Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Frjáls verslun velur mann ársins 2000 í íslensku atvinnulífí
Olgeir Kristj óns-
son maður ársins
Morgunblaöiö/Ámi Sæberg
OLGEIR Kristjónsson, forstjóri
EJS hf. tók í gær við viðurkenn-
ingu Fijálsrar verslunar sem mað-
ur ársins 2000 í fslensku atvinnu-
lífí. í umsögn dómncfndar kemur
fram að hann hlýtur þennan heið-
ur fyrir einstakan árangur við
stjórnun fyrirtækisins sem er
einkar vel útfærð og skipulögð.
Þetta er í þrettánda sinn sem
Fijáls verslun útnefnir mann árs-
ins í ísiensku atvinnulífi.
„EJS er eina íslenska tölvu- og
hugbúnaðarfyrirtækið sem er með
alþjóðlega gæðavottun á allri
starfsemi sinni og er sú vottun tal-
in verða beittasta vopn fyrirtæk-
isins í sölu á hugbúnaði á næstu
árum, bæði hér á landi sem er-
lendis. EJS er einn helsti útflylj-
andi landsins á upplýsingatækni,
og hefur unnið markvisst að mark-
aðssókn á erlendum mörkuðum
frá árinu 1993 þegar EJS Inter-
national var stofnað. Tekjur af er-
lendum hugbúnaðarverkefnum
fyrirtækisins voru tæplega 500
milljónir króna í fyrra,“ að því er
fram kemur í umsögn dómnefnd-
ar.
I ávarpi Olgeirs við afhendingu
viðurkenningarinnar kom fram að
stór tækifæri við útrás upplýsinga-
tæknifyrirtækja gerast ekki nema
að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum. „Víðtæk hagnýting upplýs-
ingatækninnar er lykilatriðið í
samkeppnishæfni lítillar þjóðar,
hvort sem átt er við atvinnuvegina
eða hið opinbera. Og því mik-
ilvægari sem þjóðin er fámennari.
Slík hagnýting getur ekki átt sér
stað nema fyrir tilstilli innlendra
fyrirtækja hvað sem líður hnatt-
væðingunni. Það verður ekki fyrr
en frammistaða íslensku fyrirtækj-
anna á heimavelli er orðin á
heimsmælikvarða sem þau eiga er-
indi við heiminn. Heillavænleg út-
rás grundvallast á tækniþekkingu
og rekstrarhæfni í fremstu röð. ís-
lensk upplýsingatæknifyrirtæki
eru flest ung að árum og byggja
fæst á gömlum grunni. Heims-
frægðin verður að bíða þar til
uppfylltar hafa verið grundvall-
arkröfur um stærð, þekkingu,
vöruvöndun og arðsemi. Fyrr get-
ur upplýsingatæknin ekki orðið að
íslenskum útflutningsatvinnuvegi.
Á siðustu tveimur árum höfum
við orðið vitni að miklu gengisrisi
Olgeir Kristjónsson, maður ársins 2000 í íslensku atvinnulífi: „Það verður
ekki lyrr en frammistaða íslensku fyrirtækjanna á heimavelli er orðin á
heimsmælikvarða sem þau eiga erindi við heiminn."
tæknihugmynda og nú erum við að
upplifa gengishrun þeirra sömu.
Fjárfestar eru í umvörpum að við-
urkenna fyrir sjálfum sér það sem
þeir reyndar vissu, að gengi hluta-
fjárins miðast við arðscmi fyr-
irtækjanna og það tekur tíma að
byggja upp fyrirtæki jafnvel þótt
viðskiptahugmyndin sé snilldarleg.
Fjármagnið hefur ekki þá þol-
inmæði sem þarf til að byggja upp
ný stórfyrirtæki. Það leitar því
aftur í þau fyrirtæki sem sýnt hafa
af sér rekstrarhæfni og arðsemi.
Það er að segja í gamla farið.
Af þessu mætti draga þá álykt-
un að nýsköpun og nýjar tækni-
hugmyndir eigi sér bestu vaxt-
arskilyrðin innan ráðsettra
fyrirtækja. Hvað sem öllu þessu
líður þá munu framtíðarhorfur
okkar sem þjóðar ráðast að miklu
leyti af því hvernig okkur tekst að
þróa upplýsingatæknifyrirtækin.
Um það má hafa langt mál, ekki
síst þarf að skilgreina og skipu-
leggja þátt stjórnvalda í þeirri
sókn sem framundan er en fram
hjá því geng ég þegjandi að sinni,“
sagði Olgeir.
Hlutabréfasjóðir
Viðskipti í
desember
orðin 600
milljónir
VIÐSKIPTI með bréf í þeim
níu hlutabréfasjóðum sem
veita skattaafslátt hafa numið
alls rúmlega 600 milljónum
króna það sem af er desember
og hafa mest viðskipti verið
með Hlutabréfasjóð Búnaðar-
bankans hvort sem litið er á
fjölda viðskipta eða magn.
I ’Að fréttum Búnaðarbank-
ans Verðbréfa í gær kemur
fram að heildarverðmæti við-
skipta með bréf í sjóðnum
nema 222 milljónum króna í
desember, eða 37% af heild-
arverðmæti allra viðskipta
með bréf í sjóðunum níu. Þá
eru dregin frá kaup íslands-
banka-FBA á rúmlega 20%
hlut í Hlutabréfasjóðnum hf.
sem bankinn stýrir sjálfur.
Alls 1.435 viðskipti
með bréf í sjóðnum
Fjöldi viðskipta með bréf í
Hlutabréfasjóði Búnaðarbank-
ans í mánuðinum er 1.435 en
þar á eftir fylgja Auðlind með
616 viðskipti og íslenski fjár-
sjóðurinn með 546 viðskipti.
Hraðfrystistöð Þórshafnar
Meira tap en
búist var við
STJÓRN Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar hf. sendi í gær frá sér af-
komuviðvörun vegna þess að fyr-
irsjáanlegt er að tap af rekstri
félagsins á árinu verður meira en
áætlanir gerðu ráð fyrir.
í tilkynningu frá stjóminni til
Verðbréfaþings Islands segir að
meginástæður lakari afkomu séu
umtalsvert gengistap vegna veiking-
ar íslensku krónunnar, og hækkun
vaxta auk umtalsverðrar hækkunar
á olíuverði.
Ahyggjuefni ef líftæknivísitalan lækkar mikið í byrjun næsta árs
Um 40% hækkun á þessu ári
EF líftæknivísitalan lækkar mikið
eftir áramótin getur það haft alvar-
legar afleiðingar í för með sér íyrir
deCODE, að sögn Braga Smith, sér-
fræðings í erlendum hlutabréfum
hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum.
Hann segir að ef fjárfestar taki upp á
því að selja hlutabréf í líftæknifyr-
irtækjum, vegna þess að þeir vilji
ekki taka þá miklu áhættu sem felist
í þeirri fjárfestingu, sé hætta á að
vísitalan lækki. Það hafí þá væntan-
lega meiri áhrif til lækkunar á hluta-
bréfagengi í minni líftækn ifyrirtækj -
um. Reynslan sýni að slfkt hafi til að
mynda gerst í sambandi við netfyr-
h-tækin. Fjárfestar hafi selt hlutbréf
í þeim íyrirtækjum vegna þess hve
langt hafí verið í að þau skili hagnaði.
Nákvæmlega sama sé uppi á ten-
ingnum varðandi líftæknina. Mörg
líftæknifyrirtæki muni væntanlega
ekki skila hagnaði fyrr en eftir mörg
ár. Munurinn þarna á sé hins vegar
Ábendingar frá lögreglu
Meðferð skotelda og umgengni
við bálkesti og brennur
Lögreglan vill sérstaklega hvetja alla til að sýna varúð í
umgengni við skotelda, blys og brennur um áramót. Vakin
er athygli á að fylgja ber leiðbeiningum um meðferð
skotelda og virða aldursmörk en óheimilt er að selja
börnum yngri en 12 ára skotelda og í sumum tilvikum
unglingum yngri en 16 árá.
Við brennu og í næsta nágrenni er öll meðferð skotelda
bönnuð, en leyfilegt er að nota stjörnuljós og blys.
Lögreglan óskar landsmönnum öllum gleði, farsældar
og friðar á nýju ári og minnir á að áfengisneysla og
notkun skotelda og blysa fara aldrei saman.
Lögreglan í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.
sá að líftæknifyrirtækm eigi mikla
peninga. Þau geti því starfað áfram í
nokkur ár.
Að sögn Braga er líftæknivísitalan
þrátt fyrir ailt eina vísitalan sem
haldist hefur jákvæð á erlendum
hlutabréfamörkuðum á þessu ári.
Hún sé nú um 40% fyrir ofan það
sem hún var um síðustu áramót. Aðr-
ar vísitölur hafi lækkað mjög mikið,
sérstakla visitöiur í tengslum við
aðrar hátæknigreinar. Hann segir að
einungis 14 líftæknifyrirtæki af um
200, sem séu í Nasdaq-líftæknivísi-
tölunni, séu hins vegar að skila hagn-
aði.
Stærstu fyrirtækin betur sett
ef vísitalan lækkar mikið
„Ef það gerist að líftæknin lækkar
má gera ráð fyrir að minnstu fyrir-
tækin lækki mest,“ segir Bragi. „Þau
eiga oft lengra í að sanna sig. de-
CODE er í þessum hópi. Fyrirtæki
sem eru langt undir einum milljarði
Bandaríkjadala að markaðsvirði telj-
ast lítil í þesshm geira en markaðs-
virði deCODE er nú um hálfur millj-
arður dala. Stærstu fyrirtækin koma
yfirleitt best út þegar miklar lækk-
anir eiga sér stað á markaði. Þau eru
alla jafna mjög dreifð innan þess
sviðs sem þau starfa á. Hægt er að
flokka líftæknina í þrjá til fjóra geira
og þau fyrirtæki sem snerta þá flesta
eigá meiri möguleika en hin. Tekju-
möguleikar þeirra og tekjumyndun
er þá dreifðari. deCODE fær hins
vegar tekjur að mestu leyti frá ein-
um stað. deCODE er einnig nýtt fyr-
irtæki og er því veikara en þau sem
hafa verið lengi á markaði. Þau hafa
haft lengri tíma til að sanna sig. Þess
vegna tel ég að mikil lækkun í líf-
tæknigeiranum í heild myndi hafa
mikil áhrif á deCODE.“
Bragi segir að deCODE geti unnið
sig út úr tímabundinni lækkun á
gengi líftæknivísitölunnar. Fyrir-
tækið eigi nú rúmar 200 milljónh-
Bandaríkjadala og geti því lagt fjár-
magn í rannsóknir. Skammtímastað-
an verði hins vegar erfíðari ef vísital-
an lækkar mikið.
Fasteignafélagið
Stoðir kaupir
fasteignir SPRON
SPRON og Fasteignafélagið Stoðir
hf. undirrituðu í gær samning um
kaup Fasteignafélagsins Stoða hf. á
öllum fasteignum SPRON. Um er að
ræða eignir SPRON að Skólavörðu-
stíg, Austurströnd, Álfabakka, Ár-
múla, Hátúni og Skeifunni í Reykja-
vík. Jafnframt þessu tekur SPRON
fasteignirnar á leigu og eignast tæp
10% hlutafjár í Fasteignafélaginu
Stoðum hf., sem er að öðru leyti í
eigu Baugs hf. og Kaupþings hf.
Heildarverðmæti fasteigna Stoða
eru eftir þessi kaup á fjórða milljarð
króna.
Jónas Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Fasteignafélagsins Stoða, seg-
ir að kaup félagsins á fasteignum
SPRON séu hluti af meginstarfsemi
félagsins, að eiga, reka og leigja út
fasteignir með stórleigjendur í huga.
Félagið eigi fyrir flestar fasteignir
10-11-verslananna á höfuðborgar-
svæðinu og vörugeymsluhús Baugs í
Skútuvogi.
Hann segir að það sé hagstæðara
fyrh- mörg fyrirtæki að láta annan
aðila sjá um fasteignir svo viðkom-
andi fyrirtæki geti einbeitt sér að
sínum aðalrekstri. Þau þurfi þá ekki
að binda fjármagn í fasteignum held-
ur geti sett það í reksturinn. í mörg-
um tilvikum sé um að ræða fyrirtæki
sem séu með háa ávöxtunarkröfu og
því sé eðlilegra að þau láti fjármagn-
ið, sem ella væri bundið í fasteignum,
vinna í hinum eiginlega rekstri fyr-
irtækjanna