Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGL UNNl 1,103REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3M0,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS. AKUREYRI: KAUPVANGSSTl1ÆTI1
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Kaupþing í New
York selur íslensk
húsnæðis- og húsbréf
Skulda-
brefasjoður
kaupir fyrir
4 milljarða
KAUPPING í New York gekk í
gær frá sölu á íslenskum húsnæð-
is- og húsbréfum til bandarísks
skuldabréfasjóðs fyrir 4 milljarða
króna. Heiðar Guðjónsson, sjóðs-
stjóri hjá Kaupþingi í New York,
segir að salan muni hafa jákvæð
áhrif á skuldabréfamarkaðinn hér
á landi. Þá geti hún einnig verið
upphafíð að frekari kaupum er-
íendra fjárfesta á íslenskum bréf-
um.
Starfsmenn Kaupþings í New
York hafa orðið varir við töluverð-
an almennan áhuga á íslenskum
skuldabréfum í Bandaríkjunum.
Að sögn Heiðars jafngilda eignir
umrædds skuldabréfasjóðs í
Bandaríkjunum um 1.600 milljörð-
um íslenskra króna. Hann segir að
umrædd kaup séu því ekki stór biti
fyrir sjóðinn.
------♦-+-«-----
Stíf funda-
höld hjá
kennurum
FUNDI í kjaradeilu framhalds-
skólakennara lauk hjá ríkissátta-
semjara um ellefuleytið í gærkveldi
og hafði þá fundurinn staðið meira
og minna allan gærdaginn. Nýr
fundur er boðaður fyrir hádegi í dag.
Þá funduðu grunnskólakennarar
og viðsemjendur þeirra einnig í hús-
næði ríkissáttasemjara í allan gær-
dag og var gert ráð fyrir að fundur
■ ^staeði eitthvað fram eftir nóttu.
----------------------
Stáltak segir
upp 13 manns
STÁLTAK hefur sagt upp þrettán
starfsmönnum á Akureyri vegna
verkefnaskorts. Um er að ræða
stálsmiði, vélvirkja og verkamenn og
taka uppsagnimar gildi á næstu
þremur mánuðum eftir því hvað
starfsmennirnir eru með langan
uppsagnarfrest.
Olafur H. Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Stáltaks, sagði að
-^aönnunum væri sagt upp vegna
tímabundins verkefnaskorts, en von-
andi myndi úr rætast og ekki koma
til þeirra. Engin verkefni væru hins
vegar í hendi og við því yrði að
bregðast.
Maestro
Vala
Flosadótt-
ir íþrótta-
maður árs-
ins 2000
VALA Flosadóttir, frjálsíþrótta-
kona úr IR, var í gærkvöldi kjörin
íþróttamaður ársins 2000 af Sam-
tökum íþróttafréttamanna á Hótel
Loftleiðum. Vala vann glæsilegt af-
rek á Ólympíuleikunum í Sydney,
þar sem hún komst á verðlaunapall
fyrst íslenskra kvenna á ÓL - varð í
þriðja sæti í stangarstökki. Bætti
hún árangur sinn um 14 sentí-
metra, stökk 4,50 metra og setti
nýtt Islands- og Norðurlandamet.
Vala er þriðja konan sem hlýtur
nafnbótina íþróttamaður ársins.
Ragnheiður Runólfsdóttir, sund-
kona, var kjörin árið 1991 og Sig-
ríður Sigurðardóttir, handknatt-
leikskona, árið 1964.
Annar í kjörinu varð Örn Arn-
arson sundmaður og Guðrún Am-
ardóttir frjálsíþróttamaður varð í
þriðja sæti.
■ Hjartað tók kipp/Bl
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bíll í
sjóinn á
Akureyri
UNG STÚLKA slapp giftu-
samlega við meiðsl eftir að hún
missti vald á bíl sínum í hálku á
Leiruvegi á Akureyiá í gær og
steyptist bíllinn í sjóinn.
Að sögn lögreglunnar á Ak-
ureyri fór bíllinn í loftköstum
niður í flæðarmálið þai- sem
hann endaði í grjóturð. Klippa
þurfti ökumanninn úr bílnum
og segir lögreglan undrum
sæta að stúlkuna hafi ekkert
sakað. Bfllinn er gjörónýtur.
Afföll af húsbréfum eru
2,5 milljarðar á árinu
HELDUR minna var gefíð út af nýj-
um húsbréfum á þessu ári en Ibúða-
lánasjóður reiknaði með í upphafí
ársins. í áætlun íbúðalánasjóðs var
ekki reiknað með að afföll yrðu af
húsbréfum á þessu ári, en þau hafa
hins vegar verið tæplega 10% að
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
meðaltali á árinu. Markaðsvirði hús-
bréfa sem gefín voru út á árinu er 2,5
milljörðum lægri af þessum sökum.
Ibúðalánasjóður gerði ráð fyrir að
gefa út húsbréf á árinu fyrir 30,4
milljarða og að markaðsvirði þeirra
yrði um 31 miHjarður. Gísli Gíslason
hjá íbúðalánasjóði sagði að horfur
væru á að í ár yrðu gefin út húsbréf
vegna langtímalána fyrir 29 millj-
arða og að markaðsvirði fyrir 26,5
milljarða. Ástæðan fyrir því að
markaðsvirðið er þetta miklu lægra
er sú að affoll á húsbréfum, sem voru
nánast engin í upphafi ársins, hafa að
meðaltali verið um 9,5% á árinu öllu.
Gísli sagði að Ibúðalánasjóður
reiknaði með að árið 2001 yrðu gefin
út ný húsbréf fyrir 27,6 milljarða og
að markaðsvirði þeirra yrði 26,3
milljarðar. Það þýðir að stofnunin
reiknar með að affoll af húsbréfum
verði að meðaltali 5% á næsta ári.
í gær voru afföll 13,28% á nýjasta
flokki húsbréfa sem jafnframt eru
mest viðskipti með. Afföllin hafa ver-
Þróun affalla af húsbréfum árið 2000
18%
16"/,
14%
12%
10%
Jan.' Feb. I Mars Apríl Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt.' Nóv. Des.
ið nokkuð mikil síðustu vikurnar en
fyrir mánuði voru þau liðlega 10%.
Friðrik Nikulásson, sjóðsstjóri hjá
Landsbréfum, sagði að mikið fram-
boð hefði verið af húsbréfum að und-
anfömu og eftirspurn lítil. Við þess-
ar aðstæður væru afföllin tiltölulega
mikil. Hátt vaxtastig og tiltölulega
mikil verðbólga endurspegluðust
jafnframt í hárri ávöxtunarki-öfu
húsbréfa. Hann sagðist ekki eiga von
á miklum sveiflum í gengi húsbréfa í
janúar. Markaðurinn virtist hafa náð
jafnvægi.