Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.12.2000, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðir stofna dótturfélag með tveggja milljarða króna ársveltu STJÓRN Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli hefur ráðið Gunnar Olsen sem framkvæmda- stjóra félagsins frá 1. janúar 2001. Flugþjónustan á Keflavíkurflug- velli er nýtt dótturfélag Flugleiða sem tekur til starfa nú um áramót- in. Rekstur félagsins nær til far- þega- og flugvélaafgreiðslu á vell- inum, fraktafgreiðslu, veitinga- rekstrar í flugstöð og framleiðslu á flugvélamat. Um 460 heilsársstörf eru hjá félaginu, en á sjöunda hundrað starfs- menn þegar mest er og velta félags- ins verður vænt- anlega liðlega 2 milljarðar króna á fyrsta starfs- árinu. Gunnar Olsen hóf störf hjá Loft- leiðum 1972 sem sumarafleysingamaður á Keflavík- urflugvelli á námsárum sínum. Gunnar hefur síðan starfað sem flugafgreiðslumaður, flokksstjóri í bókhaldsdeild, deildarstjóri í sölu- deild fraktdeildar og deildarstjóri þjónustudeildar Flugleiða. Arið 1986 fór Gunnar til starfa í Banda- ríkjunum sem svæðisstöðvarstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum, með aðsetur í New York en tók síðan við stöðu markaðs- og sölustjóra Flugleiða fyrir miðríki Bandaríkj- anna og Kanada með aðsetur í Chieago. Gunnar flutti aftur til ís- lands 1989 og tók þá við stöðu stöðvarstjóra Flugleiða á Keflavík- urflugvelli og síðar stöðu forstöðu- manns stöðvarreksturs Flugleiða með aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Síðastliðin tvö ár hefur Gunnar gegnt stöðu forstöðumanns af- komueiningar Flugleiða sem ber ábyrgð á allri farþega- og flugþjón- ustu félagsins á Keflavíkurflugvelli. Gunnar er giftur Sólveigu Þor- steinsdóttur og eiga þau fjögur börn. Gunnar Olsen Almennc hlutaprútboð Samvinnuferða-Landsvnar hf. dAA-ð |g ■. m$§%§: .v: ; "V./" /' Ali ¥.1' X.'VL Hluthafafundur Samvinnuferða-Landsýnar hf. sem haldinn var þann 22. desember samþykkti að hækka hlutafé félagsins um 350 milljónir króna að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. Hluthafafundurinn samþykkti jafnframt að falla frá forkaupsrétti á 150 milljónum króna að nafnverði sem þegar hafa verið seldar samkvæmt samningi. Utboðsfyrirkomulag Skráðir eigendur að morgni 22. desember 2000 eiga forkaupsrétt á 200 milljónum króna að nafnvirði, af 350 milljóna króna aukningu, í hlutfalli við eign sína á þeim tíma. Þeim er þó heimilt að skrá sig fyrir auknum hlut æski þeir þess. Almenn sala Seljist ekki allt hlutafé til forkaupsrétthafa kemur til almennrar sölu. Verði umframáskrift í þeim hluta skerðist hámarksfjárhæð ekki hlutfallslega, heldur þar til heildarfjárhæð útboðsins er orðin 350 milljónir króna að nafnverði. Sölutímabíl Forkaupsrétthafar: Frá 3. janúar 2001 kl. 9:00 til 12. janúar 2001 kl. 15:00. Almenn sala: Frá 15. janúar 2001 kl. 9:00 til 16. janúar 2001 kl. 16:00. Gengi hlutabréfanna Útboðsgengi hlutabréfanna verður 1,00 bæði til forkaupsrétthafa og í almennri sölu. Sala og umsjón með skráníngu Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík. Skráning Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá á Vaxtarlista þau hlutabréf sem seld verða í útboðinu, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt að útboði loknu. Skráningar er vænst í febrúar 2001. Útboðs- og skráningarlýsingu vegna ofangreindra hlutabrófa má nálgast hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum og á vefsíðu bankans, www.frjalsi.is. Samvinnuferðir Landsýn Frjálsi fjárfestingarbankinn I Sóltúni 26 j Sími 540 5000 j Fax 540 5001 j www.frjalsi.is I FRJÁLSI Húsasmiðjan tekur yf ir hluta af rekstri Árvíkur • UM NÆSTU áramóttekurHúsa- smiðjan við sölu og þjónustu á vörum byggingavörusviðs Árvíkur. í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að vörubirgðir og viðskiptasambönd færist yfirtil Húsasmiðjunnarfrá og meö 1. janúar og að samfara því muni Árvík loka vörulager sínum í Ár- múlanum. Árvík mun halda áfram starfsemi þrátt fyrir þessar breytingar og mun sinna sölu á efnavörum, öryggis- og afgreiöslukerfum fyrir bókasöfn og heildsöludreifingu á vörum til flugu- veiði. í febrúarverða skrifstofur Ar- víkurfluttaríeigið húsnæði lyrirtæk- isins við Garðatorg 3 í Garðabæ en öll símanúmer Árvíkur verða óbreytt. Húsasmiðjan tekurvið öðrum viö- skiptasamböndum Árvíkur og munu öll Ijós o.fl. færastyfirtil ískraft en klæðningarogyfirborðsefni, log- suðutæki og vörumeðhöndlunartæki verða hjá H.G. Guðjónsson. Verslanir Húsasmiðjunnar munu hins vegar dreifa límum, límböndum, þéttiefn- um, slípi- og skurðarvörum og sér- hæfðum málningarvörum. Við þessa breytingu munu sjö af starfsmönnum Árvíkur iáta af störfum og munu þeir flestir hefja störf hjá Húsasmiðjunni. MP BIO hf. skrád á Vaxtarlista Verðbréfaþings • A-flokkur hlutabréfa MP BIO hf. hefur veriö skráður á Vaxtarlista Verð- bréfaþings íslands og er fjöldi skráðra félaga nú 75 á Aðal- og Vaxtarlista þingsins. Hlutafé MP BIO hf. skiptistítvo flokka, en skráð hlutafé er alls 1.171.908.109 krónur að nafnvirði. Hlutafé f A-flokki er 1.161.908.109 krónur og hlutafé í B-flokki 10.000.000 krónur. A-flokki hluta fylgja 70% heildar- atkvæðisréttarífélaginu, en B-flokki hluta fylgja 30% atkvæðisréttar. Hluthafar MP BI0 hf. eru tæplega 500 talsins. Samkvæmt 3. gr. sam- þykkta MP BIO hf. ertilgangurfélagsins fjárfestingar í lyfja-, líftækni og erföa- tæknifyrirtækjum og eignarhald hluta- bréfa. Auökenni í viðskiptakerfi Verð- bréfaþings er MPBO. Félagið veröur tekið inn í heildarvísitölu Vaxtarlista og vísitölu hlutabréfasjóða ogfjárfesting- arfélaga föstudaginn 5. janúar næst- komandi. Bílabúð Benna með starfsleyfi • I FRÉTT um bílasala í við- skiptablaöi Morgunblaösins 17. des- ember síðastliðinn vantaði eina bíla- sölu í Reykjavík, Bílabúð Benna, sem hefur starfsleyfi en það hafói ekki veriö fært inn á lista iðnaðar- og við- skiptaráöuneytisins yfir leyfishafa. Viðkomandi bílasala hefuróskað eftir því að leiörétting verði birt í Morgunblaðinu og hér með er orðiö við því. Bílabúð Benna ertil húsa á Bíldshöföa 10,112 Reykjavík, og prófhafi er Jón Kr. Stefánsson, og starfsábyrgðartrygging er hjá Sjóvá- Almennum. Slóöin að lista iðnaðar-ogvið- skiptaráðuneytisins yfir bílasala sem hafa starfsleyfi er: Slóöin á bflasala er: http://brunnur.stjr.is/interpro/ ivr/ivr.nsf/pages/upplysingar-bila skra. Hlutafjárútboði Baugs lokið • Hlutafjárútboði Baugs hf. meðal forgangsréttarhafa lauk 22. desemb- er hjá Islandsbanka-FBA. Eigendur 94% hlutafjár í Baugi nýttu forgangs- rétt sinn að fullu og skráðu sig fyrir tæplega 3 milljörðum króna að kaup- verði. I boði var nýtt hlutafé að nafn- veröi 100 milljónir króna sem hlut- höfum gafst kostur á að skrá sig fyrir á genginu 11,6 eða alls 1.160 millj- ónir króna að kaupveröi. Var því um 153% umframeftirspurn að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.