Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 53
oiffAjaMuoanM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 5$ MINNINGAR er að leiðarlokum viljum við þakka þér af alhug samfylgdina og trygga vináttu öll árin. Megi Guðs friður og ljós umlykja þig og milda þessa erf- iðu og sársaukafullu brottför þína. Einar minn, við vottum þér, Ein- ari Þór, Sólveigu, Þórði, Bergsteini og Margréti svo og öðrum aðstand- endum, okkar dýpstu samúð og biðj- um ykkur Guðs blessunar í ykkar þungu sorg. Himneski faðir, umvef Stínu okk- ar birtu þinni og ljósi í ríki þínu. Með eftirfarandi erindi viljum við kveðja Stínu okkar. Við þökkum samleið á lífsins leið, þar lýsandi stjömur skína og birtan himneska björt og heil hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (V.E.) Sólveig Guðmundsdóttir, Guðrún Norðfjörð og Sigurbjörg Norðfjörð. Er dimma tekur drúpir höfði strá er lifað hefur stormasaman vetur, nú vorið hefur vakið mína þrá á vogaskálar lífs og dauða setur. Er dagsins ljómi lýsir dal og grund geng ég ein - löngu troðna slóð, þögul sest og horfi stutta stund á staðinn þar sem litla stráið stóð. Nú er þar ekkert nema landið kait í lífi mínu myndast þáttaskil, en gjöfin - hún var göfugri en allt er gafstu mér með því að vera til. (Bergþóra Guðmundsdóttir.) Æskuvinkona mín, Kristín Þórð- ardóttir, lést nú rétt fyrir jólin að- eins 59 ára gömul, eftir harða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Var fyrir þó nokkru orðið Ijóst hver myndi hafa sigur í því stríði, en samt sem áður virðist það ætíð koma manni í opna skjöldu þegar kallið kemur, þótt nú sem oft áður hafi dauðinn birst sem líkn frá þraut. Við Stína, eins og hún var ætíð kölluð, áttum saman margar yndis- legar stundir í æsku og lengi fram eftir aldri. Um og uppúr miðri öld- inni voru það forréttindi að alast upp í Vestmannaeyjum og það voru mikil forréttindi að eiga hin áhyggjulausu æskuár með Stínu og vera í kynnum við hennar góða fólk. Sem ungar stelpur fórum við oft saman út í Krók eða á saumafundi í KFUM og K, sem hann Þórður meðhjálpari, pabbi hennar Stínu, starfaði við í fjölda ára. Nú eða farið var austur á sker að veiða murta eða bara að ærslast, því þá þurftu krakkar yf- irleitt að hafa ofan af fyrir sér sjálf- ir. Síðar meir á unglingsárunum voru farnar margar ferðir um landið til að skoða sig um og svo síðar meir til útlanda, að sjálfsögðu í menning- arferðir, þótt ýmis uppátæki fylgdu, sem við áttum aðeins með sjálfum okkur. Síðan æxlaðist svo til að við fórum báðar til vinnu í henni Reykjavík og ekki var fjörið minna þá og þar kynntumst við um svipað leyti eig- inmönnum okkar, sem voru skóla- félagar frá Laugarvatni og þá sem oft áður áttum við saman góðar stundir, sem nú er gott að eiga í sjóði minningana og ylja sér við. Stína mín! Ég þakka þér sam- fylgdina í öll þau góðu ár sem við áttum saman og við Jón vottum Ein- ari og bömum, svo og systkinum þínum, þeim Ingu, Grími og Ellý og fjölskyldum þeirra, okkar dýpstu samúð um leið og við lýsum þeirri staðföstu trú okkar að vel hefur ver- ið tekið á móti þér á áfangastað. Svala Hauksdóttir. Það er svo óraunverulegt að sitja hér á hátíð ljóss og friðar og skrifa kveðjuorð um Stínu mágkonu mæðra okkar. Það er eitthvað sem við héldum að við þyrftum aldrei að gera á þessum tímamótum, þar sem Stína var mikil jólamanneskja og naut sín alltaf svo vel í kringum þessa stærstu hátíð kristninnar. Það er því ekki til þess að létta undir þeirri þungbæru sorg sem fjöl- skylda hennar glímir nú við þegar hinsta kall er komið. Hvern hefði ór- að fyrir því að þessi hrausta mann- eskja yrði hrifin burt frá fjölskyldu sinni á besta aldri á svo skömmum tíma og á eins kvalafullan hátt og raun bar vitni. Stína barðist þó eins og hetja fram á síðasta dag og við héldum lengi í þá von að hún myndi að minnsta kosti lifa fæðingu fyrsta barnabams þeirra hjóna, sem hún beið eftir með eftirvæntingu og gleði í hjarta. Á meðan Stína barðist við hatrömm veikindi sín reyndi hún að undh-búa fæðingu barnabamsins, með því að hekla og prjóna flíkur handa því, enda listakona mikil. Þegar barnið fæðist verður það um- vafið einstöku handbragði föður- ömmu sinnar. Hjá okkur bærast margar ljúfar minningar frá Ósabakka 11, þar sem ávallt var glatt á hjalla, enda bjó þar stór og samheldin fjölskylda. Mikill samgangur var á milli fjölskyldna okkar og em þær því ófáar bernsku- minningar er tengjast henni sem koma upp í huga okkar á þessari miklu sorgarstundu. Stína var með eindæmum skemmtileg manneskja, kærleiks- rík, gestrisin og listræn. Lát hennar er því mikill missir fyrir fjölskyldu okkar en minningin um hana mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Einari, Einari Þór, Möggu, Sólveigu, Þórði, Begga, ömmu og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð um að veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Magnea, Ebba og Brynja. Ég vil minnast Stínu með örfáum orðum. Mér er minnisstætt þegar ég var yngri að þá voru alltaf uppáhalds heimsóknimar mínar til Stínu, fjöl- skyldu hennar á Ósabakka 11 og Týru hundsins þeirra. Þar sem ég er yngstur af okkur frændsystkinum mannsins hennar naut ég óneitanlega góðs af því. Stína tók mér alltaf opnum örmum þegar ég kom í heimsókn og dekraði við mig. Um hver jól fékk ég ætíð marga pakka frá Ösabakka 11 og þar á meðal einn frá Týru. Mér hef- ur aldrei þótt eins vænt um neitt dýr eins og hana Týru og vorum við góð- ir vinir. Með þakklæti í huga kveð ég Stínu með eftirfarandi versi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Einar Gauti. Nú slær ei lengur hjartað heitt, heimsins mynd er orðin breytt. Nú er horfin sjónum sýnin, sú eráðurveittiást. Nú er kalin höndin hlýja, höndin sem að aidrei brást (Amar Einarsson.) Hún Stína, litla systir hennar mömmu, er dáin. Snarpri og erfiðri orrustu við krabbamein er lokið. Þegar við tvö eldri systkinin vorum lítil var Stína unglingur í heimahús- um og oftar en ekki var það hún sem gætti okkar þegar foreldrar okkar fóru út að skemmta sér. Alltaf var þessi elska jafn Ijúf og þolinmóð gagnvart litlu frændsystkinum sín- um. Stína tók í arf dásamlega eig- inleika frá ömmu og afa. Hún var alltaf jafn róleg og blíðlynd eins og afi og frá ömmu fékk hún einstöku launkímnina sem einkennir svo marga úr Sandfellsættinni. Þá var hún frænka okkar einnig mjög list- ræn, teiknaði og málaði gullfallegar myndir. Hún fór á þónokkur mynd- listarnámskeið en sennilega hefði Kristín Karítas orðið þekkt nafn í ís- lenska listaheiminum hefði hún „hellt“ sér út í listnámið. Það fór aldrei mikið fyrir Stínu, en hún hafði sérlega góða nærveru. Hún hafði einhvem veginn róandi áhrif á þá sem voru nálægt henni. Hún hafði sérstaklega dillandi hlátur og hún hló oft. Hún hafði yfirleitt ekki mörg orð um hlutina en þegar hún talaði var hlustað, og hlustað vel. Hún stjórnaði, án þess að vera stjómsöm, átti auðvelt með að gleðjast með glöðum og sýna hryggum áþreifandi samúð. Hún var eins og amma, góð kona. Einari sínum giftist frænka á gamlársdag árið 1967 í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Brúðkaupið er einkum minnisstætt vegna þess að veðurguðirnir sáu til þess að ein- göngu ættingjar og vinir Stínu í Eyj- um gátu mætt. Einar kvæntist án þess að nokkur honum nákominn væri viðstaddur, það gerði samt ósköp lítið til, hann var nefnilega að kvænast henni Stínu. Hjónaband Stínu og Einars var ekki bara gott heldur líka farsælt. Þau eignuðust fjóra „gullmola" sem em, eins og foreldrarnir, notaleg, hlýleg og indæl. Stípa var búin að bíða og vonast lengi efth- að verða amma. Örlögin ollu því að hún kvaddi skömmu áður en fyrsta barnabarnið leit dagsins Ijós. Stínu frænku kveðjum við með söknuði og virðingu og kæru þakk- læti fyrir alla þá alúð og gæsku sem hún sýndi foreldrum okkar þegar heilsa þeirra fór að bila. Einari, börnunum og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur með ósk um að englar Guðs græði sárin og hjálpi þeim að sjá ljósið á ný. Pér kæra senda kveðju með kvöldstjömunni blá. Þau hjörtu sem þér unna en sem era langtþérfrá, þar mætast okkar augu, þó ei oftar sjáumst hér, Guð minn ávallt gæti þín, við gleymum aldreiþér. (Þýð. Árni Arinbj.) Snorri, Jóna og Gylfi. Kær vinkona mín Kristín Þórð- ardóttir er fallin frá löngu fyrir ald- ur fram, eftir erfiða baráttu við ill- vígt krabbamein sem hún greindist með sl. vor. Fram að því var Stína mikil gæfumanneskja. Hún ólst upp í Vestmannaeyjum hjá góðum foreldrum, þeim sæmd- arhjónum Þórði meðhjálpara og Jónu konu hans, ásamt þremur eldri systkinum sínum. Leiðir okkar Stínu lágu fyrst sam- an við störf á Símstöðinni í Vest- mannaeyjum þar sem ríkti sérstak- ur starfsandi, bæði kærleiksríkur og skemmtilegur, það má segja að þar hafi allir staðið saman bæði í sorg og í gleði. Síðar fluttumst við báðar til Reykjavíkur og urðum þá aftur vinnufélagar á símstöðinni þar. Það er vart hægt að hugsa sér betri vinnufélaga en Stínu. Hún var ávallt reiðubúin að hjálpa og verða að liði, auk þess sem hún var einstaklega skemmtileg og gat alltaf séð og bent manni á jákvæðar og skoplegar hlið- ar á tilverunni, sem gátu oft breytt ei’fiðum vinnudegi í skemmtun. Öf- undsýki eða illt umtal átti hún ekki til. Ég veit að hennar er nú sárt saknað á vinnustað. Eftir að Stína fluttist til Reykjavíkur kynntist hún Einari Norðfjörð tæknifræðingi sem varð hennar lífsförunautur og var þeirra samband mjög kærleiksríkt og gæfusamt. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn og fallegt heimili í raðhúsi við Ösabakka. Það er sárara en orð fá lýst að hún skuli nú vera burt kölluð frá þessum ástvinum sínum sem hún elskaði og lifði fyrir, og þráði að fá að vera hjá. Stína hafði marga listræna hæfi- leika, svo sem góða frásagnargáfu og gat þá gjarnan brugðið sér á gamansaman hátt í gervi þeirra sem hún sagði frá. Einnig var henni mjög sýnt um að mála bæði með olíu og vatnslitum, og hafði stundað nám- skeið á því sviði hjá þekktum mál- urum. Við skemmtum okkur oft við þá hugmynd að einhvern tíma fær- um við saman til Vestmannaeyja og settum upp málverkasýningu. Hún skaffaði myndirnar og ég sæi um að hengja þær upp. Ég harma að þessi hugmynd okkar verður ekki að veruleika. Að lokum vil ég þakka minni góðu vinkonu fyrir samfylgdina. Ég mun sakna hennar. Einari, börnum þeirra og öðrum ástvinum hennar votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim og Stínu Guðs blessunar. Stella Sigurðardóttir. SIGURÐUR ÞORBJÖRNSSON + Sigurður Þor- björnsson fæddist að Stafholtsveggjum í Stafholtstungum 20. mars 1912. Ilann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét G. Sigurðardóttir og Þorbjörn Jóhannes- son bóndi. Sigurður átti sex systkini, Sig- ríði, Ólöfu, Þórdísi, Valgerði, Jóhannes og Guðbjörgu. Syst- urnar eru allar látnar en eftir lifir bróðirinn Jóhannes. Einnig ólst upp á heimilinu sem þeirra systir Hulda Ingvarsdóttir, dóttir Sig- ríðar systur hans. Sigurður fluttist með foreldrum sínum í Borgarnes 1928 og átti þar heima til 1945. Hann vann við vegagerð og var sjómaður 1934- 1946 á Eldborgu frá Borgarnesi sem sigldi með fisk öll stríðsárin og komst klakklaust úr öllum þeim ferðum.Árið 1946 ákvað Sig- urður að hætta sjómennsku og réðst til heildsölufyrirtækisins Nathan og Olsen. Vann hann þar sem bflstjóri og síðar verkstjóri í rúm 50 ár. Sigurður kvæntist 7. aprfl 1945 Jónínu Kristínu Kristjáns- dóttur frá Nesi í Grunnavík, f. 13. júlí 1907, d. 2. janúar 1979. Foreldrar hennar voru Krist- ján Jónsson bóndi og kona hans Sólveig Magnúsdóttir. Barn: Halldóra Kristín, f. 24. júní 1947. M.I: Stefán Steingríms- son. Þau skildu. Börn: Ásta Sól- veig, f. 1968 og Sigurjón Már, f. 1979. M.II: Guðmundur Heiðai- Guðjónsson. Dóttir hans og fóst- urdóttir Halldóru Heiðrún Asta, f. 1978. Fóstursonur Jónínu og Sig- urðar er Jón Þór Hjaltason f. 16. september 1953. Kona hans er Ragnhildur Guðjónsdóttir. Börn þeirra eru Hrefna Björk, f. 1972, gift Stefáni Ágústi Magnússyni og eiga þau þrjú börn; Arnar Þór, f. 1981 og Ragnar Þór, f. 1990. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- * höfnin klukkan 13.30. Mitt í svartasta skammdeginu koma blessuð jólin með birtu sína og yl til okkar allra. Að þessi sinni blandaðist jólagleðinni nokkur söknuður í fjölskyldu minni af því að vinur minn og mágur, Sigurður Þorbjörnsson, kvaddi hinstu kveðju hinn 13. desember. Þegar ég hugsa til baka finnst mér að mesta gæfa Jónínu systur minnar hafi verið að eiga samleið í lífinu með þessum öðlingsmanni, sem allt vildi gera henni til ánægju og gleði. Hann gerði sér grein fyrir hversu hún þráði að komast til æskustöðva sinna í eyðibyggð Grunnavíkur og lagði á sig nær ótakmarkað erfiði til að þessi draumur hennar mætti rætast svo oft sem verða mætti. Umhyggja hans og prúðmannlegt viðmót glæddi vináttu margra í hans garð og þá ekki síst barnanna okkar, sem öll voru vinir hans. Sig- urður og Jónína áttu aðeins eina dóttur barna, Halldóru, en auk hennar áttu þau fósturson, Jón Þór Hjaltason, og nutu þau bæði sömu umhyggju og ástúðar á heimilinu. Þar ríkti mikil gestrisni og oft leit- aði þangað fólk sem átti við erf- iðleika að búa. Á meðan ég var við nám í Reykjavík var ég stundum nær daglegur gestur hjá þeim á Rauðarárstígnum og jólaboðin eftir að ég hafði eignast fjölskyldu eru okkur rík í minni. Þó að teljast megi eðlilegt að nær níræður öldungur ljúki þegar minnst varir vegferð sinni vekur ætíð nokkurn söknuð að kveðja góð- an dreng. Samt veit ég með vissu að góðar minningar um Sigurð Þorbjörnsson munu oft og lengi ylja mér í sinni. Sigffús Kristjánsson. I dag kveðjum við fyrrverandi starfsfélaga okkar og heiðursmann, Sigurð Þorbjömsson. Sigurður Wr af störfum hjá Nathan & Olsen hf. í ( desember 1997 eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu í 51 ár. Nær alla starfsævi sína vann hann í vöruhúsi félagsins og gegndi þar ýmsum störfum, svo sem útkeyrslu, tiltekt á pöntunum og umsjón með tjónavör- um. Verkstjóri var hann í tvo ára- tugi. Það er óhætt að segja að menn eins og Sigurður hafi munað tímana tvenna, svo löng var starfsævi hans hjá fyrirtækinu. Hann kunni marg- ar sögur af mönnum og málefnum og var óspar á að miðla til yngri og óreyndari starfsfélaga lýsingum á samverkamönnum í gegnum tíðina. Vinnubrögð breyttust mikið á langri starfsævi og yngri samstarfsmenn áttu oft erfitt með að trúa sögunr Sigga gamla um verklag og erfiði fyrri tíma. Sigurður leit oft inn á gamla vinnustaðnum eftir að hann lét af störfum, þáði kaffisopa og ræddi um daginn og veginn. Við starfsfélagar hans munum sakna þessara heimsókna. Aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Starfsfélagar hjá Nathan & Olsen hf. GUNNARÁGÚST HELGASON + Gunnar Ágúst Helgason fædd- ist á Hamri í Vest- mannaeyjum 22. janúar 1923. Hann lést á Landspitalan- um við Hringbraut 23. nóvember síðast- liðinn og fór útfor hans fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 2. desember. Égsendiþérkæra kveðju, núkominer lífsins nótt. þigumvefjiblessunog bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þósvíðisorgmitthjarta, þásælteraðvitaafþví þúlausertúrveikinda viðjum, þínveröld erbjörtáný. (ÞórunnSig.) Elsku Lóa og fjöl- skylda. Ástarþakkir fyrir alla þá vinsemd og virðingu sem þið hjónin hafið sýnt okkur jafnt á Kanarí sem á Islandi, Guð veri með ykkur. Guðbjörg og Örvar. Handrit afmselis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fyígi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmad^ að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega iínulengd — (ðGf 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.