Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 124
126
NTJU RÍKIN Á BALKANSSKAGA.
Tyrkjum 1877 (sbr. „Sklrni" 1878), og sótti siðan mikla sigur-
sæmd til Miðasiu. f>að mun óhætt að fullyrða, að þessi maður
var bæði ástmögur fósturlands síns og hetja þjóðar sinnar, og
svo mun hans lengi minnzt.
Frá Finnlandi. Sú breyting er nú orðin á landslögum eða
landsrjettindum Finna, að þing þeirra hefirfengið heimild á að bera
nýmæli upp eða breytingar á lögum og afnám þeirra, en þó undan
skilin grundvallarlögin, landvarnarlög og prentfrelsislög. Áður
urðu Finnar að semja og senda bænarslcrár til keisarans
(„stórfursta11 síns), að honnm mætti þóknast að leggja þau ný-
mæli fyrir þingið, sem fram á var farið. Bænarbrjefin áttu
langan krókastíg að fara, og stundum liðu sex ár, áður allt var
komið í kring, og svo bar við, að engu var svarað, þvi keisarinn
fjekk aldri að sjá bænarskrárnar. þing Finna er stjettaþing í
liking við það, sem Svíar höfðu. þess var við getið í fyrra,
er þingið var sett og helgað, og boðun keisarans upp lesin, að þá
svöruðu formælismenn stjettanna hver um sig, en svo breytilega,
hvað tunguna snerti, að fyrir eðalmanna stjettina var svarað á
frönsku, fyrir borgarastjettina á sænsku, en fyrir prestastjett og
bænda á finnsku. — Eptir fólkstalinu sem gert var 31. des.
1880 var tala landsbúa 2,060,872. Af þeini höfðu 1,751,381
finnskuna fyrir móðurmál sitt, 294,876 sænskuna, 4195 rúss-
nesku, 1720 þyzku, 961 lapplandsmál —, en um 2649 vissu
eða greindu skýrslurnar ekki, hvert mál þeir höfðu.
Nyju ríkin á Balkansskaga.
Kúmenía. Hjeðan vitum vjer engin tíðindi að segja. Um
tilkall þessa ríkis viðvíkjandi tilsjóninni á Duná eða siglingunum