubakkar við öll tækifæri W§,,§MJl IÉMJ1ML ' í 3 mismunandi gerðir bakka, fylltir gimilegum samlokum Pöntunarsími er 5656000, alla virka daga milli kl. 8 - 16 Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Flokkur Innlausnartímabil Innlausnarverð* á kr. 10.000,00 1981-1.fl. 25.10.2001-25.01.2002 kr. 342.970,20 1989-l.fl.A 2,5 ár 10.01.2001-10.01.2002 kr. 29.076,70 1989-2.fl.A lOár 15.01.2001-15.01.2002 kr. 26.184,40 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Reykjavík, 29. desember 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS Hvernig væri að fjárfesta í myndlist? Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 og Kringlunni sími 568 0400 www.myndlist.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.