Skírnir - 01.01.1867, Síða 13
INNGANGUR.
13
stöSum bí?a líkra úrslita. }>ær þjóSir, er á austurjaðri NorSur-
álfunnar lúta yíirrá&um Tyrkjakeisara, bíSa þess, a8 þeim yerSi
selt sjálfsforræSi í hendur. Kristnir jiegnar Soldáns á Krítarey
hafa sí8an í fyrra vor staSiS undir vopnum, og varizt fyrir fjöl-
skipuSum her af tyrknesku og egypzku li8i. Allajafnan hafa
komiS sendingar li8s og vopna, bæbi frá Grikklandi og Italíu, til
eyjarinnar, og því hefir uppreistin gosiS upp hva8 eptir annaS,
j)á er Tyrkir ætluSu hana slökkta. þessi seiga vörn Krítarmanna
hefir vi8a á meginlandinu vakið kristna menn til mótgangs gegn
valdi Tyrkja, og tala8 er um uppreistir bæ8i í Epírótahjera8i og
þessalíu. Grikklandsbúar hafa veitt eyjarbúum í öllu, er þeir
hafa mátt að komast, en bí8a j>ess meS mesta óþoli, a8 hver
Ófri8artí8indin þar eystra verSi svo umfangsmikil, ab til þeirra
taki. Kúmenar kusu sjer til höfSingja Karl af Hohenzollern a8
Soldáni fornspuröum, en hann varð síbar ab jákvæía þeirri kosn-
ingu. Mikael jarl í Serbíu hefir ánýjaS gamlar kvaSir og heimtur,
a8 Tyrkir fari burt með setulið sitt úr Belgradkastala, og er sagt
ag Austurríki stySji máistaS hans. þannig kennir alstabar af illum
kur í ríki Soldáns hjermegin Stólpasunds, en allir vita hvern
augastað Rússar hafa á Tyrkjanum, og þa8 er almennt mál, a8
’ þeir hafi róiS undir þeim óspektum er vaknaöar eru. Takist
a8 setja þær me8 skaplegu móti og um lei8 bæta kosti kristinna
manna, a8 þeim þyki vi8 unandi, yr8i enn bjargaS ríki Soldáns
án verri slysa. En þaS er eigi undir hælinu lagt, og hitt
er engu ólíklegra, a8 nú eigi ekki úr steini a8 höggva
fyrir Tyrkjum fyrr en ríki þeirra í Nor8urálfunni er til fulls ni8ur
brotiS. Falli þa8 fyrir atgöngu þeirra, er byggja skattlönd Sol-
dáns og GrikkJandsbúa, er hætt vi8 a8 svo bryddi á gömlum
rá8um Rússa, a8 fleiri ver8i til a8 hlutast. þa8 vir8ist sem
vesturþjóSum álfu vorrar sje horfnar vonir um a8 gera hinn „sjúka
mann” albata, en hitt er þeim vandinn mestur a8 leita honum
þeirra lækninga, er eigi beint stytti honum stundir. Af því rá8
allra eru hjer enn nokku8 á huldu og enginn veit hvernig vi8-
skiptum lýkur þar eystra me8 Soldáni og þegnum hans e8ur skatt-
gildingum, þá er hægt a8 skilja a8 mörgum þyki friSurinn sem
á hverfanda hveli, og a8 margir leiSi getum um þa8 atfylgi