Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Ný deiliskipulagstillaga fyrir
svæðið við Skógarhlíð
Afram gert
ráð fyrir fímm
hæða byggingu
Hlíðar
VINNA við gerð deiliskipu-
lags fyrir svæðið, sem af-
markast af Litluhlíð, Bú-
staðavegi, Miklubraut og
Skógarhlíð, er á lokastigi, að
sögn Ivars Pálssonar. Hann
sagði að borgaryfirvöld væru
því í raun þegar búin að
bregðast við úrskurði úr-
skurðarnefndar skipulags-
og byggingarmála, sem felldi
úr gildi samþykki borgarráðs
Reykjavíkur á deiliskipulagi
fyrir Skógarhlíð 12, þar sem
gert var ráð fyrir 5 hæða
verslunar- og skrifstofuhús-
næði með bílageymslu.
„Það má búast við því að í
janúar verði auglýst deili-
skipulagstillaga af þessu
svæði öllu saman,“ sagði ív-
ar.
Rök úrskurðarnefndarinn-
ar voru m.a. þau að deili-
skipulagið, sem það felldi úr
gildi, hefði takmarkast við
eina lóð, en samkvæmt lög-
um skuli deiliskipulag að
jafnaði taka til svæða sem
myndi heildstæða einingu og
að jafnaði ekki til minna
svæðis en götureits.
ívar sagði að lóðin við
Skógarhlíð 12 hefði verið
eina lóðin í hverfmu sem
hefði verið algjörlega óbyggð
og því hefðu borgaryfirvöld
ákveðið gera deiliskipulag
fyrir lóðina. Hann sagði að
fljótlega hefðu yfirvöld séð
að það væri þörf á breyting-
um á þessu svæði í heild og
því hefði verið ráðist í gerð
deiliskipulags fyrir allt svæð-
ið.
Að sögn ívars er í áfram
gert ráð fyrir 5 hæða versl-
unar- og skrifstofuhúsnæði
við Skógarhlíð 12 í þeirri til-
lögu sem nú er í vinnslu.
Hann sagði að tillagan yrði
lögð formlega fyrir skipu-
lags- og byggingarnefnd á
næstu vikum.
Morgunblaðið/Kristinn
Horft til austurs á fyrirhugað vegstæði. Á hægri hönd eru Garðhús en girðingin vinstra megin afmarkar kirkjugarðinn.
Borgarverkfræðingur segir lagningu Hallsvegar
mikilvæga fyrir gatnakerfí borgarinnar
Urskurður umhverfis-
ráðherra einsdæmi
Geldinganes
Borga- Víkur-
hverfi hverfi
Staðahverfi
Spöngin
Hngi
Borgarholt
Rimar vX&pgt [
..
•■f' Hallsvegur __.........
\ >í!í^^“hljóðmön'v í£»
^ 1 ÍCO
CnMír
Grafarvogur
ÚRSKURÐUR umhverfis-
ráðherra um að Hallsvegur
verði að fara í frekara um-
hverfismat er einsdæmi að
sögn Stefáns Hermannssonar
borgarverkfræðings. Eins og
kom fram í Morgunblaðinu í
gær kærðu íbúar fjölmargra
húsa við Garðhús úrskurð
skipulagsstjóra ríksins um að
ekki væri þörf á frekara um-
hverfismati til umhverfisráð-
herra, sem síðan felldi úr-
skurðinn úr gildi. íbúarnir
telja að ekki sé hægt að koma
fjögurra akreina stofnbraut
fyrir á svæðinu, sem sé 60
metrar á breidd.
„Við höfum ekki lent í
þessu áður að setja svona
verkefni í frekara umhverfis-
mat,“ sagði Stefán. „Margir
hafa talið að þessar frum-
matsskýrslur sem gerðar
hafa verið hafi verið full ít-
arlegar - menn hafa tekið
hlutina mjög alvarlega í þess-
um skýrslum um umhverfis-
mat sem við höfum látið gera
um hinar ýmsu framkvæmd-
ir. Þannig að það kemur mér
töluvert á óvart að þetta skuli
þurfa að fara í enn ítarlegri
umfjöllun.“
Stefán sagði að farið yrði
yfir málið á næstunni og unn-
ið að frekara umhverfismati.
Hann sagði að mjög mikil-
vægt væri að stofnbraut, sem
tengdi Vesturlandsveg og
væntanlega Sundabraut sam-
an, yrði lögð á þessum stað,
því nú færi umferð til bráða-
birgða um hliðargötur í
hverfinu. Hann sagði að fyr-
irhuguð stofnbraut hefði ver-
ið á aðalskipulagi í langan
tíma.
Stefán sagði að borgaryf-
irvöld hefðu verið búin gera
sitt ýtrasta til að kynna fram-
kvæmdina fyrir íbúum á
svæðinu og sýna fram á að
hún væri í samræmi við
skipulag.
Ákveðin vonbrigði
„Þetta eru því ákveðin von-
brigði en við munum fara yfir
þetta.“
Samkvæmt úrskurði um-
hverfisráðherra á að kanna
frekar þörf fyrir breikkun í
fjórar akreinar og gera grein
fyrir heildaráhrifum fram-
kvæmdarinnar. Stefán sagði
að það yrði mjög erfitt.
„Hvar á maður að hætta,
maður þyrfti þá eiginlega
bara að taka allt vegakerfi
höfuðborgarsvæðisins í einu
heilu lagi. Við höfum reiknað
með að þurfa að breikka
þennan veg einhvern tímann í
fjórar akreinar, en það getur
vel verið að það verði einhver
bið á því, það þarf kannski
ekki alveg á næstunni.“
Reykjavfkurborg kaupir lóð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi á 135 milljónir króna
Ræktunarstöðin
flutt úr Laugar-
dalnum í Fossvog
Fossvogur/Laugardalur
REYKJAVÍKURBORG hef-
ur nýverið keypt lóð Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur í
Fossvoginum á 135 milljónir
króna og hyggst flytja rækt-
unarstöðina úr Laugardaln-
um þangað.
„Þessi lóð skógræktar-
félagsins er tæpir 10 hektarar
að flatarmáli og hér er mikið
af byggingum og gróðri,“
sagði Sigurður G. Tómasson,
framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur,
þegar Morgunblaðið sjmrði
hann nánar út í málið. Á um-
ræddri lóð er allstórt skrif-
stofuhús, tvær skemmur og
nokkur gróðurhús.
„Kaupverðið er 135 millj-
ónir, en að auki gefur borgin
okkur fyrirheit um lóð hér á
þessu svæði til að byggja
2.000 fermetra hús og gefur
okkur jafnframt eftir gatna-
gerðargjöldin af því húsi.“
Að sögn hans merkir þessi
sala alls ekki að Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur sé hætt
starfsemi, heldur þvert á móti
tryggi þetta framtíð félags-
ins, en það var stofnað árið
1946 og er stærsta skógrækt-
arfélag landsins, með um
1200 félaga. Meginverkefni
félagsins nú er uppbyggingin
í Esjuhlíðum en nú er unnið
að skipulagi þess svæðis.
„Við höfum ekki sjálf rekið
þessa ræktunarstöð hérna í
nokkur ár, heldur höfum við
leigt hana út,“ sagði Sigurð-
ur. „Við munum vonandi
verða með höfuðstöðvar okk-
ar áfram hérna í nýju húsi og
jafnvel önnur félög og stofn-
anir úr skógræktar- og land-
græðslugeiranum þar með
okkur líka, því Fossvogurinn
er eiginlega vagga nútíma
skógræktar á Islandi og því
hvergi betra að vera en ein-
mitt hér. En það tekur vita-
skuld einhvem tíma að koma
hinu nýja húsnæði upp.“
Dýrmætt
rými losnar
Að sögn Jóhanns Pálsson-
ar, garðyrkjustjóra Reykja-
víkur, losnar við þessi kaup
um dýrmætt land í Laugar-
dalnum, sem ráðgert er að
nýta á öðrum vettvangi.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður G. Tómasson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavikur, segir að Foss-
vogurinn sé vagga nútíma skógræktar á íslandi.
„Ræktunarstöð borgarinn-
ar, þar sem við framleiðum
allar trjá- og runnaplöntur,
sumarblóm fyrir garða, leik-
svæði og hinar ýmsu stofn-
anir borgarinnar, og matjurt-
ir fyrir skólagarðana, og sem
er núna í Laugardalnum,
kemur til með að flytjast í
Fossvogsstöðina. Við það
losnar töluvert rými í Laug-
ardalnum og borgin með hug-
myndir um að stækka grasa-
garðinn og fjölskyldu- og
húsdýragarðinn sem því nem-
ur.
Fossvogsstöðin er að
mestu leyti byggð upp á það
að framleiða skógarplöntur,
þannig að nauðsynlegt er að
breyta húsum aðeins og lag-
færa vinituaðstöðu og hugsa
dæmið upp á nýtt, áður en til
flutningsins kemur. En það
er alltaf spennandi að takast
á við ný verkefni," sagði Jó-
hann að lokum.