Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Knútur Bruun kattareigandi í Hveragerði barðist gegn katta- og hundabanni með „kjafti og klóm“
Telur að
bannið verði
erfitt í fram-
kvæmd
KNÚTUR Bruun, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks í minnihluta bæjar-
stjórnar Hveragerðis og eigandi
kattarins Hvera, lagðist gegn því að
banna hunda- og kattahald í bæn-
um. í samtali við Morgunblaðið
sagðist hann hafa barist gegn bann-
inu „með kjafti klóm“ líkt og kött-
urinn Hveri hefði gert en ekki haft
erindi sem erfiði. Knútur telur að
reglugerð um bannið verði bæjaryf-
irvöldum erfið í framkvæmd. Setja
hefði mátt einhverjar reglur en
gengið hefði verið of langt í þetta
skiptið.
Eigendur hunda og katta geta
sótt um undanþágur frá banninu
gegn greiðslu leyfisgjalda og að
ákveðnum skilyrðum uppfyllltum.
Meðal skilyrðanna er að hunda- og
kattaeigendur í Hveragerði þurfa
að tryggja dýrin gagnvart tjóni sem
þau kunna að valda. Þá þurfa allir
högnar að vera geltir og læður
gerðar ófrjóar nema að sótt sé um
leyfi fyrir undaneldi.
Hálfdán Kristjánsson, bæjar-
stjóri í Hveragerði, sagði við Morg-
unblaðið að Hveragerði væri ekki
fyrsta sveitarfélagið sem setti álíka
reglur. Þær væru einnig í gildi á
Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði.
Aðspurður um ástæður fyrir bann-
inu sagði Hálfdán að erindi hefði
borist frá nokkrum íbúum þar sem
kvartað var yfir ónæði frá köttum í
ákveðnum hluta bæjarins. Töluðu
íbúarnir um „kattafár", að sögn
Hálfdáns, og kröfðust þeir úrbóta.
Óskuðu íbúarnir eftir viðlíka
reglum um kattahald og gilt hefðu
um hundahald í bænum undanfarin
ár.
„Þegar' menn höfðu farið yfir
málin fannst þeim skynsamlegt að
gera eftirlitsmönnum auðveldara
um vik þannig að hægt væri að
hafa betri stjórn á katta- og hunda-
haldi í bænum. Þetta hefur tekið
nokkurn tíma í meðferð en núna er
þetta orðið að veruleika og fórum
við að vinna eftir nýjum reglum á
nýju ári,“ sagði Hálfdán.
Varðandi tryggingarákvæði í
Morgunblaðið/RAX
Knútur Bruun, lögmaður og bæjarfulltrúi í Hveragerði, ásamt kettinum Hvera sem hann hefur átt í 12 ár.
reglugerðinni sagði bæjarstjórinn
dæmi vera um það í Hveragerði að
kettir hefðu komist inn í hús og
valdið þar tjóni. Hann sagði að
tryggingar á köttum mætti fá hjá
tryggingarfélögunum.
Kanarífuglar
bannaðir næst?
Knútur Bruun sagði að í með-
förum bæjarstjórnar hefði reglu-
gerð um bann við hunda- og katta-
haldi verið löguð til. í upphafi hefði
reglugerðin verið „ennþá öfgafyllri
og vitlausari“ og tryggingarupp-
hæðin mun hærri.
„Mér finnst í raun út í hött
hvernig staðið er að þessu, þó ég sé
reyndar inn á því að mjúkar og
manneskjulegar reglur verði að
gilda um þessa hluti. En þegar á að
fara að tryggja ketti vegna ein-
hvers tjóns sem þeir valda finnst
mér það öfgar og vitleysa. Ég hélt
því fram í mínum málflutningi,
bæði í gamni og alvöru, að nú þyrft-
um við að setja reglugerðir um kan-
arífuglahald í Hveragerði. Þetta er
ansi langt gengið og greiddi ég at-
kvæði gegn banninu af þeim sökum,
einkum að því er varðar kettina. Ég
tel að margir íbúar séu óhressir
með þetta,“ sagði Knútur.
Hann hefur átt köttinn Hvera í
12 ár og sagði Knútur hann vera
orðinn mikinn vin sinn og sinna
gesta á gistiheimilinu Frosti og
funa. Knútur býr í útjaðri Hvera-
gerðis og hann veltir því fyrir sér
hvort bannið nái til hans þar sem í
reglugerðinni standi að bannið nái
til þéttbýlis í Hveragerði.
Breytingar verða gerðar á gestamóttöku Hdtel Sögu á nýju ári
Dansgólfið á Mímisbar hverfur og barinn verður að hótelbar í beinum tengslum við gestamóttökuna. Christian Lundwall hannaði breytingarnar.
Mímisbar breytt í píanóbar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í
breytingar á fyrstu hæð Itadisson
SAS Hótel Sögu. Veitingasalurinn
Skrúður verður stækkaður,
gestamóttakan endurnýjuð og
Mímisbar verður breytt úr dans-
stað í píanóbar og koníaksstofu.
Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri
á Sögu segir að lítið hafi verið
hreyft, við fyrstu hæð hótelsins
frá því það var opnað og því hafi
vcrið kominn tími á andlitslyft-
ingu og að færa húsnæðið í nú-
tímalegra horf.
Skrúður
stækkaður
Veitingastaðurinn Skrúður
verður stækkaður. Segir Hrönn
að morgunverður hótelgesta hafi
verið fluttur þangað niður fyrir
ári og þurfi staðurinn meira
pláss, meðal annars þess vegna.
Óll gestamóttakan verður end-
urnýjuð og þar verða settar upp
innritunareyjar í anda Radisson
SAS. Christian Lundwall innan-
húsarkitekt sem vinnur mikið við
Radisson SAS hótelkeðjuna hann-
aði breytingarnar.
Þá verður Mímisbar lokað í nú-
verandi mynd. I staðinn verður
settur þar upp hótelbar sem verð-
ur í beinum tengslum við gesta-
móttökuna, eins og vinsælt er
víða á hótelum erlendis. Barinn
mun halda nafni sínu og verður
áfram öllum opinn. Segir Hrönn
að komið hafi til greina að breyta
nafninu en það hafi ekki þótt rétt
þar sem nafn Mímisbars hafi ver-
ið svo lengi tengt skemmtana-
menningu þjóðarinnar. Inn af
barnum verður vindla- og koní-
aksstofa þar sem gestir úr Grill-
inu geta sest niður eftir matinn.
Unnið verður að breytingunum
í janúar og febrúar og verður
starfsemi hótelsins á fyrstu hæð-
inni flutt annað á meðan. Skrúð-
ur verður fluttur upp á aðra hæð-
ina og gestamóttakan vcrður í
norðurenda hótelsins.
Mímisbar verður kvaddur
með viðhöfn um helgina
Á sama tíma verður unnið að
innréttingum fyrir heilsuiind
Mecca Spa í kjallara hótelsins,
þar sem nudd- og gufubaðsstofan
er nú. Stefnt er að opnun þeirrar
starfsemi í byrjun mars, um leið
og fyrsta hæðin verður aftur tek-
in í notkun eftir andlitslyft-
inguna.
I tilefni breytinganna verður
glatt á hjalla á Mimisbar um
helgina en það verður í síðasta
skiptið sem þar verður stiginn
dans. Mímisbar hefur um áratuga
skeið verið fastur liður í skemmt-
anamenningu höfuðborgarinnar.
Þar hafa margir hljóðfæraleik-
arar komið fram, t.d. Gunnar Ax-
elsson, sem lék á píanó um árabil,
og Ragnar Bjarnason söngvari,
sem söng á Sögu um áratuga
skeið.
I kvöld og annað kvöld munu
André Backmann og Stefán Jök-
ulsson leika og syngja fyrir gesti.
í frétt frá hótelinu er fólk hvatt
til að mæta á Mímisbar til að
kveðja staðinn.
Hlífog
Hrafnista í
Hafnarfirði
semja
HRAFNISTA í Hafnarfirði og
verkalýðsfélagið Hlíf undirrituðu
nýjan kjarasamning í gær fyrir ófag-
lært starfsfólk sem starfar á Hrafn-
istu. Samningurinn gildir út árið
2003.
Sveinn Skúlason, forstjóri Hrafn-
istu, segir að samningurinn feli í sér
sambærilegar launabreytingar og
samið hafi verið um á Sólvangi og St.
Jósefsspítala fyrr á árinu. Einnig sé
um að ræða hliðstæðan samning og
Efling í Reykjavík gerði við ríkið um
mitt þetta ár. Hann segir að ekki sé
búið að reikna út nákvæmlega hvað
miklar launabreytingar felist í samn-
ingnum á samningstímanum.
Öryrkjabandalagið
Fundur
haldinn
með for-
seta í dag
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Oryrkjabandalags íslands,
ásamt lögmanni þess, hefur
verið boðuð til fundar við for-
seta Islands að Bessastöðum í
dag.
Oryrkjabandalagið fór fram
á þennan fund í fyrradag vegna
nýlegs dóms Hæstaréttar og
viðbragða stjórnvalda við hon-
um. Ætla forsvarsmenn ör-
yrkja að skýra fyrir forsetan-
um sjónarmið sín og gera
honum grein fyrir stöðu mála.