Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 147
NOREGUR.
149
svo einn síns liðs, allir firrast merkið, vilja ekki sjá það. „I
ljós skal sannleikurinn!“ segir hann, „jeg kalla til fundar, og
samþegnar mínir skulu heyra þar rödd sannleikans!“ — ,,þú
fær ekki neina fjelagasali til sliks fundarmóts“, segir bróðirinn.
„Jeg les þá skýrslu mína upp á strætum, og læt trumbuslaga
kalla á fólkið. f>að vil jeg þó sjá, hvort hrakmennskunni tekst
að múlbinda góðan dreng, sem vill hreinsa þegnfjelagið.11 Sal-
inn tekst honum að fá samt sem áður —, en það var híbýla-
salur hjá kunningja hans. Fólkið sækir fundinn, bæjarfólkið,
burgeisarnir, yfirvöldin — heiðurslið bæjarins með hala sínum,
skrilnum. Prentarinn og ritstjórinn höfðu látið drjúgt yfir
„þjettskipuðum meirahluta (kompakt majoritet) “, að þeirra
(,,Fólksboðsins“) boði. Meiri hlutinn var hjer bæði mikill og
þjettur: aliir á móti einum. Yfirvöldin og borgaramir liöfðu
sjeð hjer vel við leka. þeir ljetu velja fundarstjóra, og skyldi
hann sjá um, að skýrsla læknisins yrði ekki upp lesinn, nje
neitt fram borið til mótmæla gegn skýrslu fógetans. Prentar-
inn stýrði fundi. Hjer brást þeim þó bogalistin. Læknirinn
segir, að hann ætli sjer ekki að tala um baðastöðina, eða
fýluna, sem þar kenni. Hann hafi annarar ýldu og rotnunar
að minnast; hann hafi nú sjeð, að brunnar ens andlega lifs
bæjarmanna væru allir óliíjani blandaðir, og borgarasamband
þeirra ætti sjer ekki annan grundvöll enn lyginnar fúla fen og
efju. Nú gerast köll og hávaði, en hann heldur því æfara
áfram, talar um lýð og skril, likir meirihlutanum, fylkingunni
þjettu við úldin dauðýfli, sem eitur og drep gufi af í allar
áttír. Hann líkir sannindum meirihlutans við þráan mat og
skemmdan, sém leiði af sjer „andlegan skyrbjúg11 í þegnlífinu.
Ein sannindin hans sje helber lygi, eða sú kenning, að almúg-
inn, sægurinn blindi og kunnáttulausi sje aðal þjóðarinnar, og
hann sje borinn til ráða og stjórnar fyrir frelsisástar sakir og
annara dygða. „Fólksboðið11 prjedikaði þessa lygi dagsdag-
lega, beri svo saurinn og óþverrann út meðal alþýðunnar.
Hann segir sjer sje svo vel við bæinn, að hann kjósi honum
heldur eyðilegging, „enn blómgan og auðgun á lygi“. Hann
hamast í niðurlagi ræðunnar. „Hvert samband á lyginni