Skírnir - 01.01.1867, Page 134
134
I'BJBTTXR.
Riissland.
sem fyrri. í vetur komu til þýzkalands (líklega frá Frakklandi)
sendiblöS me8 bænarávarpi á frakknesku til NorSurálfubúa frá
130,000 pólverskra manna á Póllandi, Lítháen og enum rútbensku
bjeruSum, aS hlutast til um þjáningar landsins. þar segir, aS
samkvæmt skýrslum sjálfrar stjórnarinnar í Pjetursborg
hafi síSan 1863 veri8 reknir 18,682 menn til Síberíu (meSal
þeirra 164 konur og 114 prestar). Til Rússlands hafa veriS
færSir 12,556 (218 konur óg 163 prestar) á ýmsa staSi. Til
auðnarlandanna hjá Úralfjöllum eru reknir 33,780, en 31,500 sitja
í dýflissum og þegar sá rannsókna og pyntingar tími er úti,
tekur viS leiSin til Síberíu. 620 hafa dáiS í varShöldunum. Á
Jþeim stöSum, er bardagar hafa staSiS, liggja dysjaSir 33,800
manna, en 1468 hafa veriS teknir af lífi. 7060 hafa komizt undan
til útlanda. þjóSerni, tungu og trú Póllendinga er misþyrmt meS
öllu móti, en ungir menn teknir til herþjónustu og færSir í burtu
til fjarlægustu hjeraSa Rússlands. MikiS er aS gert, og þó mun
þeim aldri vinnast aS bera banaorS af hinni pólsku þjóS! — Frakk-
nesknr maSur (Charles de Mazade) hefir ritaS ágæta vel um
ástand Rússlands á seinni árum, og sýnt fram á, hvernig nýjung-
arnar hafa komiS losi á allt ríkislífiS, hvernig flest ráS stjórnarinnar
verSa aS snörum, er hun sjálf flækist i, og hvernig allt er tekiS
aS reiSa hvaS í mót öSru, er áSur lá í dróma. Hann lýkur máli
sínu meS þessurn orSum: „J>aS er orStak á Rússlandi, aS hætta
sjer út í ána, en komast ekki yfir. Svo er nú á statt fyrir þessu
ríki, þaS hefir sleppt sjer frá þeim árbakkanum er þaS stóS á og
á langt aS landi hinumegin, en um þaS hafa Rússar fengiS ljósustu
raun á tveimur síSustu árunum, aS þeim tekst ekki aS fylla far-
veginn milli bakkanna meS þjóSaleifum.“
Alexander, keisaraefniS, hefir nú fengiS unnustu bróSur síns,
er dó í hitt eS fyrra. Hann kom til Danmerkur í fyrra í júní-
mánuSi meS tveimur bræSrum sínum og leitaSi ráSsins, en festar
þeirra Dagmarar fóru fram á Fredensborg, öSru sumaraSsetri
konungs vors. I haust eS var fór prinzessan til Pjetursborgar á
gufuskipi konungs, er Sljesvík heitir, en „Pjetur Skram“, freigáta
járnbyrS, var til fylgdar, og mörg herskip frá Rússlandi. ViS-
tökurnar voru, sem nærri má geta, meS fádæma skrauti og viS-