Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 90
ÍTALÍA’
92
minna gengi enn i hin fyrri skiptin. þá hlaut Italía Feneyjar
og Feneyjaland fyrir tilhlutun Frakka, En nú var Róm eptir.
Karli eirði þetta sem verst, og árið á eptir gat hann ekki á
sjer setið, en ljet liði safnað við landamaeri páfans, og svip-
aði sjer i land til forustu og sóknar. þá stóð lið konungs
fyrir honum, og ljet stjórnin flytja hann aptur til eyjarinnar.
Nú var herskip haldið á verði í sundinu, að hann gæti ekki
komizt til meginlands, en vörðurinn brást svo, að karl skauzt
fram hjá samt sem áður. Hann barðist þá við ofurefli hjá
Mentona, og beið þar ósigur fyrir liði Frakka og páfans. Lausn-
arstund Rómaborgar kom 1870, og þá var það að Garibaldi
lagði á síðustu herför sina, er hann — ásamt sonum sínum
Menotti og Riciotti — rjezt Frökkum til liðs. það varð að
visu minna enn hann vildi, en sveitir hans veittu alstaðar gott
viðnám, sjerilagi forvarðaliði Manteuífels hjá Dijon 22. jánúar-
mánaðar 1871. Tólf árin siðustu fór Garibaldi sjaldan af eyju
sinni, eða vitjaði sætis síns á þinginu. Hann var jafnan mjög
þjáður af liðaveiki. Efnahagur hans var heldur þungur, þvi
hann sást aldri fyrir um útlát eða gjafir, eða rausn við gesti
sina. Allt fyrir það vildi hann ekki þiggja það sem þingið
vildi veita honum 1873, eina millión franka í sæmdargjöf, og
50 þúsundir í eptirlaun. Forseti þingsins sagði þar lát Gari-
baldi, og fór klökkvandi fögrum orðum um afrek hans Ítalíu
til handa, en Depretis bar þakkir fram fyrir hönd konungs og
þjóðar, og bar upp, að útför hetjunnar skyldi gerð á ríkisins
kpstnað, að allir þingmenn skyldu vera í líkfylgdinni, en 10,000
franka skyldu á ári veittar ekkjunni i lífeyri og hverju barn-
anna; en Garibaldi var nú kvongaður í þriðja sinn.