Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN varpsstjóri nefndi nýlega „afþreying- arstöð" í blaðagrein og þótti reyndar leiðarahöfundi Morgunblaðsins nóg um eins og vonandi fleirum. Ný dagskrárstefna, ef stefnu skyldi kalla, hefur einnig sýnt sig í viðmóti og aðferðum gagnvart þýð- endum Sjónvarpsins og verður að segjast að hún virðist helst birtast í algjöru skeytingarleysi gagnvart þeim skyldum sem stx)fnunin hefur við eigendur sína. Málið á sér þann aðdraganda að Ríkisútvarpið hafði árum saman samið við Rithöfunda- sambandið um taxta fyrir sjónvarps- þýðingar eins og aðrar þýðingar, enda má segja að það sé fremur tæknilegur munur en eðlislægur á þýðingu t.d. leikrits íyrir sjónvarp eða útvarp. Ríkisútvarpið sagði síðan upp aðeins einum hluta þessa samn- ings, þeim við sjónvarpsþýðendur, og krafðist lækkunar á töxtum. Líkast til hafði innkaupa- og markaðsdeild verið að festa kaup á „Beðmálum í borginni" og vantaði aur til að borga, en svo undarlega háttar til á Sjón- varpinu að sama deild annast inn- kaup og hefúr umsjón með þýðingum svo að innra fjárhagslegt aðhald er ekkert. Það er í sjálfu sér óvenjulegt að op- inber stofnun nú til dags segi upp samningum með það fyrir augum að lækka laun manna, einkum og sér í lagi útvalins hóps, en verra er að hún geri það með slíkri tvöfeldni sem raun ber vitni. Verst er þó að hún virðist alveg sátt við að draga úr gæð- um sjónvarpsþýðinganna til að ná fram markmiðum sínum. Tvöfeldnin birtist í því að samtímis og forráða- menn Ríkisútvarpsins áttu boðaðan samningafund við Rithöfundasam- bandið gekk yfirþýðandi Sjónvarps- ins á einstaka þýðendur og tjáði þeim að menn yrðu að skrifa undir einstak- lingsbundna verktakasamninga þar sem laun þeirra væru lækkuð og í of- análag skyldu þeir afsala sér höfund- arrétti sínum til þess að sjónvarp allra landsmanna gæti afhent hug- verk þeirra bandarískum kvik- myndadreifendum DVD-diska fyrir minna en ekki neitt. Nokkrir þeirra sem allt sitt áttu undir þessu starfi skrifuðu nauðugir viijugir undir samninga sem í raun staðfesta gervi- verktöku þeirra og hinir hættu. Svona starfsaðferðir teljast varla samboðnar opinberum fyrirtækjum, en það sorglega er að Sjónvarpið er ekki aðeins að leggjast undir ofurvald kvikmyndadreifenda í Hollywood sem eiga enn auðveldara í samkeppn- inni við Evrópu þegar eignir þýðenda eru færðar þeim á silfurfati, heldur gefur út í tilefni af þessum „samn- ingum“ nýjar starfsreglur fyrii- þýð- endur þar sem orðrétt segir: „Verk- efnum skal skila á vönduðu máli sem fellur vel að efninu. Þá skal þýðandi vanda' allan frágang og leitast við að réttritunar- og málvillur séu sem fæstar og beinar villur í þýðingu helst engar.“ Það er nýtt gæðaviðmið í mínum huga að sætta sig við að það séu nokkrar réttritunar- og málvillur í texta Sjónvarpsins, aðeins að þær séu ekki of margar. Aldrei hefði mér heldur dottið í hug að að beinar villur í þýðingu ættu „helst“ að vera engar. Ætli megi ekki með réttu kalla þessa lækkun gæðaviðmiða aímælisgjöf RÚV til landsmanna allra því að þetta segir meira um stefnu stofnun- arinnar í verki en nokkur hátíðar- ræða. Höfundur kennir þýðingar og þýð- ingafræði við HI. frnmnfe VERÐIÐ Toppurinn frá Nokia • Þunnur & léttur aðeins 114 grömm • Wap 1.1 vafri • Innbyggt háhraða mótald með innrauðu tengi. • 500 nafna símaskrá. Geymir nafn, 3 númer, netfang og heimilis- fang! 800 kr. á mánuði í 12 mánuði. Fullt verð símans án áskríftar er 27.999,- Einnig fáanlegur með islensku stýrikerfi á krónur 12.999 í TAL12 og 31.999 án áskriftar. f.r____,~iT TAL12 er 12 mánaða GSM greidsludreifing greidd med kredit- korti. Auk TAL12 útborgunar eru greiddar 800 krónur á mánuði í 12 mánuði. Þannig eru greiddar kr. 17.599,- fyrir Nokia 6210. Hægt er velja mismunandi þjónustuleiðir þar sem greitt er mlsmunandi áskriftargjald. Eintal fyrir kr. 600 á mánuði, Frftal fyrir kr. 500 á mánuði eða Timatal fyrir kr. 590 á mánuði. Greiddar eru krónur 1.999 fyrir slmkort og símanúmer. Skeifunni - 550-4444 • Hafnarfirdi - 550-4020 • Kringlunni - 550-4499 Grafarvogi - 577-7744 • Reykjanesbæ - 421-4040 • Akureyri - 461-5500 • Egilsstödum - 471-3880 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 43 Afgreiðslutímar 29. des 10-21 30. des 10-18 31. des lokað 1. jan lokað 2. jan lokað v/talningar 3. jan 10-18.30 4. jan 10 - 18.30 Kampavínsglös 6 í pakka. 390 kr. pakkinn. Áramótapakki 490 kr. pakkinn. (knöll, hattar, grímur, ýlur) f. fjóra IKEA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.