Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 1
299. TBL. 88. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Lögreglan rannsakar tilræðisstað í Tel Aviv í gær.
Reuters
Tveir látnir og fímmtán særðir í gær í fsrael og á Gaza
Dregur úr frið-
arhorfum á ný
Jerúsaiem. AP, AFP.
TVEIR ísraelar létust og að
minnsta kosti fimmtán særðust í
sprengjutilræðum í Tel Aviv og á
Gaza-svæðinu í gær. Hryðjuverkin
þykja draga enn frekar úr horfum á
því að friðarsamkomulag náist en fá-
einum klukkustundum áður en
sprengjan sprakk tilkynnti Ehud
Barak, forsætisráðherra ísraels, að
ekki yrði af fyrirhuguðum leiðtoga-
fundi sínum og Yassers Arafat, leið-
toga Palestínumanna sem stóð til að
halda í Egyptalandi í gær.
Barak fyrirskipaði að Vesturbakk-
inn og Gaza-svæðið yrðu lokuð af í
kjölfar tilræðanna.
Fyrri sprengjan sprakk í rútu sem
stödd var á einni af mestu umferð-
argötum í Tel Aviv. Þrettán farþegar
um borð í rútunni slösuðust. Mikil
skelfing greip um sig meðal farþega í
rútunni þegar sprengjan sprakk.
Enginn lýsti ábyrgð sinni á tilræð-
inu en Hamas, hryðjuverkasamtök
Palestínumanna, sögðu það vera
svar við árásum ísraela og sögðu
ekki skipta máli hver hefði staðið
fyrir því, svo lengi sem það væri son-
ur palestínsku þjóðarinnar.
Bleyðuleg árás á borgara
Ehud Barak sagði tilræðið hins
vegar vera „bleyðulega árás á sak-
lausa borgara" og hét því að fínna þá
seku. Hann sagði hins vegar að
sprengjutilræðið myndi ekki draga
úr vilja ríkisstjórnar sinnar til frið-
arumleitana.
Aðstoðarvarnarmálaráðherra
Israel, Ephraim Sneh, sagði í gær að
árásin væri merki um eindreginn
vilja til að hindra að friðarsamningar
næðust. Hann sagði að ísraelar biðu
nú eftir næsta útspili Yassers Arafat
en þeir hefðu það markmið að binda
enda á átökin. „Arafat verður að
segja þjóð sinni hvað hann leggur til
ef hann vill ekki frið.“
Arafat fundaði í gær með Hosni
Mubarak, forseta Egyptalands,
þrátt fyrir að hætt hefði verið við
leiðtogafundinn með Barak.
■ Palestínumenn vilja/31
Deilt um sjónvarpsstjóra í Tékklandi
Utsendingar
stöðvaðar í tæp-
an sólarhring
Prag. Reuters, AFP, AP.
ÚTVARPS- og sjónvarpsráð Tékk-
lands fyrirskipaði í gær að útsend-
ingar ríkissjónvarps skyldu hefjast
að nýju, tæpum sólarhring eftir að
nýr sjónvarpsstjóri, Jiri Hodac,
stöðvaði útsendingu til að mótmæla
uppreisn fréttamanna stöðvarinn-
ar. Þeir höfðu lagt undir sig frétta-
stofuna til að mótmæla ráðningu
hans.
Ráðið, sem skipaði Hodac í stöðu
sjónvarpsstjóra, sagði að ákvörðun
Hodacs bryti í bága við lög og fyr-
irskipaði ríkissjónvarpinu að hefja
útsendingar að nýju.
Þær hófust síðan skömmu fyrir
klukkan sjö í gærkvöldi að stað-
artíma en þegar einungis nokkrar
sekúndur voru liðnar af aðalfrétta-
tímanum, birtist skrifleg yfirlýsing
sjónvarpsstjóra á skjánum: „Þessi
þáttur var framleiddur af fólki sem
ekki hafði til þess heimild."
Jana Bobosikova fréttastjóri
sagði að allt efni yrði sent út sam-
kvæmt dagskrá nema fréttatím-
arnir. Þeir yrðu settir saman af
fréttamönnum, sem ekki hafa viljað
viðurkenna tilnefningu Hodacs í
embætti sjónvarpsstjóra.
Aður en Hodac stöðvaði útsend-
ingar sjónvarpsins hafði hann rekið
uppreisnarmennina og krafíst þess
að lögreglan fjarlægði þá úr frétta-
stofunni. Hann hefur einnig hótað
að höfða mál gegn þeim.
Fréttamenn segja Hodac
vera hlutdrægan
Fréttamenn ríkissjónvarpsins
saka Hodac um að ganga erinda
Borgaralegra demókrata (ODS),
flokks Vaclavs Klaus, fyrrverandi
forsætisráðherra. Þingið skipar út-
varpsráðið og Borgaralegir demó-
kratar eru þar í meirihluta ásamt
Sósíaldemókrötum sem hafa mynd-
að ríkisstjórn með stuðningi ODS.
Vaclav Havel forseti lýsti yfir
stuðningi við uppreisnarmennina
Fréttamaður tékkneska sjón-
varpsins heilsar fóiksfjölda sem
safnast hafði saman til stuðn-
ings honum og félögum hans.
og sagði að ráðning Hodacs væri í
„andstöðu við anda laganna". Jafn-
aðarmenn hafa einnig hvatt Hodac
til að segja af sér til að hægt verði
að koma starfsemi sjónvarpsins í
eðlilegt horf.
Flestir tékknesku fjölmiðlanna
styðja fréttamennina en nokkrir
fréttaskýrendur hafa sagt að upp-
reisn þeirra sé ekki réttlætanleg
þar sem lýðræðislega kjörið ráð
hafi skipað sjónvarpsstjórann með
löglegum hætti.
------•-+-*------
Boða mál
gegn far-
símafyrir-
tækjum
London. AFP.
LEIÐANDI farsímafyrirtæki, þar á
meðal breska stórfyrirtækið Voda-
fone, eiga nú von á málshöfðun þar
sem farið verður fram á milljarða
dollara í skaðabætur vegna þess,
sem staðhæft er, að farsímar valdi
krabbameini í heila.
Rumsfeld tilnefndur varnar-
malaraðherra Bandar íkj anna
Washington. AP.
GEORGE W. Bush, verðandi forseti
Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Don-
ald Rumsfeld í embætti varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld
er enginn nýgræðingur á sviði
bandarískra stjórnmála. Hann hefur
gegnt embættum í tíð fjögurra for-
seta úr flokki repúblikana, fyrst í tíð
Richard Nixons. Rumsfeld var varn-
armálaráðherra í ríkisstjórn Ger-
alds Ford um miðjan áttunda ára-
tuginn. „Hann hefur góða
dómgreind, er framsýnn og á eftir
að standa sig vel í embætti varn-
armálaráðherra, nú sem fyrr,“ sagði
Bush í gær.
Bush sagðist einnig vonast til
þess að ríkisstjórn sín yrði fullskip-
uð í lok næstu viku. Hann sagði að
vel gengi að skipa í embættin, þrátt
fyrir þá töf sem varð vegna mála-
ferla að loknum kosningum.
Margreyndur stjórnmálamaður
Rumsfeld er 68 ára gamall. Meðal
embætta sem hann hefur gegnt áður
er embætti sendiherra Nixons hjá
Atlantshafsbandalaginu, skrifstofu-
stjóra Hvíta hússins hjá Ford og er-
indreka Reagans í Mið-Austurlönd-
um. Dick Cheney, varaforsetaefni
Bush, var aðstoðarmaður Rums-
felds er hann var skrifstofustjóri hjá
Ford og tók síðar við af honum þar.
AP
George W. Bush og Donald
Rumsfcld er útnefningin var til-
kynnt £ gær.
Rumsfeld var formaður nefndar
repúblikana og demókrata sem fyrir
tveimur árum komst að þeirri nið-
urstöðu að bandarískir leyniþjón-
ustumenn hefðu slakað of mikið á í
seinni tíð. Rétt fyrir forsetakosning-
arnar í nóvember skrifaði hann und-
ir plagg ásamt öðrum fyrrverandi
varnarmálaráðherrum þar sem Ai
Gore er gagnrýndur fyrir að hafa
lagt blessun sína yfir vopnasölu
Rússa til íran.
Von er á fleiri tilnefningum Bush
á næstunni en hermt er að hann
muni tilnefna Tommy Thompson,
ríkisstjóra Wisconsin, í embætti
heilbrigðisráðherra í dag.
Greint var frá þessu 1' The Times í
gær. Þar sagði að mörg mál yrðu
höfðuð af Peter Angelos, lögfræð-
ingnum sem fór fyrir málaferlum á
hendur tóbaksfyrirtækjum. Mála-
ferlunum munu fylgja ítarlegustu
rannsóknir á áhrifum farsíma á
heilsuna til þessa.
Ef dómar falla Angelo í vil er
næsta víst að fleiri mál munu fylgja
í kjölfarið. Það gæti haft uggvæn-
legar afleiðingar fyrir farsi'mafyr-
irtæki sem eru meðal þeirra fyr-
ii-tækja í heiminum sem eru í hvað
örustum vexti.
Talið er að allt að hálfur millj-
arður manna f heiminum eigi far-
síma og þrátt fyrir að margir óttist
skaðleg áhrif farsi'ma hafa þau ekki
verið sönnuð til þessa.
MORGUNBLAÐIÐ 29. DESEMBER 2000