Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Vetrarhörkur í Bandaríkjunum
og á Bretlandseyjum
Snjór setur
samgöngur
úr skorðum
Washington, Little Rock. AP, AFP.
VITAÐ er að minnst 16 manns
hafa farist af völdum óveðurs sem
gengið hefur yfir suðurhluta
Bandaríkjanna frá því á jóladag.
Snjókoma og ísing hafa valdið
mörgum slysum og um hálf milljón
manna mun vera án rafmagns.
Hjálparsveitir voru að störfum í
norðurhluta Texas, Oklahoma og
Arkansas í gær og rafmagnsleysi
olli vandræðum í Louisiana við
Mexíkóflóa. Flugfélagið American
Airlines aflýsti hundruðum ferða
frá völlunum í Dallas og Fort
Worth í Texas.
Miklar samgöngutruflanir voru
einnig í gær á Bretlandseyjum
vegna éljagangs, á Norður-írlandi
var snjókoman sú mesta í 18 ár.
Mörgum flugvöllum var lokað að
sögn BBC og fjölmargir urðu því
strandaglópar. Spáð var enn meiri
snjókomu er liði á daginn. Víða var
mikil hálka og illfært vegna fann-
fergisins, meðal annars í Kent í
Suður-Englandi. Læknar ráðlögðu
aðstandendum eldra fólks og
heilsutæpra að ganga úr skugga
um að nægur hiti væri hjá þeim
þar sem gera mætti ráð fyrir
slæmu veðri í nokkra daga.
Ising sligar raforkulínur
Mick Huckabee, rikisstjóri í
Arkansas, lét í gær þjóðvarðliða
dreifa mat og fleiri nauðsynjum til
fólks í strjálbýli þar sem rafmagn
hefur farið af. Margir komast
hvorki lönd né strönd vegna þess
að mikil ísing á vegum hefur
stöðvað alla umferð á þeim. „Bók-
staflega allt er í ólagi,“ sagði
Huckabee. „í 11 eða 12 sýslum eru
nær allir án rafmagns, símasam-
bands og vatns.“
Víða hefur ísing sligað raforku-
Einmanalegur póstur á reiðhjóli kemur bréfum á áfangastað í Crumlin á Norður-frlandi í gær.
línurnar og tré. Að sögn embættis-
manna geta liðið margir dagar áð-
ur en búið verður að koma
orkumálum í samt lag á sumum
svæðum en óveðrið hefur undan-
farna daga verið að þokast austur
á bóginn til strandríkjanna við Atl-
antshafið. Sögðu veðurfræðingar
að hvassviðrið væri í Mississippi
og Alabama en fram til þessa hefði
eingöngu fylgt því rigning en ekki
snjór og frost. Orsök kuldakastsins
síðustu daga var sögð vera að heitt
og rakt loft hefði borist sunnan úr
Mexíkóflóa og rekist á lag af köldu
lofti.
Atkvæði
skoðuð í
Flórída
STARFSMAÐUR kjörstjórnar
í Hillsborough-sýslu í Flórída í
Bandaríkjunum heldur á loft
kjörseðli fyrir blaðamann frá
The Tampa Tribune í Tampa í
gærmorgun. I krafti upplýs-
ingalaga hafa blaðamenn
fengið því framgengt að fá að
sjá tugþúsundir vafaatkvæða
sem greidd voru í forsetakosn-
ingunum hinn 7. nóvember, til
að fá úr því skorið hvort A1
Gore, fráfarandi varaforseti
og forsetaefni Demókrata-
flokksins, hefði fengið meiri-
hluta atkvæða í ríkinu ef dóm-
stólar hefðu heimilað form-
lega endurtalningu atkvæð-
anna. Aðeins starfsmenn kjör-
stjórnarinnar mega snerta
kjörseðlana.
Byssumaðurinn sem myrti sjö manns í Massachusetts
Einfari sem ræddi
sprengjugerð á Netinu
Boston, Malden. AFP, AP.
MICHAEL McDermott, sem hefur
verið ákærður fyrir morð á sjö
samstarfsmönnum sínum í netfyr-
irtæki í Massachusetts á þriðjudag,
er lýst sem dularfullum einfara
með sérstakan áhuga á byssum og
sprengiefnum. Nokkurt magn af
efnum og búnaði til sprengjugerð-
ar var gert upptækt á heimili hans
eftir lögreglurannsókn, en engar
vísbendingar fundust um hvort eða
hvernig hann hefði ætlað að nota
það.
McDermott vann við gæðapróf-
anir og eftirlit hjá Edgewater-
netráðgjafafyrirtækinu íMalden,
einu úthverfa Boston. Lögregla
rannsakar nú hvort gremja yfir því
að vangoldnir skattar yrðu dregnir
af launum hans hafí orðið til þess
að McDermott gekk berserksgang
á skrifstofum fyrirtækisins, en
vinnuveitendur hans höfðu nýlega
fallist á kröfu skattayfírvalda þar
að lútandi. Meðal þeirra sjö sem
féllu í valinn voru fimm starfsmenn
bókhaldsdeildar og einn starfs-
mannastjóra fyrirtækisins.
Hafði mikinn áhuga
á byssum og sprengiefnum
McDermott er 42 ára gamall, frá-
skilinn og barnlaus. Að sögn banda-
rískra ijölmiðla er margt á huldu
varðandi líf hans, en hann virðist
Reuters
Michael McDermott er hann var
leiddur fyrir dömara í fyrradag.
hafa verið einfari sem hafði helst
samskipti við annað fólk í gegnum
spjallrásir á Netinu. Nágrannar og
samstarfsfólk lýsa honum sem dul-
um manni, sem hafi ekkert látið
uppskátt um líf sitt. Að sögn fólks
sem rætt hefur við McDermott á
Netinu hefur hann mikinn áhuga
og töluverða þekkingu á byssum og
sprengiefnum og ræddi oft um mál
því tengd. Þátttaka hans í slíkum
umræðum mun þó ekki hafa vakið
grunsemdir um að hann hygði á of-
beldisverk. Netveijar segja Mc-
Dermott einnig kaldhæðinn og með
„svartan húmor“, en hann mun til
dæmis hafa sagt smekklausa
brandara um matreiðslu dýra sem
keyrt hefði verið á. Þegar ákæran
á hendur McDermott var lögð fram
fyrir dómstóli í Maldcn á miðviku-
dag, sagði lögfræðingur hans, Kev-
in Reddington, að hann hefði verið
í meðferð hjá geðlækni og að hann
neytti lyfja. Reddington óskaði eft-
ir því að rétturinn tryggði að lyfja-
gjöflnni yrði haldið áfram, en neit-
aði að skýra fréttamönnum nánar
frá andlegu ástandi McDermotts.
Löngum stundum um
borð í kafbáti
McDermott gegndi herþjónustu
um sex ára skeið, en þar af starfaði
hann sem aðstoðarrafvirki um borð
í kjarnorkukafbáti á árunum 1978
til 1982. Fyrrverandi yfirmenn
hans segja hann hafa staðið sig
þokkalega, en sökum þess að hann
stóðst ekki reglubundin próf var
hann hvað eftir annað skyldaður til
að vera löngum stundum um borð í
kafbátnum meðan félagar hans
fengu landgönguleyfl.
Orku-
skortur í
Kaliforníu
Washington. AFP.
BILL Richardson, orkumála-
ráðherra Bandaríkjanna, hefur
framlengt um eina viku neyð-
artilskipun, sem skyldar
bandarísk orkufyrirtæki til að
sjá Kaliforníubúum fyrir nægi-
legri raforku, en alvarlegur
orkuskortur er yfirvofandi í
ríkinu.
Orkuver í Kaliforníu fram-
leiða ekki næga raforku til að
svara eftirspurn í ríkinu, og
Kaliforníubúar hafa því þurft
að kaupa rafmagn frá öðrum
sambandsríkjum. Óvenju mikl-
ir kuldar á vesturströnd
Bandaríkjanna í vetur hafa
aukið orkunotkun til muna, og
það, ásamt óvenju litlu vatns-
magni í ám, hefur leitt til þess
að nágrannaríki Kalifomíu,
Oregon og Washington, hafa
ekki haft umframorkubirgðir
til að selja Kaliforníubúum.
Þá hefur rekstur tveggja
stærstu raforkudreifingarfyr-
irtækjanna í Kaliforníu, Pacific
Gas and Electric Company og
Southern California Edison,
verið í járnum, vegna hækk-
ana á heildsöluverði rafmagns.
Heildsöluverðið var gefið
frjálst í Kaliforníu fyrir fjórum
árum, en hámarksverð er enn
í gildi á smásölu, og hafa fyr-
irtækin því ekki haft mögu-
leika á að auka tekjur sínar til
samræmis við verðhækkanirn-
ar.
A miðvikudag fóru þau þess
á leit við orkumálayfirvöld í
ríkinu að leyfi yrði veitt til að
hækka raforkuverð til notenda
um allt að 30%, en forsvars-
menn þeirra fullyrða að fyr-
irtækin stefni að öðrum kosti í
gjaldþrot.
Fákshesthús til sölu
Höfum til sölu síðasta hesthúsið sem Fákur selur á sínu frá-
bæra félagssvæði. Húsið, sem er við Faxaból, er upphaflega
innréttað fyrir 38 hross. Mjög stór hlaða með mikilli lofthæð,
sem gefur ótrúlega möguleika. Nú gefst einstakt tækifæri
fyrir einstaklinga, tamningamenn, nokkra félaga saman eða
stórfjölskylduna að eignast stórt hesthús á glæsilegasta
hesthúsasvæði landsins.
Allar nánari upplýsingar veitir Kári Fanndal.
FASTEIGNASALAN GARÐUR
Sími 562 1200, 862 3311
Iðnaðarmenn handteknir
vegna eldsvoðans í Kína
Luoyang. AP.
ÆTTINGJAR þeirra sem fórust í
eldsvoðanum sem kom upp í stór-
markaði í Kína á jólanótt gagnrýndu í
gær harkalega kulda og sinnuleysi
embættismanna sem sjá um að bera
kennsl á líkin. Alls fórust 309 manns í
slysinu. Nokkrir iðnaðarmenn, sem
voru að logsjóða stálbita í kjallara
hússins, hafa verið handteknir og sak-
aðir um að hafa valdið eldsvoðanum.
Heimildarmönnum bar ekki saman
um fjölda hinna handteknu.
Yfir 200 manns gengu með kröfu-
spjöld um aðalgötu borgarinnar Luo-
yang í miðhluta Kína í gær og kröfð-
ust þess að embættismenn héldu fund
með ættingjum hinna látnu.
Yang Zhije, sérfræðingur í örygg-
ismálum, sagði í viðtali við kínverska
sjónvarpið að settum reglum hefði
ekki verið fylgt. Slysið varð í Dongdu-
verslanamiðstöðinni að kvöldi jóla-
dags og er talið að neistar hafi lent á
vefnaðarvöru. Að sögn fjölmiðla flúðu
fjórir iðnaðarmenn út úr húsinu er
þeim hafði mistekist að slökkva eldinn
með vatni.