Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 20

Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ er að hætta rekstri Blómabúðar Inpbjargar Johnsen eftir að hafa staðið í fímmtíu og ein jól við búðarborðið og selt gjafavörur og skreytingar sem hún gerir enn og hafa veitt svo mörgum Eyjamönnum ánægju í gegnum árin, er henni efst í huga þakk- læti til Vestmannaeyinga sem alla tíð hafa verslað reglulega við hana og verið tryggir við- skiptavinir. Þarna fer glataður maður! Ingibjörg kann frá mörgu skemmtilegu að segja sem gerst hefur í rekstrinum á löngum ferli en eftirminnilegastar eru þó orðasennur eiginmanns hennar, Bjarnhéðins heitins Elíassonar, við væntanlega brúðguma sem oft komu á heimili þeirra að sækja brúðarvendi. Bjarnhéðinn, sem þekktur var fyrir að nefna hlutina réttum nöfnum, kvaddi brúðgumana alltaf með þeim orð- um að þarna færi glataður mað- ur. Ingibjörg lætur nú af rekstr- inum vegna heilsubrests, hún varð fyrir alvarlegu slysi fyrir rúmu ári og hefur ekki náð sér af þeim meiðslum sem hún varð fyrir. En andinn er sá sami, Ingi- björg er stálminnug, síung og alltaf stutt í grín og glens hjá henni. Ingibjörg Johnsen hefur selt jólaskreytingar í Eyjum í 51 ár Hættir verslun eftir þessi jól Vestmannaeyjum - Það var árið 1922 að foreldrar Ingibjargar Johnsen, Árni Johnsen og Mar- grét Jónsdóttir Johnsen hófu rekstur blóma- og gjafavöruversl- unar í Dagsbrún í Vestmanna- eyjum, ásamt því að vera síðar umboðsmenn Happdrættis Há- skóla íslands. Þá var Árni frum- kvöðull í rekstri gróðurhúsa en á árunum upp úr 1940 reisti hann tvö 30 metra gróðurhús í landi Suðurgarðs í Vestmannaeyjum. Árni ræktaði þar m.a. vínber, tómata og ekki síst rósir sem Ingibjörg segir að hafi alltaf ver- ið mjög fallegar hjá föður sínum, stórar og miklar. Rekstur gróð- urhúsa í Vestmannaeyjum varð ekki langlífur þar sem kyndi- kostnaður var allt of hár og lagð- ist því af. Ingibjörg var ekki nema 14 ára þegar hún fór á sitt fyrsta blóma- skreytinganámskeið með móður sinni Margréti, en það var hjá Blómum og ávöxtum í Reykjavík _ og kennarinn var Gerða Höjdal. í þá daga var kennt að búa til blóm því þau voru ekki einu sinni til, blómin voru gerð úr krep- pappír og var honum dýft í heitt vax til að mynda blöðin. Siðan eru liðin 64 ár og námskeiðin orðin fjöldamörg og Ingibjörg er enn að. Alla tíð frá þessu fyrsta námskeiði hefur Ingibjörg John- sen komið með einum eða öðrum hætti að flestum kirkjulegum at- höfnum í Vestmannaeyjum allt fram á þennan dag. Til fjölda ára sá Ingibjörg um að skreyta Landakirkju, en hún tók við því starfi af móður sinni og bróður, Sigurgeiri, sem síðar hrapaði til bana. Allan þennan tíma hefur Ingibjörg séð um kistuskreyt- ingar og ýmsar skreytingar við kirkjulegar athafnir. Árið 1949 hóf Ingibjörg sjálf- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ingibjörg Johnsen hættir senn með rekstur blómaverslunar sinnar. stæðan rekstur að Ásnesi, Skóla- vegi 12, á neðri hæð heimilis fjöl skyldu sinnar en þar rak hún verslunina allt til ársins 1973 að hún flutti sig nokkru eftir eld- gosið á Heimaey niður á Bárustíg þar sem áður var Verslun Björns Guðmundssonar. Nú þegar hún Salurinn í Langaholti var þétt setinn. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Menningarkvöld í Snæfellsbæ Hellnum - Á vetrarsólstöðum var haldið menningarkvöld í Gistihúsinu Langaholti á Görðum í Staðarsveit. Til menningarkvöldsins var boðið öll- um íbúum í sunnanverðum Snæ- fellsbæ en tilefnið var að kynna efni sem annaðhvort er samið eða gefíð út af heimamönnum nú fyrir jólin. Vel var mætt og eins og oft vill verða til sveita var fátt um bamapíur og því bömin bara tekin með. Kristján Þórðarson, bóndi á Öl- keldu, var kynnir kvöldsins og bauð fyrst velkomna Guðrúnu Bergmann sem ásamt eiginmanni sínum rekur útgáfufyrirtækið Leiðarljós frá Hellnum. Guðrún las upp úr bókinni Fyrirgefningin, heimsins fremsti heilari eftir bama- og fullorðinsgeð- lækninn Gerald Jampolski og kynnti bókina Rétt matreiðsla fyrir þinn blóðflokk eftir dr. Peter D’Adamo en þessar tvær bækur komu út á vegum Leiðarljóss nú fyrir jólin. Ein bók til viðbótar var kynnt á þessu menningarkvöldi en það var bókin Veröld stríð og vikumám undir Jökli eftir Kristin Kristjánsson frá Bárðarbúð á Hellnum. Kristinn for- fallaðist vegna veikinda en nágranni hans, Guðríður Hannesdóttir, las upp úr bókinni og sýndu gestir menning- arkvöldsins mikinn áhuga á efninu, enda hefur hún að geyma merkar heimildir af svæðinu undir Jökli. Fjölbreyttur söngur Óperasöngkonan Veronica Oster- hammer frá Brimilsvöllum í norðan- verðum Snæfellsbæ söng Ó helga nótt við gítarandirleik Ólínu Gunn- laugsdóttur, auk þess sem Veronica söng nokkur önnur jólalög án undir- leiks. Söngvaskáldið Ólína kynnti síð- an nýja geisladiskinn sinn sem heitir einfaldlega Ólína með því að syngja nokkur lög af honum og naut við það aðstoðar frá eiginmanni sínum, Kristni Einarssyni, sem lék undir með henni og söng bakrödd ásamt Guðjóni Jóhannessyni, bónda í Syðri- Knarrartungu. í einu laginu lék Þor- kell Símonarson á Görðum undir með henni á kjálkahörpu. Húsráðendur í Langaholti buðu upp á kaffi og kökur og var það mál manna að þetta menningarkvöld hefði tekist með eindæmum vel og væri ánægjulegt innlegg í félagslíf sveitarinnar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Kapella systranna á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi er mjög fallega skreytt um jólin. Það er því mjög hátíðlegt að koma í jólamessu til þeirra. Á milli systur Mairjam, systur Runee, systur Lovisu og systur Petru má sjá skreytingu sem sýnir jólabarnið í jötunni í Betlehem. Friðsöm jól í fallegu veðri í Stykkishólmi Stykkishólmi - Jólahald í Stykkis- hólmi fór fram á hefðbundinn hátt. Veðrið var einstaklega gott alla jóla- dagana. Það var hægviðri, bjart og dálítið frost. Sólin sést ekki í Stykk- ishólmi nokkra daga í kringum vetr- arsólhvörfin. Þá nær hún ekki að komast upp fyrir Snæfellsnesfjall- garðinn, en um áramótin fer hún að sjást aftur og minnir á að daginn er farið að lengja skref fyrir skref. Hólmarar höfðu góð tækifæri til að sækja messur, því hér starfa þrír kristnir söfnuðir. Messað var í Stykkishólmskirkju kl. 18 á aðfanga- dag og svo á annan jóladag. Há- messa var í kapellu St. Franciskus- systra á miðnætti. Var fullsetin kapellan hjá systranum við miðnæt- urmessuna. Það er siður hjá Hólm- uram að fjölmenna í þá messu og fagna með þeim jólunum. Þar mættu einnig Pólverjar sem hér stunda vinnu og vora sungin tvö pólsk jóla- lög. Að messu lokinni buðu systum- ar kirkjugestum upp á kakó og smá- kökur. Kapella systranna er mjög hlýleg og á jólum er hún fallega skreytt. Skógræktarfélag Stykkishólms gaf systranum þrjú stór jólatré og var eitt þeirra um 6 metrar á hæð og náði alveg til lofts. Systurnar vora mjög þakklátar fyrir gjöfina. Þar sem vegir era greiðfærir sem á sumardegi lögðu margir leið sína í Hólminn til að halda jólin þar með ættingjum og vinum. Óh'na Gunnlaugsddttir söngvaskáld. Bjuggu til aðventu- kransa úr trölladeigi Borgamesí - Á síðasta degi fyrir jólafrí voru börnin í 5. bekk Grunnskóla Borgarness önnum kafin við að búa til aðventukr- ansa úr trölladeigi. Kennarar, foreldrar og gangaverðir voru einnig virkjaðir í að hnoða, flétta og skreyta kransana, sem voru að lokum bakaðir í endanlegt form. Einbeitingin og áhuginn leyndi sér ekki hjá unga fólkinu og hinir fullorðnu drógu hvergi af sér. Myndin sýnir nemendur 5. bekkj- Morgunblaðið/Theodór ar Grunnskóla Borgarness hjálp- ast að við lokafrágang á aðventu- kransi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.