Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Auglýsingastofan Ydda ehf, beitir nýstárlegum rannsóknaraðferðum Viðhorfín handan talnanna Morgunblaóiö/Ámi Sæberg MARGARET O’Keeffe, fram- kvæmdastjóri stefnumótunarsviðs al- þjóðlegu auglýsingastofunnar FCB, kom hingað til lands á vegum auglýs- ingastofunnar Yddu og kynnti Mind & Mood-aðferðafræðina. FCB er þriðja elsta auglýsingastofan í heim- inum en hún var stofnuð árið 1873. Hún er nú orðin að stórri alþjóðlegri keðju með skrifstofur í 96 löndum og veltir um 8,9 milljörðum dala eða 767 milljörðum íslenskra króna á árs- grundvelli. FCB er stærsta auglýs- ingastofan í Bandaríkjunum með tæplega 480 milljarða króna veltu. Auglýsingastofan Ydda ehf. var stofn- uð árið 1986 og er hún systurstofa FCB World Wide. Hjá Yddu starfa nú sautján manns og er hún ein af stærstu auglýsingastofum landsins. Leið til þess að nálgast neytandann betur Margaret segir að grunnkjami Mind & Mood-aðferðarinnar sé til- tölulega einfaldur, jafnvel svo að það geti verið blekkjandi. Með Mind & Mood sé reynt að draga fram eiginda- leg (qualitative) viðhorf fólks til vöru eða þjónustu í stað þess að leggja áhersluna á magnlæga eða tölulega þætti eins og helst hefur tíðkast. Hún segir að aðferðin hafi fyrst verið þró- uð í Ástrah'u með það í huga að nálg- ast betur viðhorf neytenda, viðhorf sem ekki komu fram á eins eðlilegan hátt í rannsóknum þar sem áherslan sé á tölulegar upplýsingar og rökræn viðhorf neytenda. „Tilgangurinn með þessari rann- sóknaraðferð er að reyna að skilja eðli markaða, kanna viðhorf neytenda og draga fram í dagsljósið breytingar á neysluþróun sem koma ekki endilega fram í hefðbundnum rannsóknum. Á einfaldaðan hátt má segja að verið sé að reyna að komast nær hinum al- menna neytanda og reyna að skilja hvemig hann hugsai-.“ Hallur A. Baldursson, íram- kvæmdastjóri Yddu, segir að í hefð- bundnum markaðsrannsóknum séu menn gjama látnir skrá niður neyslu sína eða lýsa á formlegan hátt við- horfum sínum til tiltekinnar vöru eða þjónustu. „Með Mind & Mood, sem FCB hefur þróað, beita menn allt öðr- um rannsóknaraðferðum. Þær byggj- ast á óformlegum samskiptum. Myndaðir eru hópar fólks sem yfír- leitt þekkist innbyrðis og rætt við það á óformlegan hátt, heima hjá því, á kránni eða veitingastöðum." Ekki gefið upp hvað er verið að rannsaka Hallur segir að fólkið, sem tekur þátt í rannsókninni, viti ekki hvað sé verið að rannsaka, talað sé almennt um hlutina fyrst en síðan reynt að sveigja umræður að tilteknum efnis- atriðum sem á að skoða sérstaklega. Þetta sé allt gert í þeim tilgangi að fá fram eðlileg og óþvinguð viðbrögð og Haliur Baidursson, framkvæmdastjóri Yddu, og Margaret O’Keeffe frá FCB. viðhorf. Samræðurnar séu síðan ein- faldlega teknar upp á venjulega myndbandsupptökuvél. „Eg get nefíit sem dæmi athyglis- verða könnun sem FCB gerði til þess að kanna viðhorf fólks til tækninýj- unga, s.s. GSM-síma, Netsins, tölvu- pósts, lófatölva o.s.frv. Rætt var við hópa fólks í átta löndum víðs vegar um Evrópu. Rannsóknarfólkið hitti fólk á fömum vegi, heima hjá því eða annars staðar þar sem það er vant að vera. Öfugt við svokallaðar fókus- kannanir er lögð áhersla á að fólkið sem rætt er við þekkist. Þetta geta verið vinahópar eða fjölskyldur og menn spjalla við fólkið í þess rétta eða eðlilega umhverfi. Byijað er að tala almenns eðlis en síðan er reynt að leiða umræðumar inn á ákveðið svið án þess þó að það sé á neinn hátt þvingað. Markmið þessarar rann- sóknar, sem í sjálfu sér var ekki mjög flókin, er að reyna að skfíja betur INNKOLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA f ÞRÓUNARFÉLAGI ÍSLANDS HF Mánudaginn 8. janúar árið 2001 verða hlutabréf í Þróunarfélagi íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf í samræmi við ákvörðun stjórnar Þróunarfélagi íslands hf þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréfa í Þróunarfélagi fslands hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru í tveimur flokkum, auðkennd með J1-J433 og 1-2710 og gefin út á nafn hluthafa. Utgáfúdags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Þróunarfélags íslands hf að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Þróunarfélags íslands hf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík eða ( síma 568-8266. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefúr aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefúr engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfúm félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Þróunarfélags fslands hf. \ Þróunarfélag íslands lif. fc«tane(c Fíwm rrvtatoiwrt PLC. hvaða grunnþættir það eru sem skipta mestu máli og nota niðurstöð- umar til þess að veita þeim fyrirtækj- um sem starfa á tæknimarkaðnum betri ráðgjöf." Viðhorfin mjög svipud á milli landa Hallur segir að um 120 manns á mismunandi aldri í átta löndum hafí tekið þátt í könnuninni en allt hafí þetta verið fólk sem nýti sér þessa tækni. „Rannsókninni var sldpt niður í svæði, Norður-Evrópu, Vestur-Evr- ópu, Mið-Evrópu og Suður-Evrópu, þar sem menn höfðu áhuga á að vita hvort viðhorf manna væru ólík eftir búsetu eða hvort sömu viðhorf og þró- un væri ríkjandi hvar sem menn búa í Evrópu.“ Hallur segir að könnunin hafi leitt í ljós að viðhorf fólks til tækninnar hafi verið mjög lík, alveg burtséð frá hvar fólkið bjó. „Fyrir þremur árum var það nokkuð almennt viðhorf fólks að því stæði nokkur ógn af örri tækniþróun. En í þessari könnun kom á daginn að viðhorfið hefur breyst, fólk ætlast til þess að tæknin sé á valdi sínu og það er tilbúið til þess að bíða eftir réttu lausnunum. Það vill ekki vera fómarlömb tækninýjunga eða láta þær stjóma lífí sínu. Það vill stjóma sjálft og ákveða hvað hentar og hvað ekki. Þetta táknar að fólk er ekki eins ginnkeypt fyrir nýjungum og það gætir meiri kauptregðu, oft vegna þess að fólk býst við að hin nýja tækni verði orðin úrelt innan skamms tíma. Fólk er einfaldlega frekar tilbú- ið til þess að doka við en áður. Breyt- ingamar em orðnar svo að segja stöð- ugar en það er greinilegt að fólk hefur hreinlega ekki tíma til þess að melta þetta allt saman. Fólk kennir tækninni um þann aukna hraða sem einkennir orðið líf manna, allt er skipulagt m.a. fyrir tilstuðlan tækn- innar, sem einnig eykur afköstin en gerir líf fólks einnig firrtara þannig að mönnum hættir til að brenna út fyrr en ella.“ Mikill munur á konum og körlum Hallur segir að verulegur munur hafi reynst vera á viðhorfum kvenna og karla til tækninnar. Afstaða kynjanna að þessu leyti er ekki ósvip- uð og til bfla; karlmenn líti oft á tæknina og tæknibúnað sem stöðu- legt eða félagslegt tákn en konur leggi hins vegar fyrst og fremst áherslu á hagnýtt gildi búnaðarins. „Þá virðast karlar frekar sökkva sér ofan í öll smáatriði tæknibúnaðar eða tæknigræja en konumar vilja hins vegar einfaldlega láta hlutinn þjóna sér. Konumar lesa leiðbeiningar til þess að fá gmnninn en karlar lesa ekki leiðbeiningar fyrr en í lengstu lög og fara strax að fikta. Þá má og nefna að sjálft útlit tæknibúnaðarins skiptir konumar miklu máli, þær falla frekar fyrir fallegri hönnun og flottu útliti enda þótt þær noti hlutinn á mjög hagnýtan hátt. Þá má nefna að þær líta til dæmis á farsíma sem ör- yggistæki og í því sambandi vekur það athygli að á þetta hefur lítil áhersla verið lögð í auglýsingum." Aðspurður segir Hallur að Ydda ætli sér að nota Mind & Mood-að- ferðafræðina hér á landi með aðstoð frá FCB. „Við höfum ákveðið að skoða fjármálamarkaðinn nánar og nota þá Mind & Mood-aðferðafræð- ina. Það er mikið að gerast á fjármála- markaðnum og spennandi að rann- saka hann nánar. Það verður ábyggilega fróðlegt að sjá hvað kem- ur út úr þeirri rannsókn." OM hefur enn áhuga á LSE Ósló. Morgunblaðið FORSVARSMENN OM Gmppen í Svíþjóð hafa enn áhuga á að gera til- boð í Kauphöllina í London (LSE), að sögn Per Larsson, aðalforstjóra fyr- irtækisins. Financial Times hefur eftir Lars- son að OM sé í sambandi við hluthafa LSE sem hann segir óánægða með störf stjómar LSE eftir þau álitamál sem vöknuðu við tilboð OM í ágúst. Aðeins 6,7% hluthafa LSE sam- þykktu síðasta tilboð OM sem lagt var fram í október. Samkvæmt reglum um yfirtökur í Bretlandi má OM ekki leggja fram nýtt tilboð fyrr en ári síð- ar, nema annar aðili bjóði í LSE eða stjóm LSE bjóði OM að gera tilboð. Larsson segir að þótt OM þurfi að bíða þar til seint á næsta ári, gæti til- boð þess þá hlotið samþykki hluthafa LSE. Innan OM sé áhugi fyrir því og vflji til að leggja fram nýtt tilboð. „Tíminn flýgur og það er ekki mikið að gerast hjá LSE. Greint hefur verið frá viðræðum OM og Deutsche Börse í Frankfurt um sameiginlegt tilboð í LSE. Larsson telur samt lfldegast að OM geri sjálfstætt tilboð, þar sem styrka stefnumótun þurfi til að gera breytingar á LSE, nokkuð sem yrði erfitt með fleiri aðilum. Larsson gagnrýnir enn stjóm LSE fyrir skort á stefnumótunarhæfileika og fyrir að hafa aðeins flækt stjómkerfi fyrir- tækisins fremur en hitt. En OM á einnig við vandamál að stríða. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins hefur lækk- að úr 425 sænskum krónum frá í ágúst þegar tilboðið í LSE var lagt frarn og í 218 sænskar krónur í þess- ari viku. Stjóm fyrirtækisins hefur ekki tekist að finna yfirmann Kaup- hallarinnar í Stokkhólmi og netkaup- höllin Jiway, sem OM rekur í sam- starfi við Morgan Stanley Dean Witter, heíúr ekki gengið sem skyldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.