Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 5
ALMENN TÍeiNDI.
7
á skránum, skipuðu fyrir um tvær málstofur, þingmannakosn-
ningar (til fulltrúadeildanna) með ymsum takmörkum kjör-
rjettarins, um fjárveitingar þinganna, og ábyrgðarleysi kon-
ungs, og svo frv.; en þegnarnir i meginlandsríkjunum voru af
öðru bergi brotnir, þegnlegar venjur þeirra og hugsunarhættir
frábreyttar enskum háttum og hugarfari. Allt hafði slcapazt í
heldur snögglegu bragði, og safinn af ávöxtum frelsistrjesins
varð mörgum áfengUr, þegar frelsishöptin voru af þeim tekin.
Kröfurnar óxu í nafni „frelsisins og mannrjettindanna“ og menn
tóku nú á nýja leik og með nýju fjöri að rannsaka frumhugs-
anir byltingarinnar miklu á Frakklandi 1789. Menn höfðu
iært fyrir löngu, að þegnarnir væru ekki til ríkisins vegna, en
rikið vegna þegnanna, en þótti þó liggja beinast í augum
uppi, að þeir væru ríkisins óskasynir, sem sætu i háum em-
bættum, eða það hefði selt mikilvæg umboð i hendur. Hin
nýju lög hleyptu fjölda manna — þ. e. fulltrúum fólksins —
að löggjöf og landsmálum, umboð og valdstöðvar tókuv að
blasa þeim í augu: hin nýju lög höfðu ruðt þá braut, sem
þeir skyldu halda, að rikið yrði þeim að mestu gagni og
notum. Raunin hefir líka þótt verða sú, að skörungarnir og
eptir þeim rnargir aðrir hafa leitað fram þenna veginn, og að
þar sem menn deildust í þingflokka eða fylgisflokka eptir álit-
um um stjórnarmál og lagabætur, þá vildu forsprakkarnir og
kappar þeirra skara eld að sinni köku, hvort sem völd og um-
boð varðaði eða annan liagnað. þetta og fleira þvi um lilct
er það, sem haft hefir verið til aðfinninga við þingflokkastjórn,
en apturhaldsmenn hafa notað fyrir ástæður, þegar þeir vildu
þoka stjórnarfarinu aptur eða nær enum eldri háttum. Vjer
skulum vitna til sumra, sem taka þessa annmarka fram, og
það þvi heldur, sem slik umrnæli eru mark umliðandi tínva,
bæði í Evrópu og víðar, og þá engu siður ársins sem leið. Fram-
sóknarmenn segja, að þingstjórnar njóti hvergi enn nerna til
liálfs eða að nokkru leyti, þvi hjá fulltrúum fólksins, hjá enum
lýðkjörnu eigi þungamiðja stjórnvaldsius að vera, og þvi rnundi
það beztu gegna, að aftaka allar efri málstofur. 1 konunga-
rikjum svaxa íhaldsmenn svo og apturhaldsmenn, að hinir segi