Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 1
Utlendar frjettir
frá nýári 1882 til ársloka,
eptir
Eirík Jónsson.
Almenn tíðindi.
Inngangsorð.
Arið umliðna hefir verið hið hagstæðasta til allra gæða
og afurða í flestum löndum, bæði vorrar álfu og annara; og má
þvi ltalla, að Island hafi verið hörmulega hjá sett. Friðurinn
hefir haldizt með þjóðum norðurálfunnar, og eigi annað út af
borið enn uppreisn í Bosníu og Herzegóvinu, sem síðar mun
getið. En þó kviknaði þar ófriður á næstu grösum við Evrópu,
er sú bylting gerðist á Egiptalandi, sem Englendingar hlutu
að bæla niður; og skal frá þeim tíðindum sagt í káfla sjer
fyrir framan frjettagreinirnar frá enum einstöku ríkjum. þó
löng hvild hafi orðið á ófriðnum í Suðurameríku (með Chile
annarrar handar, en hinnar Perú og Boliviu), hafa sættir ekki
komizt á að svo komnu, það vjer vitum.
Af stormum, vatnsflóðum og fl.
þó árferðið liafi verið gott, hafa stormar og vatnavextir
af rigningum gert mikinn skaða. Skipskaðar urðu miklir við
strendur Englands og fleiri landa, sem liggja við Atlantshaf
síðan haustið leið, og stórtjón urðu af vatnagangi á Suður-
löndum, einkum af vatnaflóðum i Rin, Duná og ennm minni
ám sem i þær renna, eða öðrum, sem aðrar leiðir renna.
Mest kvað að þessu í Týról, og menn segja, að dæmi til slíks
1* /