Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*
Breyttar úthlutunarreglur LIN vegna
verkfalls framhaldsskólakennara
Lán metin til
ástundunar fram
að verkfalli
STJÓRN Lánasjóðs íslenskra náms-
manna, LÍN, hefur samþykkt
breytta útfærslu á úthlutunar-
reglum sjóðsins vegna verkfalls
framhaldsskólakennara. Um 240
framhaldsskólanemendur, einkum í
iðnnámi, sem sótt hafa um námslán,
eiga ekki kost á að staðfesta náms-
árangur sinn vegna verkfallsins og
að óbreyttu ættu þeir ekki rétt á út-
borgun námsláns í janúar nk. Stjórn
LÍN hefur samþykkt að þessir nem-
endur geti sótt um lán fram að þeim
degi sem verkfallið skall á, þ.e. til 7.
nóvember síðastliðinn.
Skilyrði er að þeir óski skriflega
eftir slíku láni fyrir 1. febrúar nk. og
að einstakir skólar staðfesti náms-
ástundum fram að verkfalli.
í tiikynningu frá LÍN segir að
samband verði haft við nemendur
vegna þessa og þeim sendar upplýs-
ingar á næstunni. LÍN mun jafn-
framt sjá um að útvega staðfestingu
beint frá skólum um ástundun náms-
ins. Þeir sem eru í starfsnámi og
verða ekki fyrir beinum áhrifum af
verkfallinu þurfa eftir sem áður að
útvega sjálfir staðfestingu meistara
eða vinnuveitanda á námstíma og
-ástundun og skila henni síðan til
sjóðsins.
Ljósmynd/Hafliði B. Guðmundsson
Kviknaði í við slökkvistöðina
SENDIBIFREIÐ stórskemmdist
þegar kviknaði í henni á bflstæði
gegnt slökkvistöðinni í Hafnarfirði
nokkru eftir hádegi í gær.
Slökkviliðsmenn sáu út um
glugga stöðvarinnar að kviknað
var í bflnum og voru skjótir á vett-
vang handan götunnar. Eldur hafði
hins vegar kraumað um stund og
því urðu skemmdir nokkrar. Bfla-
stæðið er í um 100 metra fjarlægð
frá lögreglustöðinni og gengu lög-
reglumenn á staðinn til að kanna
vettvang og gera skýrslu um atvik-
ið.
Orsakir eldsins eru óijósar, en
bifreiðin var mannlaus þegar
kviknaði í henni.
O
-<o
Styrkur
Nálægð við miðin,
þekking á veiðum og
vinnslu sjávarafurða,
handverk og listiðnaður,
nálægð við náttúruna,
nægilegt leiguhúsnæði,
hagstætt kaupverð
fasteigna,
ánægja með opinbera
þjónustu,
góð öldrunarþjónusta
og dagvistun,
félagsleg samkennd,
rætur þjóðmenningar.
m
Veikleikar
Veik staða sveitarfélaga,
fólksfækkun,
fábreytt atvinnulíf,
lágt menntunarstig,
fábreytni iðnaðar,
lítill markaður,
lítil áhersla á rannsóknir og
vöruþróun,
hár samgöngu- og
fjarskiptakostnaður,
hátt vöruverð,
lágt söluverð fasteigna,
lág laun,
vantar fólk í heilsugæslu,
fábreytt námsframboð,
menningar og félagsaðstaða,
umhverfismál.
Ógnanir
Atgervisflótti,
fækkun starfa í sjávarútvegi,
skuldaaukning
sjávarútvegsins,
taprekstur í ferðaþjónustu,
fjarvinnslustöðvum lokað,
fækkun hafna,
ótrygg framtíð áætlunarfiugs,
fólksfækkun veikir verslun og
þjónustu,
endalok skólastarfs í
fámennum byggðurp,
hæg þróun fjarkennslu. I
Urdráttur úr niðurstöðum
Tækifæri
Samstarf/sameining
sveitarfélaga,
efling mannauðs,
aukin fjölbreytni atvinnulífs,
fjárfesting í samgöngum og
fjarskiptum,
afleidd störf í sjávarútvegi,
menningartengd/umhverfis-
væn/heilsutengd
ferðaþjónusta,
rannsóknarstarf,
fjarvinnsla,
jöfnun fjarskiptakostnaðar,
netverslun,
hitaveitur,
fjarkennsla,
menningarhús,
fegrun umhverfis.
Greining Byggðastofnimar á sjávarbyggðum
Staðirnir eiga í
vök að verjast
„ÞESSI greining staðfestir það
sem við höfum vitað, að sjávar-
byggðir eiga í vök að verjast vegna
einhæfni atvinnulífs og fækkunar
starfa vegna hagræðingar og
tæknivæðingar. Því þarf að finna
ný atvinnutækifæri,“ segir Bjarki
Jóhannesson, forstöðumaður þró-
unarsviðs Byggðastofnunar, um
skýrslu stofnunarinnar um svæð-
isbundna greiningu á sjávarbyggð-
um á íslandi.
í skýrslunni er greind staða
sjávarbyggðanna hvað varðar fjár-
hag, íbúa- og atvinnuþróun, ein-
stakar atvinnugreinar, samgöngur,
húsnæðismál, félagslegt umhverfi,
menntun, menningu og umhverfi.
Farið er yfir styrk sjávarbyggð-
anna í einstökum landshlutum og
almennt, veikleikar þeirra, ógnanir
og tækifæri. Tilgangurinn er að
finna staðbundin sóknarfæri varð-
andi atvinnu og búsetu, en fólks-
flutningar frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins eru alvar-
legt vandamál hérlendis, segir í
fréttatilkynningu Byggðastofnun-
ar.
Skýrsla Byggðastofnunar hefur
verið birt á vef stofnunarinnar,
www.bygg.is, en ekki er fyrirhugað
að prenta hana. Segir Bjarki að
skýrslan verði í stöðugri þróun.
Versta ástandið
á Vestfjörðum
Að mati Bjarka er ástandið verst
í sjávarbyggðum á Vestfjörðum og
Austurlandi, þar hafi fólki fækkað
mest, en af þessum tveimur lands-
hlutum sé ástandið verra á Vest-
fjörðum vegna þess hvað sveitar-
félögin eru illa stödd fjárhagslega.
Hann segir nauðsynlegt að finna
nýjar atvinnugreinar fyrir sjávar-
byggðirnar. Menn hafi rennt aug-
unum til upplýsingatækninnar en
áform um sókn á því sviði hafi því
miður ekki gengið alveg nógu vel
eftir, til dæmis í fjarvinnslu. Telur
hann þó möguleika á að lífga það
við.
Ætlunin að gera samsvarandi
greiningu fyrir önnur svæði
Þá vekur hann athygli á því að
ekki sé nóg að hafa vinnu, búsetu-
þættir að öðru leyti þurfi að vera í
lagi, svo sem skólar, afþreying,
menning og heilbrigðisþjónusta.
Ætlunin er að gera samsvarandi
greiningu fyrir stærri þéttbýlis-
staði og landbúnaðarsvæði.
Eftir áramót verður lögð fram á
Alþingi úttekt á framkvæmd þings-
ályktunar um stefnu í byggðamál-
um fyrir árin 1999 til 2001, sem
samþykkt var í byrjun síðasta árs.
í framhaldi af því verður lögð fram
þingsályktunartillaga um stefnu í
byggðamálum fyrir næstu fjögur
ár og telur Bjarki að greiningin um
sjávarbyggðirnar muni nýtast vel
við undirbúning hennar.
Ifirsiliii Rfttt litttiiii 1. jniir 2801
HöTEL LOFTLEIÐA
nýársgleðinnar, Ragnar
Wessman er fytlr löngu kurmur
hér á landi sem erlendls fyrlr
stórkostlegan feril á sviði
| matargerðarlistarlnnar,
Matseðill kvöldsins er settur
saman af alkunnrl snllld
Ragnars.
Um áfi i'an 2001
2001
Champagne et amuse-gueule
Foie gras et confit d'agneau en tenlne sur salade de celSri-me
Gæsalifrar- og lambasultutenina á seljurótarsalati
Langoustines et csmpote de pommes parlumée á la coríandra
sur glace d'araignée de mer
Roulade de canard et son magrat croustillanL fenouH braisé et
glace de canard aux cassls
lelkt andabringa með guf
sölberja- og andasösu.
Purae de poiras giyrée et sortet aa ritron vert et baslllc
ftoslfl perumauk með Ifmúnu- og basllíkukrapfs
Fordrykkur frá kl. 19.00
Veislustjóri:
Steingrímur Sigurgeirsson
Söngskemmtun:
Jóhann Valdimar Friðgeirsson
meðleikari Ólafur Vignir Albertsson
Kvoldverðartúnlist:
• Sverrisson
Hljómsveit Stefáns P.
ásamt Þuríði Sigurðardóttur
Gisting f 2ja manna herbergi kr. 6.000.-
Morgunverður innifalinn
JT VEITINGAR
HÚTEL LOFTLEIÐUM
Tekifl er á móti pöntunum í símum 5G2 7575 og 5050 925, fax 562 7573
YfirmaúBiflsluniBistari: Veitingastjöri:
Reynir Magnússon Traustl Víglundsson
Ytirtramreiflslumeistari: Blúmaskraytingar:
Gunnhildur Gunnarsdóttir Krisb'n Magnúsdóttir
Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson
Ekið var á jeppann sem er hægra megin á myndinni en mikil mildi þykir
að fólk skyldi ekki hafa slasast við áreksturinn.
Árekstur í Vest-
fj arðagöngunum
MILDI þykir að fólk skyldi ekki slas-
ast við árekstur í Vestfjarðagöngun-
um laust fyrir hádegi á miðvikudag er
fólksbifreið ók aftan á kyrrstæðan
bilaðan jeppa, að sögn lögreglunnar á
ísafirði. Draga varð fólksbifreiðina af
vettvangi með kranabíl, þar sem hún
er líkast til ónýt eftir óhappið. Jepp-
inn er hins vegar hálf ökufær og var
síðar ekið út úr göngunum.
Óhappið varð við eitt af hliðarút-
skotum á einbreiðum vegarkafla
ganganna sem eru um 6 km löng.
Jeppinn ofhitnaði og bilaði í göngun-
um um 500-600 metra frá ganga-
munnanum í Breiðadal. Hafði önnur
bifreið stöðvað við hlið jeppans til að
taka farþega hans og flytja þá áfram
og stóð fólk við og fyrir utan jeppann
er aðra bifreið dreif að og skall aftan
á honum.
Að sögn lögreglunnar mun öku-
maður fólksbifreiðarinnar ekki hafa
séð jeppann vegna móðumyndunar á
framrúðu. Vill það gjaman verða
þegar ekið er inn í göngin að móða
mikil myndast á rúðum vegna hita-
breytingarinnar.