Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 29, DESEMBER 2000 4J
+ Esra Seraja Pét-
ursson fæddist í
Reykjavík 11. sept-
ember 1918. Hann
lést á heimili sínu í
Flórída 1. desember
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hallgrímskirkju 11.
desember.
Nú þegar Esra er
allur vil ég þakka þær
samverustundir sem
ég átti með honum.
Verkefni það sem við
fengumst við saman á
sínum tíma er í raun eitt göfugasta
sem mannsandinn hefur fengist við
frá upphafí vega eða það að bæta
það sem miður fór í æviferlinum og
færa til betri vegar.
Mér finnst Esra hafa náð langt
og hann hefur örugglega hjálpað
mörgum sem ekki fundu til öryggis
í sinni sálu í þeim
verkefnum sem lífið
kallar á að séu leyst,
hvort sem þau eru inn-
an vinnusamfélagsins
eða fjölskyldunnar.
Ég er ekki vafa um
að Esra var brautryðj-
andi á sviði geðlækn-
inga á íslandi, þessu
erfiða sviði sem hefur
verið svo umdeilt en er
sem betur fer viður-
kennt í sífellt rikara
mæli. Á hverjum degi
gerast alvarlegir at-
burðir sem hefði mátt
milda ef þátttakendur í lífinu gerðu
sér grein fyrir mikilvægi hugsana
og tilfinninga fyrir hamingju ein-
staklinga og raunar velferð heilla
þjóða.
En skoðanir brautryðjendanna
eru oft lengi að ná vitund almenn-
ings og jafnvel fræðimanna, þótt
sagan sýni að þeir voru framsýnni
en aðrir. Freud lærifaðir Esra (og
raunar minn líka þó með öðrum
hætti sé) gerði sér grein fyrir því að
gera þyrfti kunnáttu í sálfræði að
almenningseign strax 1925.
Ég hygg að Esra hafi víða þurft
að ganga á móti straumnum og
„kerfið" var ekki innstillt á gildi
hans þjónustu. Sem fyrrverandi
samstarfsmaður hans á þessum
vettvangi veit ég að gildi þessarar
vinnu er ómetanlegt og hún gefur
mörgum tækifæri sem aldrei hefðu
með öðrum hætti skapast í lífinu.
Ég hygg að flestir upplifi það að
efast um eigið framlag til lífsins og
flestum veitist erfitt að skapa lífi
sínu tilgang. Þetta er í raun hlut-
skipti margra hæfileikamanna ekki
síður en þeirra sem minna mega
sín.
Mér finnst Esra hafa lagt sig
mikið fram um að bæta sína kunn-
áttu og miðla henni áfram. Ég er
sannfærður um að margir munu
hugsa hlýlega til hans á þessum
tímamótum. Ég votta aðstandend-
um hans mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Einarsson.
ESRA SERAJA
PÉTURSSON
EMILÍA
SIGURGEIRSDÓTTIR
+ Emilía Sigur-
geirsdóttir fædd-
ist í Uppibæ, Flatey,
Skjáifanda, 30. janú-
ar 1903. Hún lést á
Sjúkrahúsi Húsavík-
ur 15. desember síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Húsavíkurkirkju 21.
desember.
Hverminnmgdýrmæt
perla að liðnum ltfsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af
alhugþakkahér.
Þinn kærleikur í verki var
gjöf sem gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sig.)
Þessar ljóðlínur lýsa
hugsunum mínum,
þegar ég minnist Emil-
íu Sigurgeirsdóttur.
Ég man eftir Emmu
á Hallanda frá því ég
var smástelpa, en ég
kynntist henni ekki vel
fyrr en ég var orðin
fullorðin og komin með
fjölskyldu. Svo vildi til
að ég þurfti skyndilega
að leysa af í veikinda-
forföllum og þurfti að
vinna á öllum tímum
sólarhringsins. Þá kom
Emma okkur til hjálp-
ar og þau voru ófá skiptin sem við
fjölskyldan nutum hennar eftir það.
Þá myndaðist einlæg vinátta sem
aldrei bar skugga á.
Vinátta hennar og tryggð við for-
eldra mína var þeim og okkur öllum
mikils virði.
Við höfum svo oft rætt það hve
einstök hún var. Hún var félagslynd,
glettin og hláturmild, fylgdist af lif-
andi áhuga með líðan og áhugamál-
um annarra, en aldrei vildi hún leiða
athyglina að sjálfri sér.
Hún hafði yndi af söng og var m.a.
stofnfélagi í kirkjukórnum. Hún var
mikil spilakona og sömuleiðis las hún
mikið. Það var mikið frá henni tekið
þegar sjónin dapraðist og hún sá
hvorki á bók né spil og seinna gat að-
eins greint birtu.
Emma varð tæplega 98 ára og er
það hár aldur. Hún hélt andlegri
reisn og minni fram undir lokin.
Hún þráði hvíldina og hlakkaði í
vissu sinni til endurfunda við ástUni
og samferðamenn sem farnir voru á
undan.
Bömin mín og ég þökkum henni af
alhug. Það er gæfa að hafa átt vin-
áttu slíkrar konu.
Aldís Friðriksdóttir.
PALL BJORGVIN
ODDSSON
+ Páll Björgvin
Oddsson fæddist
á Hóli í Hjaltastaða-
þinghá 12. maí 1904.
Hann lést 20. des-
ember siðastliðinn.
Foreldrar Páls voru
Þorgerður Bjarna-
dóttir og Oddur Guð-
mundsson. Þau eign-
uðust sjö börn en
þrjú þeirra komust
til fullorðinsára,
Gísli, Páll og Guð-
rún, og eru þau nú
látin. Páll var tví-
kvæntur og átti fjög-
ur börn.
Útför Páls fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
í dag er til moldar borinn tengda-
faðir minn, Páll B. Oddsson trésmíða-
meistari, Vesturgötu 7, Rvk. Páll ólst
upp á Jökuldalnum þar sem foreldrar
hans voru vinnuhjú. Bamafræðslu
sína fékk hann í farskóla eins og þá
tíðkaðist í sveitum landsins. Hann fór
til Reykjavíkur 1921 að leita að vinnu
og frekari leiða til náms. Árið 1924-25
var hann í Iðnskólanum í Reykjavík
og útskrifaðist sem trésmiður 1928.
Trésmiðameistari varð hann 1941.
Páll var tvígiftur, fyrri kona hans
var Alda Jenný Jónsdóttii', þau
skildu. Páll og Jenný eignuðust tvær
dætur, Oddnýju Þorgerði, f. 1931, hún
á þrjá syni, og Sigrúnu Hönnu, f.
1934, d. 1986, hún eignaðist fjögur
börn, þrjár dætur og einn son. Elsta
dótth Sigrúnar lést 1952, sex mánaða
gömul.
Seinni kona Páls var Margrét
Theódóra Jónsdótth, f.
13.5.1907, d. 13.8.1967,
þau eignuðust tvö böm,
Elínu Guðrúnu, f. 28.5.
1944, húsmóðh í Nor-
egi, hún á fjögur böm,
tvær dætur og tvo syni;
Jón Pálsson 1.3. 1947,
vélvhki, hann á tvö
böm, dóttur og son.
Bamabarnaböm eru
fjögur.
Páll vann við trésmíð-
ar, í fyrstu aðallega við
húsasmíðar og viðgerð-
h, en upp úr 1960 fór
hann að vinna hjá
Khkjugörðum Reykjavíkur við smíð-
• ar á líkkistum og vann þar þangað til
hann hætti vegna aldurs.
Páll æfði íþrótth og sund hjá
íþróttafélaginu Armanni sem ungur
maður. Hann var félagi í KFUM í
meha en hálfa öld og starfaði með
Gideon-félaginu frá stofnun þess. Páll
var félagi í Landsmálafélaginu Verði
til fjölda ára og hafði sínar ákveðnu
skoðanir á landsmálapólitík.
Ég kynntist Páli fyrh tæpum
fimmtíu árum þegar ég kom í heim-
sókn til Páls og Margrétar á heimili
þeirra, sem var á Grandavegi. Ég var
þá nýfarinn að búa með Sigrúnu,
yngri dóttur Páls frá fyrra hjóna-
bandi, en Sigrún ólst upp hjá móður
sinni.
Þau hjónin tóku mikið vel á móti
okkur og áttum við þar yndislega
dagstund. Ái*ið 1955 fluttu þau í nýtt
hús í Háagerði sem þau byggðu og
þar áttu þau heima efth það. Páll
missti konu sína Margréti hinn 13.8.
1967.
Árið 1986, hinn 10.6., deyr Sigrún
Hanna, yngri dótth Páls, og man ég
þegar útför hennar fór fram hinn
16.6. í logni, sól og hita að hann sagði
við mig: Svona var veðrið þegar hún
fæddist hún Sigrún mín. Svo tveim
árum seinna giftist ég eldri dóttur
Páls, Oddnýju Þorgerði, og ekki hafði
Páll neitt á móti þeim ráðahag.
Ég hef haft mikla ánægju af þeim
mikla fróðleik sem Páll hefur sagt
mér frá æsku sinni og sögum og hög-
um fólks, því Páll hafði mikla frásagn-
arhæfileika.
Nú er komið að kveðjustund, ég
þakka þér fyrir góð kynni og ég veit
að handan móðunnar miklu taka
Margrét og aðrii' ástvinh á móti þér.
Ég bið góðan Guð að styrkja börnin
þín, Þorgerði, Elínu og Jón, og aðra
ástvini.
Þinn tengdasonur
Sigurður Rúnar.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fvrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
+
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir, og afi,
RAGNAR KARLSSON,
Smárahlíð 2
Akureyri,
sem lést af slysförum þriðjudaginn 19. desem-
ber, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju á Akur-
eyri miðvikudaginn 3. janúar kl. 14.00.
Ellen Jónasdóttir,
Hulda Sigurjónsdóttir,
Birna Sólveig Ragnarsdóttir, Sæmundur Árnason,
Sandra Sæmundsdóttir,
Hulda Rut Ragnarsdóttir, Guðmundur Þorsteinn Ólafsson,
Guðrún Kristína Ragnarsdóttir, Garðar Ingi Ingvarsson,
Unnar Þór Birgisson,
Jónas Elvar Birgisson,
Eyrún Soffía Birgisdóttir,
Stefán Geir Snorrason,
Ragnar Karl Ólafsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda-
móðir,
DAGNÝ HELGADÓTTIR
frá Kaldárholti,
Dofraborgum 38,
lést á Landspítalanum við Hringbraut á
aðfangadag jóla.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Logi Helgason,
Kristín Þ. Logadóttir,
Helgi Þór Logason, Guðrún Vala Davíðsdóttir.
+
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN I. STEFÁNSSON,
Fáskrúðsfirði,
lést á Landspítalá Fossvogi sunnudaginn 24. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jens Kristjánsson,
Þóra Kristjánsdóttir,
Ingvar Kristjánsson,
Guðfinna Kristjánsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ERLENDUR EYJÓLFSSON
frá Jaðri, Vestmannaeyjum,
Álftamýri 54,
lést fimmtudaginn 28. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Aaberg.
+
Móðir okkar,
AUÐUR ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Bæ, Bæjarsveit,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 26. desember.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Ólafsdóttir,
Þórir Ólafsson.
Kveðjuathöfn um eiginmann minn, föður
okkar, tengdaföður og afa,
SVEIN BJÖRNSSON
bónda
frá Víkingavatni,
verður í Fossvogskirkju í dag, föstudaginn
29. desember og hefst kl. 15.00
Útför hans fer fram frá Garðskirkju í Keldu-
hverfi laugardaginn 6. janúar kl. 14.00.
Jarðsett verður í heimagrafreit á Víkingavatni.
Guðrún Jakobsdóttir,
Ragna Sigrún Sveinsdóttir,
Sólveig A. Sveinsdóttir, Ágúst H. Bjarnason,
Benedikt Ó. Sveinsson, Gerður Ebbadóttir,
Jakob Lárus Sveinsson
og barnabörn.