Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 70

Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 FÓLK í FRÉTTUM Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir Vitleysingana Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vitleysingarair láta oft eins og algerir vitleysingar. Engin vitleysa Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir um þessar mundir Vitleysingana, grá- glettna samfélagsádeilu eftir Olaf Hauk Símon- arson. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við tvo af leikurunum, þau Höllu Margréti Jóhann- esdóttur og Dofra Her- mannsson, yfír ristuðu brauði og kaffí. Morgunblaðið/Ásdís Halla Margrét Jéhannsdóttir og Dofri Hermannsson leika í Vitleysing- unum sem Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir um þessar mundir. VITLEYSINGARNIR er stór- skemmtilegt leikrit - og grafalvar- legt um leið. Ólafur Haukur er glúrinn samfélagsrýnir og hér er neyslu- og lífsgæðakapphlaupið tekið hressilega fyrir og ýmsum samfélagsmeinum sem og almenn- um álitamálum á þessum síðustu og verstu gerð greinargóð skil í kröftugri sýningu. Sagan segir frá sjö manna vinahópi sem saman- stendur af þremur hjónakornum og einni einhleypri. Hópurinn er á hinum viðkvæma fertugsaldri, eru „thirty something" eins og það er kallað í Amríkunni og eru að sinna hinum og þessum hlutverkum sem nútímasamfélagið kallar á, hér er m.a. rithöfundur, sálfræðingur, peningabraskari, alþingismaður og læknir. Pótt þau leitist við að gefa af sér slétta og fellda ímynd svona dags daglega er ekki allt sem sýn- ist þegar gægst er á bak við tjöld- in. Viðtökur á Vitleysingunum hafa verið vonum framar og í kvöld fer fram sérstök jólasýning á leikrit- inu. Boltakast Halla Margrét Jóhannesdóttir og Dofri Hermannsson leika eitt af pörunum ráðvilltu. „Þetta leikrit er að sumu leyti stflað á yngri áhorfendur,“ segir Dofri. „Það fjallar um fólk á okkar aldri og þessa hringavitleysu sem það er statt í.“ Þau segja leikritið hafa verið unnið í nánu samstarfi við höfund- inn. „Upphaflega var það þannig að Hafnarfjarðarleikhúsið var með ákveðna hugmynd," segir Halla. „Síðan mætir Ólafur henni og bolt- inn gengur síðan á milli. En hann kemur náttúrulega alltaf með til- boð um senurnar og þann texta sem...“ Dofri kemur inn í. „Hann mætir með drög að handriti og svo er farið yfir það. Hópurinn og sér- staklega stjórnendur Hafnarfjarð- arleikhússins lögðu línurnar í byrj- un og leikritið mótast í einhverju boltakasti á milli Ólafs Hauks og leikhússins." Þau segja sýninguna hafa gengið mjög vel. „Það er mjög ánægjulegt að nú er að koma í leikhúsið fólk sem er á aldrinum tuttugu og fimm ára til fertugs,“ segir Halla. „Sem sagt fólk sem er á sama aldri og fólkið sem þetta leikrit er að fjalla um. Ég held að þetta fólk spegli sig á svolítið nýjan hátt í leikhúsinu í þessu verki. Ég held að mörg pör og vinahópar séu að koma þarna saman og allir fá sína næringu. AU- ir fá sín skot.“ Dofri kallar Hafnarfjarðarleik- húsið markaðssækið listrænt leik- hús og glottir við tönn. „Það hefur alltaf verið stefna Hafnarfjarðar- leikhússins að vera með listrænt leikhús en það er ekki þar með sagt að það þurfi endilega að vera leiðinlegt. Okkur finnst eðlilega alltaf leiðinlegt að gera leiðinleg stykki. Auðvitað viljum við hafa gaman af þessu og þetta tvennt (markaðurinn og listirnar) getur alveg farið saman.“ Dofri segir það langskemmtileg- ast að gera grín að sjálfum sér en vera ekki sama um leið. „Sumir hafa sagt við mann að þeir hafi veinað af hlátri en síðan hafi komið atriði sem hafi passað við þá sjálfa og þá hafi þeir hugsað: „Þetta var ekki fyndið!“ (hlær).“ Dofri heldur áfram og veltir inntaki leikritsins fyrir sér. „Kveikjan að mörgu í leikritinu liggur m.a. í rabbfundum sem leikhópurinn tók þátt í áður en æfingar hófust. Þar var verið að tala um íbúðirnar sem við erum að kaupa, jeppana sem okkur langar í og það heyrðust setningar eins og „systir mín kom heim á glænýjum bíl beint úr kassanum og borgar bara 17.000 á mánuði“. Allt eftir þessu. Allir okkar jafnaldrar eru í einhverju svona...,“ Halla tekur við. „Já og svo er sagt „Af hverju tekur þú ekki þátt? Þú átt það skil- ið. Við búum í þannig samfélagi að þú átt það skilið að keyra á bíl.“ Dofri bindur enda á þetta. „Allar þessar umræður enduðu svo á setningunni: „Við erum bara vit- leysingar!“ Hvernig grætur leikarinn? Eins og áður segir er undirtónn- inn alvarlegur í leikritinu og tais- vert um harmakvein. Oft veltir maður fyrir sér gráttækni leikar- ans en þorir sjaldnast að spyrja hvernig að sé farið. Ég afréð þó að spyrja í þetta sinnið, enda and- rúmsloftið afslappað, umræðum að verða lokið og þær farnar út um víðan völl fyrir löngu. „Hefurðu lært dans?“ spyr Dofri og blaða- maður minnist danstímanna þegar hann var lítill. „Heldurðu að þú gætir lært dans?“ spyr hann áfram og blaðamaður svarar. „Já, örugg- lega“. „Þetta er ákveðið spor sem þú lærir,“ heldur Dofri áfram. „Það er. mjög erfitt fyrst en svo verður þetta að ákveðinni rútínu á end- anum. Músíkin hjálpar þér í gegn- um þetta og svo ertu byrjaður að kunna þessar hreyfingar í vöku sem og í svefni. Þetta er svipað með grát hjá okkur, þú færð eitt- hvað handrit og þar er í raun upp- skrift að einhverjum tilfinningaleg- um rússíbana. Síðan ferð þú í þennan rússíbana og ræktar með þér þær tilfinningar sem þar er að fmna. Þannig að þetta er bara ákveðið ferli sem fer í gang.“ „Það getur til dæmis verið ein- hver ákveðin líkamleg hreyfing í verkinu sem hefur lykilþýðingu í ákveðnum aðstæðum sem kveikir þá á þessu ferli,“ bætir Halla við að lokum. Ég kveð þessa Vitleysinga með virktum, enda kaffið löngu búið og spólan á upptökutækinu senn líka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.