Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 51 MINNINGAR öllu í kringum sig gaf hann gaum. Hann lét fólk finna það og uppskar vona ég slíkt hið sama. í einkalífinu var Sævar lánsamur maður, hann átti góða og trygga eig- inkonu, hana Báru sem hefur fylgt honum æviveginn og þrjú böm sem eru honum öll til mikils sóma. Um- ki-ingdur fjölskyldu sinni leið honum best, og honum varð tíðrætt um barnabömin þrjú sem hann hafði sér- stakt dálæti á. Við eignuðumst bama- böm um líkt leyti nú fyrr á þessu ári, bárum gjaman saman bækurnar og fylgdumst með fjölskyldum hvort annars úr fjarlægð. Sævar og Bára ferðuðust mikið og víða og var gaman að heyra hann segja frá ferðum þeirra hjóna. Nú síð- asthðið sumar fóm þau hjón ásamt bömum og bamabörnum til Súðavík- ur í sumarhús og dvöldu þar í heila viku. Sævar sagði að þetta hefði verið frábmgðið öðmm ferðum, kyrrðin og friðsældin verið engu lík og hefði ver- ið frábært að dvelja þama í faðmi ijöl- skyldunnar. Sævars er sárt saknað af sam- starfsfólki hér á söludeild og skrif- stofu sem biður fyrir góðar kveðjur til hans með þökk fyrir samfylgdina og trygga vináttu. Við trúum því að þú fylgist með okkur úr fjarlægð, hnipp- ir í okkur á réttu augnablikunum, • sannfærð um að þú vísir okkur réttu leiðina. Fjölskyldu Sævars sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau öll á þess- um erfiðu tímum. Ingibjörg S. Magnúsdóttir. Leiðir okkar Sævars lágu fyrst saman á Neskaupstað árið 1968. Vegna aldursmunar kynntumst við ekki náið þá, en nægjanlega til þess að ég áttaði mig á að þar fór maður sem bauð af sér mjög góðan þokka og var ávallt glaðlegur. Þeir þekktust þó meira á þessum ámm feður okkar og fóm stundum saman í veiði. Það var einmitt í einni slíkri ferð með fóður mínum sem faðir Sævars lést á sviplegan hátt. Fyrir mér em það undarieg örlög og eins og að sagan sé að endurtaka sig að ég sé að kveðja Sævar, einn af mínum nánu samstarfsmönnum í Plastprent, sem einnig lést á sviplegan hátt þann 19. desember s.l. Eftir að ég hitti Sævar fyrst í Nes- kaupstað, liðu mörg ár þar til við hitt- umst aftur, en það var í Plastprent ár- ið 1984. Þá var ég nýútskrifaður verkfræðingur og tók við starfi fram- leiðslustjóra þar. Ég komst að því að Sævar var einn af lykilmönnunum í sölunni og það var mér tilhlökkunar- efni að fá að starfa með honum, njóta kímnigáfu hans og léttleika en einnig að eiga þess kost að nýta mér hjálp hans og greiðasemi. Fljótlega eftir að ég byrjaði hjá Plastprent bað Sævar um að fram- leiddir yrðu lambalærispokar fyrir ákveðinn fjölda af kindum. Fram- leiðslan var sett af stað, en síðar kom í Ijós að ég gerði þau mistök að reikna með að hver kind hefði fjögur læri og framleiddi því tvöfalt magn af læris- pokum. Þá bjargaði Sævar málunum fyrir mig og tók sökina á sig, sagði að auðvitað hefði hann átt að taka það fram að hvert lamb hefði aðeins tvö læri. Framfætumir væru einskonar upphandleggsvöðvi en ekki læri. Þannig var Sævar fómfús og ávallt stutt í kímnigáfuna. Lát Sævars var starfsólki Plast- prents mikil sorgartíðindi og kom okkur í opna skjöldu. Vegna ósér- hlífni sinnar kvartaði hann aldrei við okkur um vanlíðan sína síðustu vik- urnar. í dag gemm við okkur grein fyrir því að hann var sárþjáður á þessu tímabili. Fyrir hönd Plastprents sendi ég aðstandendum hugheilar samúðar- kveðjur. Við munum sakna Sævars mikið og ávallt minnast hans með hlýjum huga. Signrður Bragi Guðmundsson. Sævai- Már hóf störf á söludeild Plastprents hf í ágúst árið 1984. I upphafi starfaði Sævar í vélasölu og -ráðgjöf fyrirtækisins. Síðar sneri hann sér að umbúðaráðgjöf viðskipta- vina í matvælaiðnaði. A þeim ámm sem Sævar starfaði hjá Plastprent tók hann vemlegan þátt í mótun á stefnu og þjónustu fyrirtækisins. Þessi ár hafa verið miklir umróta- tímar. Hann gekk í gegnum súrt og sætt með fyrirtækinu og sýndi því alla tíð mikla tryggð. Síðustu árin bar Sævar hitann og þungann af um- fangsmesta sölusviðinu innan fyrir- tækisins. Sævar vai’ lærður prentari og kjöt- iðnaðarmaður þegar hann hóf störf hjá Plastprenti. Þessi bakgmnnur hans var mjög ákjósanlegur og reyndist honum og fyrirtækinu vel við þau störf sem hann tók að sér. Þegar Sævar sneri sér að umbúða- ráðgjöf hjá Plastprenti fyrir um 11 árum má segja að eitt af þeim megin verkefnum sem lágu fyrir hafi verið að breyta því gæðastigi sem fyrirtæki vom að vinna á í umbúðum. Þetta tókst Sævari með mjög góðum ár- angri. Þannig má segja að Sævar hafi átt veralegan þátt í að móta þann markað sem fyrirtækið starfar á. Hann vann ekki einungis mikilvægt markaðsstarf fyrir Plastprent heldur einnig fyrir fjölmörg íslensk iðnfyr- irtæki með því að hvetja þau til að færa vörur sínar í neytendavænni umbúðir. Hann átti þar með einnig þátt í auknum árangri þeirra á mark- aði. Sævar lifði með þeim viðskipta- vinum sem hann vann fyrir, hann tók þátt í árangri þeirra og fylgdist ávalit mjög náið með öllu innra stai-fi þeirra. Sævar tileinkaði sér tækni í sölu- starfi sínu sem var engri lík. Hann gerði hlutina ekki út frá bókinni held- ur út frá tilfinningu og persónulegum samböndum og famaðist honum það mjög vel. Honum tókst að byggja upp sitt umsjónarsvið með mjög miklum árangri. Hann sagði með stolti frá því að alla sína tíð hjá fyririækinu hefði hann lagt metnað sinn í að fara fram úr væntingum, bæði fyrirtækisins og viðskiptavina og emm við sammála um að það hafi honum tekist. Þetta viðhorf lýsir Sævari mjög vel - ekki bara sem samstarfsfélaga heldur var þetta hans viðhorf gagnvart öllu sem hann tók að sér, þ.e. að fara framúr væntingum. Hann vann markvisst og af mildlli einurð. Hann var ósérhlífinn - eða eins og hann orðaði það að hann væri „af gamla skólanum“. Hann var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða bæði okkur samstarfsfélagana og við- skiptavini. Hann miðlaði okkur af þekkingu sinni og reynslu. Hann var okkur samstarfsfélögunum fyrir- mynd og til eftirbreytni. Ljóst er að hann setti rækilega spor sín á brag og viðhorf fyrirtækisins í heild. Sævar hafði einstakt lag í sam- skiptum sínum við samstarfsfélaga og viðskiptavini. Hann lagði allan sinn metnað í að gera aðra ánægða og má ætla að í því hafi hans eigin hamingja legið. Við emm öll þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast og vinna með Sævari Má. Við kveðjum góðan vin og félaga og vottum Bám, Drífu, Hrönn, Sævari og öðram aðstandendum sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð. F.h. starfsmanna Plastprents hf. Þórður Bachmann. Farmnervinurgóður til himnabyggðasinna í ferðalag svo skjótt. Sit ég hér nú hljóður reyni orð að fmna til vinar sem fór svo fljótt (G.Ó.S.) í dag verður borinn til grafar Sæv- ar Már Steingrímsson. Mig langar að minnast þessa ljúfa manns sem svo skjótt hvarf af lífsins braut. Ég kynntist Sævari þegar ég var framleiðslustjóri hjá Kötlu og vomm við í nær daglegum samskiptum vegna starfa okkar. Var hann sér- staklega hjálpsamur og úrræðagóður þegar á þurfti að halda. Það var svo merkilegt að hann virtist alltaf geta komist að samkomulagi um fram- leiðslu og afhendingu á vömm og ef eitthvað fór úrskeiðis mátti treysta á Sævar, hann bjargaði því. Við störf- uðum saman hjá Plastprenti um tíma og eftir að ég varð gæðastjóri hjá Ný- brauðum ehf. héldu samskipti okkar áfram. Enn sem fyrr gerði hann allt sem í hans valdi stóð, og meira til, til að veita okkur hina bestu þjónustu sem hægt var að fá. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Sævari. Ég vil votta aðstandendum samúð mína. Blessuð sé minning Sævars Más Steingrímssonar. Guðmundur Óli Scheving. Við lok jólaundirbúnings berst harmafregn, vinur minn og fyrrver- andi yfirmaður, Sævar Már, er látinn. Er ég sest niður sé ég kertaljós loga úti sem ég hafði kveikt kvöldinu áðui- en gleymt að slökkva á, ég trúi því að ljósið hafi logað um nóttina fyrir vin minn. Ég var svo lánsöm að starfa sem aðstoðarmaður Sævars í Plastprenti um nokkurra ára skeið. Sá tími var mér lærdómsríkur og gleðilegur. Sævari vai’ mjög annt um viðskipta- vini sina, vildi að þeir fengju fyrsta flokks þjónustu og ekki var það sjald- an sem hann skaust upp í Plastprent að kvöldi til eða um helgi til að ná í fyrstu rúlluna af umbúðum úr Titan- vélinni og koma þeim sjálfur til við- skiptavinarins svo tryggt væri að framleiðsla hans stöðvaðist ekki vegna umbúðaskorts. Ég lærði margt af Sævari, hann var mjög nákvæmur í vinnubrögðum og því auðvelt að ganga að öllum gögnum sem við þurftum á að halda vegna vinnunnar. Vai- það dýrmætt þegar mikið var að gera og maður þurfti upplýsingar strax varðandi eitthvert mál og ekki hægt að ná tali af Sævari, því hann var upptekinn með viðskiptavinum sem oft á tíðum urðu hans bestu vinir. Samvinna okk- ar gekk vel, stundum þurfti hann ekki annað en h'ta inn á básinn til mín og ég vissi hvaða verkefni ég ætti að vinna eða hvaða upplýsingar hann þyrfti. Er ég átti í erfiðleikum í lífi mínu og þurfti nokkurra vikna frí frá vinnu sýndi Sævar mér skilning og hlýju sem ég mat mikils. Ég, sem ung, ein- stæð móðir, þurfti aldrei að hafa áhyggjur af skólafrídögum, ég tók Magnús son minn einfaldlega með í vinnuna. Sævar læddi til hans nammi úr nammiskápnum sínum og hann hvarf inn á lager og hjálpaði strák- unum þar. Það er ómetanlegt að hafa átt þess kost að vinna með Sævari, hann var sanngjam yfírmaður, hlý- legur en gerði kröfu um að maður ynni vinnuna sína vel. Eftir að ég hætti störfum hjá Plast- prenti og fluttist nokkm síðar vestur á Súðavík hef ég ætíð fengið fréttir úr „vinnunni". Ef ég hef þurft að skreppa suður kem ég oftast við í Plastprenti. Ég stríddi Sævari með því að fyrst ég ætti ekki ömmu lengur á elliheimili yrði ég að fara með böm- in mín til „afa“ í Plastprenti. Hann var nú ánægður með það, fór í nammiskápinn og gaf „afabömunum" súkkulaði, tók þau í fangið og gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur, þrátt fyrir endalaust annríkið í vinnunni. Síðasta minning mín um Sævar var er hann kom hingað vestur á Súðavík sl. sumar með Bám, bömum sínum og bamabömum og dvaldi í einu af sumarhúsunum hér í vikutíma. Það var yndislegt að hitta hann og sjá út um stofúgluggann hjá mér þegar hann og fjölskyldan hans vom að spila körfubolta á skólavellinum. Ég man að ég hugsaði að það væri nú ekkert kynslóðabil hjá þessari fjöl- skyldu og greinilegt að þau nutu þess öll að vera saman þennan tíma. Sævar var stoltur af bömum sínum og ég öf- undaði þau stundum af því að eiga hann sem fóður, því fyrir mér var hann ekki bara yfirmaður og vinnu- félagi, hann var „afi“ bamanna minna. Ég kveð Sævar með söknuði en á góðar minningar um mann sem mér þótti einstaklega vænt um. Ég sendi Bám, börnum þeirra og barnabörnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, Guð blessi þau og styrki í þeirra miklu sorg. Pálína Ásbjörnsdóttir, Súðavík. Þegar fréttir berast af óvæntu dauðsfalli einhvers náins samferða- manns fer ekki hjá því að manni finn- ist sem tíminn hægi á sér og stöðvist jafnvel um stund. Svo fór fyrir okkur nágrönnum Sævars Más Steingríms- sonar þegar við fregnuðum að hann væri allur og áttum bágt með að trúa. Sævar þessi maður sem var ímynd heilbrigðs lífemis og leit út fyrir að vera mun yngri en hann var. En þeg- ar dauðinn knýr dyra skiptir það víst ekki máli. Við sem þetta ritum höfum átt því láni að fagna að hafa verið nágrannar Sævars hátt í tvo áratugi að Álfhóls- vegi 79, Kópavogi. Og betri granna er vart hægt að hugsa sér. Sævar hafði þetta Ijúfa viðmót, sem mörg okkar vantar, án þess þó að íþyngja manni. Og það er einmitt svo mikilvægur eig- inleiki til þess að nábýli verði farsælt. Og ekki bara í nábýli heldur í öllum mannlegum samskiptum. Auk þess var Sævar hjálpsamur og einstakt snyrtimenni í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Það má því með sanni segja að Sævar hafi verið þessi draumanágranni. Enda bar í öll þessi ár ekki nokkurn skugga á samskipti okkar við hann. Sævar var rúmlega meðalmaður á hæð, grannvaxinn, myndarlegur maður, sem bauð af sér góðan þokka bæði til orðs og æðis. Hann var ávallt hress í viðmóti og gaf sér góðan tíma til að spjalla við granna sína og þá ekki síst unga fólkið, sem nú saknar hans sárt. Þrátt fyrir léttleika fór Sævar ekki um með hávaða. Það var ekki hans stíll að aka utan í stög og aspir, það eftirlét hann okkur hinum. Nú þegar leiðir skiljast að sinni viljum við þakka Sævari fyrir góð kynni og biðjum góðan guð að styrkja Bára og fjölskylduna alla í sorg þeirra. Anna Sigríður og Sveinn, Ragna og Sveinbjöm. Nokkmm dögum fyrir fæðingarhá- tíð frelsarans, hátíð ljóss og friðar, barst okkur sú fregn að Stína hefði kvatt þennan heim. Sú fregn kom okkur ekki á óvart þótt maður sé í raun alltaf jafn óviðbúinn dauðanum. Við glöddumst líka í hjarta okkar yfir því að hún fékk lausn frá því mikla stríði sem hún háði og dregur margan manninn til dauða langt um aldur fram. En þegar kallið kemur má eng- inn sköpum renna og við föram jafn snauð úr þessum heimi og Jesúbamið sem fæddist í Betlehem. Stína var einstaklega hlý og glaðlynd kona og rækti starf sitt á Símanum af ein- stakri kostgæfni svo að aðdáunarvert var, en þar starfaði hún með okkur í yfir þrjátíu ár. Hún var listmálari af Guðs náð og eigum við mörg okkar málverk eftir hana sem verða okkur dýrmætari eftir því sem árin líða. Einnig gaf hún okkur málverk sern prýða vinnustað okkar og við minn- umst hennar með þökk og virðingu þegar við lítum þau augum. Við vottum eiginmanni hennar, bömum og öllum aðstandendum okk- ar dýpstu samúð. Vinnufélagar á Símanum. Elsku Stína, þá er komið að kveðju- stund. Þetta er búinn að vera erfiður tími undanfama átta mánuði en þú sýndir mikla þrautseigju og barst þig vel þótt verkir hafi þjakað þig. Alltaf geislaði góðmennska og þakklæti úi? andliti þínu. Þú varst heilsteypt per- sóna og það var engin feyra í steyp- unni heldur var hún úr gulli. Ég rifja upp þegar við Bjöm Andri komum og heimsóttum þig í sumar og í haust og hann sat í fanginu á þér og brosti og hjalaði. Þú áttir auðvelt með að fá hann til að brosa enda hefúr hann nú alveg skynjað, þótt ekki væri nema nokkura mánaða, að þar væri góð manneskja sem alveg væri hægt að treysta þó að hann færi úr fanginu á mömmu sinni. Þú hafðir svo mikið yndi af því að hitta hann og ef hann var ekki með í heimsóknunum voram við oftar en ekki að ræða um hann og bamauppeldi og þú að segja mér frá hvemig hefði verið þegar þín böipæ vom lítil. Með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eytt stund- um með þér undanfarna mánuði votta ég ykkur, Einar, Einar Þór, Magga, Sólveig, Þórður og Beggi, mína dýpstu samúð og vona að Guði styrki ykkur í sorginni. Þóégsélátin harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann meðharmiogótta. Égersvonærri aðhverttársnertirmigogkvelur ■- þó látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur ogþólátinsé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf.ók.) Sigríður Bjömsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, KRISTÍN CECILSDÓTTIR, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi, miðvikudaginn 27. desember. Jarðarför auglýst síðar. Cecil Haraldsson, Gylfi Haraldsson, Kristborg Haraldsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, BALDURS SIGURÐSSONAR, 4 Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-4 á ppjpfv&evw l Unnur Þóra Þorgilsdóttir, Þorgils Baldursson, Inga Jónsdóttir, Sigurbjörg Baldursdóttir, Ásgeir Beinteinsson, Hallur A. Baldursson, Kristín S. Sigtryggsdóttir, Sigurður Baldursson, Borghildur Sigurbergsdóttir og barnabörn. Lokað Vegna útfarar SÆVARS MÁS STEINGRÍMSSONAR verður Plastprent hf. lokað til kl. 13.00 í dag. Starfsfólk Plastprents hf. !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.