Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 6,5 —>•- BREF TIL BLAÐSINS 53 ár frá því Palestínu var skipt Frá Guðjóni V. Guðmundssyni: UM ÞESSAR mundir eru 53 ár frá því að framið var eitt af verstu níð- ingsverkunum í sögu mannkynsins, þá ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu á milli aðfluttra gyðinga og hinna arabísku íbúa landsins. Þrátt fyi'ir stöðugan straum gyðinga til landsins þá voru hinir innfæddu mun fleiri eða um 1,4 milljónir á móti 650 þúsund gyðingum. Samt áttu þeir aðfluttu að fá rúman helming landsins og ekki nóg með það, fleiri arabar en gyðingar bjuggu á þeim landsvæð- um er gyðingunum voruætluð. Svona var nú réttlætiskennd hinna háu herra heimsins í þá daga. Margir munu fullyrða að lítið hafí hún skánað. Er nokkur furða að Palestínumennirnir hafí neitað með öllu að fallast á svona óheyrilegt ranglæti. Þarna var í reynd verið að svipta þá sjálfsákvörðunarrétti sínum. Arabaríkin sem þá voru hinn opinberi málsvari Palestínu- mannna töldu sig knúin að beita hervaldi til að koma í veg fyrir þessa óréttmætu ráðstöfun á land- inu. Arabaríkin fóru mjög halloka í stríðinu við gyðingaherinn enda verr vopnum búin, hermennirnir illa þjálfaðir og allt skipulag meira og minna í molum. Þegar samið var um vopnahlé á milli herjanna árið 1949 hafði gyðingaríkið bætt við sig 11% af flatarmáli Palestínu umfram það sem SÞ höfðu fært því á silf- urfati. Árið 1955 réðust gyðingar á Ghazasvæðið, áriðl956 á Egypta- land. Ái-ið 1967 réðust þeir fyr- h-varalaust á nágranna sína og her- tóku allt land Palestínu sem og stór svæði í Sýrlandi. Jórdaníu og Egyptalandi, nokkrum árum síðar réðust þeir inn í Líbanon og her- tóku þar land. Eins og allir vita sem á annað borð fylgjast með því helsta sem er að gerast í heiminum þá berjast Palestínumenn þessa dagana vonlausri baráttu við ofur- efli hernámsliðsins á seinustu land- skikunum sem þeir enn byggja, þarna hefur þetta fólk þraukað seinustu 33 árin og mátt þola linnu- lausar kúgunar- og ofbeldisaðgerð- ir af hálfu ísraelsmanna, það er sprengt í loft upp, skotið á færi barið, til óbóta, fangelsað þar sem það er pyntað skipulega. Hús þess sem og önnur mannvirki þurrkuð út með eldflaugaregni. Útgöngu- bann sett á það tímunum saman, rafmagn tekið af og lokað fyi-ir vatn í tíma og ótíma. Sem sagt allt hugsanlegt gert til þess að kvelja fólkið og niðurlægja og fyrir það eitt að vilja lifa sem frjálsir menn í eigin landi, neita að láta hrekja sig burt og rýma fyrir heiraþjóðinni. Einn af frumkvöðlum ísraelsrikis Ben Gurion skildi þessa afstöðu. Hann sagði eitt sinn sem oftar: Væri ég arabaleiðtogi myndi ég aldrei undirrita samkomulag við ísrael. Það er eðlilegt, við höfum tekið land þeirra. Það hefur verið gyðingahatur, nasistarnir, Hitler, Ausehwitz en var það þeirra sök? Þeir sjá aðeins eitt. Við komum og stálum landi þeirra. Hví skyldu þeir sætta sig við það? Sara Roy, bandarískur gyðingur og starfs- maður Hai-vard-háskóla, sagði meðal annars í blaðagi'ein fyiár nokkrum árum. Sagan hefur gert okkur þann sársaukafulla grikk að þau tíðindi sem voiu mikil og gleði- leg Gyðingum voru stórslys flestum Palestínumönnum. Það er brýnt að menn séu opnir fyrir þessu ólíka mati á sömu tíðindum og skilji það. Allt annað er hreppasjónarmið og sýnir mikla vöntun á umburðar- lyndi. Við getum ekki varðveitt okkar minni með því að afneita minningu Palestínumanna. Um leið og við neituðum að vera áfram fórnarlömb sögunnar gerðum við aðra að fórnarlömbum. Og þegar við neitum að horfast f augu við þetta, þá gerist ekki annað en við verðum fórnarlömb á nýjan leik. Það er smánarblettur á samfélagi þjóðanna að sitja með hendur í skauti, hreyfa hvorki legg né lið þessari þrautpíndu þjóð til hjálpar. Israelsmenn eru nasistar nútímans, sá sem ræður þar för er enginn annar en djöfullinn sjálfur. GUÐJÓN V. GUÐMUNDSSON, Helgalandi 5, Mosfellsbæ. Brattabrekka Frá Ómarí Arasyni: í MORGUNBLAÐINU 21. desem- ber er sagt frá útboði á vegafram- kvæmdum á Bröttubrekku og sagt að í framkvæmdafréttum Vegagerð- arinnar sé lögð áhersla á að nýr veg- ur skuli heita „Vestfjarðavegur um Dalafjall", því það sé „réttara". Er þessi nafnabreyting vegna þess að núverandi vegur liggi ekki lengur um hina gömlu Bröttubrekku. Rétt er að leiðin liggur ekki lengur um hina fornu Bröttubrekku, en það ör- nefni er þó ekki alllangt frá núver- andi vegastæði. Hins vegar er hvergi að fínna örnefnið Dalafjall. Á sumrum áranna 1929 til 1932 var faðir minn, Ari Guðmundsson vega- verkstjóri í Borgamesi, með flokk manna við lagningu þessarar leiðar og var hún þá kölluð „Vesturlands- vegur um Bröttubrekku". Hefur Bröttubrekku-nafnið haldist á þess- ari leið síðan. Brú var byggð á Bjarnadalsá 1930 af Sigfúsi Krist- jánssyni. Leiðin var opnuð til um- ferðar 1932, en árið 1931 fór fyrsti bflhnn yfir og voru í honum Ari Guð- mundsson, Friðrik Þórðarson bfl- stjóri, Guðmundur Björnsson sýslu- maður og Jón „veiðimaður", sennilega Jónsson. Þar sem Bröttu- brekku-nafnið hefur haldist í um það bil 70 ár á þessari leið og á þjóðleið- inni um aldir, finnst mér engin rök mæla með því að búa til nýtt nafn sem aldrei hefur heyrst og á engin örnefni að höfða til. Séu rökin að menn séu á leið í Dalina, mætti með sömu rökum kalla heiðina Borgar- fjall fyrir þá sem eiga leið í Borg- arfjörðinn. Þetta eru að sjálfsögðu engin rök. Er ekki í lagi að gömul ör- nefni fái að halda sér þó þjóðleiðin breytist lítillega? Það hefur áður gerst að leið sé færð en örnefnið lát- ið samt halda sér t.d. leiðin um Kamba og um Bólstaðahlíð. Ef knýj- andi er að breyta nafninu á þessari leið, finnst mér starfsmenn Vega- gerðarinnar menn að meiru ef þeir létu þennan fjallveg heita áfram „Brattabrekka“ þar til rétt nafn finnst, sem byggir á réttum örnefn- um, þar sem leiðin liggur um. Ég ítreka enn að það er ekkert fjall á þessari leið sem heitir „Dalafjall“. Er ekki sanngjarnt að hafa það sem réttara er? ÓMAR ARASON, Stuðlaseli 36, Reykjavík. Er lýðræðið komið úr tísku í Reykjavík? Frá Sigurbirni Halldórssyni: FRAM TIL þessa hefur fulltrúi starfsmanna hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, SVR, jafnan setið fundi stjórnar fyrirtækisins. Nú hafa þau boð verið látin út ganga að stjórn SVR verði lögð niður og málefni strætisvagnanna sett undh' sam- göngunefnd borgarinnar. En þar með er ekki öll sagan sögð því þau skilaboð fylgdu með að inn á fundi samgöngunefndar sé ekki óskað eftir nærveru fulltrúa starfsfólks. Fonnaður samgöngunefndar hef- ur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að eðlilegt sé að þessi háttur verði hafð- ur á enda sé aðkoma starfsmanna að stjórnkerfinu „leifar frá síðustu öld“. Aðkoma starfsmanna að stjómum stofnana byggir á lýðræðislegum hefðum og félagslegum forsendum. Það hljómar óneitanlega undarlega að heyra staðhæft að lýðræðið sé orðið úrelt og félagsleg sjónarmið heyri til liðinni öld. Þetta eru nokkur tíðindi og spurn- ing hvort hið sama verði látið gilda um kennara, sem sæti hafa átt í fræðsluráði, leikskólakennara, sem hafa átt fulltrúa í leikskólaráði og starfsmenn Orkuveitu í stjórn veitu- stofnana. Verða fulltrúar starfs- manna alls staðar hraktir úr stjórn- um stofnana eða mun það einvörðungu eiga við um starfsmenn SVR? Verður það okkar hlutskipti að verða fórnarlömd nýrra stjórnunar- hátta í Reykjavíkurborg? Munu hin- ar starfsstéttirnar enn um sinn halda sínum fulltrúum í stjórnum sem taka stefnumarkandi ákvarðanir sem snérta starfsvettvang þeirra? Ef það er gamaldags og heyrir lið- inni öld að vilja viðhalda lýðræðisleg- um vinnubrögðum þá held ég að við kjósum að vera ögn gamaldags. Að vísu ætla ég að leyfa mér að efast um að lýðræðið verði nokkru sinni úrelt. Það gæti hins vegar hæglega hent stjórnmálamenn, sem neita að virða félagsleg sjónarmið, að úreldast fyrr en varir. SIGURBJÖRN HALLDÓRSON, fyrsti fulltrúi starfsmanna hjá SVR N útímaflugvélar Frá Jóni Karli Ólafssyni: REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR og framtíð hans er nú mjög til um- ræðu og eru greinilega skiptar skoð- anir um framtíð hans. Eins og gengur gætir oft misskilnings í þessari um- ræðu, enda er hér um flókið mál að ræða. Eins og staðan er núna stefnir í, að kosið verði um 4-5 mismunandi kosti, þar sem flugvöllur er byggður á ýmsa vegu á margvíslegum uppíyll- ingum út í sjó, nýjum flugvelli er skellt fyrir utan Hafnarfjörð, eða flugið allt flutt til Keflavíkui’. Það er oft með ólíkindum að heyra rök and- stæðinga flugvallarins og þær hug- myndir sem þeir hafa. Hér er um það flókið mál að ræða, að það er nær ómögulegt fyrir allan almenning að kynna sér málin nægilega vel til að geta í raun valið á milli allra þessai-a kosta. Gott dæmi um þetta er bréf sem sent var til Morgunblaðsins hinn 15. desember með yfirskriftinni „Reykja- rikui'flug\'öllur“. í greininni segir m.a. að menn verði að taka tillit til þess að „nútímaflugvélar" eru mun hentugri til innanlandsflugs en núver- andi Fokker-flugvélar Flugfélags Is- lands, og síðan að þessar svokölluðu nútímaflugvélar þurfi ekki eins lang- ar flugbrautir, vegna bættra stað- setningartækja í flugvélunum! Því er haldið fram að flugbrautir séu nú þeg- ar óþarfar umfram 800 metra og í fyr- Sængurverasettut egjpsknbómuftmeo satinátetó irsjáanlegri ft-amtíð verði þær á milli 400-600 metra langar. Þetta eru af- skaplega áhugaverð vísindi og flest- um þeim sem flugi’ekstur stunda nýj- ar fréttir. Til upplýsinga er rétt að taka fram að Fokker-flugvélar Flug- félags íslands eru með þróaðri skrúfuþotum sem notaðar eru í áætl- unai-flugi í dag. Skrúfuþotur sömu stærðar, sem framleiddar eru í dag, þurfa ekki stvttri brautir. Það eru engar breytingar sjáanlegar á þessu í næstu framtíð. Allar flugvélar sem eru í almennri framleiðslu eru á flest- an hátt sambærilegar við núverandt flugvélaflota, þ.e. fastvængjur en ekld þyrilvængjur. Helsta breytingin í dag er að flugvélar eni að stækka, eins og hugmyndir um nýjar og enn stærri risaþotur sýna. Flugvélar í svipuðum stærðarflokki og Fokker-flugvélar notast nú í vaxandi mæli við þotu- hreyfla í stað skrúfuhreyfla. Þessai’ breytingai- hafa það síst í för með sér að þörf á flugbrautum breytist og í mörgum tilfellum þurfa slíkar flugvél- ar lengri flugbrautir. Þetta dæmi lýsir e.t.v. í hnotskum þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í þessari fyrirhuguðu kosningu þar sem mjög erfitt verður að meta gildi þeirra upplýsinga sem munu flæða yfír allt á næstu mánuðum. “T JÓN KARL ÓLAFSSON, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands. Súrefiiisvörur Karin Herzog V ita-A-Konibi NUDDNAM hefst 10. janúar nk. Kvöld-og helgarnám. Upplýsingar og innritun í síma 897 2350 og 511 1085 virka daga frá kl. 13 — 17. Nuddskóli Guðmundar, Hólmaslóð 4, Reykjavík. Almanak Þjóðvinafélagsins er ekki bara almanak í því er Árbók íslands meö fróðleik um árferði, atvinnuvegi, (þróttir, stjórnmál, mannslát og margt fleira. ■ Fæst í bókabúðum um allt land. Fánlegir eru eldri árgangar, allt frá 1946. Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620 ámmóta/góttnn! Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680. Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 14. FISKBUÐIN HAFBERG Gnoöarvogi 44, sími 588 8686 STÓR HUMAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.