Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heilbrigðisráðherra segir að nefnd verði falið að semja
frumvarp um tryggingabætur
F.kki greitt fyrr en ný
lög hafa verið sett
ir
•.s,’&rAUMD-
Rólegan æsing ljúfurinn, þú ert nú ekki í henni Ameríku. Við gefum
nú bara skít í svona meðmæli hér.
Ök bíl í heimildarleysi
undir áhrifum áfengis
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt átján ára pilt í
tveggja ára skilorðsbundið fangelsi
og greiðslu 60 þúsund króna sektar í
ríkissjóð vegna nytjastuldar, þjófnað-
ar og umferðarlagabrots. Þá var hann
einnig sviptur ökurétti í eitt ár og gert
að greiða sakarkostnað.
Pilturinn var ákærður fyrir að hafa
í október síðastliðnum í þjófnaðar-
skyni farið inn í tvær bifreiðar við
Lyngholt og Stórholt á Akureyri. Úr
annarri þeirra stal hann geislaspil-
ai-aframhlið og derhúfu og gerði til-
raun til að stela spilaranum. Þá ók
hann bifreið í heimildarleysi og undir
áhrifum áfengis frá Stórholti og að
Óseyri þar sem hann stökk út úr bif-
reiðinni á ferð en hún hélt stjómlaus
áfram ferð sinni þar til hún rakst utan
í þrjár bifreiðar áður en hún stöðv-
aðist.
Viðurkenndi hann sakargiftir fyrir
dómi. Maðurinn hefur ekki áður sætt
refsingu. Með hliðsjón af ungum
aldri, skýlausri játningu og þvi að
hann hefur þegar greitt skaðabætur
þótti rétt að fresta fullnustu 45 daga
fangelsisvistar sem hann var dæmdur
til og hún skilorðsbundin til tveggja
ára. Pilturinn hefur áður unnið sér til
sviptingar ökuréttar og þótt því rétt
að svipta hann ökurétti nú til eins árs.
Lýðræði - hugsjón og veruleiki
í dag föstudaginn 29. desember kl. 14-17 í Norræna húsinu
Málfundaröð Samfylkingarinnar um lýðræðið - 1. fundur
1. Ávarp - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.
2. Að búa til flokk - hugmyndir um lýðræði.
Bryndís Hlöðversdóttir þingkona, Samfylkingarinnar, kynnir hugmyndir að stefnumótun flokksins í
lýðræðismálum.
3. Kollsteypa Kohls - reynslan frá Þýskalandi.
Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur, kynnir þýsk lög um fjármál stjórnmálaflokka og fer yfir
söguleg endalok Helmuts Kohl. Eru fjármál íslenskra stjórnmálaflokka á hættulegri braut?
4. Réttur til þátttöku í stjórnmálastarfsemi og opinberri umræðu - opinberir starfsmenn og
starfsmenn einkafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði.
5. Stjórnfesta - á hún erindi við íslensk stjórnmál?
Dagur B. Eggertsson, læknir, fjallar um starfsaðferðir í íslenskum stjórnmálum og
stjómfestuhugmyndir.
Kl. 15.00-16.00: Umræður undir stjórn Kristrúnar Heimisdóttur.
Fundarstjóri: Ása Richardsdóttir.
Að loknum málfundi verður árið kvatt með léttum veitingum.
Allir velkomnir
Samfylkingin
Nánari upplýsingar um málfundaröðina á samfylking.is
Dagur B. Rósa Eiríkur
Eggertsson Erlingsdóttir Tómasson
Össur
Skarphéðinsson
Kristrún
Heimisdóttir
Bryndís
Hlöðversdóttir
Ása
Richardsdóttir
Fjölskyldan saman á tímamótum
Foreldrar eru
fyrirmyndir
Hildur Björg Hafstein
JOLMARGIR sem
sinna vímuvömum
senda nú lands-
mönnum hvatningu um að
fjölskyldan fagni áramót-
unum saman. Hildur
Björg Hafstein fer fyrir
vinnuhóp þeirra aðila sem
að þessu standa. Hún var
spurð hver væri tilgang-
urinn með þessari hvatn-
ingu?
„Fyrir síðustu áramót
urðu þeir sem vinna með
unglingum og að málefn-
um þeirra varir við mikla
„partístemmningu“ og
margir af þeim sem vinna
að vímuvörnum tóku sam-
an höndum og stóðu að
hvatningarherferð þar
sem fjölskyldan var hvött
til að vera saman á ára-
mótunum. Unglingar sem njóta
ekki athygli og aðhalds fjölskyld-
unnar eiga á hættu að lenda í alls
kyns hremmingum og vandræð-
um, sérstaklega ef þeir eru undir
áhrifum áfengis. Foreldrar hafa
breytt ýmsu til betri vegar, t.d.
hvað varðar útivistartíma, ferðir
unglinga á útihátíðar um versl-
unarmannahelgar og þegar eru
lok samræmdra prófa. Gamlárs-
kvöld getur verið hættulegt ung-
lingum á sama hátt og íyrrnefnd-
ir viðburðir. Þess vegna erum við
að hvetja fjölskylduna til að gera
þetta að ánægjulegu kvöldi sem
gaman verður að minnast."
- Hverjir standa að þessari
hvatningu?
„Áfengis- og vímuvamaráð og
ísland án eiturlyfja, Götusmiðj-
an, Iþrótta- og tómstundaráð,
Félagsþjónustan í Reykjavík,
Samfok, Heimili og skóli,
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum,
Lögreglan í Reykjavík, Vímulaus
æska, Rauðakrosshúsið, sam-
starfsnefnd Reykjavíkur um af-
brota- og fíkniefnavarnir. Einnig
styrkja þetta Akureyrarbær, ísa-
fjörður, Samskip og Islandspóst-
ur. Þetta er því samstarf fjöl-
margra aðila.“
- Hefur ekki áður verið efnt til
svona hvatninga?
„Þetta eru önnur áramótin
sem við gerum þetta svona, en
þetta eru í raun sams konar
skilaboð og við höfum verið að
senda fólki við önnur tímamót
t.d. 17. júní og fleiri viðburði. Það
eru ýmsir aðrir sem senda frá
sér varnarorð og hvatningu um
áramótin, svo sem Árvekni og
Umferðarráð. Það sem þeir eru
að gera og við fer mjög vel sam-
an. Það að fjölskyldan fagni sam-
an áramótunum, fari varlega með
skotelda, einkum ef áfengi hefur
verið haft um hönd, og að minn-
ast þess að akstur og áfengi fer
ekki saman. Allt hjálpar þetta til
við að gera kvöldið sem gleðirík-
ast og ánægjulegast og afstýrir
slysum.“
-Hvernig var þessari hvatn-
ingu tekið í fyrra af almenningi?
„Þessu var mjög vel tekið og
það var mikið hringt til okkar til
þess að láta vita vel
hefði gengið og þakk-
að fyrir hvatninguna.
Við sendum þá póst-
kort inn á hvert heim-
ili og það gerum við
líka í ár. A kortinu
hvetjum við fjölskyld-
una til að vera saman
um áramótin og áréttum við for-
eldra að kaupa ekki áfengi fyrir
börn og unglinga, leyfa ekki for-
eldralaus partí og minnum á að
foreldrar séu bestir í forvörnum
- samtaka, ákveðnir og elskuleg-
ir.“
-Eru einhvers staðar opnar
► Hildur Björg Hafstein fæddist
í Reykjavík 6. október 1966. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Sund 1986 og BA-
prófi í félagsfræði frá Háskóla
Islands og prófí uppeldis- og
kennslufræði frá sama skóla.
Hún hefur starfað við kennslu en
er nú verkefnisstjóri hjá Áfengis-
og vímuvarnarráði og hjá Islandi
án eiturlyfja. Hildur er gift Stef-
áni Mikaelsson flugumferðar-
stjóra og eiga þau tvær dætur.
félagsmiðstöðvar fyrir unglinga á
gamlárskvöld?
„Nei, það veit ég ekki til að sé.
Hér í Reykjavík eru félagsmið-
stöðvar lokaðar fyrir unglinga.
Foreldraröltið sem víða hefur
gefist vel liggur niðri þetta kvöld,
enda er þetta kvöld þar sem fjöl-
skyldan hefur samkvæmt gamalli
hefð notað til að koma saman og
gleðjast. Þetta er eitt af hátíð-
arkvöldum fjölskyldunnar."
- Er börnum og unglingum bú-
in sérstök hætta um áramótin?
„Þetta er nótt sem hefur yfir
sér ákveðinn ævintýraljóma og
það eru margir á ferli. Þó að við
treystum börnum okkar og vitum
um ferðir þein-a þá vitum við lít-
ið um hverjir aðrir eru á ferð.
Reynslan sýnir að það hafa oft
orðið slys og ýmsir eiga nötur-
legar minningar frá þessu kvöldi.
Líkur á ánægjulegu ævintýri
sem gaman verður að minnast
aukast mjög ef fjölskyldan býr til
sitt nýársævintýri saman. For-
eldrar hafa sýnt í verki að þeir
hafa getað hjálpað börnum og
unglingum til að minnka drykkju
á t.d. verslunarmannahelgum
enda sýna rannsóknir að dregið
hefur úr ölvunardrykkju ung-
linga á síðustu árum. Fyrir
nokkrum árum var gerð rann-
sókn sem sýndi að íslenskir ung-
lingar lentu mun oftar í vand-
ræðum vegna ölvunar en
jafnaldrar þeirra annars staðar í
Evrópu. Það er ánægjulegt ef
tekist hefur að breyta þessu.“
-En hvað um foreldra, eiga
þeir þá líka að láta áfengi vera
þetta kvöld?
„Foreldrar ættu að
hafa í huga að þeir eru
fyrirmyndir barna
sinna og það eru þeir
sem kenna þeim
hvernig fagna beri há-
tíðum.“
-Hefur verið mikið
um slysfarir á garnl-
árskvöld undanfarin ár?
„Það er alltaf eitthvað um slys
og í ílestum tilvikum er áfengi
með í spilinu. Sl. áramót nutu
margar fjölskyldur þess að gleðj-
ast saman og fá ungmenni voru
ein á ferð. Við skulum gera enn
betur þessi áramót.
Foreldrar
bestir í
forvörnum -
samtaka,
ákveðnir,
elskulegir