Morgunblaðið - 29.12.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ
66 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
DAGBÓK
I dag er föstudagur 29. desember,
364. dagur ársins 2000, Tómas-
f messa, Orð dagsins: „Því að þeim,
sem hefur, mun gefíð verða, og frá
þeim, sem eigi hefur, mun tekið
verða, jafnvel það sem hann hefur.“
(Mark. 4,25.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Trinket kemur og fer í
dag. Skógarfoss,
Remöy og Ingar Iver-
sen fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Sofíe Theresa kom í
gær. Stella K. kemur í
dag.
Frímerki. Kristniboðs-
sambandið þiggur með
þökkum alls konar not-
uð frímerki, innlend og
útlend, ný og gömul,
klippt af með spássíu í
kring eða umslagið í
heilu lagi. Utlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM og K, Holtavegi
28, Reykjavík, og hjá
.yjóni Oddgeiri Guð-
mundssyni, Glerárgötu
1, Akureyri.
Áheit. Kaldr-
ananeskirkja á Strönd-
um á 150 ára afmæli á
næsta ári og þarfnast
kirkjan mikilla end-
urbóta. Þeir sem vildu
styrkja þetta málefni
geta lagt inn á reikn.
1105-05-400744.
Mannamót
^Áflagrandi 40. Bingó
klukkan 14. Kirkjustarf
aldraðra, áramótaguðs-
þjónusta í Grafarvogs-
kirkju 3. janúar kl. 14.
Prestur sr. Vigfús Þór
Árnason og sr. Miyako
Þórðarson, prestur
heyrnariausra, sem
mun túlka á táknmáli.
Litli kór Neskirkju
syngur og leiðir al-
mennan söng. Söng-
stjóri og einsöngvari
Inga J. Backman, org-
anisti Reynir Jónasson.
Kaffiveitingar í boði
Grafarvogssóknar eftir
guðþjónustuna. Allir
^velkomnir og takið með
ykkur gesti. Farið frá
Aflagranda kl. 13 laug-
ard./sunnudag.
Árskógar 4. Perlu- og
kortasaumur klukkan 9,
tai-chi leikfími kl. 11.15,
opin smíðastofan kl. 13,
hár- og fótsnyrtistofur
opnar frá kl. 9.
Bólstaðarhlíð 43. Hár-
greiðsla klukkan 8, böð-
un kl. 8.30, handavinna
og fótaaðgerð kl. 9-16,
vefnaður og spilað í sal
kl. 13.
Félagsstarf aldraðra
*Ðalbraut 18-20. Hár-
greiðslustofan opin frá
kl. 9.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Böðun
klukkan 8, hársnyrting
kl. 10, „Opið hús“ kl. 13,
spilað á spil.
-^íjábakki, Fannborg 8.
Málm- og silfursmíði ki.
9.30, gler- og postulíns-
málun kl. 13.
Gullsmári Gullsmára
13. Starfsemi Gullsmára
verður sem hér segir
um jólin. Matarþjón-
ustan er opin eins og
venjuiega í dag, en það
þarf að panta mat fyrir
ki. 10. Fótaaðgerða-
stofan er opin í dag.
Hárgreiðslustofan verð-
ur opin í dag og á morg-
un, 30. desember. Starf-
semi Gullsmára hefst að
nýju þriðjudaginn 2.
janúar 2001. Leikfími
byrjar miðvikudaginn 3.
janúar á venjulegum
tíma. Kynningardagur
verður miðvikudaginn
3. janúar kl. 14-16.
Skráning á námskeið
fer fram á sama tíma.
Fólk er hvatt til að
mæta og koma með til-
lögu um hvað hægt er
að gera i félagsheim-
ilinu. Heitt á könnunni
og heimabakað meðlæti.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Áramótadansleikur
laugardaginn 30. des. kl.
20.30. Caprí Tríó leikur
fyrir dansi. Happdrætti,
ásadans.
Gerðuberg, félagsstarf.
Spilasalur opinn frá há-
degi. Veitingar í fallega
skreyttu kaffihúsi
Gerðubergs. Miðviku-
daginn 3. janúar verður
áramótaguðsþjónusta í
Grafarvogskirkju kl. 14
á vegum ellimálaráðs
Reykj avíkurprófasts-
dæma. Prestur sr. Vig-
fús Þór Árnason og sr.
Miyako Þórðarson sem
túlkar á táknmáli. Litli
kór Neskirkju syngur
og leiðir almennan safn-
aðarsöng undir stjórn
Ingu J. Backman sem
einnig syngur einsöng.
Organisti Reynir Jón-
asson. Kaffiveitingar í
boði Grafarvogssóknar.
Eftir athöfnina verður
ekið um borgina ljósum
prýdda. Mæting í
Gerðubergi kl. 13.15.
Skráning hafín. Mið-
vikudaginn 3. janúar er
bankaþjónsuta kl. 12.30
-13.30 (ATH. breyttur
tími). Allar upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575-7720.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10.30 á laug-
ardögum.
Hraunbær 105. KI. 9-12
baðþjónusta og út-
skurður, kl. 9-17 hár-
greiðsla, kl. 9-12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi og spurt og spjall-
að.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 9-12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi.
Hæðargarður 31. Hár-
greiðsla klukkan 9,
myndlist kl. 9-12, opin
vinnustofa kl. 13,
gönguhópur kl. 9.30,
brids kl. 14.
Norðurbrún 1. Hár-
greiðsla kl. 9, útskurður
kl. 9-12.30, boccia kl. 10.
Vesturgata 7. Fótaað-
gerðir og hárgreiðsla kl.
9, handavinna kl. 9.15,
sungið við flygilinn kl.
13, dansað í aðalsal kl.
14.30 - Sigvaldi.
Áramótaguðsþjónusta
verður í Grafarvogs-
kirkju 3. janúar kl. 14.
Lagt af stað frá Vest-
urgötu kl. 13.15. Prest-
ar sr. Vigfús Þór Árna-
son og sr. Miyako
Þórðarson, prestur
heyrnalausra, túlkar á
táknmáli. Litli kór Nes-
kirkju syngur og leiðir
almennan söng, söng-
stjóri og einsöngvari
Inga J. Backman, org-
anisti Reynir Jónasson.
Kaffiveitingar í boði
Grafarvogssóknar eftir
guðsþjónustuna. Allir
velkomnir og takið með
ykkur gesti.
Vitatorg. Smiðjan og
hárgreiðsla klukkan 9,
bókband og morgun-
stund kl. 9.30, leikfimi
og fótaaðgerð kl. 10,
bingó kl. 13.30.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar vel-
komnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laugardögum.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi fellur niður til
föstudagsins 5. janúar
kl. 10 fyrir hádegi.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félagsheim-
ilinu Leirvogstungu.
Kaffi og meðlæti.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GI, s.
530 3600.
Kvenfélag Óháða safn-
aðarins. Jólatrés-
skemmtunin verður
haldin í Kirkjubæ laug-
ardaginn 30. des. kl. 15.
Minningarkort
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi), 2.
hæð, s. 552-2154. Skrif-
stofan er opin miðvikud,
og föstud. kl. 16-18 en
utan skrifstofutíma er
símsvari. Einnig er
hægt að hringja í síma
861-6880 og 586-1088.
Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
MS-félag íslands. Minn-
ingarkort MS-félagsins
eru afgreidd á Sléttu-
vegi 5, Rvk., í síma 568-
8620 og myndrita s. 568-
8688.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheim-
ersjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 669 1181, fþróttir 569 1156,
ifcnirblöð 5691222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 668 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á raánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Mér varð á
í messunni
í guðsþjónustu, sem ég
þjónaði við í Hallgríms-
kirkju á annan jóladag, var
að venju beðið fyrir þrem-
ur greinum ríkisvaldsins,
það eru í sjálfu sér ekki
fréttir.
Eftir að hafa horft á
þáttinn „Milli himins og
jarðar“ í sjónvarpinu um
kvöldið varð mér ljóst að
mér hafði orðið á í mess-
unni. Mér láðist að biðja
fyrir „fjórða valdinu," þ.e.
fjölmiðlum og þeim sem
þar koma fram, einkum
leikurum og þeim sem
annast svonefnda
skemmtiþætti.
I þessum þætti ræddu
„mæðgurnar" um messu-
ferð (ímyndaða eða raun-
verulega) i Landakots-
kirkju og nafngreindu
þekkta einstaklinga sem
þar áttu að hafa verið með
missmekklegum athuga-
semdum um atferli, útlit
og erindi á staðinn.
Eg verð að játa að mér
fannst þetta mjög óviðeig-
andi og jaðra við rof á frið-
helgi einkalífsins.
Þegar kom að framlagi
„spekinganna" í þættinum,
afhjúpuði þeir fádæma
smekkleysi og virðingar-
leysi fyrir tilefni jólanna
með aulalegri afskræm-
ingu á jólafrásögunni.
Hinn ágæti kór, Schola
cantorum, varð svo að una
því að vandaður flutningur
hans á sígildu tónverki var
kiipptur inn í þáttinn næst
á eftir asnasparkinu.
Ekki virðist stjórnanda
þáttarins hafa verið alveg
rótt ef marka má inn-
gangsspjall Steinunnar
Olínu en þar vænti hún
þess að ekki yrði um nein
helgispjöll að ræða og eng-
inn færi spjaliaður frá
þættinum. Hún hefði betur
íhugað þessi áhyggjuefni
sín betur áður en þáttur-
inn var sendur út.
Nú vil ég biðja lesendur
að berja í bresti þessarar
þjónustu minnar og biðja
fyrir fjölmiðlafólki og um-
sjónarmönnum skemmti-
þátta nú um áramótin, að
það minnist þess að eld-
fimt efni sem farið er gá-
lauslega með getur áður en
varir sprungið í höndum
þess og valdið því sjálfu og
öðrum varanlegum skaða.
Séra Ingólfur
Guðmundsson, fyrrv.
héraðsprestur.
Tapad/fundið
Blátt hjól tapaðist
HJÓLIÐ týndist í Vestur-
bænum nýlega. Hjólið er
blátt drengjahjól af gerð-
inni Trek 220, 24 tommu
dekk, 18 gíra. Er mjög sárt
saknað og fundariaun í
boði. Upplýsingar í síma
551-0563.
Dýrahald
Páfagaukur í óskilum
Grænn páfagaukur fannst
í Kirkjustræti. Þeir sem
kannast við fuglinn geta
haft samband í síma 552-
5503.
Kettlingur
í óskilum
Svartur og hvítur stór
kettlingur er í óskilum í
Fossvogshverfi. Hann er
ólarlaus og ómerktur.
Upplýsingar í síma 553-
3941.
Lobo er enn
týndur
HUNDURINN Lobo sem
týndist eftir bílveltu norð-
an við Geitháls fyrir
nokkrum vikum og lýst
hefur verið eftir undanfar-
ið er ófundinn og sárt
saknað. Lobo hefur sést
allnokkrum sinnum austan
borgarinnar en ekki náðst.
Hann sást síðast nærri
Vatnsendahverfi við
Elliðavatn á annan dag
jóla. Þeir sem kynnu að sjá
til hans eru vinsamlega
beðnir um að rejma að ná
honum eða tilkynna um
ferðir hans í síma 864-5470
eða 860-0215.
Krossgáta
LÁRÉTT:
I erfltt viðureignar, 8
sýnir, 9 dálítið hey, 10 op,
II vera vanur, 13 logið,
15 fljdtt, 18 vegna, 21
bdkstafur, 22 týni, 23
vottar fyrir, 24 spjátr-
ungur.
LÓÐRÉTT;
2 skurðurinn, 3 launa, 4
happdrætti, 5 áreita, 6
má til, 7 rétt, 12 hold, 14
eyða, 15 blýkúla, 16 stétt,
17 veisla, 18 skjdt, 19 höf-
uðs, 20 lélegt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 glens, 4 gulls, 7 nenna, 8 rúðan, 9 pot, 11 iðra,
13 eðla, 14 sakni, 15 haki, 17 raus, 20 urt, 22 fúlan, 23
ruddi, 24 renna, 25 genið.
Ldðrétt: 1 gengi, 2 einar, 3 skap, 4 gort, 5 liðið, 6 sunna,
10 orkar, 12 asi, 13 eir, 15 hafur, 16 kúlan, 18 aldin, 19
stirð, 20 unna, 21 treg.
Víkverji skrifar...
YÍKVERJA hefur borist eftirfar-
andi bréf frá Önnu Huld Ósk-
arsdóttur, framkvæmdastjóra við-
skiptatengsla hjá Tali:
„Víkverji segir hinn 22. des. frá
vinkonu sinni sem er viðskiptavinur
Tals. Vinkonan hafði lent í því að
inneign hennar í Talfrelsi (sem er
fyrirframgreitt símkort) hafði
fyrnzt.
GSM-fyrirtæki um allan heim
hafa sett viðmiðunarreglur varðandi
fyrirframgreidd símkort og taka ís-
lensku farsímafyrirtækin mið af
þeim. Hér á landi er aðalreglan sú að
til að viðskiptavinir geti verið virkir,
þurfa þeir að bæta við inneign sína á
6 mánaða fresti. Sú upphæð getur
verið frá 500 kr. í hvert skipti þannig
að fyrir 1.000 kr. á ári - eða 83 kr. á
mánuði - fæst virkt farsímanúmer,
talhólf og SMS skilaboð.
Til að óvirk símanúmer hrannist
ekki upp hjá farsímafyrirtækjunum,
er miðað við að inneign sé endurnýj-
uð innan 6 mánaða frá því að hún var
síðast endurnýjuð. í tilfelli vinkonu
Víkverja hefur hún einfaldlega ekki
náð að nota inneign sína nema mjög
lítið á 6 mánaða tímabilinu. Ef inn-
eign hennar hefur t.d. verið 2.000 kr.
í upphafi tímabilsins hefur síma-
notkunin ekki verið nema 5-7 mín-
útur á mánuði í þetta hálfa ár. Marg-
víslegar ástæður geta verið fyrir því
að viðskiptavinir geta ekki notfært
sér inneign sína í Talfrelsi að fullu.
Hvet ég alla sem þannig er ástatt
fyrir til að hafa samband við þjón-
ustuver Tals í gjaldfrjálsa símanúm-
erið 1414.
Fyrir þá sem nota frelsisnúmer
mjög lítið er ráðlegast að kaupa litla
inneign hverju sinni, t.d. fyrir 500
eða 1.000 kr. Til að tryggja að eldri
inneign fyrnist ekki er mikilvægt að
bæta við hana á a.m.k. 6 mánaða
fresti. Hjá yfirgnæfandi meirihluta
viðskiptavina er notkunin hins vegar
það mikil að þeir bæta við inneign
sína innan 6 mánaða.“
xxx
VÍKVERJI var fyrirhyggjusam-
ur í framkomu við sjálfan sig
um jólin og vonandi ekki of slæmur
við aðra. Honum hættir reyndar við
að gefa þeim ráð sem þeim finnst
óþörf og jafnvel óþolandi afskipta-
semi. Víkverji dagsins er mjög skyn-
samur, hann fór að ráðum sérfræð-
inganna og gætti þess að kýla ekki
vömbina um of. Þess vegna getur
hann með góðri samvisku hámað í
sig steikina af því meira offorsi um
áramótin og sopið vel. Laun dyggð-
arinnar eru syndin, var einu sinni
sagt.
En Víkverji, sem býr í Hlíðahverf-
inu í Reykjavík, furðaði sig á einu.
Hann hefur upplifað mörg jól en
minnist þess ekki að menn hafi fyrr
„fagnað“ aðfangadagskvöldi með því
að skjóta nokkrum sinnum upp flug-
eldum eins og einhverjir grannar
hans gerðu. Finnst þeim ekki hægt
að fagna án þess að láta í ljós tilfinn-
ingar sínar með hávaða sem er meiri
en svo að hægt sé að leiða hann hjá
sér? Eða var þetta einfaldlega tillits-
leysi og aulafyndni í sínum hvimleið-
ustu myndum? Meirihlutinn þögli er
oft umburðarlyndur og og öll höfum
við rétt á að vera til, hávaðafTklar
sem aðrir. Vandinn er að sumir
þurfa greinilega að vera svo óskap-
lega mikið til og láta fara svo mikið
fyrir sér að við hin verðum að lokum
að flýja út á eyðisker með sama
áframhaldi. Stöku sinnum hljótum
við hin að hafa rétt til að vera laus
við lætin í þeim sem aldrei geta verið
með sjálfum sér í næði. Sem finnst
alltaf að þögn sé ærandi.
Vonandi geta landsmenn samein-
ast um að leyfa aðfangadagskvöldi
að vera stund friðar og kyrrðar.
Varla er það heldur til of mikils
mælst að veitingamenn, sem opna
staðina sína áður en jóladagur er lið-
inn, velti því fyrir sér hvernig lífið í
þessu landi yrði ef allir sýndu hver
öðrum alltaf sama tillitsleysi og þeir
sýna þeim sem vilja fá að njóta
mestu hátíðardaga kristinna manna
í friði fyrir dynjandi tónlist og
ölæðisópum á kránni í grenndinni.
Frelsi til að skemmta sér er ófrelsi
og svívirða ef það er notað til að
traðka á rétti annarra til að vera í
friði. Og veitingamenn hafa nær alla
daga ársins til að reka staðina sína í
friði fyrir þeim sem biðjast einstaka
sinnum vægðar.