Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 2
4
ALMENN TÍÐINDI.
finnist ekki í sögu þessa lands, enda varð fólkið fyrir afar-
miklu tjóni, og áttu flestar þjóðir álfu vorrar þátt í samskotum
landsbúum til nauðaljettis. Hjer hafði snjóað á fjöllum uppi,
og það var þeyrinn sem mest jók á vatnavextina. Brýr á ám,
hús í bæjum og bygðum, áhöld, stakkar heys og korns, fjen-
aður — allt hvirflaðist á burt af óðastraumi, og fjöldi fólks
beið líftjón í þessu fári. Enn fremur urðu mikil jarðspell á
ökrum og engjum, og víða varð jörðin óhæf til yrkingar fram-
vegis. I brjefi borgarstjórans í Trient til borgarstjói'ans í
Kaupmannahöfn var svo að orði komizt, „að 400,000 manna biðu
úrræðalausir liðs og bráðustu líknar, enda yrði skorað á fólk
í öllum löndum, að beinast til um bjargirnar.“ *) Mikil og
skæð vatnaflóð urðu síðar bæði á þýzkalandi, Frakklandi og
Ítalíu. Slíkt ber alstaðar að með líkum hætti, en að eins
munur á sköðunum. A Norðurítalíu urðu þeir mjög miklir,
og til enna nauðstöddu hófust samskot á Norðurlöndum sem
víðar. það var um nýjár eða i árslokin, að mikil vaxtahlaup
komu i ár á þýzkalandi og urðu mikil tjón af i þeim bæjum,
sem liggja við Neckar, t. d. Mannheim, Oppau, Edigheim,
Morich og fl. I þeim hrundu 310 hús fyrir straumhörkunni.
Alstaðar leitaði þó fólkið upp á þökin og beið þar til þess, er
björgum varð við komið, og tókust þær viðast með mestu
þrautum. Meðan flóðið var rnest í Oppau, bárust 400 manns
noklcurn tíma fyrir i kirkjunni, en hjer varð fleirum borgið
álíka og i örk Nóa, því margir liöfðu haft þangað með sjer
naut og .sauðkindur, auk annara dýra. 1 kring um Mannheim
urðu 3000 manna húsnæðislausir, og flestir þeirra mjög bjarg-
arvana. Frá þeim bæ reru menn á stórum báti með matvæli
og nauðsynjavörur til hinna nauðstöddu i Oppau, og voru þar
á 40 manns, þegar lieim var snúið. Bátnum hvolfdi á heim-
*) Vjer getum þessa því, að á vorri mannúðaröld þylcjast engir þurfa að
fyrirverða sig, þó þeir leiti liðs lijá eða þiggi hjálpræði af öðrunv
þjóðum, þegar í slíkar nauðir rekur, en þykjumst hafa orðið að skilja
svo sumar tillögur landa vorra, að ]>að væri þjóð vorri til mínkunar,
er hún þægi svo mikið framlag frá öðrum löndum, sem raun hefir
á orðið.