Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 35
ÓFRIÐURINN Á EGtPTALANDI.
37
þorpum tveim, Magfar og Mahúta, við vatnsskurð sem grafinn
er fram með járnbrautinni frá Ismailja og vestur að Tel-el-
Kebír. Egiptar höfðu hlaðið stíflu í skurðinn líklega til að
tálma vatnsrennsli til Ismailja*). þeir misstu þar fjölda manna,
fimm fallbissur (frá Krúpp á þýzkaiandi) og 70 járnbrautar-
vagna með vistabirgðum til hersins. Englendingar biðu hjer
lítinn mannskaða, er af þeim íjellu og særðust ekki fleiri enn
20 manna. þann 28. ágúst bar aptur fundum þeirra saman
við þann bæ, sem Kassassin heitir. Hjer stóðu 13 þúsundir
fyrir af her Arabis og höfðu allgott vígi. Bardaginn stóð
lengi, en Englendingar hertu ekki sóknina fyr enn sól var
runnin; en tunglskin var á. f>á hleyptu þeir riddaraliði sínu
á stórskeytaraðir Egipta. Riddararnir hjuggu þá marga, sem
við fallbissurnar stóðu, og hjeldu svo sprettinum að handvopna-
liðinu. Við þetta var vörn Egipta lokið, og lögðu þeir þá á
flótta. Af Englendingum íjellu 10 eða 12, en af hinum 20,
en 100 lágu þar særðir eptir. Graham hjet sá hershöfðingi,
sem hafði forustu fyrir liði Engiendinga i bardaganum. þeir
ljetu nú staðar nema við Kassassin nokkra stund, og bjuggu
sjer þar góða vígstöð, en Wolseley beið bæði eptir vopna-
sendingum og fleiri sveitum af liðinu frá Indlandi. þann 9.
september hjeldu nokkrar deildir af her Arabis (hjerumbil 11
þúsundir) austur til móts við Englendinga, og rjeðu á forvarðalið
þeirra fyrir vestan Kassassin. þó Englendingar væru miklu
liðfærri, hrukku sveitir Egipta aptur fyrir skeytum þeirra við
allmikið manntjón, og það sannaðist hjer sem fyr á öðrum
stöðum, að stórskeyti Egipta hæfðu illa, og að Englendingar
báru mjög af þeim í skotlistinni. Eptir það beið Arabi átekt-
anna i virkjahverfi sínu við Tel-el-Kebír, og má vera, að þær
hafi borið bráðar að, enn hann hefir búizt við. Virkin voru
ekki lengra í vestur frá stöð Englendinga enn rúma mílu vegar,
enn fyrir utan þau höfðu Egiptar grafið skurði og hleypt
vatni í, enn þó eigi breiðari enn að yfir þá mátti stökkva.
*) þess bragðs er og getið, að Egiptar lcöstuðu líkum, liestaskrokkum
og úlfalda í skurðina, að vatnið yrði ódrekkandi.