Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 144
146
NOREGUR.
stórhertoginn frá Sachsen-Weimar, og tóku Niðaróssbúar á móti
þeim með mikilli viðhöfn og dýrðlegu veizluhaldi. Allt varð
„á tjá og tundri“ í borginni, og það var auðsjeð, að bæjar-
þrændur vildu ekki vera eptirbátar Kristjaniubúa eða annara í
risnu sinni og konungshollustu. þaðan ferðaðist konungur til
Kristjaníu og fleiri bæja, og gerðu blöð hægrimanna — bæði
í Danmörku og Noregi — mikið úr öllum viðtökum og fögn-
uði borgafólksins. Eitt Kristjaníublaðið (,,Morgenbladet“) gat
sagt þá sögu frá Drammen, að konungur hefði átt tal við yfir-
kennara einn (i veizlu) um ástand ríkisins, kappdeildir þings
og stjórnar. Kennarinn hafði sagt, að enir konunghollu Norð-
menn mundu bera sigurinn úr býtum og „frelsa feðralandið11,
og hafði konungur þá til andsvars orðtak Friðriks 7da, að
hann ætti styrk sinn í ást fólksins, en varð svo klökkur við
þau orð, að hann táraðist og vjek sjer undan, og við það var
samræðan á enda. „Berlinga Tíðindi11 í Kaupmannáhöfn tóku
söguna svo upp, að það er auðsjeð, að hjer hefir einhver
viknað, og þaðan hefir „Skírnir11 hana.
10. ágúst voru 25 ár liðin frá því er fyrsta skáldrit kom
á prent eptir þjóðskáldið Björnstjerne Björnson. það var
skáldsagan um ,jSunnefu frá Sólbakka". þann dag var mann-
kvæmt á Aulestad, garði skáldsins í Gausdalen, því hjer voru
komnir menn frá öllum norðurlöndum með samfagnaðaróskir,
og þar komu þar að auki í hraðskeytum, eigi færri enn 110
að tölu úr öllum áttum — sum frá suðurlöndum, Englandi og
Ameríku. Ein kveðjan var frá íslenzkum stúdentum í Kaup-
mannahöfn. Kveðjur komu frá öllum norskum skáldum, þeim
sem eigi voru við staddir, t. d. frá Henrik Ibsen, sem þakkaði
B. fyrir 25 ára samvinnu í þjónustu andlegs frelsis; enn fremur
frá Jónas Lie, Alexander Kjelland, John Paulsen og fl., frá
sænska skáldinu Victor Rydberg, frá bókmentafræðingnum
Georg Brandes auk fl. Minningarræðuna hjelt Kristófer Janson,
og eitt kveðjukvæðið flutti Holgeir Drachmann. Við það er
sjerílagi komið í kvæðinu, að hið mætasta hefði komið frá
Björnstjerne á yngismannsárunum, og undir æskuljóð hans
hefði bergmál tekið í hjörtum þjóðarinnar, og þau hefðu gert