Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 6J
DAGBÓK
BRIDS
Umsjttn Uuðmiiinliir l'áll
Arnarson
ÞÓTT lesandinn byrji með
tvær hendur (tómar) er
nokkurn veginn hægt að
fylla út í myndina strax í
fyrsta slag:
Suður gefur; NS á
hættu.
Norður + Á10 v K542 ♦ DG98 + 763
Suður
+ K95 *Á3 ♦ ÁK2 +ÁKD52
Vestur Norður Austur Suður
- _ 2 lauf *
2spaðar Pass Pass 2grönd
Pass 6 grönd Allir pass
Vestur spilar út laufgosa
og austur hendir óvænt
hjarta í þann slag! Það er
nefnilega það: Vestur á
fimmlit í laufi og sagði
spaða ofan í alkröfuna.
Hver er áætlunin?
Kastþröng á vestur í
svörtu litunum gengur ekki
upp, því suður er með hót-
unarspilin í báðum litum og
vestur hendir á eftir. Því
má alls ekki dúkka fyrsta
slaginn. Innkast með
þvingunarívafi er iausnin.
Ef vestur á litlu hjónin í
spaða, eins og líklegt má
teljast, ætti að vera hægt
að neyða hann til að gefa
spaðaslag í lokin:
Noyður
♦ A10
v K542
♦ DG98
+ 763
Vestur Austur
♦ DG8742 4.63
vG vD 109876
♦ 7 »106543
+G10984 +-
Suður
+K95
VÁ3
♦ ÁK2
+ÁKD52
Suður tekur fyrsta slaginn
og spilar spaða með því
hugarfari að láta tíuna ef
vestur setur lítið. En vest-
ur stingur gosanum á milli.
Ásinn tekur þann slag og
síðan eru rauðu slagirnir
teknir og laufi hent heima í
fjórða tígulinn. Vestur er
upptalinn og væntanlega
heldur hann í Dx í spaða og
þrjú lauf. Þá tekur sagn-
hafi hálaufin, sendir svo
vestur inn á síðasta laufið
og gætir þess vel að losa
sig í leiðinni við spaðatíuna
í borði og hreinsa þannig
stífluna í litnum. Vestur
verður þá að spila frá Dx í
spaða upp í K9.
Ast er...
... að búa sig upp
ogfara út að borða.
hvítlaukur svo góður!
Árnað heilla
r D ÁRA afmæli. Nk.
OvJ sunnudag, 31. des-
ember, verður fimmtugur
Heiðar P. Breiðfjörð, versl-
unarmaður, Meðalholti 9,
Reykjavík. Hann tekur á
móti ættingjum og vinum á
morgun, laugardaginn 30.
desember, frá kl. 21 í Sal Ai-
þýðubandalags Kópavogs,
Hamraborg 11, Kópavogi.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 15. júlí sl. i Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af sr. Ást-
þóri Valgeirssyni Hildur
Jóna Þorsteinsdóttir og
Sigurjón Einar Þráinsson.
Heimili þeirra er í Reykja-
vík.
Þessir duglegu drengir héldu tombólu í Vík í Mýrdal og
söfnuðu 2.481 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir
heita Þorgils Haukur Gíslason og Axel Karl Gíslason.
SKAK
llmsjóii llelgi Áss
Grétarsson
FYRIR stuttu lauk skákhá-
tíð í York á Englandi. Teflt
var í þrem lokuðum flokkum
og var sá sterkasti þeirra
eingöngu skipaður stór-
meisturum. Sa'ma fyrir-
komulag var fyrir ári, en
stórmeistaraflokkurinn
hafði þá einnig sömu kepp-
endum á að skipa. Sú gam-
alkunna klisja að Englend-
ingar séu íhaldssamir virðist
eiga við einhver rök að styðj-
ast. Skoski stór-
meistarinn Jonat-
han Rowson
(2494) varð óvænt-
ur sigurvegari, en
staðan kom upp á
milli hans og
sænsks koUega
hans Tiger Hill-
arp-Persson
(2549), sem vann
mótið fyrir ári. Sá
skoski hafði hvítt
og lauk skákinni
með snaggaraleg-
um hætti. 32.
Hxg6+! hxg6 33.
h7+! og svartur
gafst upp enda verður hann
mát eftir 33...Kxh7 34. Hhl +
Kg8 35. Hh8# eða tapar liði
eftir 33...Hxh7 34. Rf6+ Kf7
35. Rxh7. Lokastaða mótsins
varð þessi: 1. Jonathan Row-
son (2494) 7 vinningar af 10
mögulegum 2. Julian Hodg-
son (2640) 6'h v. 3.-5. Jonny
Hector (2509), Alexei Barsov
(2534) og Peter Wells (2506)
4!4 v. 6. Tiger Hillarp Pers-
son (2549) 3 v.
Jólaskákmót Hellis fer
fram í kvöld, 29. desember,
kl. 20:00. Það verður haldið á
ICC-skákþjóninum, en nán-
ari upplýsingar um mótið er
hægt að finna á skak.is.
LJOÐABROT
SÍÐASTA FERÐIN
Herra guð í himnasal,
haltu mér við trúna;
kvíði eg fyrir Kaldadal,
kvölda tekur núna.
*
MANVÍSA
Enn nærist elskan sanna,
enn kærleiks funinn brennur,
enn leiftrar ástar tinna,
enn kviknar glóð af henni,
enn giftist ungur svanni,
enn saman hugir renna,
enn gefast meyjar mönnum,
menn hallast enn til kvenna.
Páll Vídalín
STJÖRJYUSPÁ
eítir Frani'es Urake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert ævintýragjarn oghik-
ar hvergi við að lenda í aifs
kyns uppákomum. Mundu
að allur er varinn góður.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú verður að komast yfir and-
stöðu þína við breytingar því
að ekkert hefst með því að
hjakka í sama gamla farinu.
Reyndu að nýta umskiptin þér
til framdráttar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt þér finnist þú geta um
frjálst höfuð strokið er ekki
þar með sagt að þú getir gert
hvað sem er því allt byggist
þetta á að við göngum ekki á
rétt hvert annars.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní) Áfi
Hugmyndm þínar falla í fijóan
jarðveg svo þú skalt gefa þér
tíma til þess að fylgja þeim eft-
ir og fá áhangendur þína til
þess að bera málstaðinn áfram.
Krabbi ^
(21.júní-22.júlí)
Það er hyggilegra að hugsa
hlutina í gegn heldur en að
bregðast við þeim án allrar
fyrirhyggju. Myndaðu þér
skoðanir áður en þú aðhefst
eitthvað.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) 3*
Þú verður að vera maður til
þess að taka afleiðingum
gjörða þinna. Sá sem vill njóta
gæða heimsins verður að vera
reiðubúinn til að hlíta settum
leikreglum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) vDíL
Allar breytingar eru tækifæri
tál hins betra. Þú lærir hluti
sem umbylta lífi þínu og að
minnsta kosti hefur af þeim
eitthvert gaman.
(23.sept.-22.okt.)
Komdu sjálfum þér og öðrum
á óvart með einhverju sem þú
hefur aldrei gert áður. Það
stælir hugann að finna upp á
nýjungum og fylgja þeim eftir.
Sporðdreki
(23. okt. -21.nóv.)
Það er alltaf tvíbent að reyna
að þrýsta hlutum í gegn án
þess að vinna þeim jarðveg-
inn.
Bogmaður
(22. nóv.-21.des.) ítSf
Það er að taka öllum nýjum
hugmyndum opnum huga en
mundu að það sem gagnast
einum er kannski ekkert f\TÍr
öðrum því sérhver verður að
finna sinn takt í lífinu.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) áÍÍB
Veltu því fyrir þér sem mælir
með einhverju og hinu sem
talar gegn því. Aðeins með því
að kynna þér allar hliðar getur
þú tekið þá ákvörðun sem far-
sæluster.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.) vfint
Láttu það ekkert slá þig út af
laginu þótt ókunnugir kunni
ekki að meta verk þín. Þeir
munu flykkja sér um þig.
Fiskar ,mt
(19. feb. - 20. mars)
Þú virðist vera að sigla inn á
lygnan sjó og átt svo sem fyrir
því að eiga rólegar stundir.
Njóttu þeirra en búðu þig um
leið undir nýjar sviptingar
sem óhjákvæmilega eru á
næsta leiti.
Stjörnuspána á að iesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byegðar á traustum
grunni vísinaaíegra staðreynda.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Jólamót
SPRON og BR
Minningarmót Harðar Þórðarson-
ar verður haldið í kvöld, fostudaginn
29. desember í húsnæði BSÍ, Þöngla-
bakka 1. Mótið hefst kl. 17. Spilaður
er Monrad barómeter, 11 umferðir
með fjórum spilum á milli para.
Áætluð mótslok eru rétt eftir kl. 23.
Keppnisgjald er 2.000 kr. á mann.
Veitt verða peningaverðlaun fyrir
sex efstu sætin auk þess sem veitt
verða verðlaun fyrir efstu pör í
kvennaflokki, blönduðum flokki og
heldri spilara flokki. í lok mótsins
verða einnig veitt aukaverðlaun af
handahófi til þeirra sem eru við-
staddir verðlaunaafhendinguna.
Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei-
ríksson.
Ski-áning er á spilastað við mæt-
ingu auk þess sem hægt er að skrá
sig símleiðis í s. 587-9360.
Rey kj avíkurmótið
í sveitakeppni 2001
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni
2001 fer fram dagana 11.-23. janúar.
Spilaðir verða 16 spila leikir nema að
þátttaka verði of mikil til að leyfa
þann fjölda spila. Spilað verður með
forgefnum spilum og verður árangur
hvers pars metin í fjölsveitaútreikn-
ingi.
Keppnisdagar miðað \ið 24 sveitir
(23 umferðir).
9. janúarumf. 1-2
10. janúarumf. 3-4
13. janúarumf. 5-8
14. janúarumf. 9-12
16. janúarumf. 13-14
17. janúarumf. 15-16
20. janúarumf. 17-20
21. janúarumf. 21-23
Niðurröðun leikdaga gæti riðlast
ef þátttaka verður minni eða meiri
en gert er ráð fyrir.
Skráningarfrestur er til 17:00
mánudaginn 8. janúar.
Dregið verður í töfluröð kl. 18:0(1
sama dag.
14 efstu sveitimar úr Reykjavík
öðlast rétt til að spila í undankeppni
Islandsmótsins í sveitakeppni 2001.
Keppnisgjald er 24.000 kr. á sveit.
Tekið er við skráningu á skrifstofu
BSÍ, s. 587-9360.
eða í tölvupóst bridge@bridge.is
Skráningu verða að fylgja nöfn 4
spilara í sveitinni.
Heimasíða mótsins er www.isl-
andia.is/~svenni.
Bridsféiag Fjarðabyggðar
Miðvikudagskvöldið 27. desember
var spilaður tvímenningur hjá
Bridgefélagi
Fjarðabyggðar. Átta pör tóku þátt
ogvoru spiluð fjögur spil milli para.
Urslit urðu á þessa leið:
Ottar Guðmundsson - Einar Þorvarðarson97
ÁmiGuðmundss.-ÞorbergurHauksson 97
Atli Jóhannesson - Svavar Kristinsson 94
Svavar Bjömsson - Oddur Hannesson 80
Bridsfélag
Suðurnesja
Úrslit í jólatvímenningi urðu
þessi:
Oli Þ. Kjartanss. - Garðar Garðarss. 69
Karl Karlss. - Gunnlaugur Sævarss/
Kjartan Ólason 59^
Randver Raparsson - Jón B. Stefánss. 46
Sigriður Eyjólfsdóttir - Grethe íversen 24
Jóhann Benediktss. - Sigurður Albertss. 20
Þriðjudaginn 2. janúar 2001 held-
ur stjórnin aðalfund sinn og hefst
hann kl. 19. Eftir fundinn verður
spilaður tvímenningur. Aðalsveita-
keppnin hefst 8. janúar. Að lokum
óskar stjórnin öllum árs og friðar.
afsláttur
af öllu jólaskrauti ■*
Fasteignir á Netinu
(gþmbUs
<r
/