Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 56
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBI.AÐIÐ GUÐRUN - AÐALHEIÐUR BJARNADÓTTIR + Aðalheiður var fædd að Arnar- bæli í Grímsnesi 1. febrúar 1904. Hún andaðist að Drop- laugarstöðum 1 Reykjavík 15. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður ^ Jónsdóttir frá Þor- lákshöfn, f. 27.8. 1868, d. 29.5.1934 og Bjarni Eggertsson frá Vaðnesi í Gríms- nesi, f. 4.5. 1877, d. 2.12. 1952, Aðalheið- ur átti fjögur hálfsystkini frá fyrra hjónabandi móður sinnar Með Ingvari Pótri Jónssyni, þau skildu; Jón, f. 7.3. 1890, d. 7.2. 1896; Jón Helga, f. 25.6. 1868, lát- inn; Sigurð Ingvason, f. 24.10. 1892, d. 1971, hann átti einn son, Gi'sla; Magnea Ingigerður, f. 19.1. 1894, d. 28.3. 1896. Albræður hennar voru tveir, þeir voru Egg- ert, f. 10.9. 1905, d. 11.3. 1932 og Jón Árni, f. 2.5. 1910, fórst með vélbátnum Víði frá Vestmanna- eyjum 1938, hann átti tvö börn, Pál og Kolbrúnu. Foreldrar Aðalheiðar bjuggu fyrstu árin að Arnarbæli í Gríms- nesi en fluttu þaðan að Tjörn á Eyrarbakka þar sem Aðalheiður ólst upp. Aðalheiður eign- aðist eina dóttur með Antoni Valgeiri Halldórsyni, f. 1902, d. 1964: Iljördís, f. 17. janúar 1929 á Eyrabakka. Hjördís var gift Ólafi Björg- vini Jóhannessyni, f. 18. mars 1930, frá Breiðabóli á Eyrar- bakka, d. 8. febrúar 1993, eiga þau tvo syni; Bjarni, f. 13. febrúar 1954, hann á þijár dætur, kvænt- ur Dagmari Krist- jánsdóttur eru þau búsett í Dan- mörku; Jóhannes, f. 24. maí 1958, kvæntur Svanhildi Guðlaugsdótt- ur, eiga þau tvö börn, eru þau bú- sett í Vestmannaeyjum. Aðalheiður bjó á Eyrarbakka til ársins 1956 er hún flutti til Vest- mannaeyja, þar vann hún lengi sem matráðskona á barnaheim- ilinu Sóla. í eldgosinu 1973 fór hún til Reykjavíkur og vann þar við aðhlynningarstörf við aldraða til 78 ára aldurs. Bjó hún lengi í þjónustuíbúð í Furugerði en sfð- ustu tvö árin eftir að heilsan fór dvínandi bjó hún að Droplaugar- stöðum. Útför Aðalheiðar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag kveðjum við móður, ömmu og langömmu, Heiðu á Tjörn. Árin voru að nálgast 97 hjá henni JJeiðu. Var hún mjög em fram að sl. tveimur árum að heilsan fór dvína, handavinna og lestur voru hennar dægradvöl síðustu árin og gat mað- ur ekki annað en dáðst að handverki hennar, konu sem komin var vel yfir nírætt. Heiða ólst upp hjá foreldrum sín- um á Tjörn á Eyrarbakka ásamt bræðrum sínum. Eins og mikið var um á þessum árum tóku foreldrar hennar börn til sín á sumrin þar sem aðstæður voru oft þannig að móðirin veiktist og ekki var samfélagsþjónusta til að létta á þeim heimilum og var því oft að ættingjar og vinnir hlupu undir bagga, Guðmundur Hákonarson og Ester Kláusdóttir voru því eins og "^Kystkini Heiðu og hafa þau alla tíð reynst henni einstaklega vel sem lýsir sér best í því að dótturdóttir Esterar sem er um átta til níu ára kom oft við á leið úr skólanum á Droplaugarstöðum til að heilsa upp á Heiðu. Kunnum við Þorgerði bestu þakkir fyrir. Nefndi Ester eina dóttur sína í höfuð Hólmfríðar móður Heiðu og hafa hún og Anna Pálína alla tíð hlúð vel að Heiðu. í um 20 ár bjó Heiða í Vest- mannaeyjum og vann þar lengstum í eldhúsinu á bamaheimilinu Sóla. Hefur þetta verið einstaklega sam- stilltur hópur sem þar vann. Þó ald- ursmunur hafi verið talsverður tóku þær Heiðu með sér í allt sem brall- •mi var og átti hún einstaklega skemmtilegar minningar frá þess- um árum og héldu þær margar sambandi við hana allt til enda. Eins og margir á aldri Heiðu sneri hún ekki aftur til Eyja eftir að eldgosinu lauk heldur settist að í Reykjavík og hóf störf hjá Heimilisþjónustunni og vann við ummönnun aldraðra og vann við það til 78 ára aldurs. Voru margir hissa þegar við nefndum að Heiða amma væri í fullri vinnu við að hugsa um aldraða, hvað er hún eiginlega orðin gömul sjálf, var þá iðulega spurt. Lengst var hún hjá 'tíuðrúnu á Skólavörðustígnum og hafa dætur hennar sýnt Heiðu mik- ið þakklæti og ræktarsemi. Eftir að Heiða hætti að vinna flutti hún í þjónustuíbúð í Furugerði 1, þar sem hún naut góðra ára, en fyrir tveimur árum tók heilsunni að hraka og fluttist hún þá að Drop- r^ugarstöðum. A báðum þessum stöðum naut hún góðrar aðhlynn- ingar sem hér með er þakkað fyrir. Hjá heiðurshjónunum Helgu Ólafsdóttur og Eggerti Ólafsyni átti Heiða alltaf víst athvarf er hún heimsótti Eyjarnar eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Vinskapur Helgu og Heiðu hófst á Eyrarbakka er Eggert kom með sína verðandi brúði frá Eyjum. Hélst sá vinskapur alla tíð síðan og eftir fráfall þeirra hjóna tók Kristján sonur hennar við að halda góðu sambandi við Heiðu og fjölskylduna. Ferðunum til Eyja fækkaði með árunum og síðasta ferðin var í ferm- ingu Hjördísar yngri. Var Heiða 92 ára og stuttu eftir heimkomuna datt hún og lærbrotnaði. Héldum við þá að hún myndi liggja rúmföst eftir það en svo var nú aldeilis ekki, hún var ekki lengur en fólk á miðjum aldri að jafna sig á því. Það var allt- af gott að koma til Heiðu. Naut hún þess vel að hafa marga í kringum sig. Nú skilur leiðir í bili að minnsta kosti. Við lítum yfir farinn veg og þökkum minningamar sem við eig- um um Heiðu. Lít ég yfir liðin ár langa fama braut, gleði, sorg og sárin, sigur, tap og þraut. Brosir myndin bjarta besta drottins gjöf, móðurhönd og hjarta helgar líf og gröf. Glöð með glöðum varstu göfg og trygg á braut þreyttra byrði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örðugt sporið, aldrei dimmt í sái, sama varma vorið, Viðkvæm lund og mál. (Magnús Markússon.) Bjami og Jói eiga ömmu sinni margt að þakka. Var oft leitað í ömmufaðminn sem alltaf stóð þeim opinn og mörg sumur bjó Jói hjá ömmu sinni eftir að foreldrar hans fluttu frá Eyjum til Reykjavíkur þar sem honum leiddist Reykjavík- urvistin og á sjálfsagt sinn þátt í því að hann býr enn í Eyjum. Að leið- arlokum kveðjum við ástkæra móð- ur, ömmu og langömmu, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hjördis, Bjami, Jóhannes og fjölskyldur. Hún Heiða var ekki amma mín, samt var hún eina amman sem ég hef átt. Við gerðum með okkur samning um að hún yrði amma mín, þar sem ég átti enga ömmu á lífi. Og hún hélt samning okkar alla ævi. Það var í kjölfar Vestmannaeyja- gossins að hún kom og bjó á heimili mínu. Og við brölluðum margt sam- an. Skemmtilegast var þegar ég fékk að liggja á dýnu í herberginu hennar og gista hjá henni. Þá blöðr- uðum við um allt milli himins og jarðar fram á rauðanótt. Það var einhverja þá nóttina að ég spurði hana hvort hún vildi ekki bara vera amma mín. Jú, hún var alveg til í það. Og við settumst upp í rúm- unum og tókumst í hendur upp á það. Upp frá þeirri stundu átti ég ömmu eins og hægt er að lesa um í ævintýrum. Hún hafði hlýjar hendur sem struku manni um vangann og glettnislegt blik í augunum. Hún geymdi mola í baukum sem hún stakk upp í litla munna við minnsta tilefni. Hún færði manni gjafir sem minntu á hana sjálfa. Gullrós til að næla í barminn. Silfur á íslenskan búning sem dóttir mín erfði frá mér og skartar nú um jólin, á meðan ég bregð á mig hekluðu svuntunni sem tilheyrir eldhússtörfunum á að- fangadagskvöld. Og hún sagði mér sögur. Sögur af lífinu á Eyrarbakka þegar hún var ung og naut lífsins í þorpinu. Þegar eldhúsið á Tjörn, sem í raun og veru rúmaði bara fjórar manneskjur, fylltist af fólki sem hló og sagði sög- ur og drakk kaffi. Og hún sagði mér sögur af pabba sínum og fallegu augunum hans. í honum átti hún sinn besta vin. Stundum sagði hún mér sögur frá Vestmannaeyjum og vinum sínum á barnaheimilinu þar sem hún starfaði. Hvert einasta barn nefndi hún eins og það væri hennar eigið. Engan þekki ég sem var meiri bamagæla en Heiða og þegar ég mörgum árum seinna kom í heimsókn til hennar í Furugerðið með mín eigin böm varð Heiða þeirra besti vinur. „Hún Heiða hag- ar sér ekkert eins og gamlar konur gera,“ varð syni mínum að orði á leiðinni heim frá Heiðu einn daginn, „hún er svo mikill fjörkálfur." Jafn- vel fimm ára snáði átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir þótt hún væri komin á níræðisaldur. „Alveg er ég hissa á því hvað Guð ætlar að láta mig lifa lengi,“ sagði hún stund- um. Þau em örugglega lukkuleg englabömin að vera búin að fá Heiðu til sín að leika við og segja sér sögur. Og við, sem áttum Heiðu að vini og „ömmu“, eram þakklát fyrir hveija stund. Blessuð sé minn- ing hennar. Anna Pálfna Ámadóttir. Að kveðja heim sem kristnum ber um kvöld og morgun lífsins er jafnerfitt æ að læra, og engum lærðist íþrótt sú, ef ei, vor Jesús værir þú hjá oss með orð þitt kæra. (Grundtvig - H. Hálfd.) í dag verður kvödd frá Eyrar- bakkakirkju Aðalheiður Bjarnadótt- ir, sem látin er í hárri elli. Við bræður kynntumst Heiðu á Tjöm sem böm, í heimsóknum fjöl- skyldunnar til Eyrarbakka. Afi og amma á Þorvaldseyri og Heiða á Tjöm bjuggu hlið við hlið á Bakkanum í áratugi. Heiða var sannur fjölskylduvinur. Hún var vinur vina sinna og það var enginn einn sem átti Heiðu að. Heiða var glettin og létt í lund en þó ákveðin í skoðunum. Heiða giftist aldrei en eignaðist eina dóttur, Hjördísi Antonsdóttur, sem giftist Ólafi Jóhannessyni frá Eyrarbakka. Árið 1956 flytja Hjördís og Ólafur til Vestmannaeyja. Ári síðar selur Heiða Tjömina og flytur einnig til Eyja. Samband milli fjölskyldnanna varð nú enn nánara en fyrr. Fyrstu árin í Eyjum leigði Heiða herbergi hjá Margréti á Garðstöðum og vann þá í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. I mörg ár leigði Heiða íbúð á Haukabergi við Vestmannabraut hjá Guðbjögu og Ingvari. Stutt var að skreppa á Flatimar og var oft glatt á hjalla þegar Heiða kom í heimsókn. Ekltí var óalgengt að gotterí leyndist í töskunni hennar Heiðu. Margrét á Garðstöðum sá um rekstur barnaheimilisins við Helgafell og þangað réðst Heiða sem matráðskona. Síðar gerðist Heiða matráðskona við barnaheim- ilið Sóla við Ásaveg og starfaði þar til 1973. Árið 1973, þegar eldur braust út á Heimaey, flutti hún eins og aðrir Eyjamenn til fastalandsins og bjó í Reykjavík til æviloka. Nokkra fyrir gos höfðu Hjördís og Ólafur flutt frá Eyjum ásamt sonum sínum, Bjama og Jóhannesi. Vora þeir augasteinar ömmu sinnar og end- urguldu þeir henni ástúð hennar með virðingu og þakklæti. Þótt oft væri galsi í ungviðinu var það ljóst hver réð. Samband Heiðu og fjöl- skyldu Hjördísar var ávallt mjög gott og náið. Sviplegt fráfall Ólafs, tengdasonar Heiðu, varð henni því mikið áfall. Eftir að til Reykjavíkur kom starfaði Heiða við aðhlynningu aldr- aðra. Manngæska hennar kom ekki síður í ljós þar en við störf hennar á bamaheimilinu Sóla. Heiða var listakona í höndum. Þeir era ófáir sem eiga heklað milliverk í rúm eða dúka frá Heiðu. Heklunálin lék í höndum hennar. Að prjóna sokka eða vettlinga var bara smámál. Hennar gleði var að gefa og gleðja aðra. Hún hafði afar glöggt auga fyrir fegurð og nákvæmni. Saga Heiðu á Tjöm er dæmigerð saga um konu sem þurfti að vinna mikið, konu sem aldrei féll verk úr hendi, verkakonu sem lifði mikla breytingu og byltingu í íslensku at- vinnulífi, konu sem varð að vinna erfiðisvinnu til að sjá sér farborða. Heiða hafði ríka réttlætiskennd og barðist fyrir málstað þeirra er minna máttu sín. Hún studdi stefnu Alþýðuflokksins um jafnrétti, frelsi og bræðralag. Heiða hafði hæfileikann til að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Það var ekki hennar vani að kvarta yfir hlutunum heldur gekk hún rösklega til verka. Glettnislegt bros, skemmtilegar augngotur og prúð- mannlegt fas einkenndu þessa sómakonu. Elsku Hadda, Bjarni, Jóhannes og fjölskyldur. Við vottum ykkur innilega samúð. Ólafur og Kristján Eggertssynir. Aðalheiður Bjamadóttir, hún Heiða á Tjöm, er nú látin á 97. ald- ursárinu. Aldrei var hún nefnd annað í minni fjölskyldu en Heiða á Tjöm, þó langt væri síðan hún fluttist frá Tjörn á Eyrarbakka. Ég ber móðurnafn hennar, Hólm- fríður, þó ekki væri hún skyld mér. Móðir mín dvaldi oft á Tjöm barn að aldri hjá foreldrum Heiðu, þeim sæmdarhjónum Hólmfríði og Bjarna, sem reyndust henni einstök eftir að hún missti fóður sinn. Þá tengdist hún ævarandi vinaböndum við Heiðu. Heiða var af kynslóð ömmu minn- ar. Þótt rúmlega 40 ára aldursmunur skildi okkur að var hún góð vinkona mín og aldurinn milli okkar skipti ekki máli. Mínar björtustu æskuminningar era tengdar heimsóknunum á Tjörn. Það var ætíð tilhlökkun að koma á Bakkann. Þar bjó einnig móðurfólk mitt, í Akbraut og stutt var að skokka yfir götuna út að Tjöm. Litla húsið á Tjörn var eins og klippt út út ævintýrabók, svo agnarsmátt og vinalegt. Og alltaf var rúm fyrir litla manneskju sem var tekið með kostum og kynjum. Heiða var mikil bamakerhng og náði vel til barna á sinn sérstaka hátt með kæti og fjöri. Ég naut sér- stakra forréttinda á Tjöm vegna nafns míns og fannst ætíð að ég ætti svolítinn hlut í Tjöminni. Heiða fæddist í Arnarbæli í Grímsnesi þar sem foreldrar hennar bjuggu en fluttist til Eyrarbakka fimm ára gömul. Þar eignaðist Heiða tvo bræður, þá Eggert og Jón. Báðir létust þeir fyrir þrítugt með stuttu millibili, annar á sótt- arsæng, hinn drakknaði. Móðir þeirra lést um svipað leyti af lunga- bólgu. Þannig reið sorgin ekki hjá garði á þessu heimili sem annars var annálað fyrir kæti og glaðværð sem ungt fólk laðaðist að til að vera samvistum við heimilisfólkið. Heiða var af þeirri kynslóð sem ekki átti val um menntun, stöðu eða framtíð. Þegar móðir hennar lést féll það sjálfkrafa í hennar hlut að sjá um heimili föður síns. Það gerði hún meðan hann lifði. Heiða talaði oft um föður sinn. Hann var henni einkar kær. Bjami var um margt ólíkur öðrum alþýðumönnum af Bakkanum. Hann var menntaður búfræðingur, einstakur ljóðaunn- andi, hagmæltur, fagurkeri og gleði- maður sem fólk laðaðist að. Heiða var sjálf afar myndarleg og starfsöm. í dag hefði hún sjálfsagt orðið hjúkranarkona eða læknir en á Bakkanum var hún þekkt fyrir að hjúkra og líkna þeim sem áttu í erf- iðleikum vegna veikinda eða sorgar. Þar sem erfiðleikar steðjuðu að var Heiða mætt, oft óbeðin. Mér er í barnsminni þegar hún fór í hvíta sloppinn sinn og steðjaði út götuna til að fara til einhvers sem lá veikur eða þar sem erfiðleikar steðjuðu að. Heiða giftist aldrei en átti eina dóttur, Hjördísi, sem ólst upp hjá móður sinni og afa. Að þeirra tíma sið þótti ekki góð latína að eignast barn ógift eða að eiga í ástasam- bandi við menn án þess að til hjóna- bands kæmi. Slíkar konur vora litn- ar hornauga af ýmsum. Heiða var ekki látin gjalda þessa. Hún var vin- sæl mjög á Bakkanum og vann hylli allra sem kynntust henni með hjálp- semi sinni, myndarskap og glað- værð. Eitt af því sem einkenndi Heiðu var fordómaleysi í garð náungans og viðhorfum til manna og málefna sem gerðu hana unga í anda alla tíð. Aldrei minnist ég þess að hún reyndi að breyta viðhorfum manns eða hafa áhrif á skoðanir manns á einn eða annan hátt. Maður var ein- faldlega viðurkenndur eins og mað- ur var og það var gott bæði fyrir barn og ungling að eiga slíkan hauk í homi. Hún gat spjallað á hressilegan og fordómalausan hátt við unga fólkið án nokkurs uppeldistóns sem ein- kennir gjarnan þá sem vilja vera fyrirmynd. Til marks um það minnist ég orða sonar míns sem á táningsaldri sagði: „Ferlega er hún Heiða hress kerling, hvað er hún eiginlega göm- ul?“ Heiða fluttist til Vestmannaeyja og bjó þar um árabil til að vera samvistum við dóttur sína Hjördísi og hennar fólk. Þar vann hún í eld- húsinu á barnaheimili bæjarins og oft sagði hún sögur af bömunum sem hún tengdist öllum og fannst verst að geta ekki verið meira sam- vistum við þau. Þar áttu óþekkt- arsnáðamir ekki síður rúm í hjarta hennar en englabömin. Hún elskaði þau öll eins og þau vora. í kjölfar gossins fluttist Heiða upp á fastalandið. Hún bjó þá um tíma hjá foreldrum mínum í Hafn- arfirði, fluttist síðan til Reykjavík- ur, þá komin á efri ár. Þar vann hún við aðhlynningu í heimahúsum fram undir áttrætt. Því fólki sem hún vann hjá tengdist hún sterkum böndum. Síðustu árin áður en hún fór á Droplaugarstaði bjó hún í Fura- gerði í íbúð aldraðra. Þar átti hún mörg góð ár. Þar var gott að koma og sitja hjá henni löngum stundum og spjalla um lífið og tilverana. Þó árin færðust yfir þá eltist hún ekki í anda. Hún var síung og hress. Upp- áhaldsferðir sonardóttur minnar var að koma til Heiðu í Furagerðið. Þannig tók hver kynslóðin við af annarri í vinskap við Heiðu. Ekki sat hún auðum höndum þar. Handverkið hennar var einstakt. Fram yfir nírætt var hún enn að sauma út. Öll þau kynstur af fallega hekluðu handverki eða ísaumi sem fylgdi henni. Ennþá á ég frá henni undurfagurt sængursett með hekluðu milliverki sem ég vef mig inn í á jólum og öðram hátíðum. Minning mín um Heiðu mína er björt og fögur og nú dansar hún af gleði í jólagleðinni á himnum. Öllum aðstandendum hennar sendi ég samúðarkveðjur. Hólmfríður Árnadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.