Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ ,34 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 Dýraglens Grettir Ljóska Ferdinand Smáfólk VE5TERPAY U)A5 MY GRAMPAS BIRTI4PAY.. I ASKEP HIM U)MAT THE MOST IMPORTAKT THINé U)A5 THAT HE HA5 LEARNEP IN HI5 LIFE... f WE 5AID,' I VE LEARNEPTHAT EVEN U)HEN PEOPLE ASK ME THAT QUESTION,/ JTHEY AREN'T 60IN6 TO LISTEN ! " Afi minn átti afrnæli í gær.. Ég spurði hann hvað væri það mikilvægasta sem hann hefði lært í lífshlaupi sínu.. Hann sagði, “Ég hef lært að jafnvel þó fðlk spyrji mig þessarar spumingar mun það ekki hlusta!” BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hóflega drukkið vín kann að gleðja mannsins hjarta, segir höfundur, en það á ekkert erindi til barna og unglinga. (Myndin er sviðsett.) Kemur barnið þitt niður með prikinu? Frá Jóhanni Guðna Reynissyni: ÁRAMÓTIN nálgast nú óðum. Á þeim tímamótum eykst neysla áfeng- is til muna og verður almenn. Jafnvel barnungir unglingar fá áfengisglös í hendur. Við hvetjum forráðamenn bama og unglinga til þess að hafa ávallt aðgát í áfengismálum þegar börn og unglingar eru annars vegar, ekki síst yfir hátíðamar. Rannsóknir hafa sýnt að fyrsti áfengissopinn eða fyrsta sígarettan eru gjarnan vísir að harðari vímu- efnaneyslu. Flestir byrja á að fikta við þessi efni enda virðast þau sak- leysisleg fyrst mamma, pabbi, afi eða amma, og aðrir góðir ættingjar og vinir, nota þau alltaf þegar þau eru að koma sér í gott skap! Jafnvel líka á jóíunum og þá ekki síður um áramót- in. Hóflega drukkið vín kann að gleðja mannsins hjarta en það á ekk- ert erindi til barna og unglinga. Eftir þvi sem bamið er yngra þeg- ar það prófar - því meiri er hættan á misnotkun á síðari stigum. Hafnar- fjarðarbær, æskulýðs- og tóm- stundaráð og lögreglan í Hafnarfirði hvetja forráðamenn bama og ung- linga til þess að vera vakandi yfir vel- ferð þeirra öllum stundum. Fátt er verra en að vakna upp við þann vonda draum í timburmönnum fagn- aðarláta eftir áramót eða annað skrall og standa frammi fyrir vanda- málum sem urðu til fyrir andartaks vangá. Látum ekki börnin okkar „koma niður með prikinu" eins og þmmur úr reykmettuðu lofti þegar gleðin er um garð gengin. Verjum áramótum í faðmi fjölskyldunnar og veitum bömum og unglingum sérstaka at- hygli á slíkum tímamótum. Veist þú hvar barnið þitt er á ný- ársnótt? JÓHANN GUÐNI REYNISSON, upplýsingastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. KN var enginn bögubósi Frá Kristjáni Bersa Ólafssyni: Á JÓLADAGSKVÖLD var fluttur í sjónvarpinu þáttur um Klettafjalla- skáldið Stephan G. Stephansson, eitthvert besta skáld á íslenska tungu fyrr og síðar. Þar var með ágætum fjallað um ævi hans og sum- um ljóðum hans líka gerð nokkur skil. En í þessum þætti var farið með vísu eftir annan vesturíslenskan höf- und, KN, og það var því miður gert á þann veg að skáldæm KNs er stefnt í voða, ef ekki verður leiðrétt. Þó mun- ar ekki nema einu orði á því sem rétt er og því sem flutt var - en það eina orð er orðið sem öllu máli skiptir. Vísan sem um er að ræða er birt í kvæðasafni KNs á bls. 136 í útgáfu Richards Becks og Bókfellsútgáf- unnar frá 1945 og er þar á þessa leið: Allterhirtogallterbirt, aldrei hlé á leirburðe, kveður myrkt og stundum stirt Stephán G. í „Kringlunne". Eins og sjá má er þessi vísa ort undir alldýmm bragarhætti, kol- beinslagi nánar tiltekið, og svo sam- annjörvuð af rími að það nálgast að vera afrek að afbaka hana á þann hátt sem gert var í sjónvarpsþætt- inum. En þar var orðið „lát“ sett í staðinn fyrir „hlé“ í annarri hend- ingu vísunnar; og þar með var brag- arhættinum ekki aðeins spillt, oddh- endurímið fellt niður, heldur líka búin til ofstuðlun eða ný stuðlasetn- ing í Ijóðlínunni (aldrei lát á leir- burðe). Þannig hefði KN aldrei ort, svo mikið er víst, og mér finnst að þáttarhöfundurinn og sjónvarpið ættu að sjá sóma sinn í að leiðrétta þetta. Þó að KN hafi kannski ekki verið skáld á borð við Stephán G„ þá var hann samt enginn bögubósi, „og það er í sannleika helvíti hart“ (svo vitnað sé í einhverja þekktustu ljóð- línu KNs) að fá það framan i sig á jóladag í annars ágætum sjónvarps- þætti, að KN hafi ekki kunnað ís- lenskar bragreglur. KRISTJÁN BERSIÓLAFSSON, Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.