Morgunblaðið - 29.12.2000, Síða 58
MORGUNB LAÐIÐ
58 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000
HESTAR
bónda í hestaþætti Morgunblaðsins
fyrir skömmu þar sem hann bendir
á að þegar menn segi að Island í
heild sinni geti borið svo og svo
mörg hross sé þar um fræðilega
skýringu að ræða. Það sé langt í frá
sjálfgefið að hestaeigendur hafi að-
gang að því landi sem vannýtt sé,
ýmist vegna fjarlægðar og/eða að
eigendur þess kæri sig ekki um
hross í landi sínu.
Reiðhallabylting
í algeymingi
Gott mótvægi á ótíð vetrarins
voru ört fjölgandi reiðhallir og
skemmur víða um land sem gerði
það að verkum að minna var kvartað
yfir slæmu veðri eða færð til útreiða.
Er nú allvíða komin aðstaða innan-
húss til þjálfunar hrossa og var til að
mynda ein stórglæsileg reiðhöll vígð
á Blönduósi snemma árs. Þá héldu
hestamenn á Akureyri góða sam-
komu í nýrri skautahöll þar í bæ og í
kjölfarið komu fram háværar óskir
um reiðhöll í höfuðstað Norður-
lands. I Skagafirði eru menn að gera
fokhelda myndarlega reiðhöll á
Sauðárkróki þar sem eldhuginn og
heiðursborgarinn Sveinn Guð-
mundsson stendur fyrir verkstjórn
og eftirrekstri eins og honum er ein-
um lagið. Má vænta vígsluathafnar
þar á fyrri hluta næsta árs. Þessar
reiðhallir og skemmur út um landið
hafa valdið straumhvörfum í reið-
kennslu og þróun reiðmennskunnar
og má nú þegar greina glögg skil
þar á.
Mikill hugur var í mönnum víða
um land við þjálfun hrossa fyrir
landsmótið sem haldið var í júlí á
Víðivöllum í Reykjavík. Fór ekki
milli mála að margir ætluðu sér
stóra hluti þar og þegar þannig hag-
ar til smitar áhuginn alltaf út frá sér
og má með sanni segja að mikil
gróska hafi verið í hestamennskunni
almennt um land allt.
Hestamönnum
fjölgar
Ástand í málefnum hestamennsk-
unnar á árinu í sinni víðustu mynd
var bæði súrt og sætt þótt sætu-
bragðið hafi verið yfirgnæfandi.
Heldur dró saman í útflutningi
hrossa en þar vegur upp á móti að
innanlandsmarkaður virðist nokkuð
líflegur enda virðist þeim stöðugt
fjölga sem leggja stund á hesta-
mennsku og þar virðist að stórum
hluta vera fólk með allgóða fjár-
hagsafkomu og þaðan af betri.
Hestamennskan hefur heldur ekki
farið vai-hluta af góðærinu sem ríkt
hefur undangengin ár.
Agætur markaður er fyrir góða
hesta sem seljast þá jafnan á háu
verði og virðist það eiga við um bæði
innanlandsmarkað sem og útflutn-
ing.
Sterkt inn í markaðsmálin spilar
stöðugt aukinn áhugi fyrir þátttöku í
keppni á hestamótum en slíkt stuðl-
ar mjög að framförum í reið-
mennsku og eykur eftfrspurn eftir
góðum keppnishæfum hestum.
Þótt mótahald hafi verið gert að
sérstöku umfjöllunarefni á ársþingi
hestamanna á haustdögum þá verð-
ur ekki annað sagt en mikil gróska
sé á þeim vettvangi. Spakir menn
þykjast hinsvegar sjá að í óefni
stefni og aðgerða sé þörf. Eins og
venjan er hjá hestamönnum eru þeir
ekki alveg sammála um leiðir og
þvarga smátíma áður en þeir finna
leiðir sem allir sættast á.
Gæðahross
á landsmóti
Af mótum ársins er landsmótið að
sjálfsögðu það sem ber höfuð og
herðar yfir aðrar samkomur hesta-
manna. Hestakostur mótsins var
frábær, aldrei betri að margra mati,
og ber þar hæst stórkostlegar af-
kvæmasýningar jöfranna Orra frá
Þúfu og Kolfinns frá Kjarnholtum.
Þar fóru án efa jafnbestu af-
kvæmahópar sem getið hefur að líta
í sýningum á íslenskum hestum þar
sem var valinn gæðingur í hverju
rúmi.
Eitt sem vakti ánægju með þessa
tvo hópa er hversu ólíkir þeir eru en
góðir hvor á sinn hátt. Undirstrikar
það vel góðan breytileika innan ís-
lenska hrossastofnsins, þrátt fyrir
fullyrðingar um að verið sé að forma
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Hrossin sem eru aðalatriði landsmóta stóðu vel undir væntingum á landsmótinu í Reykjavík í sumar.
Gott lands-
mótsár
að baki
Við áramót er mönnum gjarnt að líta til
baka og spyrja sig hvort gengið hafí verið
til góðs götuna fram eftir veg. Valdimar
Kristinsson rifjar hér upp eitt og annað
sem markvert getur talist í heimi
hestamennskunnar á árinu.
VEÐURFAR spilar stóra rullu í
hestamennskunni og er óhætt að
segja að veðurguðirnir hafi farið
heldur ómjúkum höndum um þá
sem hesta halda sem og aðra lands-
menn framan af ári. Snjóþyngsli
voru víða mikil og mæddi mjög á
þeim sem voru með útigönguhross.
Voru margir orðnir mjög mæddir
undir vor eftir basl í snjónum. Erf-
iðlega gekk að koma fóðri til
hrossanna og víða óðu hross yfir
skurði og girðingar sem voru fennt-
ar í kaf. Er óhætt að segja að þessi
erfiði vetur hafi vakið margan „mer-
arkónginn" til umhugsunar um
hvaða tilgangi það þjónaði að vera
með öll þessi hross. Þótt ekki færi
mjög hátt þá leiddi tíðarfarið til þess
að margir tóku á málum þegar leið á
árið og má ætla að allnokkur fækk-
un hrossa hafi orðið á árinu og kæmi
ekki á óvart þótt hún væri meiri en
fyrstu tölur segja til um. Ekki er
með vissu vitað hversu mörg hross
hafa verið felld og grafin en líklegt
þykir að þau séu mun fleiri en gerist
og gengur ár hvert.
Samfara áhrifum tíðarfarsins síð-
astliðinn vetur hefur ástand í mark-
aðsmálum einnig hvatt menn í nið-
urskurð og þar spila einnig inn í
beitarálag og landnýtingarsjónar-
mið.
Undanþegnir þessum harðindum
voru Húnvetningar en þar var tíðin
með besta móti í vetur sem og allt
árið og er óhætt að segja að sann-
kallað góðæri hafi ríkt þar um slóðir.
En þegar í Skagfjörð kom fóru tíð-
* . -4-'■
■'V-
m.
£
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Veðurguðir hafa farið misjöfnum höndum um hross landsins á árinu
sem er að líða. Fannfergi mikið framan af ári en einmuna blíða lungann
af árinu allt til áramóta.
arfar og snjóþyngsli versnandi og
ekki batnaði það þegar austar dró á
Norðurlandi.
Flestir vilja
fækkun hrossa
Vor og sumar var með allt öðru
móti en veturinn. Árið var eitt hið
gróðursælasta í manna minnum og
haustið með afbrigðum gott, sér-
staklega á það við um sunnanvert
landið. Kom þessi tíð sér víða vel,
sérstaklega þar sem álag vegna
hrossabeitar hefur verið mikið und-
angengin ár. Telja sérfræðingar að
heldur miði í betri átt með fækkun
hrossa en betur megi ef duga skuli.
Almennt virðast menn sammála um
að lágmarksfækkun skuli vera 20
þúsund hross þannig að heildarfjöldi
hrossa verði um eða rétt yfir 50 þús-
und hross. Jens Einarsson ritstjóri
Eiðfaxa er þó á öðru máli en í leið-
ara í desemberblaði gerir hann
hrossafjöldann að umfjöllunarefni.
Þar lætur ritstjórinn í veðri vaka að
hæfilegur fjöldi sé 80 til 100 þúsund
hross og að beitiland sé yfrið nóg,
aðeins vanti beitarstjómun. Má í
þessu tilfelli benda á ummæli
Bjarna Maronssonar starfsmanns
Landgræðslu ríkisins og hrossa-