Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 42
S42 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
;
Flumen
temporis
Framrás nýrra viðhorfa verður ekki
stöðvuð fremur en tímans þungi niður.
A
lþjóðlegar skuldbind-
ingar og erlend áhrif
hafa að öllu jöfnu
reynst f slendingum
vel á öldinni, sem senn verður
kvödd með lúðraþyt og söng.
Örlítil upprifjun er við hæíi í
þessu viðfangi.
Fullyrða má að flestar mark-
verðar nýjungar í réttindavernd á
íslandi síðasta áratug eða svo eigi
sér erlenda fyrirmynd eða hafi
komið til vegna þrýstings frá út-
löndum. Nefna má stofnun emb-
ættis umboðsmanns Alþingis, lög-
leiðingu Mannréttindasáttmála
Evrópu, aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði og setningu
stjórnsýslu- og upplýsingalaga.
Táknrænt hlýtur að teljast að
Hæstiréttur íslands skuli skila
merkum dómi um stjórnar-
skrárbrot ráðandi afla rétt áður
en ný öld gengur í garð; dóm-
urinn minnir á nöturlega fortíð og
frumstæða valdhyggju en um leið
VIÐHORF S"á"ðntii
þess ókomna,
nýrra og betri
aðstæðna
Eftír Asgeir
Sverrisson
komandi kynslóða. Dómurinn fel-
ur í senn í sér upphafningu
einstaklingsins og bendir fram á
við til þess nýja veruleika, sem
blasir við íslendingum; meira að
segja í nepjunni á norðurhjara
veraldar á einstaklingurinn skjól
fyrir valdinu og misvitrum hand-
höfum þess.
Dómurinn vísar til réttinda og
reisnar einstaklingsins. í honum
felst enn ein réttarbótin, sem á
sér erlenda tilvísun. í þessu efni
hafa íslenskir stjórnmálamenn al-
mennt sýnt takmarkað frum-
kvæði. Fram á síðustu ár hefur
áhugi á réttarstöðu alþýðu manna
um of verið bundinn við tiltekna
fulltrúa á Alþingi og víðar. Til
þess að slíkt frumkvæði sé ger-
legt verða menn enda að skynja
umhverfi sitt og samtíma,
framþróun þjóðfélagsins, kynnast
straumum og stefnum erlendis,
þekkja ný viðhorf og viðmið, nýj-
ar kröfur.
Og síðast en ekki síst þurfa við-
komandi að telja slíka þróun
áhugaverða.
í íslenskum stjómmálum hefur
almennt skort á áhuga þennan og
þar með skilninginn með heiðar-
legum undantekningum þó, sem
ekki ber að vanmeta. íslenskir
stjórnmálamenn hafa upp til hópa
verið önnum kafnir við að tryggja
óbreytt ástand enda er það fyrsta
boðorð valdsins.
Þátttaka íslendinga í alþjóð-
legu samstarfi hefur á undra-
skömmum tíma skilað lands-
mönnum miklum ávinningi á sviði
mannréttinda og réttarverndar.
Með því að gangast undir alþjóð-
legar skuldbindingar og láta und-
an þrýstingi frá útlöndum hefur á
síðustu árum þróast fram hér á
landi kerfi, sem tryggir einstakl-
ingnum áður óþekktan málskots-
rétt.
Þegnarnir í þessu landi eru
ekki sem áður ofurseldir vilja
stjómmála- og embættismanna,
flokkum, klíkum og kunningjum.
Rödd einstaklingsins hljómar
sem aldrei fyrr á íslandi. A nýrri
öld verða stigin réttnefnd risa-
skref á öðrum sviðum en þeim,
sem lúta að mannréttindum og
réttarvernd, og öll verða þau fall-
in til að auka svigrúm og skrið-
þunga einstaklingsins í samfélag-
inu.
Með sama hætti og forsjár-
hyggja, haftastefna og miðstýr-
ing heyra sögunni til munu sér-
sniðnar leikreglur, frelsi sumra
og stundum, verða bomar til
grafar á Islandi.
Flóknara og betur menntuðu
samfélagi, sem hefur á sér alþjóð-
legan blæ, munu fylgja ný viðmið,
er geta af sér nýjar kröfur. Þrátt
fyrir mikla andstöðu afturhalds-
manna allra flokka mun það sjón-
armið ná fótfestu, að það megi
kallast tímaskekkja að áhrif al-
mennings í þessu landi séu bund-
in við að hlýða kalli lúðursins á
fjögurra ára fresti og mæta á
kjörfund eins og skátaflokkur
þegar honum er sagt að tími sé
kominn til að velja sér fulltrúa.
Upphafningu einstaklingsins og
víðsýnna samfélagi mun fylgja
krafa um að alþýða manna fái
tækifæri til að láta skoðun sína
beint og milliliðalaust í ljós þegar
mikilvæg mál krefjast úrlausnar.
Á öldinni nýju, sem senn gengur í
garð mún inntak lýðræðisins
breytast og sjálfsagt mun þykja
að kalla fram vilja einstakling-
anna. Nýrri tækni verður beitt.
Virkara lýðræði er óhjákvæmi-
legt, einnig á íslandi.
Slík bylting mun hafa marg-
víslegar breytingar í för með sér
og nú þegar má greina anga
þeirra nýju tíma. Sífellt fleiri telja
það einfaldlega ekki sæma hugs-
andi, upplýstu fólki að fylgja
flokkum og stjórnmálamönnum í
blindni. Þótt stjórnmálaflokkar
hafi enn hlutverki að gegna um
fyrirsjáanlega framtíð nýtur sú
skoðun vaxandi fylgis að skilyrð-
islaus hollusta við staðlaðar for-
skriftir, sem dregnar eru upp á
fundum lítils og einsleits hóps
manna, eigi ekki lengur við.
Stjórnmálaflokkar munu af
vaxandi þunga verða krafnir um
ný vinnubrögð sem og kjörnir
fulltrúar almennings.
Hinn ftjálsi og hugsandi
einstaklingur nýrrar aldar telur
það birtingarform mannlegrar
reisnar að treysta á sjálfan sig,
skynsemi sína og menntun í stað
þess að fylgja þeim forskriftum,
sem stjórnmálamenn, samtök
þeirra og málpípur valdsins leit-
ast við að þvinga fólk til að gang-
ast undir. Krafan verður þjóð-
félag þar sem leikreglur eru fáar
og skýrar og verðleikar ráða
meiru en vinir, fjármunir, upp-
runi og flokkstengsl.
Öld stórkostlegra framfara á
íslandi verður senn kvödd en um
leið munu landsmenn segja skilið
við þjóðfélag sem var svo frum-
stætt, svo niður njörvað, svo for-
hert og meingallað að komandi
kynslóðir munu, vísast bless-
unarlega, ekki fá höndlað þann
furðulega veruleika upphafningar
og höfnunar.
Á allra síðustu árum hafa ís-
lendingar stigið risaskref á flest-
um sviðum samfélagsins. Þessi
jákvæða þróun hefur ekki síst
orðið sakir erlendra áhrifa.
Greina má fyrstu fúamerkin í
stoðum kunningja- og kyrrstöðu-
samfélagsins; alþjóðleg viðmið og
nútímalegar leikreglur leysa í
fyllingu tímans af valdhyggju,
dramb, virðingarleysi og ein-
angrunarhneigð. Vandfundið er
betra dæmi um að beinlínis geti
verið æskilegt að fullveldi sé
skert og vald flutt úr landi.
Þótt margir muni reyna verður
þessi þróun ekki stöðvuð á nýrri
öld.
Þjóðareign í þágu
hverra? RUV
á tímamótum
RÍKISÚTVARPIÐ
hélt upp á 70 ára afmæli
sitt með pomp og prakt
fyrir skömmu og má
kannski segja að það sé
vel að því komið. Stofn-
unin hefur þjónað þjóð-
inni lengi á ýmsum
sviðum og haft þau
markmið að sinna
menningu hennar og
tungu svo að til fyrir-
myndar sé. Þetta er
grunnurinn að því
trausti sem menn bera
til hennar og hefur að
mörgu leyti tekist vel
að halda honum við.
Rás eitt hefur ævinlega
haldið sínu striki í fjölmiðlafári síð-
ustu tveggja áratuga og Rás tvö hef-
ur töluverða sérstöðu miðað við sam-
bærilegar rásir einkastöðvanna.
Sjónvarpið hefur af fjárhagsástæð-
um eðlilega aldrei getað haldið út ís-
lenskri dagskrá i viðlíka mæli og Rás
eitt, enda er frumframleiðsla á þessu
sviði mjög dýr. Hjá Sjónvarpinu hef-
ur þvi frá upphafi verið mikið sent út
af útlendu efni, misjöfnu að gæðum
en oft mjög góðu og stundum töluvert
betra en það sem fátt hefur sér til
málsbóta annað en að vera íslenskt.
Sjónvarpið hafði líka mikil áhrif til
góðs á þessum markaði þegar það hóf
störf árið 1966. Eins og Eggert Þór
Bemharðsson sagnfræðingur sýndi
fram á í fróðlegri grein um íslenskan
texta og erlendar kvikmyndir í bók-
inni Heimur kvik-
myndanna var það ein-
mitt væntanleg tilkoma
Sjónvarpsins sem varð
til þess að kvikmynda-
hús á Islandi tóku yfir-
leitt upp á því að láta
texta myndir sínar á ís-
lensku. Fram til þess
hafði aðeins verið
treyst á málakunnáttu
manna og prógrömm
með útdrætti söguþráð-
arins í myndinni. Rökin
höfðu ævinlega verið
þau að markaðurinn
væri allt of lítill til að
bera þýðingar af þessu
tagi, en hann reyndist
samt nógu stór þegar samkeppnin
frá Sjónvarpinu var yfirvofandi.
Þrátt fyrir þetta hefur Sjónvarpið
alla tíð verið tvíbent í afstöðu sinni til
þýðinga og þýðenda. Þýðendur hafa
frá upphafi verið lausráðnir og aðeins
fengið verkefni dag frá degi þótt oft-
ast hafi meira en helftin dagskrár-
innar verið þýdd af fólki sem öðlast
hafði sérþektóngu á starfinu. Oft hef-
ur borið á því viðmóti að þýðendur
séu nánast afætur stofnunarinnar og
vinnuframlag þeirra er sjaldnast i
heiðri haft þegar stofnunin er að
hampa sér og sínum og það þótt þeir
séu hin raunverulega sía íslensks
máls gagnvart útlendum máláhrifum.
Tvö góðkunn dæmi um áhrif þýðinga
ættu að nægja: Fram til þess tíma að
þáttaröðin „Holocaust" var sýnd á ís-
Þýðingar
Ætli megi ekki með
réttu kalla þessa lækk-
un gæðaviðmiða, segir
Gauti Kristmannsson,
afmælisgjöf RUV til
landsmanna allra.
landi töluðu menn ektó um helförina í
merkingunni „helför gyðinga". Nú
þykir það sjálfsagt mál. Svo tekið sé
stærra dæmi þá er Óskar Ingimars-
son heitinn kannstó persónugerving-
ur þess sem Sjónvarpið gat gert á
þessu sviði en gerði aldrei, eða halda
menn að plöntu- og dýraorðabók
hans hafi einungis orðið til við lestur í
hægindastólnum? Nei, þessi orðasöfn
urðu að miklu leyti til við þýðingar
hans á fræðsluþáttum um þessi efni í
Sjónvarpinu, þáttum sem varla sjást
lengur á dagskránni, einhverra hluta
vegna. Slíkt efni hefur kannstó ekki
nóg „sexappíT, en það var með vin-
sælasta efni sem böm og unglingar
horfðu á og mætti kannstó ætla að
sjónvarpsstöð með lögbundin afnota-
gjöld landsmanna ætti að sinna slík-
um þáttum meðfram brandaraserí-
um bandarískum og átakanlegum
þáttum um ástir í meinum sem nú
helst prýða dagskrána á því sem út-
Gauti
Kristmannsson
Gefum okkur
öllum betri
framtíð
SÁ HEIMUR er við
búum í er heimur and-
stæðna. Annars vegar
er heimur vellystinga
og velsældar þar sem
flestir hafa meira en
nóg til hnífs og skeiðar
og verðmætum, s.s.
matvælum, er jafnvel
kastað og þau fótum
troðin vegna offram-
leiðslu. Hins vegar býr
stór hluti mannkyns við
allt aðrar aðstæður þar
sem hvortó stjórnar-
farslegt né efnalegt
sjálfstæði ríkir. Millj-
ónir manna búa enn við
vannæringu og alvar-
legan skort og njóta ekki þeirrar
félagslegu þjónustu sem talin er
sjálfsögð og við vildum ekki án vera.
Mannsæmandi heilbrigðis- og
menntakerfi skortir alltof oft og
sjálfsögð mannréttindi eru mörgum
óþekkt.
Þetta ástand á sér margskonar
rætur, s.s. ranglátt stjórnarfar,
styrjaldir, hatur og mannvonsku,
náttúruhamfarir, uppskerubrest og
fáfræði. En hverjar sem orsakirnar
eru verður afleiðingin hin sama,
mannleg neyð í sínum ömurlegustu
myndum. Fólkið sem býr við þetta
óréttlæti vill ekki ölmusu og vor-
kunnsemi, það vill tækifæri, tæki-
færi til að bjarga sér sjálft, sjá fyrir
sér og sínum.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur í 30
ár sinnt neyðar- og þróunarhjálp á
erlendri grundu. Aðstoð hefur verið
send til yfir 70 landa í fjórum heims-
álfum í nafni mannúðar og kærleika.
Þótt framlögin hafi ektó alltaf verið
ýkja há hafa þau oft
stópt sköpum fyrir líð-
andi meðbræður og
systur og varanlegur
árangur náðst.
í 12 ár hefur Hjálp-
arstarf tórkjunnar
sinnt hjálparstarfí á
Indlandi í samstarfi við
traust og góð samtök.
Þúsundir barna hafa
verið studd til náms og
fengið verkþjálfun til
að geta betur fram-
fleytt sér og sínum.
Barnaskólar, iðnskólar
og sjúkrahús hafa verið
reist fyrir peninga frá
Islandi, leiðtoganám-
skeið fyrir konur og karla haldin,
verkalýðsfélög stofnuð, mannrétt-
Hjálparstarf
Ofbeldi, fátækt og
mannréttindabrot grafa
undan stöðugleika og
velferð, segir Jónas
Þórir Þórisson. Leggj-
umst ölláeittvið að
skapa betri heim og
bjartari framtíð.
indabarátta hinna stéttlausu studd á
margvíslegan hátt og börn í vinnu-
ánauð leyst úr haldi og komið í skóla.
Þetta starf hefur gjörbreytt lífi
Jónas Þórir
Þórisson
fjölskyldna og einstaklinga og skap-
að von um betri og bjartari framtíð.
Mitólvægt er að fólkið sjálft skil-
greini sín eigin vandamál og þarfir,
leggi sitt af mörkum og taki virkan
þátt í starfinu. Enda er því þannig
varið í starfi Hjálparstarfs kirkjunn-
ar. Þátttaka fólksins í ákvarðana-
töku og framkvæmdum skapar
ábyrgð og samkennd er skilar sér í
góðum árangri.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur
einnig í 10 ár stutt uppbyggingar-
starf í Mósambík. Tugir brunna hafa
verið grafnir fyrir fé frá Islandi,
skólar reistir og leiðtoganámskeið
haldin fyrir konur sem karla. Árang-
urinn er sýnilegur í betra heilsufari
og vilja til að takast á við eigin
vandamál.
Neyðaraðstoð hefur verið veitt til
Eþíópíu, Súdan og Mósambík, ýmist
vegna flóða eða þurrka og hungurs-
neyðar. Samstarfsaðilar Hjálpar-
starfsins eru Alþjóðleg neyðarhjálp
kirkna og ábyrg frjáls félagasamtök
sem tryggt hafa að hjálpin komist
fljótt og vel til stóla.
Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar
fyrir þessi jól hefur yfirskriftina
„Gefum okkur öllum betri framtíð".
Söfnunarféð verður nýtt bæði í inn-
lenda og erlenda aðstoð. í desember
leitar fjöldi íslendinga eftir aðstoð
og reyndar allt árið um kring. Af er-
lendum verkefnum sem ráðist verð-
ur í á næsta ári má nefna, auk neyð-
araðstoðar eftir því sem þörf krefur,
vatnsverkefni og leiðtogaþjálfun í
Mósambík, skóla og uppbyggingar-
verkefni í Eþíópíu og hjálp við dalíta
á Indlandi.
Með því að leggja söfnun Hjálp-
arstarfs kirkjunnar lið erum við ektó
aðeins að rétta þeim sem hjálpar eru
þurfi hjálparhönd, heldur ektó síður
að skapa okkur og börnum okkar
betri framtíð í heimi þar sem stöð-
ugleiki ríkir. Ofbeldi, fátækt og
mannréttindabrot grafa undan stöð-
ugleika og velferð. Leggumst öll á
eitt við að skapa betri heim og bjart-
ari framtíð.
Höfundur er fnun k væni dastjóri
Hjálparstarfs kirkjunnar.