Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
r-----------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÍN KARÍTAS
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Kristín Karftas
Þórðardóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 18.
mars 1941 og ólst
þar upp. Hún lést á
iíknardeild Land-
spítaians í Kópavogi
miðvikudaginn 20.
desember síðastlið-
inn. Kristín var dótt-
ir hjónanna Þórðar
H. Gíslasonar neta-
-ry gerðarmeistara, f. á
Eyrarbakka 20.6.
1898, d. 17.3. 1993 í
Vestmannaeyjum, og
Jónínu Guðjónsdóttur, f. að
Steinum undir Eyjafjöllum, 25.2.
1903, d. 15.4. 1995 í Vestmanna-
eyjum. Systkini Kristínar eru: 1)
Ingveldur Jónína Þórðardóttir, f.
1.10. 1922, gift Rúti Snorrasyni
og eiga þau þrjú börn: Snorri
Rútsson, f. 10.2. 1953, Jónína
Rútsdóttir, f. 6.6. 1955, Gylfi Þór
Rútsson, f. 6.8. 1962. 2) Hallgrím-
ur Þórðarson, f. 7.2. 1926, kvænt-
ur Guðbjörgu Einarsdóttur, og
eiga þau sex börn: Halldóra Hall-
grímsdóttir, f. 8.10. 1950, d. 13.7.
1955, Þórður Hallgrímsson, f.
y13.9. 1952, Einar Hallgrímsson, f.
4.3.1955, Halldór Ingi Hallgríms-
son, f. 4.10. 1957, Jónína Hall-
grímsdóttir, f. 24.2. 1962, og
Heimir Hallgrímsson, f. 10.6.
1967. 3) Ellý Björg Þórðardóttir,
f. 13.4. 1936, sambýlismaður
Tryggvi Mariasson. Börn Ellýjar
og Hreins Svavarssonar, fyrri
eiginmanns, eru: Jónas Þór
Hreinsson, f. 25.11. 1959, Júlía
Guðný Hreinsdóttir, f. 1.7. 1964,
: '--Móðir mín hefur kvatt okkur
langt fyrir aldur fram. Síðasti spöl-
urinn var stuttur og þjáningafullur
en hetjulegri baráttu er nú lokið.
Mamma var alla tíð reglusöm og
hraust og varð því baráttan eflaust
lengri en ella. Hún var mjög trúuð
og er víst að trúin hjálpaði henni að
takast á við þennan illvíga sjúkdóm
því fljótlega varð ljóst hvert stefndi
og erfitt að sættast við hlutskiptin
illu.
Ég naut þess á uppvaxtarárunum
að hafa mömmu að mestu leyti
heimavinnandi auk þess að hafa
Arnþór Hreinsson,
f. 1.7. 1964, og Daði
Hreinsson, f. 24.3.
1969.
Kristín giftist
hinn 31. desember
1967 Einari Norð-
Qörð byggingarfull-
trúa á Seltjarnar-
nesi, f. 10.6. 1943.
Foreldrar hans eru
Einar Norðfjörð
byggingarmeistari,
f. 23.3. 1915 í Stapa-
koti í Innri-Njarð-
vík, d. 13.7. 1976 í
Reykjavík, og kona
hans Sólveig Guðmundsdóttir, f.
3.9. 1916 að Löndum í Miðnes-
hreppi. Börn Kristínar og Einars
eru: 1) Einar Þór Einarsson
framkvæmdastjóri, f. 20.12.1967,
sambýliskona Margrét Sif Andr-
ésdóttir sölufulltrúi, f. 24.5. 1969.
2) Sólveig Einarsdóttir, f. 1.11.
1971, sjúkraliði og nuddari. 3)
Þórður Einarsson, f. 13.9. 1974,
iðnrekstrarfræðingur. 4) Berg-
steinn Ólafur Einarsson, f. 26.1.
1981, menntaskólanemi.
Kristín lauk hefðbundinni
skólagöngu í Vestmannaeyjum
og hóf síðan að vinna fyrir sér,
fyrst í fiskvinnslu og síðan frá
1959 hjá Pósti og síma í Vest-
mannaeyjum til ársins 1963 er
hún flyst til Reykjavíkur. Arið
1964 hefur hún störf sem talsíma-
vörður hjá Pósti og síma og síðar
Landssíma Islands hf. og starfar
þar mest allan sinn starfsaldur.
Útför Kristínar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ömmu og afa sem bjuggu hjá okkur í
kjallaranum. Mamma var alla tíð
mjög heimakær og var umhyggjan
fyrir okkur systkinunum ávallt í fyr-
irrúmi. Henni var ávallt mjög um-
hugað um að við tækjum námið al-
varlega og var stuðningur hennar og
hvatning ómetanleg. Eg á mömmu
að þakka að ég hóf tónlistarnám
ungur að aldri en hún hafði keypt
píanó þegar hún var ung. Þótt ekk-
ert yrði af hennar spilamennsku
studdi hún mig af festu í gegnum
mitt nám og fékk mig með sínu lagi
að halda áfram þegar ég var að
t
GUNNSTEINN SIGURÐUR STEINSSON
verður jarðsunginn frá Ketukirkju laugardaginn
30. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sögu-
félag Skagfirðinga.
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Hrefna Gunnsteinsdóttir,
Guðrún Gunnsteinsdóttir, Sigfús Helgason
og aðrir aðstandendur.
t
Hjartans þakkir fyrir ástúð og umhyggju í
veikindum
GÍGJU HERMANNSDÓTTUR.
Þökkum einnig ómetanlega hjálp og virðingu
við útför hennar. Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Halla Guðmundsdóttir,
Geir Gígjar Ólason,
Sigríður Gfsladóttir,
Smári Hermannsson, Ásdís Elva Jónsdóttir,
Dagný Hermannsdóttir, Páll Axelsson,
Hermann Hermannsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Gísli Hermannsson, Margrét Kristjánsdóttir,
Ragnheiður Hermannsdóttir, Hugo Þórisson,
Stefán Hermannsson, Arnfríður Einarsdóttir,
ívar Smári Ásgeirsson, Þórunn Árnadóttir
og systkinabörn.
missa þolinmæðina. Ég nýt þess
mjög í dag að geta sest niður við
píanógarminn sem hún gaf mér þeg-
ar ég flutti að heiman. Eyjalögin
sem mamma svo kallaði, voru jafnan
í uppáhaldi hjá henni og bað hún mig
oft að spila þau fyrir sig. Munu þau í
framtíðinni minna mig á hana.
Þótt mestur tími færi í vinnu og
heimilið reyndi mamma að sinna
hugðarefnum sínum eins og tími
gafst en hún hafði mikið yndi af því
að mála myndir. Sérstaklega man ég
eftir rekaviðardrumbunum en við
fórum ófáar ferðir í fjörur að safna
rekavið sem hentaði fyrir listsköp-
unina. Þetta var hin vinsælasta vara
og seldist vel, enda verðinu stillt í of
mikið hóf. Var það dæmigert fyrir
mömmu að hún hugsaði frekar um
kaupandans hag en sinn eigin. Hún
reyndi að innprenta okkur systkin-
unum að hamingjan kæmi ekki frá
aurunum, stundum þó við dræmar
undirtektir. Það sem einkenndi
mömmu var umhyggjan fyrir öðrum
og mátti hún aldrei illt um aðra
heyra. Hún hafði erft frá ömmu og
afa þá eiginleika sem einkenndu
hana frá því ég man efítr mér, óbil-
andi dugnaður, vinnusemi, sam-
viskusemi og kærleikur. Húmorinn
var ávallt á sínum stað og var auð-
velt að koma mömmu til að hlæja.
Ég minnist þess ekki að mamma
hafi nokkurn tíma verið í slæmu
skapi.
Mamma hafði mjög gaman af að
ferðast og fóru hún og pabbi í seinni
tíð árlega utan. Því miðui' komst
mamma ekki í síðustu ferðina sem
hafði verið skipulögð vegna sjúk-
dómsins illvíga sem bankaði á dyr
skömmu fyrir brottför. Ekki tókst
heldur að gera síðustu sumarbústað-
arferðina að veruleika, sem hún
hefði örugglega notið hefði heilsan
leyft. Á ég góðar minningar úr fjöl-
mörgum sumarbústaðaferðum í
gegnum tíðina, en þá naut mamma
þess sérstaklega að geta haft fjöl-
skylduna í kringum sig og stjanað
við okkur með öllum sínum kræs-
ingum, það voru sko engar megr-
unarferðir!
Mamma hafði lengi óskað sér
barnabarns og var ég farinn að
liggja nokkuð undir þrýstingi hin
síðustu ár þar eð ég er elstur systk-
ina. En örlögin eru grimm, þá loks-
ins það er á leiðinni endist mömmu
ekki aldur til að sjá barnið. Ég veit
að sú staðreynd tók mjög á mömmu
og gerði sjúkdómsgönguna erfiðari
en ella. Víst er að ömmubarnið mun
missa mikils að fá ekki að njóta
hennar samvista.
Stórt skarð er nú höggvið í fjöl-
skylduna. Það verður skrítið að
koma í kaffið á Ósabakkann og hafa
mömmu ekki á sínum stað. Erfitt er
að sætta sig við orðinn hlut en komið
er að kveðjustund. Þessi fátæklegu
orð mega sín lítils en minningarnar
ljúfu um þig munu lifa og það vega-
nesti sem þú gafst mér. Megir þú
hvfla í friði.
Einar Þór.
Elsku mamma mín. í veikinda-
stríði þínu sátum við löngum tvær
saman, ég vanmáttug, þú sterk. Við
tjáðum báðar elsku okkar og vænt-
umþykju og þú sagðir að þar með
væri minningargrein óþörf. Ég vil
samt þér til minningar birta eftirfar-
andi sálm:
Lýs milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fógru dyr
og engla þá, sem bam ég þekkti fyr.
(Þýð.M.Joch.)
Guð geymi þig.
Saknaðarkveðja, þín dóttir,
Sólveig.
Mig langar til þess að skrifa
nokkrar línur um hana mömmu
mína nú þegar hún hefur kvatt
þennan heim. Þegar maður hugsar
til baka koma upp í hugann margar
góðar minningar og gæti ég fyllt all-
ar síður Morgunblaðsins ef ég fengi
til þess plássið. Það fyrsta sem kem-
ur þó upp í hugann er sú hlýja og
það létta skap sem einkenndi hana
mömmu. Mamma hafði alveg ein-
staklega gott lag á því að láta manni
líða vel í návist sinni, sama á hverju
gekk.
Húmorinn var heldur aldrei langt
undan. Hún kom mér ófáum sinnum
til að hlæja hressilega og sömuleiðis
átti ég auðvelt með að fá hana til að
skella uppúr. Ég get því með sanni
sagt að við mamma höfðum mjög
svipaðan smekk á því hvað væri
fyndið og hvað ekki.
Mömmu var margt til lista lagt en
þó var myndlistin hennar helsta
áhugamál. Oft kallaði hún á mig til
að sýna mér mynd sem hún var
nýbúin að mála eða var að leggja
lokahönd á. Hún sagði alltaf að ég
hefði mest vit á teikningu og mál-
verkum innan fjölskyldunnar og
þótti því gaman að sýna mér verkin
sín og fá mitt álit á þeim.
Mér eru líka minnistæðar þær
sumarbústaðar- og veiðiferðir sem
farnar voru upp í Borgarfjörð þegar
ég var krakki. Mamma var mjög
spennt í veiðinni en veiðiáhugann
átti hún ekki langt að sækja þar sem
afi var mikill veiðidellukarl. Henni
þótti fátt betra en að vera með fjöl-
skyldunni við eitthvert vatnið í góðu
veðri, og þótt hún héldi ekki oft á
stönginni fannst henni ekki síður
gaman að fylgjast með okkur krökk-
unum við veiðskapinn og gefa góð
ráð um það hvert kasta ætti línunni í
von um betri veiði.
Mamma var mjög heimakær
manneskja og leið best heima í
faðmi fjölskyldunnar svo mér fannst
oft nóg um. En þótt heimilið væri
hennar staður númer eitt tvö og þrjú
var hún samt félagslynd og hafði un-
un af því að vera innan um fólk. Ég
mun alltaf minnast þess er hún dró
mig á dansgólfið á ættarmótinu í
Eyjum til þess að kenna mér hvern-
ig „ætti“ að dansa við dömu eins og
gert var í gamla daga. Lengi vel á
eftir minntist hún á það hversu vel
hún skemmti sér þetta kvöld.
En fleiri dansspor stígur mamma
víst ekki hér á jarðríki. Eftir mikla
baráttu við þann grimma sjúkdóm
sem hún greindist með á árinu varð
hún að játa sig sigraða. Ég veit að
afi, amma og fleiri sem henni þótti
vænt um hafa tekið vel á móti henni
á þeim stað þar sem hún er nú kom-
in. Það er tómlegt að hafa hana ekki
nálægt sér og mun ég ávallt sakna
hennar. En minningin lifir og ég veit
að við munum sjást aftur þótt síðar
verði.
Betri mömmu er ekki hægt að
hugsa sér.
Blessuð sé minning þín.
Þinn sonur,
Þórður.
í dag kveð ég elskulega tengda-
móður mína Kristínu Karítas Þórð-
ardóttur og langar mig til að minn-
ast hennar í örfáum orðum.
Mín fyrstu kynni af Stínu voru í
lok ágúst 1996 en þá fór ég ásamt
Einari upp í sumarbústað í Stóru-
Skógum í Borgarfirði, þar sem
tengdaforeldrar mínir dvöldu. Þegar
ég hitti Stínu tók hún mér opnum
örmum og allur kvíði við að hitta
tengdaforeldrana í fyrsta skipti fauk
út í veður og vind. Oftar en ekki
sagði hún að ég væri eins og dóttir
hennar og það þótti mér vænt um.
Við Einar fluttum í næstu götu við
tengdaforeldra mína hautsið 1996 og
kom ég oft á Ósabakkann til Stínu
þar sem við vorum báðar í vakta-
vinnu. Við sátum við eldhúsborðið
hjá henni og töluðum um allt milli
himins og jarðar. Ég gat sagt Stínu
allt og var hún mjög góður hlust-
andi. Oftar en ekki töluðum við um
barneignir og fannst henni tími til
kominn að verða amma. Hún sagði
mér oft frá samstarfskonum sínum á
Landssímanum sem voru að prjóna
á barnabörnin og vildi hún geta farið
í vinnuna og montað sig. Stutt er á
milli skins og skúra, einungis nokkr-
um vikum eftir að Stína greindist
með illvígan sjúkdóm færðum við
Einar henni þær gleðifréttir að nú
væri von á ömmubarni. Því miður
hafði sjúkdómurinn betur í barátt-
unni og entist henni ekki aldur til að
sjá sitt fyrsta barnabarn en ég veit
hún mun vaka yfir því og fylgjast
með okkur í uppeldishlutverkinu.
Að eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Ég vil þakka Stínu fyrir allar þær
yndislegu stundir sem við áttum
saman.
Þín tengdadóttir,
Margrét Sif.
Hvi skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekkert um þig, ó, móðir góð?
Upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður?
(Matth. Joch.)
Þessi orð sálmaskáldsins Matth-
íasar Jochumssonar koma okkur í
hug þegar við hugsum um þig, Stína
mín, móðurina göfugu, eiginkonuna
og húsmóðurina í Ósabakka 11. Þú
hlúðir að öllum í nálægð þinni. Þú
varst heimakær og má líkja heimili
þínu við musteri þar sem gestum og
gangandi var sinnt af einlægni og
gleði. Oft var slegið á létta strengi,
hlegið dátt og allir nutu sín svo vel í
návist þinni.
Nú er þjáningum þínum lokið. Þú
barðist hetjulegri baráttu gegn vá-
gestinum krabbameininu sem hafði
betur, stóðst þig sem hetja í erfiðu
og ströngu dauðastríði. Eftir sitjum
við, fjölskyldan og aðstandendur,
hnípin og hljóð og skiljum ekki
hvers vegna þú fékkst ekki að vera
lengur í faðmi eiginmannsins,
barnanna ykkar, fjölskyldunnar sem
þér var svo kær. Fjölskyldan var
þér allt og hún þér, elsku Stína mín.
I einkalífi þínu varstu gæfumann-
eskja. Ung kynntust þið Einar og
það var mikið gæfuspor ykkar
beggja að ganga veginn saman. Þið
voruð mjög samhent hjón og sam-
stiga í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir
hendur. Þið eignuðust fjögur börn
hvert öðru mannvænlegra og voru
þau ykkar stolt og yndi. Fyrir
nokkrum árum bættist í fjölskyld-
una verðandi tengdadóttir sem
tengdist þér sterkum tilfinninga-
böndum og nú um áramótin fæðist
fyrsta barnabarnið, sem þú þráðir
svo mikið að fá að sjá áður en kall
þitt kæmi. Þér var hins vegar ætlað
annað en þú fylgist með fjölskyld-
unni og umvefur hana þótt þú sért
farin héðan. Því eins og Jesú sagði:
„Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir
á mig, mun lifa þótt hann deyi“ (Jóh.
11:25-26).
Glaðværð, kærleikur, traust og
hógværð voru sterkir þættir í fari
þínu, Stína mín, og snyrtimennskan
var þér í blóð borin og bar heimili
þitt vott um það. Listhneigð varstu
og ræktaðir list þína og fengum við
öll að njóta hennar. Myndir þínar
prýða veggi okkar og eiga þær eftir
að gleðja okkur áfram. Þegar farið
var í sumarbústað innanlands var
pensillinn tekinn með og umhverfið
fest á blað og fögur myndverk með
yndislegri litadýrð urðu til. Einnig
áttu hannyrðir hvers konar hug
þinn, handverk sem margir eiga eft-
ir þig og njóta. Þið Einar höfðuð un-
un af að ferðast innanlands og utan
og var skemmtilegt og fróðlegt að
hlusta á ferðasögurnar þegar heim
var komið.
Þú vannst störf þín ætíð hljóðlega
og án þess að láta á þér bera. Af-
rakstur þinn var mikill í lífinu sem
við samferðafólkið fengum að njóta
og upplifa með þér í ríkum mæli. I
afar mörg ár vannstu við upplýs-
ingaþjónustu Landsímans og fylgd-
ist með örum tæknibreytingum og
fórst þér vel úr hendi þjónustan sem
þú veittir landsmönnum.
Umhyggju þinni í garð tengda-
móður þinnar og tengdaföður meðan
hans naut við má líkja við fagurt ljós
sem geislaði út frá sér. Tengdafjöl-
skyldu þinni varstu alltaf sannkall-
aður sólargeisli og áttum við ynd-
islegar stundir saman.
Elsku Stína mín, nú þegar komið