Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Störfum landafundanefndar forsætisráðherra formlega lokið
V erðmæti Islandskynning-
ar talið vera 4 milljarðar
Morgunblaðið/Kristinn
F.v.: Ómar Benediktsson, Sturla Böðvarsson, Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Sig'urður Helgason.
Áfjórða hundrað
viðburða fór fram á
vegum landafunda-
nefndar á ýmsum stöð-
um í Bandaríkjunum og
Kanada á árinu sem er
að líða og sóttu þá um
300 þúsund manns.
VERÐMÆTI umfjöllunar banda-
rískra og kanadískra fjölmiðla um
Island, Islendinga og víkinga er um
eða yfír fjórir miiljarðar króna á
árinu 2000 að mati þarlendra sér-
fræðinga. Þetta var meðal þess sem
kom fram á blaðamannafundi
landafundanefndar í gær en nefndin
hefur nú lokið störfum og skilað
skýrslu til forsætisráðherra.
A fjórða hundrað viðburða fór
fram á vegum nefndarinnar á yfir
70 stöðum í Bandaríkjunum og
Kanada á árinu og ætla má að um
300 þúsund manns hafi sótt þá. Þar
af heimsóttu um 230 þúsund manns
víkingaskipið íslending í þeim 20
höfnum sem það kom til á Græn-
landi, á Nýfundnalandi, Nova
Scotia og á austurströnd Bandaríkj-
anna. Auk þessa er áætlað að um
100 milljónir hafi séð eða lesið um
eitthvert verkefnanna í fjölmiðlum
vestanhafs.
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, sagði verkefni landafunda-
nefndar hafa tekist vonum framar
og þau markmið sem sett voru í
upphafi starfsins hefðu náðst. „Það
er einnig mat að þeir fjármunir sem
í verkefnið voru settir hafi nýst vel
og skilað sér vel,“ sagði forsætis-
ráðherra og minnti á að meginein-
kenni kynningarverkefna af þessu
tagi væru að langtímaáhrif þeirra
væru töluverð og þó verkefninu
væri formlega lokið væru menn al-
mennt sammála um að skynsamlegt
væri að láta það ekki falla niður að
fullu, „þó við munum ekki standa í
slíkum stórræðum sem gerð hafa
verið á árinu er líklegt að framhald
muni verða á starfinu í einhverjum
mæli.“
Reynsla og þekking sem á eftir
að nýtast vel í framtíðinni
Sigurður Helgason, formaður
landafundanefndar, sagði áhersluna
þegar í starfsbyrjun hafa verið
setta á valdar borgir í vesturheimi
sem væru Islendingum mikilvægar
vegna menningartengsla, stjórn-
málatengsla, þjóðlegra tengsla eða
viðskiptatengsla. Sigurður sagði
nefndina hafa efnt til fjölbreyttra
menningarhátíða í þessum borgum
sem byggðust á þeim verkefnum
sem veittur var styrkur til, tónlist,
leiklist, bókmenntum, myndlist,
sagnaþingum, „að ógleyrndri sigl-
ingu víkingaskipsins íslendings
sem var stærsta einstaka verkefnið
sem styrkt var.“ Sigurður sagðist
mjög ánægður með hvernig til tókst
með framkvæmd verkefnanna og
væri þjóðinni mikill sómi að þeim.
Ekki síst hefðu íslendingar tekið
frumkvæði í því að segja umheim-
inum frá þúsund ára afmæli landa-
fundanna og minnt rækilega á Is-
lendinginn Leif heppna og ferðir
hans í vesturheimi.
„í öðru lagi fólst í þessari aðgerð,
þ.e. að styrkja innlenda aðila til út-
rásar, ákveðinn og jákvæður stuðn-
ingur við menningarstarf á Islandi
jafnframt sem í því fólst kynning á
íslenskri menningu í Bandaríkjun-
um og Kanada. Þar situr eftir
reynsla og þekking hér heima sem
án efa á eftir að nýtast vel í framtíð-
inni.“ Sigurður sagði ekki heldur
mega líta fram hjá þeirri miklu fjöl-
miðlaathygli sem náðist að vekja og
sagði þann áhuga duga til að sann-
færa Islendinga um að sú saga sem
verið var að segja af landafundun-
um og íslenskri menningu væri
stórmerkileg. Sigurður sagði nefnd-
ina einnig hafa lagt áherslu á styrka
fjármálastjórn og að veita fjárveit-
ingarvaldinu stöðugar og miklar
upplýsingar um stöðu verkefna og
fjármála. Nefndin skilar því afgangi
miðað við þær heimildir sem hún
hafði.
Sigling Islendings stór þáttur
í góðum árangri verkefnisins
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, tók næstur til máls og
sagðist sammála formanni landa-
fundanefndar um að vel hefði tekist
til. Það mætti reyndar alltaf um það
deila þegar miklum fjármunum
væri varið til kynningarstarfsemi
og íslendingar hefðu tiltölulega litla
fjármuni í því sambandi, „því skipt-
ir afar miklu máli að skipuleggja þá
fjármuni vel,“ sagði ráðherrann og
taldi slíkt hafa tekist vel í framfylgd
verkefnisins og sérstaklega mætti
benda á þann hátt sem hafður var á,
þ.e. að samhæfa vinnu ráðuneyta
við viðskiptalífið og stjórnvöld í öðr-
um löndum sem hafi verið farsælt
og tekist vel. „Það sem skiptir
mestu máli er að það hefur tekist að
samhæfa störf þeirra sem vinna að
verkefninu á vegum ríkisins við þá
sem eru í viðskiptalífinu. Það hefur
líka tekist að samhæfa það við störf
áhugafólks en þar á áhöfn Islend-
ings gífurlega stóran þátt því án
þessarar siglingar hefði verkefnið
ekki getað tekist með þeim hætti
sem raun ber vitni.“ Halldór sagði
starfsfólk utanríkisþjónustunnar
hafa fundið fyrir miklum auknum
áhuga almennings í vesturheimi og
með verkefninu hefði verið lagður
verðmætur grunnur sem fjöldi fólks
ætti eftir að starfa á.
Ein öflugasta landkynning
sem staðið hefur verið fyrir
Á síðasta ári ákvað ríkisstjórn ís-
lands í samvinnu við hagsmunaaðila
vestanhafs að hrinda af stað sam-
ræmdri kynningu á íslandi og ís- \
lenskum fyrirtækjum í Norður-Am- f
eríku. Átakið fékk nafnið Iceland -
Naturally og mun verkefnið standa
yfir í fimm ár. Árlega verður einni
milljón bandaríkjadala, eða tæpum
85 milljónum íslenskra króna, varið
til verkefnisins en megintilgangur
þess er að vekja áhuga á íslandi og
íslenskum vörum, m.a. sjávarafurð-
um, ferðaþjónustu, endurnýjanlegri
orku, hátæknibúnaði og hugbúnaði. j
Sturla Böðvarsson, samgöngu- í
málaráðherra, sagði það ekki fara á j
milli mála að mikill árangur hefði
náðst á þessu fyrsta starfsári og
væri það mat sérfræðinga að hér
væri á ferðinni ein allra öflugasta
landkynning sem staðið hefði verið
fyrir. „Bæði er það á vegum landa-
fundanefndar en starf Iceland Nat-
urally hefur auðvitað skarast inn í
það verkefni. Fyrirtækin sem koma
að þessu samstarfi við utanríkis- i
ráðuneytið og samgönguráðuneytið í
með þessu starfi í Norður-Ameríku j
hefur sannað það að hér var heil-
mikið verk að vinna og það bendir
allt til þess að ferðamönnum hafi
þegar fjölgað," sagði Sturla og
benti á að allir þeir sem að verkefn-
inu stæðu teldu að vinnan væri á
réttri leið. „Við vonum svo sann-
arlega að það takist að nýta þann
tíma og fjármuni sem lagðir hafa
verið í verkefnið, bæði að fjölga j
ferðamönnum hingað til landsins og j
ekki síður að skapa þessum at- j
vinnufyrirtækjum sem eru á mark-
aði í Norður-Ameríku enn betri fót-
festu og möguleika til þess að vinna
að sínum markmiðum."
í byrjun árs 2001 verður blásið til
nýrrar sóknar í kynningu Islands í
Norður-Ameríku og beinist átakið
sérstaklega að austurströnd Banda-
ríkjanna. Meðal annars er stefnt að
því að stórauka auglýsingar í fjöl-
miðlum og efla kynningu á íslensk- .
um matvælum. Liður í þesu er að j
nota samræmt útlit og vörumerki á
öllu kynningarefni og nýta Netið í
auknum mæli til að senda sam-
ræmdan boðskap til markhópa.
Samgönguráðherra skipaði
stjórn verkefnisins og var Ómar
Benediktsson kosinn formaður
stjórnarinnar. Ómar sagði mjög
mikilvægt að íslendingar sæju
sjálfu- um að móta eigin ímynd á er-
lendum mörkuðum og nefndin ynni
markvisst að því að nýta þau tæki-
færi sem landafundanefnd hefði
skapað til að koma verkefnum á
framfæri á markaði sem væri enn
lítt mótaður. Ómar sagði þetta hafa
tekist og árangur kynningarinnar
væri mælanlegur. „Á austurströnd
Bandaríkjanna hefur árangur her-
ferðarinnar mælst 19 milljónir
bandaríkjadala og 40 milljónir þeg-
ar á heildina er litið. Með þessum
tölum er sagan ekki nándar nærri
öll sögð því við eigum eftir að njóta
ávaxta starfsins til margra ára,“
sagði Ómar og ítrekaði að nefndin
ætlaði sér stóra hluti á næstu fjór-
um árum og menn væru ánægðir
með það starf sem þegar væri unnið
og bjartsýnir á framtíðarstarfíð.
Húsfyllir var á rannsóknastefnu
ReykjavíkurAkadenimnnar
Rætt um „heimsku-
haldu og „gáfu-
höfnunarstefnua
HÚSFYLLIR var er Reykjavíkur-
Akademían stóð í gær í fyrsta sinn
fyrir svokallaðri rannsóknastefnu,
þar sem stefnt var saman fólki sem
er að sinna rannsóknum í hug- og
félagsvísindum á fslandi og erlendis.
Nokkrir fulltrúar íslenzks fræða-
samfólags héldu framsögur og tóku
þátt í pallborðsumræðum um for-
sendur fyrir virku fræðasamfélagp á
Islandi og hvernig sporna megi við
hættunni á því sem kallað hefur ver-
ið „spekileki" (eða „brain-drain“ upp
á ensku).
Ræddu pallborðsmenn meðal ann-
ars hugtökin „heimskuhald" og
„gáfuhöfnunarstefnu“ sem einn
frummælenda á rannsóknastefn-
unni, Mikael Karlsson, prófessor í
heimspeki við HÍ, varpaði fram í er-
indi sínu. Sagði Páll Skúlason að
heimskan - eða m.ö.o. þröngsýnin -
væri sú hætta sem hið fámenna ís-
lenzka þjóðféiag stæði frammi fyrir
varðandi uppbyggingu virks fræða-
samfélags hér á landi. Við þessari
hættu væri oft brugðizt með hroka.
Hann fullyrti hins vegar að Háskól-
inn sæktist í langflestum tilvikum
eftir því að fá fólk sem aflað hefði
Morgunblaðið/Kristinn
Vel lá á þátttakendum í pallborðsumræðum á rannsóknastefnunni - í
forgrunni eru Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands, og Páll
Skúlason, rektor Háskóla Islands. Að baki þejrra silja Jón Torfi Jón-
asson, forseti félagsvísindadeildar HÍ, Jón Ólafsson, forstöðumaður
Hugvísindastofnunar, og Jón Karl Helgason, sem stýrði umræðunum.
sér sérþekkingar erlendis til starfa
hér heima.
Ólafur Proppé tefldi fram í þess-
ari umræðu hugtakinu „hlöðukálfa-
kerfí“, sem einnig væri nothæft til
að lýsa þeirri hættu sem oft væri vís-
að til með líkingu við heimaalninga,
þ.e. að fólk sem fer utan til lang-
skólanáms og kemur aftur heim eigi
á brattann að sækja í samanburði við
fólk sem heldur sig heima allan sinn
námsferil og heldur þannig betri
tengslum við þá sem ráða í stöður
hér á landi. Við þennan vanda átti
Mikael Karlsson einnig er hann sló
fram orðinu „gáfuhöfnunarstefna".
Úrelt vandamál?
Einn fundargesta hélt því fram,
að þetta vandamál væri hröðum
skrefum að verða í raun úrelt, þar
sem þróunin væri sú að fólk stundaði
sitt langskólanám í bland hér heima
og við erlenda skóla; áhrif hnattvæð-
ingarinnar stuðluðu einnig að því að
þetta tvennt, sem áður voru skýrt
aðskildir valkostir - að afla sér há-
skólamenntunar erlendis annars
vegar og hér heima hins vegar -
rynni saman í eitt.