Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bandarískir þmgmenn gagnrýna varnarmálastefnu ESB
Segja „Evrópuherinn44
geta eyðilagt NATO
London. The Daily Telegraph.
TVEIR af atkvæðamestu þingmönn-
um repúblikana í öldungadeild
Bandaríkjaþings hafa gagnrýnt
áform ríkja Evrópusambandsins
(ESB) um að koma á fót sameigin-
legum hersveitum og varað við því að
þau geti eyðilagt Atlantshafsbanda-
lagið.
The Daily Telegi-aph birti í gær
bréf frá þingmönnunum Jesse
Helms og Gordon Smith þar sem
þeir lýsa áformunum um að koma á
fót evrópskum hraðsveitum sem
„hættulegu og sundrandi afli innan
NATO“. Helms er formaður utanrík-
ismálanefndar öldungadeildarinnar
og Gordon Smith fer fyrir undir-
nefnd sem fjallar um málefni Evr-
ópu.
Repúblikanarnir vara einnig við
því að mikilvæg ríki í Evrópusam-
bandinu vilji nota sameiginlega
stefnu ESB í öryggis- og varnarmál-
um „sem leið til að gera Evrópusam-
bandinu kleift að hamla á móti völd-
um og áhrifum Bandaríkjanna innan
NATO“ og eiga þar einkum við
Frakkland. „Ef leiðtogar Evrópu-
sambandsins endurskoða ekki þessa
stefnu fljótlega hætta þeir á að grafa
undan sjálfu Atlantshafsbandalag-
inu - og jafnvel eyðileggja það.“
Þingmennirnir segja að Evrópu-
sambandið hafi hikað við að auka
tengsl fyrirhugaðs herafla við NATO
og samþykkja að bandalagið fái að
taka þátt í skipulagningu hugsan-
legra hernaðaraðgerða hraðsveit-
anna. „Slík tengsl eru öldungis nauð-
synleg til að tryggja að stefna
Evrópusambandsins í öryggis- og
varnarmálum efli bandalagið, frem-
ur en að valda hagsmunaátökum sem
veikja óhjákvæmilega NATO og
grafa undan samstarfinu yflr Atl-
antshafið.11
Vara við
evrópsku „ofurríki"
Repúblikanarnir bæta við að þjóð-
ríkin í Evrópu hafi afsalað sér æ
meira af fullveldi sínu til samevr-
ópskra stofnana og leiðtogar
ríkjanna „ættu því að spyrja sig
hvort þeir vilji virkilega að Banda-
ríkin taki að snúa sér til flókins skrif-
stofuveldis Evrópusambandsins,
fremur en stjórna þjóðríkjanna"
þegar ræða þarf mál sem varða
hagsmuni Bandaríkjanna og Evr-
ópuríkja. „Það þjónar hvorki hags-
munum Evrópu né Bandaríkjanna
að grafa undan ríkjatengslum, sem
hafa reynst vel, í þágu tengsla við
evrópskt ofuníki sem rekja má með-
al annars til andúðar á Bandaríkj-
unum.“
Þingmennirnir segja að Sovétiík-
in hafi reynt að reka fleyg á milli
Evrópu og Bandaríkjanna undir lok
kalda stríðsins með því að kynda
undir andúð á NATO í Evrópu en
Margaret Thatcher og Ronald Reag-
an hefðu komið í veg fyrir að það
tækist. „Núna er vert að vekja at-
hygli á því að á meðal áköfustu
stuðningsmanna stefnu Evrópusam-
bandsins í öryggis- og varnarmálum
er Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
sem berst opinskátt fyrir því að
NATO verði lagt niður. Nú er tíma-
bært að Bandaríkin og Bretland
beiti áhrifum sínum til að tryggja að
sameiginlegur herafli Evrópusam-
bandsins verði gagnleg viðbót, ekki
keppinautur. Ella munum við iðr-
ast.“
Eldflaug ferst með
sex gervihnetti
Moskvu. AFP, AP.
ELDFLAUG með sex gervihnetti
splundraðist í gufuhvolfinu
skömmu eftir að henni var skotið á
loft frá Plesetsk-skotpallinum í
norðurhluta Rússlands í fyrra-
kvöld. Er þetta í annað sinn á
tveimur mánuðum sem rússnesku
geimferðastofnuninni mistekst að
koma gervihnöttum á braut um
jörðu.
Eldflaugin var af gerðinni Tsikl-
on-3 og rússneskir embættismenn
sögðu að hún hefði splundrast
vegna bilunar í þriðja hreyfli
hennar. Brakið féll í sjóinn um 58
km suðaustan við eyjuna Wrangel
nálægt Norðurheimskauts-
baugnum, að sögn Vjatsjeslavs
Míkhaílítsjenkos, talsmanns rúss-
nesku geimferðastofnunarinnar
Rosaviakosmos.
Stofnunin missti samband við
eldflaugina tveimur klukkustund-
um eftir að henni var skotið á loft.
„Sérstök nefnd hefur verið skipuð
til að rannsaka hvað olli þessu,“
sagði talsmaður rússneska varn-
armálaráðuneytisins en bætti við
að hreyfilbilun væri líklegasta
skýringin á slysinu.
Þrír af gervihnöttunum sex voru
í eigu varnarmálaráðuneytisins og
Rosaviakosmos átti hina.
Bandarískur fjarskiptahnöttur,
Quickbird 1, hvarf í gufuhvolfinu
skömmu eftir að honum var skotið
á loft frá Plesetsk 21. nóvember
með eldflauginni Kosmos-3M.
Gervihnötturinn kostaði andvirði
rúmra fimm milljarða króna.
Þessi misheppnuðu geimskot
eru mikið áfall fyrir rússnesku
geimferðastofnunina sem hefur
lagt kapp á að tryggja sér arðvæn-
lega geimskotssamninga til að
fjármagna geimferðaáætlun sína.
AP
Rússneska Ciklone-3-geimflaug-
in fyrir ræsingu í Plesetsk í
Norður-Rússlandi í fyrradag.
Reuters
Stúlka í Belgrad skreytir blöðrur fyrir gamlárskvöld við kertaljös.
Rafmagns-
skömmtun mót-
mælt í Belgrad
Belgrad. AP.
TVEIR rafalar í mikilvægu orku-
veri, sem sér Belgrad og fleiri borg-
um í norðurhluta Serbíu fyrir raf-
magni, biluðu í gær og urðu þá að
engu vonir almennings um að senn
yrði ráðin bót á orkuskortinum í
landinu. Stjórnvöld spara nú raf-
magn með því að loka fyrir það átta
stundir á sólarhring.
Oánægðir íbúar hafa reist götuvígi
í Belgrad til að mótmæla skömmt-
uninni, sorptunnum var einnig velt
yfir sporvagnateina til að stöðva um-
ferð. Rafmagnsskorturinn olli því að
götuvitar virkuðu ekki og jók það
enn á ringulreiðina.
Umbótasinninn Zoran Djindjic,
sem mun taka við embætti forsætis-
ráðherra á næstunni, sagðist skilja
vel reiði fólksins en götuvígin og
mótmælin síðustu daga myndu ekki
bæta ástandið. Kosningabandalag,
sem flokkur Djindjic og 17 flokkar að
auki taka þátt í, vann yfirburðasigur
í þingkosningum fyrir jól en banda-
lagið styður Vojislav Kostunica for-
seta er tók við af Slobodan Milosevic
í október.
Vegna mikilla þurrka sl. sumar er
vatnsborð í Dóná óvenju lágt og því
ekki hægt að framleiða raforku í
sama magni og venjulega. Orkunet
Serbíu er tengt kerfum grann-
ríkjanna en vegna mikillar notkunar
í umræddum ríkjum og efnahagsörð-
ugleikanna í Serbíu, sem myndar
ásamt Svartfjallalandi sambands-
ríkið Júgóslavíu, er aðeins hægt að
bæta skortinn að nokkru leyti upp
með innflutningi á orku.
„Við höfum fengið næga peninga
frá Vesturlöndum til að kaupa alla
raforku 'sem við þurfum en vandinn
er að úr sér gengið kerfið okkar gæti
ekki tekið við slíkri viðbót,“ sagði
Djindjic.
Talsmenn fyrirtækisins sem ann-
ast raforkunet landsins sögðu að
ástandið myndi lagast. Mikil úrkoma
síðastliðna tvo daga hefur hækkað
vatnsborð í Dóná og spáð er meiri
rigningu. Útvarpsstöðin B-92 í Bel-
grad skýrði frá því að helsta raforku-
verið í Dóna, Djerdap, myndi senn
verða sett í gang.
Embættismenn hafa nefnt fleiri
skýringar en þurrkana á orkuskort-
inum. Bent er á að viðhald á orkunet-
inu hafi verið lélegt í tíð Milosevic en
þá komu efnahagslegar refsiaðgerð-
ir umheimsins hart niður á þjóðinni.
Markmið refsiaðgerðanna var að
stöðva árásarstefnu Milosevic gegn
grannríkjum Serba og þjóðarbrotum
í landinu. Loks er nefnt að í loftárás-
um Atlantshafsbandalagsins í stríð-
inu vegna Kosovo urðu miklar
skemmdir á orkuverum Serbíu.
Svartfellingar berjast á hinn bóg-
inn við annan vanda en Serbar, þar
hefur mikil rigning valdið flóðum í
ýmsum borgum. Nota varð báta til
að bjarga fjölda fólks af heimilum
sínum í höfuðstaðnum Cetinje í gær.
Flóðin ógnuðu dýrmætum skjala- og
bókasöfnum. Vegir fóru víða í sund-
ur í landinu, einnig rofnuðu raforku-
línur.
Betri tíð spáð á
evrusvæðinu
Lundúnum, París. Daily Telegraph, AFP.
HAGVÖXTUR í Evrópuríkjunum verður á
árinu 2001 meiri en í Bandaríkjunum í fyrsta
sinn í áratug, ef marka má spár alþjóðahagfræð-
inga.
Þessi umskipti í hagvaxtarþróun þessara
tveggja stærstu efnahagskerfa heims mun að
líkindum leiða til mikilla gjaldeyristilflutninga
sem styrkja munu stöðu evrunnar, hins sameig-
inlega Evrópugjaldmiðils, gagnvart Banda-
ríkjadollar. Þar með yrði gengisþróun evrunnar
frá stofnun hennar fyrir réttum tveimur árum
snúið við, en á þessum tíma hefur gengi hins
nýja gjaldmiðils gagnvart dollaranum átt mjög
undir högg að sækja. í haust fór það neðar en
nokkru sinni áður, þegar evran seldist á um 0,82
dollara. Reyndar hefur gengið frekar hækkað
síðan og var komið upp fyrir 0,9 dollai’a þegar
hinum alþjóðlegu gjaldeyrismörkuðum var lok-
að fyrir jólin. Þykir sennilegt að gengið haldi
áfram að nálgast jafnvirði evru og dollara þegar
viðskipti fara aftur í fulian gang eftir áramótin.
Hægja tók á hagvexti í Bandaríkjunum fyrir
um hálfu ári. Hann fór allt upp í 5,6% á öðrum
ársfjórðungi en féll niður í 2,5% á þriðja árs-
fjórðungi. Er reiknað með að hann verði aðeins
um 2% á síðasta fjórðungi ársins sem er að líða.
Gert er ráð fyrir að enn frekar dragi úr hagvexti
í Bandaríkjunum á fyrstu mánuðum nýja ársins.
Stóra spumingin er hvað gerist að því búnu.
Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það. Sum-
ir hafa trú á því, að ráðamenn hafi yfir nógu öfl-
ugum stjórntækjum að ráða - svo sem í formi
skatta- og vaxtalækkana - til þess að sjá til þess
að bandarískt efnahagslíf fái „mjúka lendingu"
nú þegar í það stefnir að það hægi á hagvaxt-
arskeiði síðastliðinna ára.
Aðrir vara við því að „hörð lenging" sé óum-
flýjanleg eins og sakir standi, með tilliti til þeirr-
ar miklu eignarýmunar sem muni fylgja nið-
ursveiílu á fasteignamarkaðnum, þai’ sem
þenslan hefur verið hvað mest áberandi, að við-
bættum áhrifunum af snarlega hertum láns-
kjöram. Þá muni samdrátturinn í Bandaiíkjun-
um hafa keðjuverkunaráhrif, sem sennilegast
muni koma verst við Asíuríkin.
En í Vestur-Evrópuríkjunum er gert ráð fyr-
Reuters
Tvö ár eru nú um áramótin frá því að evr-
unni var hleypt af stokkunum með pompi
og prakt. Hagfræðingar spá Evrópugjald-
miðlinum betri tíð á komandi ári.
ir að einkaneyzla aukizt, sem helzt í hendur við
minnkandi atvinnuleysi og allvíðtækra skatta-
lækkana. Er gert ráð fyrir að neikvæðum ut-
anaðkomandi áhrifum á efnahagsþróunina - svo
sem minnkandi eftirspum eftir evrópskum
vöram vegna minni hagvaxtar í Bandaríkjunum
og veikara gengi dollars gagvart evra - verði
mætt með auknum opinberam útgjöldum og
vaxandi einkaneyzla muni einnig gera sitt.
Þannig geri hagfræðingar ráð fyrir að með-
altalshagvöxtur á evrasvæðinu (sem ellefu af
fimmtán aðildarríkjum Evrópusambandsins
eiga aðild að) verði 3,25%, en um 2,75% í Banda-
n'kjunum. Reyndar gera þeir hagfræðingar sem
Daily Telegraph vitnar til líka ráð fyrir að hag-
vöxtur í Bretlandi dragist á árinu 2001 aftur úr
efnahagsþróuninni á meginlandinu og verði í
kringum 2,75%.
„Ár evrunnar“
Að sögn hagfræðinga sem AFPvitnar til hef-
ur evran, þrátt fyrir að hafa ekki náð sömu vigt
og dollarinn á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum
frá því henni var hleypt af stokkunum fyrir
tveimur áram, náð að vernda hagkerfi evru-
landanna gegn alvarlegum fjármálasveiflum og
stuðlað að góðum hagvexti.
,Án evrannar væram við í vondum rnáium,"
segir Pascal Blanque, gi-einir hjá franska bank-
anum Crédit Agricole. Og hagfræðingurinn
Marc Touati hjá Natexis Banques Populaires
segir veikt gengi evrunnar á gjaldeyrismörk-
uðum hefði vissulega verið „strategískt vanda-
mál“ en sameiginlega Evi’ópumyntin hefði skil-
að áþreifanlegum ái’angri í milliríkjaviðskiptum.
Að sögn Daily Telegraph eigi hagfræðingar von
á því að hægt sé að tala um árið 2001 sem „ár
evrannar".