Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 44
.44 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HVERS VEGNA ER ÍBÚÐARHÚS- NÆÐIÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU EKKISAMEIGN Þ JÓÐARINNAR? í MORGUNBLAÐINU15. des. sl. ritar Þorvaldur Gylfason prófessor grein, sem hann nefnir „Hóflegt ! gjald“ og lýsir viðhorfi hans til kvótamálsins svonefnda. Ég er ósam- mála Þorvaldi, en tel mig samt vilja vel, eins og ég er viss um að sjónarmið hans eru vel meint. Skoðanir okkar stefna líklega að sama marki, velgengni þjóð- arinnar, en það er furðulegt hversu ólík þau sýnast, þegar menn velja mismunandi leiðir eða leggja upp úr ólík- um áttum. Þorvaldur gengur út frá því að kvótar séu ísameign íslensku þjóð- arinnar og eigi að vera það, en ég geng út frá því að kvótar séu einstaklingseign og eigi að vera það. Reyndar tel ég það forsendu lýð- ræðis að engar eignir séu í eigu hins opinbera, nema það sé bráðnauðsyn- legt íyrir opinberan rekstur í þröng- um skilningi. Tökum ósennilegt dæmi aðeins til útskýringar. Segjum svo að Alþingi setji lög vegna byggðaröskunar, þess efnis að bann- að sé að byggja fleiri hús á höfuð- borgarsvæðinu. Við þetta myndi allt hús- verð hækka mjög í verði og tO þess að eng- inn hagnaðist á því yrðu allar húseignir á höfuðbörgarsvæðinu lýstar „sameign þjóð- ai'innar". Núverandi handhöfum, eigendum húseigna, skyldi úthlut- að árlega húsnytja- heimildum, sem sam- kvæmt lögum þessum mynda þó ekki eignar- rétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfir húsnytja- heimildunum. Heimilt væri að leigja og fram- selja húsnytjaheimildirnar gegn end- urgjaldi, en því látið ósvarað hvemig fer um erfðir, veðsetningar, hjóna- skilnaði og skattamál. Ur slíku ættu dómstólar að skera. Öllum væri frjálst eins og hingað til að reisa og eiga hús utan höfuðborgarsvæðisins. Mörgum kann að þykja þessi samlík- Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins fyrir hönd þjóðarinnar að leggja undir sig eignir hennar, 0 segir Jóhann J. Qlafs- son, heldur að setja almennar reglur um innbyrðis viðskipti og samskipti lands- manna, sem skapa þessi verðmæti. ing fráleit, en svo þarf ekki að vera miðað við allt það bjástur sem kemur stundum frá Alþingi, enda sett hér fram sem dæmi til útskýringar ein- göngu. I raun hefði ekki annað breyst í raun en að húseignir hækk- uðu í verði og búið væri að brengla eina helstu undirstöðu efnahags þjóðfélagsins, sjálfan eignarréttinn. Slíkt ástand er þegai- langt komið varðandi lóðir og eignarrétt á landi, sem hið opinbera er sífellt að sölsa undir sig. Lóðir eru þó „de facto“ ígildi eignar þeirra, sem eiga hús- eignirnar sem á þeim standa. Það er aðeins búið að veikja réttarstöðu húseigenda. Nú myndi hefjast kunnuglegur söngur um það, að húsnotendur á höfuðborgarsvæðinu ættu ekki að fá húsnæði ókeypis. Þjóðin ætti að fá arð af eign sinni, banna þyrfti fram- sal og selja ætti húsnytjaheimildir hæstbjóðanda á opinberu uppboði til þess að fá sem mest fé í sameiginleg- an sjóð landsmanna, ríkissjóð. Fólk á landsbyggðinni myndi segja að þetta væri óréttlæti. Höfuðborgarbúar fengju ókeypis gjafahúsnæði, en þeir á landsbyggðinni yrðu að kosta sitt húsnæði sjálfir. Höfuðborgarbúar væru á ríkisstyrk í húsnæðismálum. Þetta getur aldrei orðið með hús- eignir, myndu menn segja, að eign- arrétturinn væri tekinn af mönnum, húseigendum á höfuðborgarsvæðinu, því þeir njóta friðhelgi eignajréttar- ins skv. 72. gr. stjómarskrár Islands. Þá myndu aðrir segja: Við breyt- um stjómarskránni. Við leggjum til að tekið verði upp nýtt ákvæði í VII. kafla stjórnarskrárinnar, þar sem húseignir á höfuðborgarsvæðinu era lýstar þjóðareign. Ákvæðið verði svo- hljóðandi: „Húseignir á höfuðborgar- svæðinu era þjóðareign eftir því sem nánar er kveðið á í lögum. Handhafar löggjafar- og framkvæmdarvalds (þeir sömu og geta breytt stjórnar- skránni) fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þessarar auðlindar í umboði þjóðarinnar. Húseignir í þjóðareign má ekki selja eða láta vai'- anlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessari auðlind gegn gjaldi. Slík heimild nýt- ur vemdar sem óbein eignarrétt- indi.“ Sanngjarnari menn myndu segja: Við föram fymingarleiðina. Meginatriði þeirrar leiðar er fólgið í því að allar aflahlutdeildir, nei, íyr- irgefið allar húseignir á höfuðborg- arsvæðinu, fymast um fastan hundr- aðshluta á ári, þ.e.a.s. - gangi til ríkisins, en með því er komið á festu um varanleik húsréttindanna um leið og umráðarréttur þjóðarinnar yfir auðlindinni er skýrt skilgreindur. Með ofanrituðu vildi ég vekja athygli á því að það er ekkert nauðsynlegra að kvótinn sé þjóðareign en húsnæði landsmanna. Menn skyldu þvert á móti varast það að opna stjórnarskrá lýðveldisins fyrir þjóðnýtingaráráttu hins opinbera valds. Auðlindanefnd lýsir eignarrétt þjóðarinnar, „sam- eign þjóðarinnar“ á fiskimiðunum, marklausan við núverandi aðstæður og leggur til að stjórnarskrá Islands verði breytt vegna þess. Varaðu þig nú, íslenska þjóð. Hvað verður næst ef þetta gengur eftir? Vegna þess moldviðris sem búið er að þyrla upp í kringum túlkunina á orðunum „sam- Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 •Reykjavík eign þjóðarinnar“ fullyrðir Þorvald- ur að heilbrigðisástand útvegsins sé slæmt. Þorvaldur skrifar: „Eina færa leiðin til að koma útveginum í heilbrigt horf er að leyfa honum að lúta lögmálum frjáls markaðsbú- skapar til jafns við iðnað, verzlun og þjónustu. I þessu felst, að útgerðar- fyrirtækin verða að greiða markaðs- verð fyrir veiðiheimildir." Þorvaldur lítur gjörsamiega fram hjá þeirri staðreynd að útgerðarfyrirtæki greiða nú þegar hátt markaðsverð fyrir veiðiheimildirnar og hátt leigu- gjald. Ein aðalgagnrýnin á kerfið hefur verið sú að kaupverð og leiga hafi verið of há að margra mati. Það vantar því engan frekari hvata til að hagræða í útgerð. Um það sér hið háa verð á kvótum. 80% kvótanna hafa þegar gengið manna á milli við kaup og sölu. Það er ekkert meiri hvati til hagræðingar þótt útgerðin greiði sama eða minna gjald tii rík- issjóðs í stað núverandi seljenda. Það er engin heilsubót eða sáluhjálparat- riði fyrir útgerðina að borga til rík- isins 1 stað núverandi handhafa, nema síður sé. Auðlindanefnd opnar möguleika til opnari mai'kaðar með kvóta er hún nefnir að „telji menn óeðlilega mismunun fólgna í því að tengja kvótaeign alfarið við skip tel- ur nefndin eina rökrétta svarið felast í því að heimila öllum að eiga afla- hlutdeildir þótt þær verði að sjálf- sögðu aðeins nýttar af skipum. Ékki telur nefndin þó tímabært að stíga slíkt skref hér á landi en æskilegt að taka það til rækilegrar skoðunar og umræðu.“ Að mínu áliti bendir auð- lindanefnd hér á möguleika þess að allir íslendingar sem það vilja og geta kaupi sér kvóta í stað þess að ríkisvaldið ágimist þessar eignir landsmanna. Ríkið skapar engin ný verðmæti við það að slá eign sinni á kvótana. Það kemur í hlut útgerðarinnar nú sem hingað til að skapa þessi verð- mæti. Það virðist mjög vera ofarlega í huga Þorvalds að útgerðin sé á rík- isframfæri. Hann skrifar: „Ríkis- stuðningurinn við útveginn hefur tekið á sig ýmsar myndir gegnum tíðina. Fyrr á áram var útgerðin styrkt beint. Þetta gekk svo langt, að 43% ríkisútgjalda rannu til útvegs- mála, þegar viðreisnarstjórnin sagði loksins: „Hingað og ekki lengra" og minnkaði hlutdeild útvegsins í út- gjöldum hins opinbera niður 1 3% 1 einu vetfangi árin 1959-1961.“ Hér finnst mér vanta ýmislegt hjá Þor- valdi til þess að bregða upp réttri mynd af ástandinu eins og það raun- veralega var. „Ríkisstjórnir hinna vinnandi stétta" höfðu lengi verið með þjóðnýtingarstenu og lýst allan erlendan gjaldeyri þjóðareign. Eng- inn íslendingur mátti eiga erlendan gjaldeyri og varð að selja hann rík- isbönkunum, Landsbankanum og Utvegsbankanum, á hálfvirði. Ríkis- valdið ákvað sjálft verð á erlendum gjaldeyri. Gengið var oftast kolvit- laust, þannig að útflytjendur fengu ekki nema u.þ.b. helming af tekjum sínum í eigin vasa. Til þess að inn- flutningur yrði ekki alltof mikill og algjör gjaldeyrisþurrð skapaðist setti ríkið ofurtolla á flestar vörar, allt að 300% á þær, sem ríkið taldi að þjóðin gæti verið án eins og búsáhöld t.d. Til þess að útgerðin færi ekki beint á hausinn við þessa gífurlegu blóðtöku fékk hún hluta af þessum ofurtollum til sín með svokallaðri millifærsluleið. Að kalla þetta ríkis- styi'k til útgerðarinnar er álíka sann- gjarnt og að segja að maður sem settur er saklaus í fangelsi sé á rík- isstyrk vegna þess að hann fái frítt fæði svo að hann deyi ekki úr hungri. Efnahagsstjórnin á þessum áram var vægast sagt hörmuleg og viðreisnar- stjórnin gerði mikla bragarbót er hún leiðrétti gengi, afhenti útflytj- endum aftur eigin tekjur og lagði millifærslurnar af. Þegar þessi hörmungarsaga um stjórn efnahags- mála er rifjuð upp sjá menn að sam- líking á kvótaeigendum og húseig- endum er ekki svo fráleit. Allt getur gerst og betra að halda vöku sinni. Þorvaldur byrjar grein sína á því að segja: „Þegar ég sezt upp 1 leigubíl hvarflar það ekki að mér að biðja bíl- stjórann að láta sér duga að taka „hóflegt gjald“ fyrir aksturinn. Hvers vegna ekki? Það er vegna þess, að ég væri þá að biðja bílstjór- Minnum á, að auglýsingapantanir fyrir sérblaðið Heimili/fasteignir, sem kemur út miðvikudaginn 3. janúar, þurfa að berast fyrir kl. 12.00 föstudaginn 29. desember AUGLÝSI NGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110» Netfang: augl@mbl.is Jóhann J. Ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.