Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðir stofna dótturfélag með tveggja milljarða króna ársveltu STJÓRN Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli hefur ráðið Gunnar Olsen sem framkvæmda- stjóra félagsins frá 1. janúar 2001. Flugþjónustan á Keflavíkurflug- velli er nýtt dótturfélag Flugleiða sem tekur til starfa nú um áramót- in. Rekstur félagsins nær til far- þega- og flugvélaafgreiðslu á vell- inum, fraktafgreiðslu, veitinga- rekstrar í flugstöð og framleiðslu á flugvélamat. Um 460 heilsársstörf eru hjá félaginu, en á sjöunda hundrað starfs- menn þegar mest er og velta félags- ins verður vænt- anlega liðlega 2 milljarðar króna á fyrsta starfs- árinu. Gunnar Olsen hóf störf hjá Loft- leiðum 1972 sem sumarafleysingamaður á Keflavík- urflugvelli á námsárum sínum. Gunnar hefur síðan starfað sem flugafgreiðslumaður, flokksstjóri í bókhaldsdeild, deildarstjóri í sölu- deild fraktdeildar og deildarstjóri þjónustudeildar Flugleiða. Arið 1986 fór Gunnar til starfa í Banda- ríkjunum sem svæðisstöðvarstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum, með aðsetur í New York en tók síðan við stöðu markaðs- og sölustjóra Flugleiða fyrir miðríki Bandaríkj- anna og Kanada með aðsetur í Chieago. Gunnar flutti aftur til ís- lands 1989 og tók þá við stöðu stöðvarstjóra Flugleiða á Keflavík- urflugvelli og síðar stöðu forstöðu- manns stöðvarreksturs Flugleiða með aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Síðastliðin tvö ár hefur Gunnar gegnt stöðu forstöðumanns af- komueiningar Flugleiða sem ber ábyrgð á allri farþega- og flugþjón- ustu félagsins á Keflavíkurflugvelli. Gunnar er giftur Sólveigu Þor- steinsdóttur og eiga þau fjögur börn. Gunnar Olsen Almennc hlutaprútboð Samvinnuferða-Landsvnar hf. dAA-ð |g ■. m$§%§: .v: ; "V./" /' Ali ¥.1' X.'VL Hluthafafundur Samvinnuferða-Landsýnar hf. sem haldinn var þann 22. desember samþykkti að hækka hlutafé félagsins um 350 milljónir króna að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. Hluthafafundurinn samþykkti jafnframt að falla frá forkaupsrétti á 150 milljónum króna að nafnverði sem þegar hafa verið seldar samkvæmt samningi. Utboðsfyrirkomulag Skráðir eigendur að morgni 22. desember 2000 eiga forkaupsrétt á 200 milljónum króna að nafnvirði, af 350 milljóna króna aukningu, í hlutfalli við eign sína á þeim tíma. Þeim er þó heimilt að skrá sig fyrir auknum hlut æski þeir þess. Almenn sala Seljist ekki allt hlutafé til forkaupsrétthafa kemur til almennrar sölu. Verði umframáskrift í þeim hluta skerðist hámarksfjárhæð ekki hlutfallslega, heldur þar til heildarfjárhæð útboðsins er orðin 350 milljónir króna að nafnverði. Sölutímabíl Forkaupsrétthafar: Frá 3. janúar 2001 kl. 9:00 til 12. janúar 2001 kl. 15:00. Almenn sala: Frá 15. janúar 2001 kl. 9:00 til 16. janúar 2001 kl. 16:00. Gengi hlutabréfanna Útboðsgengi hlutabréfanna verður 1,00 bæði til forkaupsrétthafa og í almennri sölu. Sala og umsjón með skráníngu Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík. Skráning Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá á Vaxtarlista þau hlutabréf sem seld verða í útboðinu, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt að útboði loknu. Skráningar er vænst í febrúar 2001. Útboðs- og skráningarlýsingu vegna ofangreindra hlutabrófa má nálgast hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum og á vefsíðu bankans, www.frjalsi.is. Samvinnuferðir Landsýn Frjálsi fjárfestingarbankinn I Sóltúni 26 j Sími 540 5000 j Fax 540 5001 j www.frjalsi.is I FRJÁLSI Húsasmiðjan tekur yf ir hluta af rekstri Árvíkur • UM NÆSTU áramóttekurHúsa- smiðjan við sölu og þjónustu á vörum byggingavörusviðs Árvíkur. í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að vörubirgðir og viðskiptasambönd færist yfirtil Húsasmiðjunnarfrá og meö 1. janúar og að samfara því muni Árvík loka vörulager sínum í Ár- múlanum. Árvík mun halda áfram starfsemi þrátt fyrir þessar breytingar og mun sinna sölu á efnavörum, öryggis- og afgreiöslukerfum fyrir bókasöfn og heildsöludreifingu á vörum til flugu- veiði. í febrúarverða skrifstofur Ar- víkurfluttaríeigið húsnæði lyrirtæk- isins við Garðatorg 3 í Garðabæ en öll símanúmer Árvíkur verða óbreytt. Húsasmiðjan tekurvið öðrum viö- skiptasamböndum Árvíkur og munu öll Ijós o.fl. færastyfirtil ískraft en klæðningarogyfirborðsefni, log- suðutæki og vörumeðhöndlunartæki verða hjá H.G. Guðjónsson. Verslanir Húsasmiðjunnar munu hins vegar dreifa límum, límböndum, þéttiefn- um, slípi- og skurðarvörum og sér- hæfðum málningarvörum. Við þessa breytingu munu sjö af starfsmönnum Árvíkur iáta af störfum og munu þeir flestir hefja störf hjá Húsasmiðjunni. MP BIO hf. skrád á Vaxtarlista Verðbréfaþings • A-flokkur hlutabréfa MP BIO hf. hefur veriö skráður á Vaxtarlista Verð- bréfaþings íslands og er fjöldi skráðra félaga nú 75 á Aðal- og Vaxtarlista þingsins. Hlutafé MP BIO hf. skiptistítvo flokka, en skráð hlutafé er alls 1.171.908.109 krónur að nafnvirði. Hlutafé f A-flokki er 1.161.908.109 krónur og hlutafé í B-flokki 10.000.000 krónur. A-flokki hluta fylgja 70% heildar- atkvæðisréttarífélaginu, en B-flokki hluta fylgja 30% atkvæðisréttar. Hluthafar MP BI0 hf. eru tæplega 500 talsins. Samkvæmt 3. gr. sam- þykkta MP BIO hf. ertilgangurfélagsins fjárfestingar í lyfja-, líftækni og erföa- tæknifyrirtækjum og eignarhald hluta- bréfa. Auökenni í viðskiptakerfi Verð- bréfaþings er MPBO. Félagið veröur tekið inn í heildarvísitölu Vaxtarlista og vísitölu hlutabréfasjóða ogfjárfesting- arfélaga föstudaginn 5. janúar næst- komandi. Bílabúð Benna með starfsleyfi • I FRÉTT um bílasala í við- skiptablaöi Morgunblaösins 17. des- ember síðastliðinn vantaði eina bíla- sölu í Reykjavík, Bílabúð Benna, sem hefur starfsleyfi en það hafói ekki veriö fært inn á lista iðnaðar- og við- skiptaráöuneytisins yfir leyfishafa. Viðkomandi bílasala hefuróskað eftir því að leiörétting verði birt í Morgunblaðinu og hér með er orðiö við því. Bílabúð Benna ertil húsa á Bíldshöföa 10,112 Reykjavík, og prófhafi er Jón Kr. Stefánsson, og starfsábyrgðartrygging er hjá Sjóvá- Almennum. Slóöin að lista iðnaðar-ogvið- skiptaráðuneytisins yfir bílasala sem hafa starfsleyfi er: Slóöin á bflasala er: http://brunnur.stjr.is/interpro/ ivr/ivr.nsf/pages/upplysingar-bila skra. Hlutafjárútboði Baugs lokið • Hlutafjárútboði Baugs hf. meðal forgangsréttarhafa lauk 22. desemb- er hjá Islandsbanka-FBA. Eigendur 94% hlutafjár í Baugi nýttu forgangs- rétt sinn að fullu og skráðu sig fyrir tæplega 3 milljörðum króna að kaup- verði. I boði var nýtt hlutafé að nafn- veröi 100 milljónir króna sem hlut- höfum gafst kostur á að skrá sig fyrir á genginu 11,6 eða alls 1.160 millj- ónir króna að kaupveröi. Var því um 153% umframeftirspurn að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.