Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 66
68
FRAKKLAND.
sem hann hafði ætlað. Stanley brá heldur í brún, sem nærri má
geta, og þótti ferð sin miður orðin enn hann hafði hugað.
Hann hafði reyndar valið sjer kaupstöðvar i fjelagsins nafni
bæði ofar og neðar við fljótið, og gert sitt hvað til að flýta
fyrir vöruflutningum bæði á fljótinu og landveg, og skipaði nú
fylgdarliði sínu til varðgæzlu, kaupskapar og flutninga á ymsar
stöðvar, en sjálfur sneri hann aptur til Evrópu til að segja þar
svo söguna (fjelaginu í Brukseli og Leópoldi konungi) sem
hún hafði gengið. De Brazza hjelt og heimleiðis, að segja
frá enu stórfengilega landnámi, og þótti Frökkum það fegins-
saga, sem við var að búast. 1 París fjekk de Brazza bæði
þakkir og heiðurslaun fyrir afrek sín, en Stanley gerði litið
úr þeim, og kvað sáttmálagerð hans við Afrikukonunginn
einskis virði. Stjórn Frakklands leit þó öðrum augum á silfrið,
og hefir nú bæði staðfest sáttmálann og gert de Brazza út
aptur til Afríku, eða til Kongólandanna, með mikilli fylgd og
feikimiklum farareyri í gulli og öðrum munum. þetta þykir
votta, að Frakkar ætli að festa tökin á þvi, sem í þeirra
hendur hefir borið, hvað sem Stanley eða aðrir segja. það er
ekki trútt um, að Englendingum þyki ekki sem þeir gerist
heldur fjölþreifnir á sumum öðrum stöðum, t. d. við Bab el
Mandeb, sundið sunnanvert við Rauðahafið, þar sem þeir hafa
komizt yfir hafnarstöð og strandgeira við Tadsjúrra-flóann.
Einnig gruna þeir þá um, að þeir ætli að koma Madagaskar,
eylandinu mikla fyrir austan Afríku, undir sitt yfirboð. En
hjer stendur svo á, að höfðingjar þeirra þjóðflokka á vestur-
parti eylandsins, sem Sakalafar heita, hafa gerzt skjólstæðingar
Frakka, en í liitt eð fyrra lenti þeim í deilur og ófrið sin á
milli, og leituðu þá sumir þeirra sambands við „Hóva“-kynið
(Malaya-kyn?), höfuð þjóðkyn eyjarinnar. Hjer er talsverð
þjóðmenning, og meiri hlutinn hefir tekið kristna trú; og kristin
drottning (Uanavaló II) situr þar að völdum. það virðist sem
drottningin hafi viljað nota tækifærið, og koma undir vald sitt
mestum hluta eyjarinnar, um leið og hún veitti þeim höfð-
ingjum lið, sem þess beiddust. því fylgdi, að frakkneskir
menn urðu fyrir árásum og ymsum óskunda þar sem þeir áttu