Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 158
160
AMERÍKA.
að þeir vinna hverja vinnu sem er fyrir helming eða þriðjung
þess kaups; sem menn af voru kyni heimta. Sínverjinn er svo
neizlugrannur eða þurftarlítill, að hann getur nærzt af hris-
grjónahnefa, þar sem maðurinn af Evrópukyninu þarfnast miklu
kostugri fæðu, og getur vart þrifizt án kjöts, fiskimatar og
fleira kostætis. Sínverjar leggja sjer iíka mart til munns, sem
allir aðrir hafa viðbjóð á. Auðvitað er, að hjer er talað um fá-
tækt fólk og öreiga, sem leitar til annara landa að forðast
hungurdauðann heima, þegar þar þrýtur bjargræði, eða ár-
brestur verður. Af þessu má skilja, hvernig barátta þeirra í
öðrum löndum „fyrir tilverunni", hnekkir atvinnu enna innbornu
manna, og kemur þeim á kaldan klaka. þ>á er og það annað,
sem menn berja augum í, að Sínlendingar iáta sjaldan sem
aldri neitt falla til þarfa vistarlands síns, en halda þá heim
aptur til fósturlandsins „himneska11, þegar þeir hafa nurlað svo
miklu saman, sem þeim má endast til æfiloka. 1878 var tala
þeirra orðin i Bandaríkjujjum 200,000, í Perú eru 80,000, á
Kúbu 70,000, og í landeignum Hollendinga í Indlandshafi
320,000. þar sem löndin eru ekki ýkja fjölbygð, sem segja
má t. a. m. um Perú, þá er von að sumum þyki — eptir því
sem á undan er greint — sem engisprettur komi þar í land,
sem Sínlendingar koma til vista og bólfestu.
Síðustu árin má reikna, að nær því 1 millión manna hafi
komið á ári frá öðrum álfum og löndum til Bandaríkjanna til
bólfestu og atvinnuleitar. Landrýmið er nóg, og getur tekið á
móti hundruðum millíóna. Dakóta, Montana og Colóradó, til
dæmis að taka, eru enn frumbygðalönd, og ekki komin í rikja-
tölu, en að víðáttunni 400,000 enskar ferhyrningsmílur — eða
töluvert stærri en England, Skotland, Irland, Italía, Svissland,
Belgía, Holland og Danmörk, saman talin. En mörg ríkjanna
hafa ekki tiunda part þeirrar tölu b)>ggjanda, sem þau gætu
borið. Alaska er enn óbyggt að kalla, en á stærð 577,000
enskar ferhyrningsmilur. Skynberandi menn segja, að Banda-
rikin muni innan eigi langs tíma framieiða og flytja til roark-
aða vorrar álfu þau býsn af allskonar landsafurðum, korni>