Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ ,34 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 Dýraglens Grettir Ljóska Ferdinand Smáfólk VE5TERPAY U)A5 MY GRAMPAS BIRTI4PAY.. I ASKEP HIM U)MAT THE MOST IMPORTAKT THINé U)A5 THAT HE HA5 LEARNEP IN HI5 LIFE... f WE 5AID,' I VE LEARNEPTHAT EVEN U)HEN PEOPLE ASK ME THAT QUESTION,/ JTHEY AREN'T 60IN6 TO LISTEN ! " Afi minn átti afrnæli í gær.. Ég spurði hann hvað væri það mikilvægasta sem hann hefði lært í lífshlaupi sínu.. Hann sagði, “Ég hef lært að jafnvel þó fðlk spyrji mig þessarar spumingar mun það ekki hlusta!” BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hóflega drukkið vín kann að gleðja mannsins hjarta, segir höfundur, en það á ekkert erindi til barna og unglinga. (Myndin er sviðsett.) Kemur barnið þitt niður með prikinu? Frá Jóhanni Guðna Reynissyni: ÁRAMÓTIN nálgast nú óðum. Á þeim tímamótum eykst neysla áfeng- is til muna og verður almenn. Jafnvel barnungir unglingar fá áfengisglös í hendur. Við hvetjum forráðamenn bama og unglinga til þess að hafa ávallt aðgát í áfengismálum þegar börn og unglingar eru annars vegar, ekki síst yfir hátíðamar. Rannsóknir hafa sýnt að fyrsti áfengissopinn eða fyrsta sígarettan eru gjarnan vísir að harðari vímu- efnaneyslu. Flestir byrja á að fikta við þessi efni enda virðast þau sak- leysisleg fyrst mamma, pabbi, afi eða amma, og aðrir góðir ættingjar og vinir, nota þau alltaf þegar þau eru að koma sér í gott skap! Jafnvel líka á jóíunum og þá ekki síður um áramót- in. Hóflega drukkið vín kann að gleðja mannsins hjarta en það á ekk- ert erindi til barna og unglinga. Eftir þvi sem bamið er yngra þeg- ar það prófar - því meiri er hættan á misnotkun á síðari stigum. Hafnar- fjarðarbær, æskulýðs- og tóm- stundaráð og lögreglan í Hafnarfirði hvetja forráðamenn bama og ung- linga til þess að vera vakandi yfir vel- ferð þeirra öllum stundum. Fátt er verra en að vakna upp við þann vonda draum í timburmönnum fagn- aðarláta eftir áramót eða annað skrall og standa frammi fyrir vanda- málum sem urðu til fyrir andartaks vangá. Látum ekki börnin okkar „koma niður með prikinu" eins og þmmur úr reykmettuðu lofti þegar gleðin er um garð gengin. Verjum áramótum í faðmi fjölskyldunnar og veitum bömum og unglingum sérstaka at- hygli á slíkum tímamótum. Veist þú hvar barnið þitt er á ný- ársnótt? JÓHANN GUÐNI REYNISSON, upplýsingastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. KN var enginn bögubósi Frá Kristjáni Bersa Ólafssyni: Á JÓLADAGSKVÖLD var fluttur í sjónvarpinu þáttur um Klettafjalla- skáldið Stephan G. Stephansson, eitthvert besta skáld á íslenska tungu fyrr og síðar. Þar var með ágætum fjallað um ævi hans og sum- um ljóðum hans líka gerð nokkur skil. En í þessum þætti var farið með vísu eftir annan vesturíslenskan höf- und, KN, og það var því miður gert á þann veg að skáldæm KNs er stefnt í voða, ef ekki verður leiðrétt. Þó mun- ar ekki nema einu orði á því sem rétt er og því sem flutt var - en það eina orð er orðið sem öllu máli skiptir. Vísan sem um er að ræða er birt í kvæðasafni KNs á bls. 136 í útgáfu Richards Becks og Bókfellsútgáf- unnar frá 1945 og er þar á þessa leið: Allterhirtogallterbirt, aldrei hlé á leirburðe, kveður myrkt og stundum stirt Stephán G. í „Kringlunne". Eins og sjá má er þessi vísa ort undir alldýmm bragarhætti, kol- beinslagi nánar tiltekið, og svo sam- annjörvuð af rími að það nálgast að vera afrek að afbaka hana á þann hátt sem gert var í sjónvarpsþætt- inum. En þar var orðið „lát“ sett í staðinn fyrir „hlé“ í annarri hend- ingu vísunnar; og þar með var brag- arhættinum ekki aðeins spillt, oddh- endurímið fellt niður, heldur líka búin til ofstuðlun eða ný stuðlasetn- ing í Ijóðlínunni (aldrei lát á leir- burðe). Þannig hefði KN aldrei ort, svo mikið er víst, og mér finnst að þáttarhöfundurinn og sjónvarpið ættu að sjá sóma sinn í að leiðrétta þetta. Þó að KN hafi kannski ekki verið skáld á borð við Stephán G„ þá var hann samt enginn bögubósi, „og það er í sannleika helvíti hart“ (svo vitnað sé í einhverja þekktustu ljóð- línu KNs) að fá það framan i sig á jóladag í annars ágætum sjónvarps- þætti, að KN hafi ekki kunnað ís- lenskar bragreglur. KRISTJÁN BERSIÓLAFSSON, Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.