Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐARMENNING Pagur friðar/ Borgarst.iórinn í Reykjavík hefur helgað 1. janúar árið 2001 friði í tilefni af alþjóðaáratug frið- armenningar og afnáms ofbeldis á börnum. Gunnar Hersveinn kynnti sér hvað íslensk börn og bandarísk hafa áorkað á árinu í þágu friðar. Hvað geta skólabörn gert til að rækta frið í eigin garði? Dagur friðar í Reykj avík • Borgarstjórinn helgar 01/01/01 friðarmenningu og börnum. • Hvernig geta börn breytt heim- inum til betri vegar? BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að helga 1. janúar 2001 friði í tilefni af alþjóðaáratug friðarmenn- ingar og afnáms ofbeldis á bömum (Intemational Decade for a Culture of Peace and Non-Violence for the Children of the World) sem Samein- uðu þjóðimar standa fyrir. „Lagt fram bréf nemenda í 6.E í Melaskóla um dag friðar 1. janúar 2001.“ stend- ur í fundargerð borgarráðs og sam- þykkt af Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, Ingu Jónu Þórðardóttur, Hrannari Bimi Arnarssyni, Júlíusi Vífli Ingvarssyni, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syn og Sigrúnu Magnúsdóttur. Árið 2000 er alþjóðaár friðarmenningar og minntist Reykjavíkurborg þess einn- ig með Degi friðar 1. janúar árið 2000. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri Reykjavíkur lýsti 01/01/01 Dag friðar í kjölfar beiðni frá friðar- bekknum 6.E í Melaskóla. En friðar- bekkir hafa undanfarin tvö ár verið stofnaðir víðsvegar um heiminn undir nafni grasrótarsamtakanna One Day og Millennium Meal sem saman standa að Degi friðar fyrsta dag árs- ins, helst öldina á enda. Sjá www.mill- enniummeal.org/. Bandaríska lög- gjafarþingið t.d. samþykkti núna í desember fyrir tilstuðlan bama 01/01/ 01 sem nýjan frídag á landsvísu. Sam- tökin One Day sem eru á Netinu eiga að vera vettvangur unga fólksins til að láta rödd sína og baráttu heyrast. Böm á Islandi hafa einnig verið dugleg á ári friðarmenningar og af- náms ofbeldis. 19. september, á hefð- Friðarfáni SÞ. bundnum friðardegi Sameinuðu þjóð- anna, stóðu þau fyrir svokallaðri friðarmínútu í grunnskólum landsins. Hugmyndin var að klukkan 12 á há- degi þennan dag læsi kennari lítinn friðartexta og síðan yrði þögn í eina mínútu og friðarbylgja send um heimsbyggðina. Ef til vill verður þessi friðarmínúta að hefð í íslenskum skól- um? Skýrslur og rannsóknir mann- réttindasamtaka eins og Bamaheilla og Amnesty Intemational hafa leitt í ljós að börn em helstu fómarlömbin þegar stríð geisa, líkt og í ljós hefur komið undanfarið í bardögum ísraels- manna og Palenstínumanna. Mál- svarar þessara bama eru núna meðal annars böm í öðmm löndum sem láta sig friðarmál skipta. Friðarbekkir í þúsund samtökum víðsvegar um heiminn hafa á vett- vangi One Day áorkað öðram Degi friðar í sögunni, en hinn fyrri var haldinn í 140 borgum og bæjum í heiminum árið 2000. Sjá http-y/ www.oneday.net/cosponsors.htm. Núna heita þessi böm því að rækta friðinn með sjálfum sér og öðrum og Reuters Böm hvaðanæva í heiminum hafa undanfarin ár stuðlað að því að fyrsti dagur ársins sé Dagur friðar. Böra í Bandaríkjunum eftir að þingið lýsti 01/01/01 Dag friðar. gefa þurfandi að borða og þannig er ætlunin að þessi dagur verði í fram- tíðinni (One Day of peace and shar- ing). Böm í Reykjavík skomðu á önn- ur börn á landinu að stuðla að því að Dagur friðar yrði í hverju byggðar- lagi, en ekki hafa enn borist fréttir af því. En ef til vill tekst íslenskum böm- um að áorka svipað því sem félagar þeirra í Bandaríkjunum gerðu. Bandarísk börn skrifuðu Bill Clinton forseta bréf um Dag friðar og hann sendi það með velþóknun áfram til löggjafaþings landsins. Bömin báðu um dag friðar, samúðarkenndar og örlætis, dag án ofbeldis í Banda- ríkjunum. Bömin fylgdu beiðni sinni eftir og sömdu lag og texta „Peace One Day“ sem þau sungu víða. Loks um miðjan desember samþykkti þingið Dag friðar í Bandaríkjunum 01/01/01 og verða bömin sem unnu af- rekið heiðrað sérstaklega hinn 4. janúar 2001. En það er ekki létt verk í neinu landi að fá nýjan frídag sam- þykktan. Á Islandi er nýársdagur þegar frí- dagur. Kveðjan „Eg óska þér árs og friðar“ á enn betur við ef dagurinn er helgaður friði, og hvetur borgarráð borgarbúa til þess að hugleiða mik- ilvægi friðar og friðarvilja 1 samfélagi manna. Upphaf friðar í heiminum hefst heima hjá sérhverjum einstak- lingi og hveijum sem ber sigurorð á eigin eirðarleysi. Framhugmyndin á alþjóðaáratug friðarmenningar og af- náms ofbeldis er að vinna að friði í eig- in hjarta, á eigin heimili, í eigin bekk, hverfi, borg, bæ eða sveit, landi, álfu og loks heiminum. Áður en einstak- lingur getur leiðbeint öðram verður hann sjálfur að hafa öðlast það sem hann ætlar að kenna. í nemendahópi 6.E í Melaskóla vaknaði sú hugmynd að í hverju sveit- arfélagi á landinu verði a.m.k. einn friðarbekkur sem muni svo hvetja til að 01/01/01, eða fyrsti dagur nýs árs, verði lýstur „Dagur friðar". Hópurinn ritaði í kjölfarið Félagi grannskóla- kennara og Sambandi íslenskra sveit- arfélaga bréf um stuðning. Félögin birtu áskoran þeirra á heimasíðum síðum. Þar stendur m.a. „Þá biðja þeir um að sá (friðar) bekkur skori á sitt sveitarfélag um að lýsa 1. janúar 2001 sem Dag friðar í byggðarlaginu, og minnast þess með einhveijum táknrænum hætti.“ ekkert fyrir brjóstið brenna Samarin virkar fljótt. Drukkiö viö of mikium magasýrum eöa brjóstsviöa, eftir aö hafa neytt of mikils matar, kaffis eöa bjórs. Friðarmínútan í september INOKKRUM grunn- skólum á landinu var friðarins í heim- inum minnst með þögn í eina mi'nútu. Var þetta gert á alþjdðafrið- ardegi Sameinuðu þjóðanna sem er þriðji þriðjudagur sept- embermánaðar. Tillaga var um að haga (friðar)athöfninni á þennan hátt: Klukkan 12 á hádegi (í hverju landi) kunngerir valinn nemandi í bekk eða kennari eftirfarandi: „Við munum núna i nafni Sam- einuðu þjóðanna leggja okkar af mörkum á friðardegi aldamót- anna, með því að sjá fagra veröld í hljóðri minútu; heim friðar og sældar öllum til handa.“ Þegar minútan er liðin munum við segja saman orðin: „Megi friður ríkja á jörðinni." - „Þakka ykk- ur fyrir að rétta hjálparhönd og að vilja reisa heim varanlegs friðar.“ Vonast var til að þessi gjörn- ingur yrði a.m.k. fluttur af ungu fólki í 32 löndum. Sums staðar var einnig fleira uppi á ten- ingnurn eftir að minútan var Iið- in; bjöllum hringt, kveikt á kert- um, sungið eða farið í göngu. Vonast var til hér á landi að sem flest skólabörn á landinu gætu hugleitt frið þessa hljóðu islensku minútu áþriðjudaginn. Einnig er vonast til að þetta verði að hefð í grunnskólum landsins í tilefni af þessum degi SÞ en þennan sama dag er „Hlustum á börnin“-dagurinn sem einnig er á vegum Samein- uðu þjóðanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.